Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. JIJNÍ 2000 5 7
trygga og merka vinkonu í gegnum
lífið.
Guð blessi minningu hennar.
Elsku Lovísa, Dóra Björk, Guðjón
Orn og Einar, innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigríður ísafold.
Elsku Dóra, ekki ætluðum við að
skrifa lofræðu um þig hér, því það
væri þér ekki að skapi.
Við tengdumst vinaböndum í
gegnum störf okkar við Foldaskóla.
Þú stilltir okkur alltaf upp með að við
værum „háskólamenntaðir“ kennar-
ar en þú gangavörðui-. Við svöruðum
þessu með því að þú „nálgaðist" okk-
ur óðum og kölluðum þig samkenn-
ara og þá var þér skemmt. Um-
hyggja þín fyrir okkur vai’ mikil, þú
mundir ávallt eftir afmælisdögum
okkar og þá komstu færandi hendi.
Ófá voru símtölin sem við áttum við
þig um lífið, tilveruna og bamabörn-
in sem þú varst svo stolt af.
Þú varst dálítið sérlunduð Dóra
mín og stundum spurðir þú hvernig
við gætum umborið þig og við svör-
uðum um hæl að það væri út af því að
við værum jafn ruglaðar og þú.
Þannig voru okkar samskipti alltaf
á léttu nótunum þó undir niðri blund-
aði alvaran þegar veikindi þín voru
ljós. Þegar við spurðum þig hvernig
þér liði þá var alltaf sama svarið:
„Það er ekkert að mér“ og ekki orð
um það meir.
Við vissum samt að þetta stríð tók
á þig og þú barðist áfram með „gæs-
ina“ (get, ætla, skal) að leiðarljósi og
stefndir að því að njóta sumarsins og
sóla þig í garðinum með okkur.
En nú sólar þú þig án okkar en við
ekki án þín því svo glatt losnum við
ekki við þig hefðir þú sagt. Þúsund
þakkir fyrir alla umhyggjuna sem þú
veittir okkur og fjölskyldum okkar.
Ef einhver lagði sig fram í starfi
varst það þú. Þú spurðir ekki hvað
ber mér að gera þér heldur hvað þarf
að gera.
Sendum öllum ættingjum og vinum
Dóru innilegustu samúðarkveðjur.
Hafdís og Svanhildur.
Nú á vordögum útskrifum við í
Foldaskóla fjörmikið æskufólk sem
heldur út á lífsins braut. I farteskinu
hefur það reynslu, nám og endur-
minningar úr gnmnskólanum sínum.
Dóra Guðjónsdóttir gegnir þar mikil-
vægu hlutverki. Um árabil gegndi
Dóra skyldustörfum í nánum sam-
skiptum við unglinga - fólk á miklu
breytingaskeiði. Það er ekki heiglum
hent og Dóra stóðst það verkefni
með prýði. Nú örfáum dögum fyrir
andlát sitt bar hún fram þá von sína
að mega enn einu sinni kveðja nem-
endur á útskriftarhátíð skólans. Af
því varð því miður ekki en hún var
með okkur í anda og hennar minnst
með söknuði.
Dóra var litrík og eftirminnileg
manneskja. Hún setti svip á skóla-
starf Foldaskóla. Trúmennska henn-
ar og samviskusemi nýttist vel í
annasömum störfum á stórum vinnu-
stað. Utan þess að aðstoða ungling-
ana okkar afgreiddi Dóra mjólkin--
vörur til nemenda og sá um
óskilamuni. Þar mátti engu skeika og
nákvæmni með ólíkindum. Þar var
og skilað góðu búi.
Dóra hafði sínar ákveðnu skoðanir
á uppeldi æskunnai’ og kristölluðust
þar gjörla viðhorf fyrri tíma og eldri
kynslóða. Áttum við Dóra margar
góðar samræður um þær aðferðir
sem best dygðu - auðvitað vorum við
ekki ætíð sammála en ávallt náðum
við samkomulagi um leiðir - enda
markmið hin sömu.
Dóra vai’ fjölfróð og á góðum
stundum var gaman að ræða mann-
lífið í Reykjavík þar sem hún starfaði
mestan sinn aldur við fjölbreytt
störf, skrifstofustörf, símsvörun og
akstur leigubíla.
Fjölskyldan vai- Dóru dýrmætust
eign. Hún vakti yfir hverju spori
barnabarna sinna og deildi gleði
sinni yfir velgengni þeirra í stóru
sem smáu með samstarfsmönnum
sínum. Ljóst er að missir fjölskyld-
unnar er mikill en barnabörnin munu
eiga í hjarta sér minningu um góða,
hlýja og ástkæra ömmu. Mun sú
mynd lýsa þeim leið frá sorginni yfir
í hlýjar endurminningar.
Fjölskyldu og ástvinum eru sendar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um Dóni Guðjónsdóttur lifa.
Ragnar Gíslason, skólastjóri.
í dag kveðjum við kæran starfsfé-
laga, Dóru gangavörð. Það var engin
lognmolla þar sem hún fór hér um
skólann og hún var heldur ekki allra.
En Dóra hafði góða stjórn á því sem
hún tók sér fyrir hendur, hvort sem
það var í gangavörslu, mjólkursölu
eða öðru. Hún hélt uppi góðum aga á
börnunum. Dóra sinnti ákveðnum
verkum hér í skólanum í kring um
fasta viðburði. Þau störf vann hún vel
því ef hún tók eitthvað að sér þá gat
maður treyst því. í vetur háði hún
hetjulega baráttu við sjúkdóminn
sem dró hana að lokum til dauða.
Hennar var strax saknað síðastliðið
haust og ósjaldan kom upp sú staða
hjá okkur þar sem við sögðum: „Æ!
Hún Dóra sá alltaf um þetta.“ Með
þessum orðum viljum við þakka
Dóru fyrir samfylgdina og kveðjum
hana með trega á afmælisdegi henn-
ar.
Við biðjum Guð að gefa fjölskyldu
hennar styrk á sorgartímum.
Kennarar yngsta stigs
Foldaskóla.
Dóra Guðjónsdóttir sem hér er
kvödd var mikil sómakona sem
ávann sér vináttu þeirra sem henni
voru samferða. Hún lést þann 24.
maí sl.eftir erfið veikindi sem hún
glímdi við eftir að hún greindist með
illvígan sjúkdóm fyrir um ári. Kynni
okkar Dóru hófust þegar hún og við
hjónin byggðum okkar fyrstu íbúð
við Kóngsbakka í Breiðholti. Dóra
var með allra fyrstu íbúum sem
fluttu í Bi-eiðholt frá upphafi. Á þeim
tíma vann hún á símavöktum hjá
Hreyfli. Þaðan var hún í sambandi
við okkur sem unnum við steypu í
Kóngsbakkanum í gegnum talstöð,
sem kom sér vel því þá voru þráð-
lausir símar ekki til. Hún sá um allt
sem þurfti til að hlutimir gengju
upp. Þegai’ Dóra flutti svo í Kóngs-
bakka 2 með dóttur sinni á öðru ári,
Lovísu Guðbjörgu Sigurjónsdóttur,
varð mikill samgangur á milli heimil-
is hennar og okkar, enda dóttirin á
sama aldri og okkar börn. Vinskapur
þeirra mæðgna við okkar fjölskyldu
og fjölskyldur barna okkar hefur
verið okkur mikils virði. Dóra unni
dóttur sinni mjög, en með henni
mátti segja að hún héldi heimili alla
tíð og nú síðast ásamt tveimur börn-
um Lovísu. Lovísa endurgalt móður
sinni umhyggjuna ríkulega í hennar
erfiðu veikindum, hún var vakin og
sofin yfir henni þar til yfir lauk.
Barnabörnin sem voru augasteinar
ömmu sinnar hafa nú misst mikið og
sjá á eftir góðri ömmu. Dóra var
mikill vinur vina sinna og bað þeim
oft blessunar Guðs. Það er okkur
ógleymanlegt þegar við sáum Dóru
fara út á götu og gera krossmörk yf-
ir bíl sem dóttir hennar var að hefja
akstur á, biðja henni og farþegum
hennar blessunar Guðs og verndar.
Sama gerum við nú, biðjum góðan
Guð að blessa minningu Dóru og
hafðu þökk fyrir allt. Fjölskyldu
hennar sendum við samúðarkveðju
okkar.
Grétar og Dóra.
Dóra Guðjónsdóttir lést hinn
24.maí sl. eftir harða baráttu við
þann sjúkdóm, sem engin járn bíta.
Hún mætti örlögum sínum af sama
kjarki og einbeitni og einkenndi allt
hennar líf.
Hún ólst upp við heldur óblíð kjör
meðal vandalausra og átti fáa að. Slík
bernska setur mark sitt á hvern
mann og kennir einstaklingnum að
hann verður að treysta á sjálfan sig
fyrst og fremst. Þetta framkallar
kjark og einbeitingu í daglegu lífi allt
til enda. Þannig var því farið með
Dóru Guðjónsdóttur. Dugnaður
þessarar konu var með eindæmum.
Hún lét erfiðar aðstæður aldrei buga
sig heldur braust áfram frá fátækt
sinni til góðra bjargálna. Vinnusemi,
ábyrgðartilfinning og trygglyndi við
vini sína fylgdu henni alla tíð.
Dóra kom sem unglingur á heimili
foreldra minna. Heilsa hennar bar þá
merki erfiðra kjara uppvaxtarins. Ef
til vill skammtaði þetta henni síðar
skemmri aldur en við vinir hennar
hefðum kosið, þótt hún braggaðist
mikið á næstu árum. Hún var í vist
hjá móður minni, eins og það var
kallað þá, fyrstu árin en fór síðan að
vinna á ýmsum stöðum þótt hún
hefði heimili sitt hjá okkur nokkur ár
eftir þetta. Hún var síðar í heimili hjá
móðurbróður mínum, Gunnari
Skaptason tannlækni og Ullu konu
hans og gætti yngsta sonarins,
Bjöms Skapta síðar arldtekts. Björn
tók miklu ástfóstri við þessa fóstru
sína og þessi æskubönd hans við
Dóru slitnuðu heldur aldrei síðan.
Dóra Guðjónsdóttir varð ein úr þess-
um fósturfjölskyldum sínum. Þær
áttu hana og hún átti þær.
Dóra var jafnan þar, sem eitthvað
tilstand var á þessum bæjum, af-
mæli, veizlur, giftingar, útfarir.
Ávallt komin til að rétta hjálparhönd
og gera okkar veg beinni. Það vora
ófá handtökin hennar Dóru í gegnum
áratugina á þessum heimilum. Henni
var alstaðar fagnað og ávallt var hún
velkomin.
Við fylgdumst með því hvernig
hún kom sér sjálf upp góðu heimili í
eigin húsnæði, fyrst í blokk hjá
Byggingasamvinnufélagi atvinnubfl-
stjóra, sem reisti margar byggingai’
undir merkjum BSAB og forystu
Óskars heitins Jónssonar, þess
sómamanns. Síðar bjó hún í stór-
glæsilegri villu, sem hún reisti sér í
Logafold 77 ásamt sambýlismanni
sínum til 26 ára, honum Einari
Bjarnasyni leigubflstjóra. Þegar hún
byrjaði á þeirri framkvæmd fyrir um
20 árum hafði ég nú á orði hvort nú
væri ekki í of mikið ráðist. Ég minnt-
ist ekki á það meira eftir nokkur vel
valin orð frá henni. Hún var svo
harðákveðin í þessu að það hlaut að
takast eins og annað, sem þessi
kjarnakona tók sér fyrir hendur.
Enginn hamar var of hár og engir
erfiðleikar of miklir fyrir þann sem
hefur þann kjark og þá bjartsýni.
Dóra og hennar fólk áttu góð ár í
þessu mikla og góða húsi, sem þau
Einar létu Kjartan Sveinsson teikna
fyrir sig. Ég leit á það sem sérstakan
heiður íyrir mig, að vera falið að gera
séruppdrætti að húsinu hennar
Dóru. Hafði ég gaman af því og ekki
spillti samstarfið við Kjartan, sem er
með hressari og gleggri mönnum.
Dóra stundaði fjölbreytt störf á
lífsleiðinni. Hún vann lengi við síma-
vörslu hjá Sveini Egilssyni og á
skiptiborði Hreyfíls. Af Hreyfli
þekkti hún allan bæinn ef svo mátti
segja. Inn á milli vann hún í mötu-
neyti Alþingis og þekkti þá flesta
þingmenn. Hún var líka ófeimin að
tala við alla þá breiðu kalla, sem gátu
hugsanlega hjálpað til þegar hún
þurfti að tala fyrir sínum húsbygg-
ingamálum. I þá daga var nú erfiðara
að fá lán en nú er orðið. Þá stóðu
menn síður en svo jafnir frammi fyrir
skömmtunarstjórunum. Dóru varð
yfirleitt vel ágengt á flughálum fjár-
málasvellunum. Allt tókst sem hún
ætlaði sér og í skilum stóð hún Dóra
Guðjónsdóttir, það mátti bóka.
Mörg önnur störf stundaði hún í
ígripum sem aukarinnu til að afla
tekna fyrir byggingunum, ók leigubfl
í Reykjavík á löngum nóttum og á
margt fleira lagði hún gjörva hönd
sem ekki verður rakið hér. Hún var
svo skólavörður í Foldaskóla frá
stofnun hans allt þar til heilsan
brást. Ollum störfum sínum sinnti
Dóra af þeirri elju og samvizkusemi,
sem henni var í blóð borin.
Dóra átti eina dóttur barna, Lov-
ísu. Hennar börn eru tvö, þau Dóra
Björk og Guðjón Örn. Þessi mann-
vænlegu böm voru sannkallaðir
augasteinar ömmu sinnar. Velferð
þeirra var henni ofar öllu í þessu lífi
og því næsta líka, því Dóra var trúuð
kona, sem vissi sig eiga góða heim-
komu. Lovísa dóttir hennar reyndist
henni frábæriega vel í veikindunum.
Umvafði hana kærleika og vék ekki
frá hlið hennar í helstríðinu.
Dóra var meðalkona á vöxt, frem-
ur ljós á hár, grönn og kvik í hreyf-
ingum. Henni var létt um brosið og
gat hlegið dátt. Hún átti gott með að
umgangast fólk og sérílagi unglinga.
Hún kunni á þeim lagið og gat oft
beint þeim á betri brautir. Skaplaus
var hún ekki, gat verið ákveðin og
stundum ef til vill í fastara lagi fyrir.
Reglusöm, vinnusöm og iðin við
hvaðeina, sem hún tók sér fyrir
hendur.
Við kveðjum Dóru okkar með
söknuði. Þakklæti til hennar er okk-
ur efst i huga fyrir gengin ævispor.
Okkur finnst ef til vill ranglátt, að
henni vai’ ekki úthlutaður meiri tími
til þess að njóta erfiðislauna sinna.
En sá vill sem ræður aldri manna og
dauðans óvissum tíma.
Við, sem eftir lifum, getum ekkert
annað en þakkað fyrir það sem okkur
gafst, meðan það gafst. Lfldega
skiptir magnið minna máli en gæðin í
lífinu sjálfu. Það sem skiptir máli er
hvað þú ert, hver þú ert og hvað
gerðirðu við stundirnar, sem þér
voru gefnar. Eitt er víst, þær ganga
fljótar til þurrðar en þig grunar í
dag. „Stundin deyr og dvínar brott,
sem dropi í straumaniðinn. Öll vor
sæla er annaðhvort, óséð eða liðin.“
Steinunn kona mín var skólasystij^
Dóru á húsmæðraskólanum
Blönduósi. 1956-7. Þær áttu líka
sama afmælisdag, 6. júní, sem að
þessu sinni er útfarardagur Dóru.
Milli þeirra stóð heil vinátta og trún-
aðarsamband alla tíð. Mjög traust
vináttubönd voru milli Dóru og
Sonju Guðlaugsdóttur, annarrar
bekkjarsystur og herbergisfélaga
Dóru á Blönduósi. Reyndist Sonja
Dóru einstök vinkona alla ævi. Þess-
ar gömlu bekkjarsystur frá Blöndu-
ósi stóðu þétt með Dóru í helstríði
hennar og voru við dánarbeðinn þeg-
ar klukkan glumdi. Hildur Biarna- ^
dóttir arkitekt, kona Björns Skapta,
sýndi Dóru einnig mikla alúð í veik-
indunum og vitjaði hennar oftlega.
Margir fleiri vinir hennar komu til
hennar áður en yfir lauk.
Eru ekki allir veraldlegir hlutir
hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla hjá slíkum fjársjóðum kærleik-
ans? Hefur ekki sá „snortið andlit
Drottins sjálfs“, sem verður í ómætti
sínum og kjarkleysi vitni að slíkri
tryggð og elsku milli manna þegar öll
heimsins sund hafa lokast? Við ævi-
lok er áunninn kærleikur vina þinna
það eina sem þú átt og það eina sem
þig skiptir hugsanlega einhverju
máli. Hvað gerðir þú í dag til að safna
í þann sjóð? ^ _
Við, sem þekktum Dóru Guðjóns^*
dóttur, munum ávallt minnast henn-
ar með hlýhug. Þar fór hetja hvers-
dagslífsins, sem gaf ávallt meira en
hún þáði.
Slíkra er Guðsríld.
Halldór Jónsson verkfr.
t
Elskulegur bróðir minn,
JOHN HENRY JOSEFSEN,
lést í Stavanger í Noregi sunnudaglnn 4. júní.
Ingrid Hlíðberg.
Í
Móðursystir okkar,
SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR
kennari,
verður kvödd frá Fossvogskapellu miðviku-
daginn 7. júní kl. 15.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Jórunn Óskarsdóttir,
Sigurður Kr. Óskarsson.
+
Útför elskulegs föður- og móðurbróður okkar,
DAVÍÐS ÁSMUNDSSONAR,
Laufásvegi 18,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júní
nk. kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sigrún Þuríður Runólfsdóttir,
Jón Reynir Magnússon.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNIBJÖRNSSON
húsasmiður,
Grandavegi 47,
verður jarðsunginn frá
daginn 7. júní kl. 13.30.
Neskirkju miðviku-
Guðrún Hallgrímsdóttir,
Stefán Árnason, Sigurrós Kristjánsdóttir,
Sigurlaug Árnadóttir, Ingvar Isebarn,
Rósa Árnadóttir,