Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Bakarameistarinn
sigrar á Mjóddar-
móti Hellis
SKAK
Göngugatan
f M j 6 d d
MJÓDDARMÓT HELLIS
3. júní 2000
BAKARAMEISTARINN sigraði
á Mjóddarmóti Hellis sem fór fram
laugardaginn 3. júní. Teflt var í
göngugötunni í Mjódd. Það var Þor-
steinn Þorsteinsson sem tefldi fyrir
Bakarameistarann og hlaut ð'/z vinn-
ing í 7 skákum. Þrjátíu keppendur
og fyrirtæki tóku þátt í mótinu. Með-
al keppenda voru þrír alþjóðlegir
meistarar. í öðru sæti á mótinu varð
Héðinn Steingrímsson, en hann
tefldi fyrir Esso. í 3.-5. sæti urðu:
Suzuki-bílar (Amar E. Gunnarson),
Islandsbanki, Breiðholti (Sævar
Bjarnason) og Nettó í Mjódd (Stefán
Kristjánsson). Úrslit urðu annars
sem hér segir:
1. Bakarameistarinn (Þorsteinn
Þorsteinss.) 6V2 v.
2. Esso (Héðinn Steingrímss.) 5/2
v.
3. Suzuki-bílar Amar E. Gunnars-
son 5 v.
4. íslandsbanki, Breiðholti (Sævar
Bjamas.) 5 v.
5. Nettó í Mjódd (Stefán Krist-
jánsson) 5 v.
6. Olís (Sigurður Daði Sigfússon)
4(4 v.
7. Lyf og heilsa, Mjódd (Davíð Ól-
afsson) 4 v.
8. Islenska útvarpsfélagið (Jón
Viktor Gunnarsson) 4 v.
9. Bókabúðin Hlemmi (Sigurður
Páll Steindórsson) 4 v.
10. -14. Kaffi París (Björn Þor-
finnsson), Gullsmiðurinn í Mjódd
(Jóhann H. Ragnarsson), Fröken
Júlía (Þórður Ingólfsson), Músík og
myndir (Ingvar Þór Jóhannesson),
Fróði (Harpa Ingólfsdóttir) 3/2 v.
15.-19. Verslunarmannafélag
Reykjavíkur (Guðjón H. Valgarðs-
son), Gatnamálastjórinn í Reykjavík
(Jóhann Ingvarsson), Vogue (Ólafur
Kjartansson), VISA ísland (Guð-
mundur Kjartansson), B. Benedikts-
son (Björn Víkingur Þórðarson) 3 v.
20.-30 Innrömmun og hannyrðir,
Hjá Dóra, Pizzahöllin, Ljósmynd-
arinn í Mjódd, Búnaðarbanki íslands
í Mjódd, Efnalaugin Björg, Johan
Rönning, Pizza Hut, Pizzahúsið,
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sen, Sorpa.
Skákstjórar vom Davíð Ólafsson
og Gunnar Bjömsson. Það sýndi sig
að vissara er að halda „útiskákmót“
undir þaki, því skömmu áður en mót-
ið byrjaði fór að rigna. Mótið vakti
mikla athygli þeirra sem leið áttu í
göngugötuna í Mjódd meðan mótið
fór fram.
Anand sigrar í León
Ciudad de León-skákmótið var
haldið í 13. skipti dagana 2.-4. júní.
Að þessu sinni máttu keppendur
nota skákforrit og skákgagnagrunn
meðan á skákunum stóð. Mótið var
með útsláttarfyrirkomulagi. Kepp-
endur vora fjórir og tefldu tveggja
skáka einvígi. Alexei Shirov og
Miguel Illescas áttust við fyrsta
keppnisdaginn og sigraði Shirov ör-
ugglega, vann báðar skákimar.
Næsta dag tefldi Viswanathan An-
and við Judit Polgar. Báðum einvíg-
isskákunum lyktaði með jafntefli, en
Anand hafði betur þegar teflt var til
úrslita og fékk þá P/2 vinning gegn Vz
vinningi Judit Polgar. Þeir Shirov og
Anand tefldu því saman um efsta
sætið á mótinu. Anand sigraði í fyrri
skákinni, en hélt jöfnu í þeirri síðari
og sigraði því á mótinu.
Boðsmótið hafið
Tveimur umferðum er nú lokið á
Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur.
Þrír keppendur era jafnir og efstir
og hafa unnið báðar sínar skákir.
1. Stefán Kristjánsson 2 v.
2. Amar E. Gunnarsson 2 v.
3. Einar K. Einarsson 2 v.
4. -7. Jóhann H. Ragnarsson, Ólaf-
ur Kjartansson, Kjartan Maack,
Bjami Magnússon IV2 v.
8.-9. Bergsteinn Einarsson, Ólaf-
ur Isberg Hannesson 1 v. + fr.
10.-16. Ingvar Þór Jóhannesson,
Bragi Þorfinnsson, Guðmundur
Kjartansson, Guðni Stefán Péturs-
son, Kjartan Guðmundsson, Hjörtur
Þór Daðason, Björn Þorfinnsson 1 v.
o.s.frv.
Þriðja umferð var tefld í gær-
kvöldi, en þá mættust m.a. Amar E.
Gunnarsson - Stefán Kristjánsson
og Jóhann H. Ragnarsson - Einar K.
Einarsson.
Boðsmótið hefur lengi verið einn
af föstu liðunum í skáklífinu í
Reykjavík og þetta skemmtilega
skákmót hefur notið mikilla vin-
sælda. Eins og svo oft áður er mótið
sterkt, en fjöldi þátttakenda er þó
með minnsta móti, eða 21.
Skákþing
Hafnarfjarðar
Skákþing Hafnarfjarðar 2000 fer
fram dagana 9.-11. júní. Mótið er öll-
um opið og er hður í íslensku bikar-
keppninni. Tefldar verða sjö umferð-
ir, þijár atskákir og fjórar
kappskákir. Mótið hefst föstudaginn
9. júní klukkan 20. Þá verða tefldar
þrjár atskákir með 25 mínútna um-
hugsunartíma. A laugardeginum og
sunnudeginum verða tefldar fjórar
kappskákir, tvær skákir hvom dag.
Fyrri skákin hefst klukkan 11, en sú
síðari klukkan 16. Tímamörkin í
kappskákunum eru einn og hálfúr
klukkutími á 30 leiki og svo hálftími
til að Ijúka skákinni. Teflt verður eft-
ir Monrad-kerfi og verður mótið
reiknað til stiga.
Skákmót
á næstunni
9.6. SH. Skákþing Hafnarfjarðar.
23.6. Hellir. Jónsmessumót kl. 22.
Daði Örn Jónsson
-FA6TAFUTTM
Pasta-og gufusuðupottur kr
7 ltr. 18/10 stál.
Pastavél kr. 4.500.
PIPAR OG SALT
Klapparstlg«43ÍLmi 562 36141
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Leig’umark-
aðurinn
ÉG LAS í DV miðviku-
daginn 31. mars sl. grein
eftir Herbert Guðmunds-
son, þar sem hann geyst-
ist fram á ritvöllinn og
reyndi að gera htið úr
Leigjendasamtökunum.
Hann sagði þau gráta upp
leiguverð hér. Hann talar
líka um trúgimi fjölmiðla,
sem taki því fegins hendi
að hreppa hrikalegustu
fréttir Leigjendasamtak-
anna, en að grufla í leigu-
markaðnum og leiða fram
í dagsljósið raunverulegt
ástand og ástæður þess.
Leiguverð hér hefur verið
hátt hér áður en Leigj-
endasamtökin urðu til, en
þetta okurverð á leigu-
markaðnum núna er
vegna hinna miklu flutn-
inga fólks utan af landi.
Markaðurinn og græðgin
ráða ferðinni en ekki grát-
ur samtaka leigjenda. Mér
fmnst að Herbert ætti að
kynna sér betur ástand
mála heldur en ráðast
gegn Leigjendasamtökun-
um, sem best þekkja til
mála hér. Það væri ósk-
andi að fjölmiðlar myndu
fjalla betur um þetta má-
lefni og þá er ég hrædd
um að Herbert og fleiri
yrðu hissa þegar napur
veruleikinn blasti við
þeim.
Sigrún.
Elton John-
tónleikarnir
ÉG FÓR á Elton John
tónleikana og var rosalega
ánægð með tónleikana
sem slíka, en ég er rosa-
lega reið og svekkt yfir
því að alls konar fólki
skyldi hafa verið hleypt
inn þegar 45 mínútur voru
liðnar af tónleikunum.
Tónleikahaldararnir komu
oft fram í fjölmiðlum og
héldu því fram, að fólki
hefði verið hleypt inn þeg-
ar 19 lög voru búin, það er
ekki satt. Þetta voru ekki
bara böm, _ heldur ful-
lorðnir hka. Ég þekki fullt
af fólki sem er reiðubúið
að vitna að það fór frítt
inn. Undirbúningurinn að
tónleikunum var ömurleg-
ur. Ef við íslendingar ætl-
um að halda tónleika á
heimsmælikvarða þá verð-
um við að standa okkur
betur. Einnig frétti ég að
það hefði verið auglýst á
Bylgjunni að það væri
frítt inn á tónleikana og
veit ég um fjölda manns
sem dreif sig, eftir að hafa
heyrt auglýsinguna.
Hvernig er hægt að bjóða
manni upp á annað eins?
Ég vil fá svör frá tónleika-
höldurunum. Hvernig geta
þær komið fram í fjölmið-
íum og ekki sagt satt?
Mér finnst ekki hægt að
fólk komist upp með
þetta. Ég fer frekar á
tónlistarviðburði erlendis,
frekar en að láta hafa mig
að fífli.
Bryndfs Þorsteinsdóttir.
Kattahald í Reykja-
vík árið 2000
MIG langar á koma á
framfæri umræðu í sam-
bandi við kattahald í
Reykjavík árið 2000. Er
virkilega hægt að hafa
frjálst og ábyrgðarlaust
kattahald í höfuðborginni
árið 2000? Getur hver sem
vill haft kött og hleypt
honum út og ég segi í garð
nágranna til að gera þarfir
sínar? Ég segi nei. Mjög
margir hafa ofnæmi fyrir
köttum eða þola þá ekki
og hugsið ykkur við sem
búum hér á norðurhjara
og hlökkum til vorsins og
fuglasöngsins, en við heyr-
um grát fuglanna þegar
þeir missa afkvæmi sín í
kjaft kattanna. Er þetta
hægt? Ég vil trúa því að
Ingibjörg Sólrún borgar-
stjóri sé manna líklegust
til að standa fyrir reglu-
gerð um kattahald sem
breytir þessu ástandi til
viðunandi vegar. í góðri
trú að ég og margir aðrir
verðum bænheyrð. Betri
borg.
Eldri borgari.
Tapad/fundið
Veit einhver um
myndirnar?
KONA hafði samband við
Velvakanda vegna mynda
sem týndust í fyrra. Synir
hennar tveir útskrifuðust
úr MS 1999 og lánuðu
myndir af sér í útskriftar-
bók frá því að þeir voru
litlir. Þessi bók var aldrei
gefín út. Þegar við fórum
að grennslast fyrir um
myndimar, virðist enginn
vita hvar þær eru niður-
komnar og vísar hver á
annan. Þessar myndir
voru teknar úr fjölskyldu-
albúminu og eru okkur af-
ar kærar. Ef einhver veit
hvar þær eru niður komn-
ar eða veit hver gæti verið
með þær, er sá hinn sami
vinsamlegast beðinn að
hafa samband við Guð-
rúnu í síma 588-1933 eða
588-1934.
Silfurkeðja fannst
í Kolaportinu
MERKT silfurkeðja
fannst í Kolportinu helg-
ina 27.-28. maí. sl. Upp-
lýsingar í síma 553-3472.
SKAK
llmsjón Helgi Áss
Grétarsson
MEÐFYLGJANDI
staða kom upp í ísraelsku
deildakeppninni
á milli stór-
meistaranna Al-
exander Huzm-
an, hvítt, (2574)
og Yaacov Zil-
berman (2505).
22. Hxf5! Hxf5
23. Bxf5 Dxf5
23. ... Dxg5
tapar eftir 24.
Bxc8 Bxc8 25.
He8+. 24.
Db3+ Kf8 24.
... Kh8 leiðir til
taps eftir 25.
Rf7+ Kg8 26.
Rh6+ 25. Re6+
Kg8 26.RÚ8I+ Kf8
27.Rxb7 Rd4 28. De3! Dd5
29. De7+ Kg8 30. Rd6
Re2+ 31. Kfl og svartur
gafst upp þar sem ef
riddarinn hans hörfar
verður hann mát upp í
borði.
Med morgunkaffinu
Hvar fenguð þér eig- Svo það eru gamanmál-
inlega stýrimannsrétt- in þín sem ég á að muna
indin. að hlægja að.
Yíkverji skrifar...
BRYNDÍS lekur. Víkveiji var á
dögunum í Bandaríkjunum
ásamt fjölskyldu sinni og flaug fram
og til baka með Flugleiðum. Á heim-
leiðinni var flogið með vél sem ber
nafnið Bryndís. Víkverji og ferðafé-
lagar hans sátu aftast í vélinni og í
flugtaki byrjaði skyndilega að míg-
rigna yfir eiginkonu Víkverja svo
hún blotnaði talsvert. Henni varð
auðvitað mjög hverft við og hélt að
eitthvað alvarlegt væri að og kallaði
á flugfreyju. Hún sagði að ekkert
væri að óttast, þetta gerðist oft í
flugtaki, en í lendingu rigndi stund-
um á farþega framar í vélinni.
Þetta fannst Víkverja afar ein-
kennilegt og raunar út í hött að gera
ekki eitthvað í málinu til að stöðva
lekann. Að sjálfsögðu hefði átt að
vara konuna við og bjóða henni teppi
eða eitthvað til að skýla sér. Það er
alveg óþarfi að gera farþegum bylt
við þessum hætti. Margir era flug-
hræddir og að rennblotna í flugtaki
bætir svo sannarlega ekki úr skák.
ANNAÐ var einnig til mikilla
óþæginda á heimleiðinni.
Hægra megin í vélinni heyrðist ekk-
ert í hljómkerfinu. Því var ekki hægt
að hlusta á tónlist og ekkert heyrðist
heldur á rásinni sem ætluð var til að
fylgjast með sjónvarpinu. Það var
löng og leiðinleg ferð fyrir þá, sem
sátu þeim megin. Víkverja er ljóst að
flugfreyjumar fá engu ráðið um bil-
anir af þessu tagi og þær gerðu sitt
bezta til að ferðafélagar Víkverja
hefðu það sem bezt á leiðinni. Meðal
annars fengum við veitingar ókeypis
á leiðinni. Þá er einnig rétt að geta
þess, að á báðum leiðum fengum við
öll sæti saman og sæti fyrir ung-
bam, sem var með í fór, þó ekki bæri
félaginu skylda til þess. Víkverji er
þakklátur Flugleiðum fyrir það.
xxx
EINS og fram kom í upphafi var
Víkverji í Bandaríkjunum og
dvaldi hann ásamt föruneyti sínu í
sveitasælunni í Wisconsin, mjólkur-
landi Ameríku, eins og það fylki er
gjaman kallað. Á þessu svæði er
verðlag mjög lágt, en laun era svip-
uð og hér á landi. Segja má að flest
eða allt kosti aðeins um þriðjung
þess, sem það kostar hér heima.
Matur drykkur, bensín, rafmagn og
svo framvegis er allt mun ódýrara
og sömu sögu er að segja um fatnað.
Auðvitað era á þessu margar skýr-
ingar. Söluskattur er mun lægri,
mest af vamingnum er framleitt inn-
an Bandaríkjanna og því er ekki um
innflutningstolla að ræða og flutn-
ingskostnaður er minni en við inn-
flutning til íslands. Skýringamar
era vissulega margar, en það er ljóst
að samanburðurinn við ísland er
okkur afar óhagstæður. Svo virðist
sem ein króna á Islandi verði tvær til
þrjár vestra, enda hefur fólk á þessu
svæði það mjög gott. Þama geta
menn leyft sér að fara út að borða
góðan mat án þess að það setji stórt
strik í heimilisreikninginn og gera
það óspart. Þjónusta í verzlunum og
á veitingahúsum er mjög góð og
fólkið er mjög alúðlegt. Þá mætti
vafalítið margur íslenzkur ökumað-
urinn taka sér tillitssemi Banda-
ríkjamanna í umferðinni til fyrir-
myndar.