Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
*
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURÐUR SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Hvassaleiti 20,
sem lést sunnudaginn 28. maí sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
7. júní kl. 13.30.
Gunnhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Marinósdóttir,
María Sigurðardóttir,
Áslaug Sigurðardóttir,
Hrefna Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðarson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Einar Loftsson,
Sveinn S. Hannesson,
Haukur Valdimarsson,
Bjarni S. Einarsson
og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRARINN ÁSMUNDSSON,
Víkurbraut 30,
Höfn,
andaðist að morgni 3. júní á hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju
mánudaginn 12. júní kl. 13.30.
Sigríður Bjarnadóttir,
Valdís Þórarinsdóttir,
Guðrún Þórarinsdóttir,
Ásbjörn Þórarinsson,
Elma Þórarinsdóttir,
Olga Þórarinsdóttir,
Birna Þórarinsdóttir,
Sigurborg Þórarinsdóttir,
Birgir Björnsson,
Vigdís Vigfúsdóttir,
Esjar Stefánsson,
Skeggi Ragnarsson,
Guðmundur Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Ijósmóðir
frá Bæ,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00.
Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir,
Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir,
Kristjana G. Jóhannesdóttir, Hjalti Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn,
SIGURÐUR INGIMUNDARSON,
Ofanleiti 21,
áður á Laugarnesvegi 50,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
27. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur
líknarfélög.
Sigurlaug Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar og tengdaföður,
HUXLEY ÓLAFSSONAR
fyrrum forstjóra,
Tjarnargötu 35,
Keflavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Ámundi H. Ólafsson, Dagný Þorgilsdóttir,
Ólafur H. Ólafsson, Guðrún Árnadóttir
og fjölskyldur.
GUÐRUN STEINUNN
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Guðrún Steinunn
Kristjánsdóttir
fæddist á Vattarnesi
í Múlahreppi í Aust-
ur-Barðastrandar-
sýslu 1. nðvember
1912. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
30. maí síðastliðinn.
Guðrún var dóttir
hjónanna Engilberts
Kristjáns Arasonar,
f. 28. ágúst 1884, d.
16. júlí 1949, og Guð-
mundfnu Guðmunds-
dóttur, f. 10. maí
1873, d. 25.maf 1953.
Systir hennar sammæðra er Ólafía
Gísladóttir. Bróðir Guðrúnar sam-
feðra er Þórarinn Kristjánsson.
Þau eru bæði látin. Guðrún ólst
upp hjá foreldrum sínum, fyrst í
Kvígindisfirði og síðan á Illuga-
stöðum í Múlasveit. Árið 1932 fór
hún til Reykjavíkur í ljósmæðra-
nám og lauk því námi 1933. Hún
starfaði sem ljósmóðir
í Múlahreppi frá
1933-1962 og einnig í
Gufudalshreppi frá
1944-1962.
Guðrún giftist 24.
nóvember 1936 Jó-
hannesi Jóhannssyni
frá Kirkjubóli í Múla-
hreppi, f. 29. ágúst
1905, d. 29. janúar
1989. Þau hófu búskap
í Bæ á Bæjamesi 1938
og bjuggu þar til árs-
ins 1962 er þau flutt-
ust til Hafnarfjarðar.
Guðrún og Jóhannes
eignuðust þrjú böm. Þau em: 1)
Snorri Rafn, f. 17. júní 1937,
kvæntur Guðrúnu Hafliðadóttur,
f. 22. ágúst 1948. Þeirra börn eru:
a) Hulda Haflína, f. 1965, gift
Theodóri Ólafssyni, f. 1965. Þau
eiga tvö böm: Snorra Rafn og Vig-
dísi Ólöfu. b) Jóhanna Steinunn, f.
1969, í sambúð með Albert
Svavarssyni, f. 1961. Þau eiga einn
son: Þórgný Einar. c) Brynhildur
Svala, f. 1974, í sambúð með Birgi
Erni Gylfasyni, f. 1974. Þau eiga
eina dóttur: Berglindi Sunnu. d)
Hilmar Bjarki, f. 1979. 2) Jóhann
Gunnar, f. 15. ágúst 1938, kvæntur
Sóleyju Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 22.
desember 1944. Þeirra böm em: a)
Jóhannes Rúnar, f. 1964, kvæntur
Hugrúnu Reynisdóttur, f. 1965. Þau
eiga tvö böm: Helenu Rakel og Dag
Fannar. b) Sveinn Líndal, f. 1968. c)
Alda Hrönn, f. 1976, í sambúð með
Jóni Sigurðssyni, f. 1974. d) Bára
Hildur, f. 1976, í sambúð með Arnari
Ægissyni, f. 1976. 3) Kristjana Guð-
mundina, f. 20. júlí 1941, gift Hjalta
Einarssyni, f. 11. apríl 1938. Þeirra
börn eru: a) Unnar Steinn, f. 1964,
kvæntur Hrönn Hafþórsdóttur, f.
1964. Þau eiga þijú börn: Friðrik
Ómar, Hjalta Kristin og Unni Maríu.
b) Hanna Rúna, f. 1967, í sambúð
með Sigurði Helga Þráinssyni, f.
1967. Þau eiga tvær dætur: Krist-
rúnu Höllu og Guðrúnu Halldóru. c)
Einar Þór, f. 1977, í sambúð með
Bettý Ragnarsdóttur, f. 1979.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Það er komið kvöld hér á Spúni,
þegar þessi orð eru fest á blað.
Heima á Islandi er einnig farið að
kvölda. Hér suðurfrá er það myrkrið
sem umlykur þann íslending er þetta
ritar, líkt og aðra hér. Heima á ísl-
andi er það hins vegar birtan og ljós-
ið sem umvefur þann einstakling sem
þessi orð eru tileinkuð.
Lífshlaupi merkrar og mikilhæfr-
ar konu er lokið. Dagur er að kveldi
kominn í lífi ömmu minnar, Guðrún-
ar Steinunnar Kristjánsdóttur. Mig
langar til að minnast hennar með fá-
einum orðum. Amma mín var skarp-
greind kona, hæglát og hógvær. Þeg-
ar amma var tvítug að aldri lagði hún
upp í langt og framandi ferðalag mið-
að við þann tíma sem hún lifði. Amma
hélt suður til Reykjavíkur og lærði
þar ljósmóðurfræði. Það hijóta að
hafa talist merk tíðindi á þeim tíma í
litlum hreppi vestur á fjörðum að ung
stúlka skyldi velja menntaveginn og
‘Kjossar á kiði
Kijðfrítt stát - varankgt eftii
‘Kjossamir eru framíeiddir
úr fivít/túðuðu, njðjríu státi.
Kíinnisvarði sem endist
um ótépmna tíð.
SóOqoss (táfcnar eitíft tíf).
9íceð 100 smfrájörðu.
OtefðSundinn tjoss
m/munstruðum. endum. 9íœð
100 smfrájörðu.
Htringið í síma 4311075 og
fáið [itaBcd(ting.
BLIKKVERKsf.
Dalbraut 2, 300 Akranesi.
Sími 431 1075, fax 431 1076
mennta sig til ljósmóðurstarfa.
Amma starfaði sem ijósmóðir fram
til 1960. Þá tíðkaðist það ekki að þær
konur sem fengu sóttina væru færð-
ar upp í upphitaðan bíl og þeim síðan
ekið að vel tækjum búinni fæðingar-
stofunni, þar sem þær síðan fæddu
böm sín undir vökulum augum fær-
ustu sérfræðinga. Nei, þá tíðkaðist
það er kona vænti bams að Ijósmóð-
irin var sótt til konunnar en ekki öf-
ugt. Ljósmóðirin var ekki sótt á bif-
reið í þá daga heldur á hesti eða
gangandi. Amma mín taldi það ekki
eftir sér að yfirgefa fyrirvaralaust
heimili sitt, eiginmann og börn, til
þess að halda út í hríðarbylinn,
myrkrið og ófærðina í þeim tilgangi
að hjálpa til við fæðingu nýs lífs.
Fjarvera ömmu minnar frá heimili
sínu og fjölskyldu vegna starfs henn-
ar sem ljósmóður gat stundum varað
dögum saman eðajafnvel vikum.
Aðstæður vom mjög oft erfiðar í
litlum og afskekktum hreppum vest-
ur á fjörðum. Veður vora válynd,
tæki og tól vora af skomum skammti
og langt var í aðstoð ef hennar var
þörf. Ljósmóðurinni var því nauðug-
ur sár kostur að treysta á eigin dóm-
greind, þekkingu, kjark og þrek ef
fæðing gekk seint eða erfiðlega. Þá
var hvorki hægt að leita ráða í gegn-
um síma, kalla til lækni eða að óska
eftir sjúkraflugvél eða þyrlu.
Það er erfitt fyrir okkur sem búum
í húsum sem hituð era með heitu
vatni og lýst era upp með rafmagni,
okkur sem setjumst upp í heita bif-
reið og ökum til vinnu okkar daglega
þar sem við vöfram um króka og
kima Netsins, að gera okkur í hugar-
lund þær erfiðu aðstæður sem fólk
bjó og starfaði við á þeim tíma er
amma mín stundaði störf sín sem
Ijósmóðir. Amma mín er í mínum
huga hetja, sem og aðrir þeir sem
stunduðu störf sín við jafnframstæð-
ar og erfiðar aðstæður og hún. Þrátt
fyrir það gerði amma mín aldrei mik-
ið úr afrekum sínum. Þvert á móti
dró hún alltaf úr þeim ef talið barst
að störfum hennar.
Amma mín var sem fyrr getur
hæglát og nægjusöm og vel gerð á
allan hátt. Amma var einstaklega
góðlynd og jafnaðargeð var henni í
blóð borið. Aldrei nokkurn tímann
man ég til þess að hún hafi brýnt
rödd sína gagnvart mér, hvað þá að
okkur hafi orðið sundurorða. Tilefnin
hljóta þó að hafa verið nokkm-, eins
og gengur og gerist, enda var ég
þeirrar gæíú aðnjótandi að fá að al-
ast upp í nánu sambýli við hana og
afa fyrsta áratug minnar ævi.
Ekki er hægt að minnast ömmu án
þess að nefna afa, en þau hjónin vora
alla tíð einstaklega samrýmd. Fyrir
fáeinum vikum, nokkra áðm- en
ömmu minni versnaði sóttin,
dreymdi mig draum sem sannfærir
mig um það að amma mín fer ekki ein
í þá ferð sem hún nú hefur hafið,
heldur mun hún á ný njóta leiðsagnar
og stuðnings afa, sem nú hefur end-
urheimt ástvin sinn.
Mál er að linni, þótt margt sé enn
ósagt. Það er góð regla að liðnu löngu
og ströngu ferðalagi að líta um öxl og
horfa yfir farinn veg. Hún amma mín
getur svo sannarlega verið stolt af
verkum sínum á þessu tilverastigi og
þeim er hún skilur eftir, börnum,
barnabörnum og öðram þeim er hún
unni. Minningin um hana mun ætíð
lífa með okkur sem eftir sitjum og við
kveðjum hana í friði og sátt.
Það er miður að ég og fjöldskylda
mín skulum ekki eiga þess kost að
vera viðstödd útför ömmu minnar.
Við munum vitja hennar síðar á
staðnum sem henni og afa var kær-
astur, Bæ í Múlahreppi, Vestur-
Barðastrandarsýslu, þar sem þau
áttu sitt heimili lengst af. Hugur okk-
ar er heima á íslandi. Blessuð sé
minning ömmu minnar, Guðrúnar
Steinunnai- Kristjánsdóttur. Fari
hún í friði.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og fjölskylda.
Okkur langar að minnast ömmu
með örfáum orðum. Amma var mikil-
hæf en hæglát kona. Hún var fædd í
byxjun síðustu aldar og þá var ekkert
sjálfsagt; hvað þá að fara til Reykja-
S umaropnun
Opið í sumar til
kl. 19 öll kvöld
Blómaskreytingar við öll tilefni
Blómastofa
Friðfinns9
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
m.