Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 69 BRIDS I msjón Guðmnndnr Páll Arnarson ER fjögur hjörtu flókið spil? Svo virðist ekki vera, en samt er ekki alveg sama í hvaða röð slagimir eru tekn- ir. Lesandinn ætti að setjast í suður: Norður gefur; AV á hættu. Norður * 9763 v A1073 ♦4 + AG106 Suður * Á108 » KG854 * 103 + KD5 Vestur Norður Austur Suður - Pass lspaði 2 hjörtu Pass Pass 4 hjðrtu Pass Pass Útspil: Spaðatvistur. Opnun austurs lofar fimm- lit í spaða, svo það er sjálf- gefið að drepa gosann hans með ás og fara í trompið. t>ú tekur hjartakóng og hjarta- ás, en því miður - vestur reynist eiga einspil í trompi og kallar í tígli. Hvert er nú framhaldið? Nú, blasir ekki við að spila laufinu og reyna að henda niður spaða í ijórða laufið? Ef austur er með a.m.k. þrjú lauf, þá getur hann ekki trompað nógu snemma til að ná í báða spaðaslagina. Norður * 9763 ¥ A1073 * 4 * AG106 Vestur Austur * 2 * KDG54 ¥6 ¥ D92 * KD98762 ♦ ÁG5 * 9432 * 87 Suður * Á108 ¥ KG854 * 103 * KD5 Vissulega er ekkert annað að gera, en hins vegar gæti skipt máli hvernig laufinu er spilað, því það er satt að segja eidd mjög líklegt að austur eigi mörg lauf. Eins og sést að ofan, getur austur trompað þriðja laufið og tek- ið slagina til hliðar á spaða ogtígul. Spilið er frá Generali Masters einmenningnum í Aþenu í vetur og á einu borð- inu tókst Norðmanninum Brogeland að læða þriðja laufinu framhjá samlanda sínum, Tor Helness, sem hélt á spilum austurs. Broge- land spilaði fyrst laufi á kóng, síðan á gosann, eins og hann væri að svína, og loks spilaði hann ásnum úr borði. Þessi íferð benti til að suður hefði byrjað með Kx í laufi, en þá getur austur ekkert grætt á því að trompa. Og í reynd henti Helness spaða og gaf þannig samninginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sfman- úmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Árnað heilla QA Ára afmæli. Níræð »/U verður í dag Vigdís Þjóðbjarnardóttir til heimil- is að Hrafnistu í Reykjavík, Áður húsfreyja að Grund í Reykhólasveit og Klepps- vegi 20 í Reykjavík. Hún býður frændfólki og vinum að þiggja veitingar í Sóltúni 3, fimmtudaginn 8. júní kl. 16-19. Þá myndi það gleðja hana ef þeir sem ætla að færa henni blóm láti frekar andvirði þeirra renna til líknarfélaga. Ljósm. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. apríl sl. í Hafnar- kirkju af sr. Sigurði Kr. Sig- urðssyni Eva Ósk Eiríks- dóttir og Friðrik Þór Ingvaldsson. Heimili þeirra er að Hrísbraut 5, Höfn. Ljósm.st. Mynd Haftiarfírði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. maí sl. í Víðistaða- kirkju af sr. Þórhildi Ólafs- dóttur Linda Björk Eiríks- dóttir og Aðalsteinn Rúnar Jörundsson. Heimih þeirra er að Heijólfsgötu 28, Hafn- arfirði Ljósm.st. Mynd Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. maí sl. í Þorláks- kirkju af sr. Baldri Krist- jánssyni Helga Halldórs- dóttir og Ágúst Jens Ingimarsson. Heimili þeirra er að Klébergi 9, Þorláks- höfn. Ljósm Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. febrúar sl. í Hafn- arkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Sigríður Guð- björg Garðarsdóttir og Að- alsteinn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Silfur- braut 23 Höfn. Ljósm. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. desember sl. í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Valdís Kjartansdóttir og Bragi Karlsson. Heimili þeirra er að Fákaleira 8A, Höfn. LJOÐABROT Sorgardans Okkar óðum fækka fundir, fymist ást, ástin þín, ekki mín, ástin þín, sem brást. Ekkert getur lengur stytt mér stundir. Sorgin hún er trygg og trú, tryggogtrú, trúrri en þú, þó hún mæði mig á allar lundir. ég vildi, að sorgin, -Égvildi, aðþú,- — vildi, aðþú- - værir sorgin. Guðmundur Björnsson STJÖRJVUSPÁ eftir Frances llrake TYIBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert röskur til allra verka en mættir stundum fara þér ögn hægar til þess að ná sem bestum árangri. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það getur verið gott að heyra skoðanir annarra á því sem maður er að fást við. Þær sýna manni oft hlutina í nýju ljósi en eftir sem áður ert það þú sem ræður ferðinni. Naut (20. apríl - 20. maí) Það opnar þér ýmislegt nýtt hversu auðvelt þú átt með að skilja aðstæður annarra. En varastu að gera vandamái annarra að þínum. Tvíburar (21.maí-20.júní) rfn Það er nauðsynlegt að kunna að gleðjast yfir smáhlutum lífsins. Þeir eru á hveiju strái svo það er bara að gefa sér tíma til að njóta þeirra. Krabbi (21. júní - 22. júh) Það er ekkert á móti því að rétta öðrum hjálparhönd ef þú hefur stund aflögu. Það er undravert hverju má fá áork- að með lítilli fyrirhöfn. Ljón (23. júh - 22. ágúst) Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Léttu á huga þínum og þá öðlastu þá ró sem þú þarfnast svo mjög. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þótt peningar séu afl margra hluta þá eru þeir ekki allt og margur verður af aurum api. Leggðu inn í gleðibankann líka. (23. sept. - 22. okt.) Þú býrð yfir ýmsum hæfileik- um sem nýtast þér þegar á reynir. Vertu því ekki smeyk- ur þótt þér sýnist margt snúið við fyrstu sýn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það er margt sem byrgir sýn og því er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til þess að kanna allar aðstæður. Mis- skilningur getur margan hlutinn skemmt. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) BÍ-f Það er allt í lagi að gefa sig dagdraumum á vald þegar aðstæður eru til. En raun- veruleikinn er nú einu sinni það sem við verðum að búa við. Steingeit (22. des. -19. janúar) émP Ekki þarft þú að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með einhver látalæti. Stattu fastur á þínu uns rykið eftir hina hefur sest aftur. Vatnsberi (20. j an. -18. febr.) V-ísS' Það háir þér hversu oft þú setur hiutina á svo öruggan stað að þú finnur þá aldrei aftur. Það væri ekki verra að skrifa niður hvar hver hlutur er geymdur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) W<> Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikii- vægu máli. Flýttu þér því hægt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. L0GSUÐUTÆKI MAGNA HJÓLSAGARBLAÐ FAGMANNSINS ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Tölvu passamvndir Þú velur og hafnar \ iú tökiini af þér fjórar myndir tvær og tvær cins, |>ú skodar |>a*r á skjá. ef |>ú ert ekki sátt/ur via árangiirimi. tiikum vid aftur og aftur |>ar til |>ú ert ánægö/ur, sídan eru |>ær niMidir geróar. Adcins |>ær niyndir sem |>ú sættir |>ig s iú eru geróar. Notaóu einungis |>ær myndir sem |>ú ert ánægd/nr meó i öll skilríki. Ljósmyndastofa Kópavo«s sími 5543020 Tarotskóli Pálínu í Bláa Geislanum lnnritun hafin í fyrsta áfanga af þremur í versluninni. Fyrsti hluti Millenium af fimm byrjar 8. júní, enn er laust pláss fyrir hugleiðsluáhugafólk. Léttu líf og lund Það nær enginn kjör- þyngd á augabragði. Hreyfing gerir gagn. Þú finnur fljótlega að úthaldið eykst og líkaminn styrkist. Lífið verður skemmtilegra ef þú hreyfir þig reglulega og borðar léttan, hollan og góðan mat, ávexti og grænmeti. Ekki ofgera þér. Settu þér raunhæf markmið með skemmtilegri hreyf- ingu. Rösk ganga í hálftíma á dag gerir mikið gagn. Njóttu fjölbreyttraT hreyfingar í góðum félagsskap. Sundlaugarferð með fjölskyldunni, hjólreiðatúr eða aerslaieikir með börnunum létta lund og auka samheldnina. Göngum 2000 skref til móts við heilbrigði og hreysti 27. maí! Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.