Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Bróðir minn,
GUNNAR G. EYJÓLFSSON,
Lækjarhvammi,
Laugardal,
sem andaðist föstudaginn 26. maí, var jarðsettur í kyrrþey föstudaginn
2. júní.
Björgólfur Eyjólfsson
og fjölskylda.
+
Útför ástkærrar dóttur okkar, systur, barna-
barns og frænku,
ÁSLAUGAR PERLU KRISTJÓNSDÓTTUR,
Kaplaskjólsvegi 37,
Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. júní
kl. 13.30.
Gerður Berndsen,
Kristjón Haraidsson,
Ragnheiður Margrét Kristjónsdóttir,
Agnes Kristjónsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
og frændsystkini.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
MARÍA PÉTURSDÓTTIR SALTERS,
lést föstudaginn 2. júní.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju föstudaginn
9. júní kl. 13.30.
Doris Saiters,
Pétur Ágústsson,
Friðrik Ágústsson,
Jón Birgir Pétursson,
Stefanía I. Pétursdóttir,
Karl Ó. Erlingsson,
Þorbjörg Steinarsdóttir,
Guðrún H. Guðmundsdóttir,
Fjóla Arndórsdóttir,
Páll Bragi Kristjónsson,
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI EINARSSON,
kennari,
Þingholtsstræti 12,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur að heimili sínu föstudaginn
2. júní.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. júní kl. 13.30.
Bjarki Árnason,
Hákon Árnason,
Freyja Árnadóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir og afi,
SÉRA ÞORLEIFUR KJARTAN
KRISTMUNDSSON,
fyrrv. prófastur á Kolfreyjustað,
Kambahrauni 28,
Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, að
morgni Sjómannadags.
Þórhildur Gísladóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn
og barnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir og systir,
MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR,
lengst af á Blómvallgötu 10,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ,
laugardaginn 3. júní.
Soffía Vala Tryggvadóttir, Vilhjálmur Ólafsson,
Dóra Halldórsdóttir.
DORA
* >
GUÐJONSDOTTIR
+ Dóra Guðjóns-
dóttir var fædd í
Reykjavík 6.
1935. Hún lést á
Landspítalanum
24. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Bryndi's Jónsdóttir,
fædd í Dýrafirði og
Guðjón Guðjónsson,
fæddur í Fljótshlíð.
Fósturforeldrar
hennar frá fæðingu
til átta ára aldurs
voru Guðjón Ivarsson
og Guðbjörg Ey-
mundsdóttir. Fósturforeldrar frá
átta ára aldri voru Magnús Hann-
esson og Helga Sigríður Helga-
dóttir frá Hólum í Stokkseyrar-
hreppi. Fóstursystkini Dóru voru
Sigurður, látinn, Lovísa, látin,
Guðný og Magndís.
Dóra vann á ýms-
um stöðum, t.d. við
símavörslu á Alþingi,
á Hreyfli, hjá Sveini
Egilssyni hf. og sl.
tíu ár hjá Foldaskóla.
Sambýlismaður
hennar er Einar
Bjarnason, f.
21.10.1938, bifreiða-
stjóri. Einkadóttir
hennar er Lovísa
Guðbjörg Siguijóns,
bifreiðastjóri og hús-
móðir, fædd
11.7.1968. Sambýlis-
maður Lovísu er Sig-
uijón Harðarson bifreiðasfjóri.
Barnabörnin eru tvö, Dóra Björk
Aðalsteinsdóttir og Guðjón Örn
Aðalsteinsson.
Útför Dóru fer fram frá Selja-
kirkju í' dag og hefst athöfnin
klukkan 13:30.
Dóra Guðjónsdóttir, barnfóstra
mín og fjöldskylduvinur, lést 24. maí
síðastliðinn á fallegum vordegi eftir
erfiða baráttu við krabbamein.
Dóra hefur ætíð skipað stórt hlut-
verk í lífi mínu þar sem hún fylgdist
með mér frá fyrstu tíð.
Hún hafði átt erfiða æsku, alist
upp á fósturheimilum og ekki átt því
láni að fagna að eiga ástríka fjöl-
skyldu eins og við flest. Þeir erfið-
leikar sem einkenndu æsku hennar
höfðu eins og gefur að skilja mótað
hana sem sterka baráttukonu og
jafnréttissinna.
Hún var ung þegar hún tengdist
fjöldskyldu minni, kom til starfa á
heimili mínu þegar ég fæddist og að-
stoðaði foreldra mína.
Hún hafði áður búið og starfað hjá
fjölskyldu föðursystur minnai’.
Margar góðar minningar á ég um
hana Dóru, t.d. þegar hún starfaði
sem símadama hjá leigubílastöðinni
Hreyfli. Þá voru höfuðstöðvar
Hreyfils á Hlemmi í litlu húsi og þar
réð hún Dóra ríkjum. Af og til fékk
ég að fylgjast með Dóru við störf sín
og sé ég hana fyrir mér svarandi
„Hreyfill“ með símtólið á höfðinu.
Með tilkomumiklum handahreyfing-
um stjórnaði hún snúruflækjunum
sem teknar voru úr takkaborði og
fóru í ákveðin göt á símstöðinni,
þetta var mér gjörsamlega óskiljan-
legt.
Arin liðu og þegar ég var sjö ára
eignaðist Dóra einkadóttur sína hana
Lovísu, sem var augasteinninn henn-
ar alla tíð síðan. Hún hafði eignast
sína eigin fjöldskyldu sem síðar átti
eftir að stækka með tilkomu barna-
barnanna sem eru tvö.
Er Dóra hafði eignast Lovísu festi
hún kaup á sinni fyrstu íbúð. Vann
hún myrkranna á milli, saumaði
flestallan fatnað á bamið og leigði
herbergi út frá sér í mörg ár. Hún
kunni að bjarga sér, var nægjusöm
og gerði þá hluti sem hún ætlaði sér
ein, stolt og óstudd.
Síðar kynnist Dóra sambýlismanni
sínum, Einari, og saman byggðu þau
myndarlegt hús í Grafarvoginum þar
sem hún bjó til dauðadags. Húsið og
garðurinn áttu hug hennar allan
ásamt barnabörnunum sem bjuggu á
neðri hæðinni.
Samband hennar og barnabam-
anna var alla tíð mjög náið og nutu
þau nærvem hennar í uppvextinum.
Hún hjálpaði til við uppeldi þeirra og
studdi vel við bakið á þeim í öllu, þar
á meðal tónlistarnámi, en hún hafði
mikil afskipti af starfi Tónlistarskól-
ans í Grafarvogi.
Síðustu tíu árin starfaði Dóra sem
gangavörður í Foldaskóla, þar sem
hún sá til þess að allt væri í röð og
reglu, m.a. að óskilamunir kæmust á
rétta staði, t.d. keyrði hún út um all-
an Grafarvog til að sækja óskilamuni
sem tilheyrðu hennar skóla, svo sem
frægt varð.
Hún Dóra var góð kona sem
reyndist mér og mínum alltaf vel,
sérstaklega minnumst við þess að á
námsámm okkar hjónanna erlendis
hringdi hún reglulega í okkur til að
fylgjast með og taldi ekki eftir sér að
tala góða stund við okkur.
I fjölskylduboðum núna í seinni tíð
er uppeldi mitt kom til tals og eldri
systkini mín töluðu um hvað ég hafði
verið óþekkur, tók Dóra ætíð upp
hanskann fyrir mig. I hennar augum
var ég fullkominn og hafði aldrei ver-
ið óþekkur, ég hafði enga galla, var
alltaf stilltur og prúður sem barn!
Nú er hlutverki hennar Dóm
minnar lokið hér og nú bíða hennar
önnur hlutverk annars staðar.
í veikindum sínum sýndi hún þann
baráttuvilja og jafnaðargeð sem hún
hafði öðlast í æsku.
Eg kveð hana með virðingu.
Björn Skaptason.
Vinkona okkar, Dóra Guðjónsdótt-
ir, er látin, aðeins 65 ára að aldri.
Hún hafði um nokkra hríð barist við
krabbamein sem, þrátt fyrir mikinn
líkamlegan og andlegan styrk henn-
ar, hefur nú lagt hana að velli. Dóra
hafði oft um ævina haft vindinn í
fangið en ávallt komist í höfn. Þess
vegna fannst okkur vinum hennar,
að hún myndi verjast lengur en raun
er nú á orðin.
Dóra var ung í vist hjá afa mínum
og ömmu, Jóni A. Bjarnason raf-
magnsverkfræðingi og Karenu El-
ísabetu Bjamason fótaaðgerðasér-
fræðingi. Vistin varð ekki löng en
Dóra tengdist fjölskyldunni sterkum
vináttuböndum á þessum skamma
tíma og við börnin litum á hana sem
eina af frænkunum í ættinni. Menn
fögnuðu ætíð komu hennar og nutu
þess að heyra ákveðnar skoðanir
hennar á mönnum og málefnum. Var
hún þá á stundum hvassyrt og átti
oftar en hitt síðasta orðið. Hún var
væmnislaus , hreinskilin og hrein-
skiptin, fór aldrei í manngreinarálit.
Sæi hún að hún hefði farið offari í
umræðu sinni, var hún einnig fús að
játa mistök sín og hafa það sem sann-
ara reyndist. Hún var glaðsinna, full
af lífsþrótti og jafnan bjartsýn. Þeir
eiginleikar komu sér oft vel þegar
erfiðleikar sóttu að.
Hjálpsemi og fórnfýsi Dóru voru
með fádæmum. Væri henni boðið til
samkvæma í fjölskyldunni vildi hún
helst taka hluta af undirbúningi
þeirra á herðar sínar. Sá er þetta rit-
ar þurfti oft að taka fram við hana að
henni væri boðið til veislugleði en
ekki endilega vinnugleðinnar einnig.
Sjálf var Dóra höfðingi heim að
sækja. Rausnin í sextugsafmæli
hennar verður lengi í minnum höfð.
Veisluföng voru frábær, gleðinni
haldið hátt á loft og afmælisbarnið
var hrókur alls fagnaðar.
Sambýlismaður Dóru um þriggja
áratuga skeið var Einar Bjamason
bifreiðastjóri. Einkadóttir hennar
var Lovísa Guðbjörg. Hún var þeim
mikill sólargeisli. Börn hennar tvö,
þau Dóra Björk og Guðjón Öm, vora
það ekki síður. Hið stóra hjarta Dóra
gaf þeim öllum mikið. Hið sama má
segja um okkur hin sem tengdumst
henni. Það var viðburður ef hana
vantaði í afmælin, en gjafir hennar
vantaði aldrei.
Okkur finnst nú skarð fyrir skildi í
fjölskyldunni. Það getur í raun eng-
inn komið í stað Dóra. Hún var svo
sérstök. Við söknum góðrar konu,
sem allt vildi á sig leggja öðram til
hjálpar, stæði það í valdi hennar.
Við þökkum af heilum hug fyrir
okkur og biðjum föður mildinnar að
annast hana, hann sem „ekkert lætur
ólaunað, sem innst er fórn úr hjarta-
stað.“
Þorsteinn Halldórsson
og fjölskylda.
Bognar aldrei - brotnar í bylnum
stóra seinast.
Hún Dóra vinkona mín sem kvaddi
þennan heim 24. maí síðastliðinn eft-
ir langa og stranga baráttu við íllvíg-
an sjúkdóm var ekki kvartsár um
dagana þrátt fyrir að lífið væri henni
ekki alltaf dans á rósum. Oft undrað-
ist ég það þrek sem þessi granna og
veikbyggða kona hafði, sem oftar en
ekki vann tvöfalda og stundum þre-
falda vinnu til þess að geta eignast
sitt eigið húsnæði og séð sér og
einkadótturinni henni Lovísu far-
borða. Við kynntumst fyrir nærri
hálfri öld og hefur okkar vinátta
haldist síðan. Eins og ég kom að áðan
var ævin hennar Dóra minnar ekki
eihfur rósadans og ég veit að hún átti
ekki alltaf glaða bernsku, þótt hún
talaði ekki mikið um það. Eg held að
veröldin hafi fyrst orðið bjartari þeg-
ar hún kom til þeirra mætu hjóna El-
ísabetar og Jóns Á. Bjarnason, þá
urðu þau og þeirra fólk hennar fjöl-
skylda og hún talaði alltaf um þau
með hlýju og þakklæti enda voru þau
henni góð. Hún Dóra var afskaplega
stolt og mikill höfðingi. Þegar ég sit
hérna í stofunni minni og skrifa þessi
fátæklegu orð þá sé ég þar marga
fallega hluti sem hún gaf mér og okk-
ur hjónunum við ýmis tækifæri. Þeir
hlutir vora ekki valdfr af verri end-
anum og bára vott um einstaka
smekkvísi gefandans. Síðasta gjöfin
frá henni var sérlega falleg nýárs-
skreyting sem hún færði mér er þær
mæðgur komu til mín á milli hátíð-
anna í vetur, þá var hún orðin hel-
sjúk. Hún sagði að þetta væri jóla-
kortið til mín í ár, það hefði verið
eitthvað svo mikil lurða í sér fyrir jól-
in að hún hefði ekki skrifað á nein
kort. Þetta var nákvæmlega hennar
stíll, svona var hún. Já hún var vinur
vina sinna hún Dóra og afskaplega
trygg. Hún var ekki síðust til að
hringja eða koma í heimsókn þegar
stór áföll riðu yfir mig og mína fjöl-
skyldu. Sólargeislarnir í lífi hennar
vora barnabörnin tvö, Dóra Björk og
Guðjón Örn. Ég dáðist að því hvað
þau vora ömmu sinni góð í erfiðum
veikindum hennar. Þau era yndisleg
börn, bæði vel gefin og listræn. Síð-
asti áfanginn var henni vinkonu
minni erfiður, en hún stóð meðan
stætt var og bognaði aldrei. Ég sendi
Lovísu, Dóra Björk og Guðjóni Erni
mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þér,
elsku Dóra mín, þakka ég allt og allt,
alla þína góðu vináttu og tryggð. Guð
geymiþig.
Þórhalla Sveinsdóttir.
Elsku besta vinkonan mín, hún
Dóra Guðjónsdóttir, er látin.
Við voram æskuvinkonur, kynnt-
umst þegar við voram 8 ára gamlar.
Hún var tekin í fóstur að Hólum í
Stokkseyrarhreppi sem er næsti bær
við Baugsstaði, æskuheimili mitt.
Þessi 8 ára gamla stúlka kom frá höf-
uðborginni með ferskan blæ, hluti og
frásagnir sem ég hafði aldrei kynnst,
eins og t.d. dúkku sem lokað gat aug-
unum, dúkkulísur og sögur sem hún
sagði frá bíómyndum sem hún hafði
séð í Reykjavík.
Vinátta okkar hefur varað í meira
en hálfa öld . Þó svo að hún kæmi frá
borginni áttum við ýmislegt sameig-
inlegt og skildum vel hvor aðra, lík-
lega vegna þess að hvorag okkar var
hjónabandsbarn.
Arin liðu og oft var strjált á milli
heimsókna en vináttan slitnaði ekki.
Dóra var kjarkmikil kona og dáðist
ég að því þegar hún stóð ein með
Lovísu litlu dóttur sína og vann
myrkranna á milli til að kaupa íbúð-
ina í Kóngsbakkanum. Á seinni árum
þegar við létum hugann reika um
liðna daga gat Dóra munað hluti sem
ég var löngu búin að gleyma.
Það er mikil gæfa að hafa átt svona