Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 63

Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 63 Ur dagbók lögreglunnar Mikill fjöldi ökumanna undir áhrifum áfengis 2. til 5. júní ÞVÍ MIÐUR eru enn talsvert margir ökumenn sem lögreglan hefur af- skipti af vegna ölvunar við akstur. Þessa helgi voru það 16 ökumenn sem féllu undir slíkan grun. Öku- menn mega búast við aukinni áherslu lögreglu á eftirlit með ástandi þeirra. Umferðaróhapp varð í Mosfellsbæ síðdegis á fóstudag. Farþegar leituðu til læknis vegna óhappsins. Höfð voru afskipti af 16 ára pilti við akstur fjölskyldubifreiðar að morgni laugardags. Aksturinn getur haft áhrif á rétt viðkomandi til að öðlast ökuréttindi þegar lágmarksaldri er náð. 17 ára gömul stúlka var stöðvuð á Stekkjarbakka á svipuðum tíma einn- ig án réttinda. Þá var 17 ára réttinda- laus piltur stöðvaður á Laugavegi að morgni laugardags einnig próflaus. Aðfaranótt sunnudags hugðist lög- reglan stöðva bifreið sem ekið var á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Öku- maður bifreiðarinnar sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan lögreglu. Hann missti síðan stjóm á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn, sem hefur ekki rétt- indi til aksturs, er einnig grunaður um ölvun og að hafa tekið bifreiðina án heimildar. Ölvaður ökumaður endaði akstur sinn í vesturbænum á sunnudags- morgun með því að aka á tvær bif- reiðar og síðan á stöðumæli. Vernd barna og ungmenna Lögreglan gerði athugun á aldn gesta á samkomuhúsum í borginni um helgina. Höfð voru afskipti af 11 ungmennum sem dvöldu á 6 veitinga- stöðum án þess að hafa tilskilinn ald- ur til slíkrar dvalar. Á annan tug ungmenna var fluttur í athvarf í miðbænum vegna brots á útivistarreglum. Þá voru höfð af- skipti af ungmennum vegna áfengis- neyslu þeirra. Auðgunarbrot Brotist var inní bifreið í austur- borginni og stolið geislaspilara og unnar skemmdir þegar reynt var að tengja framhjá kveikjulásnum. Tveir 17 og 18 ára piltar voru hand- teknir á laugardag eftir þjófnað úr herbergi á gistiheimili. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn eftir að hafa framvísað vákorti í verslun á laugardag. Hann var fluttur á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Karlmaður var handtekinn er hann reyndi að brjótast inní fyrirtæki í miðbænum snemma á sunnudag. Ofbeldisbrot Kai'lmaður er grunaður um að hafa sparkað í andlit stúlku á veitingastað í miðbænum að morgni laugardags. Að morgni laugardags var tilkynnt var um mann með hníf sem hefði ógn- að fólki. Tveir voru handteknir og fannst hnífur sem lagt var hald á. Að kvöldi laugardags var ráðist á mann við Kringluna og honum veittir áverkar. Árásarmaðui-inn er óþekkt- ur. Þolandi var fluttur á slysadeild með skurð á enni. Ávana- og fíkniefnamálefni Ökumaður var stöðvaður í Ána- naustum aðfaranótt laugardags grunaður um akstur undir áhrifum áfengis- og vímuefna. Ætluð fíkniefni fundust á ökumanni sem var stöðvað- ur á Reykjanesbraut. Annað Slökkviliði var tilkynnt um reyk í stigagangi í Stóragerði á laugardag. í ljós kom að kveikt hafði verið á hellu á eldavél og svo illa vildi til að farsími hafði verið á hellunni. Síminn eyði- lagðist en ekki urðu aðrar skemmdir. Trúðanám- skeið í Kramhúsinu TRÚÐANÁMSKEIÐ hefst í Kramhúsinu fimmtudaginn 8. júní og stendur í fimm daga. Leiðbeinandi er Jonathan Young en hann stundaði leik- listarnám í „le Cock“ í París. Einnig hefur hann sótt trúða- námskeið hjá Sue Morrison, Philip Gaulier og Angelu de Castro sem öll eru þekkt í þessi fagi. Hann hefur sett upp sín eigin verk, auk annarra, í Eng- landi og Skotlandi. VasHhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald • Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi l Birgðakerfi I Tllboðskerfi l Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sími 568-2680 Vtö (nddtm HfpUMM, ekki kiHim Hvernig kemur bíllinn þinn undan vetri? Við gerum við rispurnar og sjdum um blettanir með efni sem gerir galdurinn. Þú sparar peninga og bíllinn er tilbúinn samdægurs. Frdbær útkoma og varanleg. *3bl Sjón er sögu ríkari AK GUÐBERG EHF Sími: 567 7523 Netfang: akchips@mmedia.is - Bíldshöfða 14 Reykjavík sumar Ert þú litaglaður? 20% afsláttur af öllum símaskeljum. tilboðsverð Innifalið: Handfrjáls búnaður, bílhleðslutæki taska og festing i bíl. Hafðu hendurnar á stýrínu. 20% afsláttur af öllum handfijálsum búnaði BOICVAL Hauarinula 2 • ReyKjavik • sími 540 2060 Hafnarstræti 91*93 Tilboðið gildir út júní 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.