Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 59 - U. víkur til náms. En það gerði hún, fór í ljósmæðranám og má telja það mikið afrek á þessum tíma. Hún sagði okk- ur oft stolt og ánægð frá náminu og svo frá starfinu sem á eftir kom. Hún hafði mjög gaman af starfmu en sagði það þó stundum hafa verið erf- itt að fara til sængurkvennanna frá börnunum sínum litlum. Einnig hafði hún gaman af því að segja okkur frá því hvemig líflð gekk fyrir sig á Bæ og hversu mikið hefði breyst síðan þá. Við höfðum mjög gaman af þess- um sögustundum ömmu og vildum alltaf fá að heyra meira. Amma og afi voru mjög samhent hjón og máttu vart hvort af öðru sjá. Þau lögðu mikla áherslu á að fjöl- skyldan væri mikið saman. Aðfanga- dagskvöldin em sérstaklega eftir- minnileg því þá hittumst við öll hjá ömmu og afa, borðuðum ís og ávexti og nutum þess að vera saman. Við búum enn að þessum sterku fjöl- skyldutengslum sem amma og afi áttu stóran þátt í að koma á. Missir ömmu var mikill þegar afi kvaddi þetta líf 1989 en hún tókst á við þenn- an mikla missi með þrautseigju og hlakkaði til að hitta afa á ný. Amma var mikil hannyrðakona. Hún prjónaði ófáar lopapeysurnar og heklaði mikið. Við eigum forláta sængurverasett með hekluðum milli- verkum eftir ömmu sem okkur þykir ósköp vænt um. Þegar við vorum litl- ar sá hún okkur alltaf fyrir leistum og vettlingum. Ættfræðiáhugi ömmu var mikill og hafði hún gaman af því að rekja ættir sínar langt aftur, jafn- vel aftur til landnámsmanna. Þær voru ófáar stundirnar sem hún eyddi í þetta áhugamál sitt og liggur mikil vinna eftir hana sem fróðlegt er að skoða. Hún sýndi lærdómi okkar allt- af mikinn áhuga og voru það fastir liðir að fara með einkunnimar til hennar og afa á vorin til að sýna þeim árangur vetrarins. Þau höfðu mikinn metnað fyrir okkar hönd og vildu alltaf fylgjast með því sem við vorum að gera. Glöggskyggni Ijósmóðurinnar gætti lengi hjá ömmu og kom það skýrt fram fyrir sex árum þegar hún sagði frá því að önnur okkar hefði komið ófrísk í heimsókn. Enginn vissi um þetta því aðeins voru sex vikur gengnar en svona var nú gamla konan glögg. Það gladdi ömmu mikið þegar við litum inn til hennar á Sól- vang með börnin okkar og þau laum- uðu lítilli hendi í lófa hennar. Elsku amma, það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn en það er gott til þess að vita að þú hefur fengið lang- þráða hvíld og ert komin til afa á ný. Við sjáum ykkur fyrir okkur þar sem þið sitjið á rúmstokknum og haldist í hendur eins og þið gerðuð svo oft. Við þökkum fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Guð blessi þig og minningu þína. Margseraðmipnast, margterþéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hulda og Jóhanna. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakktu hér inn og geymdu mig, Guð.ískjóliþínu. Elsku amma. Þegar við setjumst niður til að skrifa nokkur orð koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Alltaf var gott að koma til ykkar, ömmu og afa á Meló. Iðulega lagðist maður í rúmið á milli ykkar og fann hlýjuna. Undantekningalaust stung- uð þið svo að okkur „smá aur“ í kveðjuskyni. Þegar þú svo fórst á Sólvang, eftir að afi var dáinn, komum við alltaf til þín öðru hvoru. Þau sumur sem ég (Binna) var að vinna í eldhúsinu á Sólvangi eru mér mjög minnisstæð þar sem ég leit til þín á hveijum degi, rétt eftir hádegið. Ég veit að þér þótti mjög vænt um þetta og ef mér einhverra hluta vegna seinkaði var þig farið að lengja eftir mér. Mörg ár á eftir talaðir þú um það hvað þú varst þakklát fyrir þessar stuttu heimsóknir. Gaman var að fylgjast með því nú á síðustu árum þegar bamabama- börnin komu í heimsókn til þín á Sólvang. Þú virtist njóta þess að fá að sjá þau og stijúka „litlu hendurnar þeirra", eins og þú orðaðir það. Við hugsum til þess með hlýju þeg- ar þú varst hjá okkur um jól fyrir nokkmm ámm. Það var notalegt að hafa þig hjá okkur þetta aðfangadag- skvöld. Mamma sauð sérstaklega handa þér súpukjöt, rófur og kartöfl- ur, sem okkur fannst nú varla hægt að bjóða upp á á jólunum. En þetta var þinn uppáhaldsmatur og gast þú ekki hugsað þér neitt betra. Nú er stundin mnnin upp þar sem þið afi hittist á ný eftir langan að- skilnað og vitum við að hann tekur fagnandi á móti þér. Guð geymi þig, elsku amma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Brynhildur og Hilmar. Það var á þriðjudaginn síðastliðinn sem við fengum upphringingu frá mömmu um það að Rúna amma væri látin. Þó að þetta hefði legið í loftinu í þó nokkurn tíma þá er það alltaf áfall að fá þannig fréttir. Einhvern veginn var erfitt að ímynda sér að Rúna amma væri látin, við höfðum það ein- hvern veginn á tiifinningunni að hún yrði alltaf til staðar fyrir ömmuböm- in sín. En nú er skilnaðarstundin runnin upp. Söknuður okkar systkin- anna á eftir að verða mikill enda skipaðir þú ávallt stóran sess í lífi okkar. Þú bjóst ásamt afa í sama húsi SÓLSTEINAK og við systkinin alveg frá því að við munum eftir okkur nema núna allra síðustu ár en þá bjóstu á Sólvangi við gott yfirlæti og á starfsfólk Sólvangs skilið okkai' bestu þakkir fyrir frá- bæra umönnun. Það var ósjaldan sem við hittum á þig þar sem þú sast við gluggann og pijónaðir sokka og peysur og þá gátum við sest hjá þér og spjallað við þig um allt milli him- ins og jarðar. Oft sagðir þú okkur sögur frá þeim tíma er þú varst Ijós- móðir fyrir vestan í Múlasveit, hvernig þú hefðfr þurft að fara á hestum um langan veg og jafnvel oft þurftir þú að sitja yfir móðurinni vik- um saman. Eins og þú sagðir okkur þessar sögur hljómuðu þau sem feg- urstu ævintýr. Það var nánast sama hvenær við kíktum inn, ávallt hafðir þú tíma til að sinna þörfum okkar hvort sem það var til að tala við okk- ur eða hugga okkur eftir að við höfð- um meitt okkur. Við munum aldrei gleyma hve mikilli blíðu og hlýju þú bjóst yfir, hvað þú hafðir gaman af því að stríða okkur. Einnig var alltaf gaman að sjá hvað þú lifnaðir við þegar þú fékkst fréttir af því að það myndi fjölga í bamabamabama skaranum þínum. Þú reyndir alltaf að fylgjast með og oft sást þú langt á undan öðrum þegar einhver var ólétt. Og einnig varstu nokkuð nösk á það að giska hvors kyns bamið yrði. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur. Við vitum að afi mun taka á móti þér og það er með trega og sorg í hjarta sem við kveðjum þig. Þú munt ávallt lifa áfram í minningum okkar. Unnar, Hanna og Einar. Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÆUNN HALLDÓRSDÓTTIR, lést föstudaginn 2. júní. Margrét Tryggvadóttir, Einar Tryggvason Kristín Yngvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi minn, JÓN LÁRUSSSON, Skúlaskeiði 4, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi aðfaranótt 3. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Albertsdóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN NIELSEN SIGURÐSSON, lést laugardaginn 3. júní á spítala á Long Island, U.S.A. Clark Sigurðsson, Michele Sigurðsson, Samatha Sigurðsson, Emila N. Bjarnason, Þorsteinn Bjarnason, Guðmunda Nielsen. Lokað Vegna jarðarfarar DÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR verður lokað frá kl. 12.00 á hádegi í dag, þriðjudaginn 6. júní. Hársnyrtistofan fsold, Rangárseli 4. Elskuleg móðir okkar, fósturmóður, tengda- móðir, amma og langamma, LOVÍSA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólagötu 23, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju ( Vest- mannaeyjum fimmtudaginn 8. júní kl. 14. Guðrún Ingibergsdóttir, Ágúst Þórarinsson, Guðmunda Ingibergsdóttir, Ingimar Jónsson, Jónína Margrét Ingibergsdóttir, Hilmar Sigurbjörnsson, Matthías Ingibergsson, Margrét Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ÞÓRBJARGAR E. MAGNÚSDÓTTUR KVARAN frá Sæbóli, Aðalvík, Aðalstræti 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildar Kópavogi og til allra í Fleimahjúkrun. Jón Kvaran, Hrafnhildur Eik Kvaran Egilson, Björn N. Egilson, Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þorvaldsdóttir Kvaran, Bergþóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU ÁSTMARSDÓTTUR, Einarsnesi 38, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurlands og hjúkrunarheimilinu Lundi, sem létti henni síðustu mánuðina. Rósa Aðalsteinsdóttir, Úlfar Brynjólfsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Elín Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiskulegrar móður okkar, tengdamóður, systir og ömmu, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sundlaugavegi 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk líknardeildar Landspítalans f Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Helga Rut Baldvinsdóttir, Sigurður B. Baldvinsson, Erika Erna Cubero, Sigurður Sigurðsson, Stefanía Þorbergsdóttir, Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Gunnar G. Sigvaldason, Kristín I. Sigurðardóttir, Ármann Sverrisson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför INGVELDAR JAKOBÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa Furu- gerðis 1 og á Fljúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum. Valur Sigurbergsson, Hólmfrfður Guðjónsdóttir, Örn Sigurbergsson, Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Valsdóttir, Björg Valsdóttir, Theódór Hjalti Valsson, Sigurbergur Theódórsson, Hjalti Sigurbergur Hjaltason, Sigurlaug Arnardóttir, Guðmundur Ingi Arnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.