Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 70
MORGUNBLAÐIÐ
7 0 ÞRIÐ JUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
$£0)j ÞJQÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra st/iðið ftl. 20.00
LANDKRABBINN — Ragnar Amalds
Mið. 7/6 næstsfðasta sýning, mið. 14/6 síðasta sýning.
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare
Fim 8/6 nokkur sæti laus, fim. 15/6. Siðustu sýningar leikársins.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 18/6 kl. 14 nokkur sæti laus. Síðasta sýning leikársins.
KOMDU NÆR — Patrick Marber
Fös. 9/6 síðasta sýning. Sýningin er hvorki við hæfi bama né viðkvæmra.
Litla sóiðið kt. 20.30:
HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Aukasýning mið. 7/6 örfá sæti laus, fös. 9/6. Ailra síðasta sýning.
Miðasalan er opin mánud.—þríðjud. ki. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200.
thorev@theatre.is — www.leikhusid.is
IEIKFELAG ISLANDS
5 30 30 30
tasTfliSNk
Sjeíkspír eins og hann leggur sig
fim 8/6 kl. 20 örfá sæti laus
fím 15/6 kl. 20 laus sæti
Panódíl fyrir tvo
fös 16/6 kl. 20.30 laus sæti
Síðustu sýningar í sumar
jr“7rg Stjömur á morgunhimni
sun 18/6 kl. 20 laus sæti
ifa- W fim 22/6 kl. 20 laus sæti
■■ J Slðustu sýningar I sumar
íf)fÍ0 Hádegisleikhús: LEIKIR
fös 16/6 kl. 12
Slðasta sýning
Miðasala fyrir bæði leikhús er I Iðnö.
laugardaga, fram að sýningu sýningardaga
og 2 klst. fyrir sýningu á sunnudögum. Hægt
er að ganga fra greiðslu með greiðslukorti
sfmleiðis. Greidda miða má sækja I viðkom-
andi leikhús.
Miðapantanir einníg i síma 552 3000
KatfíLcfhiiúsið
Vesturgötu 3
Einleikjaröð 2000
Bannað að blóta
í brúðarkjól
4. sýn. fimmtudag 8.6 kl. 21.00
5. sýn. föstudag 9.6 kl. 21.00
— Ljúffertgur málsverður fyrir sýninguna —
MIÐASALA í s. 551 9055.
LADDl
2000
Síðasta sýnins
fyrir sumarfrí.
Föstudaginn
9. júní
RI.20
Pöntunarsími: 551-1384
BtOLEIKH US
Frábær látbragðsleikari
Paolo Nani
með sýninguna „Bréfið"
þri. 6.6 og mið. 7.6 kl. 20
Aðeirts tvær sýningar.
Miðasala opin alla virka daga
kl. 13—17 og fram aö sýningu
sýningardaga. Sími 462 1400.
_______www.leikfelag.is______
Listahátíd i Reykjavik ||
Hvad ætlar þú að sjá?
N
Englar alheimsins
Leikgerð CaféTeatret á sögu Einars Más Guðmundssonar
sem hlaut frábæra dóma í Danmörku
Smíðaverkstæðið, I kvöld 6. júní kl. 20:30
Miðaverð: 2.000 kr.
Ladysmith Blach Mambaio
Suður-afrískur söngflokkur sem slegið hefur f gegn
með lifandi túlkun
Broadway, í kvöld 6. júní kl. 21:00 örfá sæti laus
Miðaverð: 3.000 kr.
Judith Ingólfsson
Framúrskarandi fiðluleikarí sem hefur hlotið fjölda verðlauna
Háskólabíó, 7. júní kl. 19:30
Miðaverð: 2.000 kr. og 2.300 kr.
ÍL Stórsöngvaraveisla
Úrvalslið okkar þekktustu söngvara syngur aríur og dúetta
úr frönskum og ítölskum óperum.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Rannveig Frfða Bragadóttir, Kristján Jóhannsson,
Kristinn Sigmundsson og Sinfónluhljómsveit Islands undir stjórn Giorgio Croci.
Laugardalshöllin, 8. júnl kl. 20:00
Miðaverð: 2.500 kr. örfá sæti laus
V
Niðasala Listahátíðar, Bankastræti 1
Sími: 551 8588 Opið aHa daga: 8:30- 10:00
www.artfest.is
/
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
ooooo
★★
Kristján Sigurjónsson stjórn-
andi heimstónlistarþáttarins
Tengja á Rás 2 fjallar um nýj-
ustu plötu Youssóu N’Dour,
Joko.
Sannur lista-
maður á
villigötum
NÝJA platan frá Youssou N’Dour
byijar með bravúr. Fjögur fyrstu lög-
in einkennast af spila- og sönggleði,
hita og svita. Youssou syngur eins og
engill á woloff sem er hið opinbera
mál Senegalbúa og hljóðfæraleikarar
hans fara á kostum í trumbuslætti og
gítarleik. Það er ekki nokkur leið að
halda aftur af skönkunum sem ósjálf-
rátt slá taktinn.
Meira að segja má heyra gamla gít-
arsándið sem fyrrum gítarleikari
Youssou N’Dour - Badu N’Daye -
varð þekkur fyrir á upphafsárum
Super EtoOe hljómsveitarinnar. Lög-
in eru blessunarlega laus við Parísar-
hljóminn sem hefur tröllriðið vestur-
afrískri tónlist á undanfomum árum
og lýsir sér í yfirþyrmandi útsetning-
um og ofnotkun á hljómþorðum og
trommuheilum. Loksins fær tónlistin
að njóta sín, hugsar maður eftir
fyrstu fjögur lögin. Ósvikin lög frá
Senegal byggð upp á allt annan hátt
en vestræn tónlist, ólgandi af h'fi og
Qöri. En með fimmta lagi fer heldur
betur að halla undan fæti. Við taka
klisjukennd popplög, hvorki betri né
verri en gerist og gengur í þeim
bransa, sem Youssou syngur að
mestu á ensku - og það má glögglega
heyra að enskan liggur ekkert sér-
staklega vel fyrir honum. Það er því
léttir að heyra lag nr. 10 - Yama -
sem er áhrifaríkur óður tíi bamfóstr-
unnar í Senegal. Næsta lag er einnig
prýðilegt - This dream þar sem Petur
Gabriel syngur viðlagið, en N’Dour
heldur sig við woloff og syngur um
draum Senegalbúa um að halda þjóð-
areinkennum sínum og hefðum en
taka um leið þátt í að móta tækni-
væddan heim. Næsta lag, Red Clay,
er hið besta af vestrænu lögunum,
snoturlega samin baliaða sem N’Dour
syngur bæði á woloff og ensku. í
þessu lagi má glögglega heyra hve
fína rödd Youssou N’Dour hefur.
Youssou N’Dour gerir tilraun með að
blanda saman rappi og Senegaltónlist
í tveimur lögum með aðstoð Wyclef
Jean úr Fugees. Þessi tilraun gengur
engan veginn upp og útkoman er í
besta falli hallærisleg. Túlkun
N’Dour á gömlu Motown lagi eftir
Smokey Robinson, Dont look back,
bætir engu við upphaflegu útgáfuna.
I texta í rapplaginu How come seg-
ir á einum stað „Hvers vegna finn ég
fyrir eilífri pressu frá útgefandanum
mínum?“ Kannski kemst Youssou
N’Dour þama að kjama málsins. Það
em nefnilega fjölmargar þversagnir í
tónlist og ferli Youssou N’Dour. Hann
er fæddur árið 1959 í Dakar í Senegal,
ári áður en Senegal hlaut sjálfstæði
frá Frökkum. í guðsgjöf fékk hann
söngrödd sem á vart sína líka og tæp-
lega tvítugur var hann orðinn að stór-
stjömu í Senegal. Hljómsveit hans,
Super Etoile de Dakar, var sú vinsæl-
asta í landinu og raddi nýjar brautir í
senegalskri tónlist. Hljómsveitin náði
að blanda saman tónlist hinna ýmsu
þjóðflokka í landinu saman við rokk,
djass og kúbutónlist, sem um árabil
hafði notið mikillar hylli í landinu.
Textamir vorum tíðum hápólitískir
og stungið var á ýmis kýli. Um miðjan
9. áratuginn komst Youssou N’Dour í
kynni við vestræna poppara eins og
Peter Gabriel, Paul Simon og Sting
og þar með opnaðist leið hans inn á
enska málasvæðið, en hann var
reyndar orðinn þekktur í Frakklandi.
Síðan 1989 hefur Youssou N’Dour
sent frá sér fjórar plötur ætlaðar
vestrænum hlustendum þar sem
hann, líkt og á nýju plötunni, hrærir
saman alþjóðlegu sviplausu poppi og
Youssou N’Dour
vestur-afrískri tónlist. Hann á það til
að sameina þessar ólíku tónlistar-
stefnur innan einstakra laga eða
halda stílunum aðskildum þannig að
lögin em annað hvort afrísk eða ein-
falt vestrænt popp. Þessi stefna,
hvort sem hún er frá Youssou N’Dour
eða útgefandanum komin, gerir plöt-
ur hans að hálfgerðum bastörðum og
maður veit ekki almennilega hvort
listamaðurinn er að koma eða fara.
Það efast enginn um stórkostlega
hæfileika Youssou N’Dour. í Senegal
er hann nánast í guðatölu og þar
sendir hann frá sér tónlist á allt öðr-
um forsendum en á vesturlöndum.
Þar þarf hann ekki að eltast við
(ímyndaða?) þörf markaðarins fyrir
popp sungið á ensku. Maður spyr sig
líka hvers vegna nöfn þeirra Sting og
Peter Gabriel eru blásin upp í tengsl-
um við útkomu Joko. Þeir koma fram
hvor í sínu laginu, en bæta svo sem
litlu gagnlegu við. Skyldi það vera
pressa frá útgefandanum? Því miður
er nýja platan frá Youssou N’Dour
því marki brennd að hann er að reyna
að geðjast öllum - meira að segja
röppurum - en slíkt er einfaldlega
vonlaust. Að vona að allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi er heldur klént
markmið hjá alvöru listamanni. Þá er
betra að senda frá sér hreina ensku-
mælandi poppplötu sem gerir ekki til-
kall tíl að vera neitt annað eða alvöm
senegalska tónlist eins og heyra má í
íjórum fyrstu lögum plötunnar. Sem
betur fer sleppir Youssou N’Dour sér
yfirleitt lausum á tónleikum og lætur
þar afríska tóna og takta njóta sín.
Tónleikar hans í Reykjavík á næst-
unni em því virkilegt tilhlökkunar-
efni. En Joko veldur vonbrigðum.
Kristján Sigurjónsson
\
ú'' -
' f
......
Jóakim Reynisson og íris Sveinsdóttir kljást við
tæknivandamálin með fjarstýringunni.
Morgunblaðið, Flateyri.
Lýður Árnason hefur einfaldan smekk og kom á
fyrstu sjónvarpsútsendinguna í limmósínu að hætti
sjónvarpsstjóra.
LAUGARDAGURINN 27. maí sl.
verður örugglega minnistæður
mörgum heimamanninum á Flat-
eyri, þegar Lýður Árnason, lækn-
ir, kvikmyndaframleiðandi og
menningarsprauta staðarins, boð-
aði til fyrstu sjónvarpsútsendingar
frá Vagninum á Flateyri. Mikil til-
hlökkun greip um sig og strax á
fyrstu timum forsölunnar fyrr um
daginn voru 80 miðar þegar seldir.
Á tíunda timanum um kvöldið var
mættur töluverður hópur í Vagn-
inn og gæddu menn sér á kampa-
vfni og snakki að hætti frumsýn-
Sjónvarp
Flateyri
ingargesta. Þegar nær dró mið-
nætti birtist sjálfur sjónvarps-
stjórinn f limmósínu utandyra og
stormaði inn ásamt söngfélögum
sínum. Fram að miðnætti var boð-
ið upp á þjóðlega söngdagskrá af
hendi Lýðs og félaga. Ekki var
laust við að áhrifa súludansins
gætti í nýrri dagskrá þeirra fólaga
og má segja að eftirminnilegra
súluatriði hafi ekki sést lengi vel á
Vestfjörðurn. Loks var komið að
útsendingunni á miðnætti og líkt
og um allar tækninýjungar, vill oft
tæknin stríða mönnum og fóru
menn ekki varhluta af því þetta
kvöldið. En allt fór vel að lokum
og menn hlógu dátt í þær 45 mín-
útur sem Sjónvarp Önundarfjarðar
var á skjánum. Að lokinni dagskrá
var boðið upp á svakalegan tón-
ski'fuþeyting fram eftir nóttu.