Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Peter O’Toole varð heimsfrægur í einni andrá er Arabíu- Lawrence birtist á tjaldinu. David Lean og uppáhaldsleikarinn hans, Alec Guinnes, við tökur á Leið- in til Indlands, síðustu mynd leikstjórans. DAVID LEAN Alec Guinnes og Sessue Hayakawa í Brúin yfir Kvæfljdtið. ÞAÐ fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar minnst er á breska leik- stjórann David Lean (1908-1991) er epísk stórmynd. Hann var meist- ari þessa mikilfenglega forms og nokkrar slíkra mynda hans eru með því besta sem gert hefur verið á þessu sviði frá upphafi. Þegar Lean leikstýrði árið 1983 Leiðinni til Indlands - The Passage to India upplifði heimurinn endurkomu eins virtasta lista- manns í breskri kvikmynda- gerð fyrr og síðar, sem hafði þá dregið sig í hlé í 13 ár. Það var lengsta bilið á milli mynda hans þótt leikstjórnarverkefni hans væru dvenju fá eða sex- tán á fjörutíu ára ferli. Lean kom frá siðavöndu, sanntrúuuðu heimili þar sem litið var á kvikmyndir sem synd, sem var forboðin fjöl- skyldumeðlimum. Engu að síð- ur var hann farinn að vinna lægst launuðu störfin í kvik- myndaveri innan við tvítugt, en var fljótur að vinna sig upp í stöðu aðstoðarklippara og -leikstjóra. Við upphaf fjórða áratugarins var Lean orðinn sjóaður í að klippa B-myndir og fréttamyndir og hafði hafti- að tilboðum um að leikstýra smámyndum. Hann lagði sig þess í stað allan fram við að bæta sig í klippilistinni. Hann vann sem slíkur í sínum fyrstu stórmyndum, til dæmis Escape Me Never (’35), Pygmalion (’38) og mynd Michaels Powell, 49th Parallel (’41). Þegar hér er komið sögu, árla á fimmta áratugnum, var Lean orð- inn einn virtasti klippari Englands. Hann hafði þá fengið að spreyta sig við að leikstýra hluta Major Barb- ara (’41). Að því kom að Lean var fenginn til þess að stíga leikstjóra- skrefið til fulls, er Noel Coward valdi hann til að leikstýra In Which Wc Serve (’42), verki sem hann til- einkaði breska sjóhernum, og varð metaðsóknarmynd beggja vegna Atlantshafsins og eru þeir Coward báðir skrifaðir fyrir leikstjórninni. Coward var þúsundþjalasmiður, nefnd sem besta mynd ársins af bandarísku kvikmyndaakadem- íunni og Coward, sem auk þess að að vera annar Ieikstjóranna fór með aðalhlutverkið og samdi tónl- istina, fékk sérstakan heiðursósk- ar. Samstarf þessara ágætu manna, ásamt framleiðendunum Anthony Havelock-Allan og Roland Neame (sem síðar átti eftir að gera garð- inn frægan sem leikstjóri), gekk svo vel að þeir stóðu saman að þrem mynduin til viðbótar; This Happy Breed (’44), Blithe Spirit (’45) og síðast en ekki síst Brief Encounter (’45), sem flestir telja fyrsta stórvirki Lean. Hádramatísk og alvarleg mynd um syndsamlegt ástarsamband tveggja einstaklinga, þrúgaðra af böli stríðsáranna. Celia Johnson og Trevor Howard leika elskendurna. Lean fór þar inn á nýjar brautir og náði slíkum árangri að myndin er jafn áhrifarík í dag. I næsta verkefni sneri Lean sér frá vini sínum og samstarfsmanni, Coward, og tók fyrir hina klassi'sku Great Expectations eftir Dickens. Hann var jafnan hallur undir stór- virki á bókmenntasviðinu og hóf í auknum mæli að skrifa kvikmynda- gerðirnar sjálfur. Oliver Twist fylgdi í kjölfarið ’48 og eru báðar myndirnar taldar með því besta á glæsilegum ferli leikstjórans. Næstu breytingar á verkefnavali gengu ekki eins vel eftir; The Pass- ionate Friends (’48) og Madeleine (’49) státuðu báðar af Ieikkonunni Ann Todd, annarri konu leikstjór- ans og eru á meðal hinna minnst eftirminnilegu mynda hans. Hún lék einnig í The Sound Barrier (’52), ásamt Ralph Richardson, sem hlaut frábæra dóma fyrir óvenju- legt hlutverk (á hans ferli) fiug- vélaverkfræðings við upphaf þotu- aldar. Enn kúventi leikstjórinn og var næsta verkefni gaman- myndin Hobson's Choice (’54), með Charles Laughton í aðal- hlutverki; myndin gerist í Lancashire á Englandi undir aldamótin 1900 og var sú síð- asta sem Lean gerði í svart/ hvítu. Því næst lá leiðin til sól- bakaðra Feneyja í Summer- time (’55), sem er rómantísk og hádramatísk mynd sem féll í einkar góðan jarðveg vestan hafs. Katherine Hepburn leik- ur bandarískan ferðalang sem fellur fyrir ítölsku glæsimenni (Rossano Brazzi) og bæði Lean og Hepburn hlutu óskars- tilnefningar. Lokakafli þessa mikilhæfa leikstjóra er feitletraður í kvikmyndasögunni; hann hefst árið 1957 með Brúnni yf- ir Kvæfljótið og lýkur með Ferðinni til Indlands. Inn á milli rekur hvert stórvirkið annað; Arabíu-Lawrence (’62), Sivagó læknir (’65) og Dóttir Ryans (’70). Sú síðasttalda, gullfalleg ást- arsaga frá írlandi á tímum lyrri heimsstyijaldar, var sú fyrsta sem gekk ekki vel og hlaut blendna dóma og urðu móttökurnar til þess að Lean dró sig í hlé. I fjórtán ár heyrðist ekkert frá honum, þangað til Ferðin til Ind- lands, enn eitt snilldarverkið, birt- ist á tjaldinu. Myndin, sem er kvik- myndun á skáldsögu E.M. Forster, fjallar um djúpið á milli austur- lenskrar og vestrænnar siðmenn- ingar, er undurfalleg og vel leikin og hlaut fjölda verðlauna. Lean var önnum kafin við sautjándu mynd- ina, Nostromo, er hann féll frá, þá nýaðlaður. fyrst og fremst virtur sem leikrita- skáld, en einnig góður leikari, leik- stjóri og tónskáld. Myndin var til- V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA fslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND v/SA Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Sígild myndbönd BRÚIN YFIR KVÆFLJÓTIÐ - THE BRIDGE ON THE RIVER KWAI (1957) Eitt af nokkrum, sígildum stórvirkjum Lean á hvíta tjaldinu. Breskir og bandarískir fangar S japönskum stríðsfangabúðum, eru skikkaðir í brúarbyggingu á Austur-Indlandsskaganum í seinna stríði. Æðsti maður fanganna (Alec Guinnes) rekur menn sína áfram af breskum metnaði og hlýðni, meðan bandarískir og breskir hermenn (William Holden og Jack Hawkins) brugga smíðinni banaráð í fjarska. Geysisterk og dramatísk ádeila um tilgangsleysi stríðs í glæsilegum ramma stórmyndarinnar þar sem hvergi er veikan punkt að finna. Enda fékk myndin fjöldann allan af Ósk- arsverðlaunum (þ.á m. bæði myndin og leikstjórinn) og er jafnhrífandi skemmtun og á frumsýningarárinu, þeg- ar allir blístruðu marsinn úr myndinni. ARABÍU-LAWRENCE - LAWRENCE OF ARABIA (1962) Stórglæsilegt kvikmyndaverk Leans leysir að vísu ekki ráðgátuna um hinn óvenjulega Arabíu-Lárens (Pet- er O’Toole), breska hermanninn sem hélt út á eyðimörk- ina og sameinaði araba í stríðinu gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ævintýraleg í jafnt umgjörð sem innihaldi, frábærlega tekin, klippt, skrifuð og leikin og nýtur sín sannarlega hvergi nema á breiðtjaldi. Sögu- legur stórmyndastíll leikstjórans varla tilþrifameiri en í þessu verki, listilega spunninn við hið smáa mannlega og leikaraliðið er ekki af verri endanum með O’Toole í sínu besta og frægasta hlutverki. Auk hans m.a. Anthony Quinn, Alec Guinnes, Jack Hawkins, Omar Sharif og Anthony Quayle. Er til í mörgum lengdum, m.a. endur- gerðri útgáfu þar sem mörgum atriðum sem áður voru klippt út var bætt inní aftur, en því lengri sem hún er, því betri. Margverðlaunuð, m.a. fékk Lean Óskar fyrír leikstjóm. ZHIVAGO LÆKNIR - DR ZHIVAGO (1965) Leikarar : Omar Sharif, Julie Christie, Geraldine Chaplin, Rod Steiger, Tom Courteney, Rita Tushing- ham. Drama. Bandaríkin. 1965.180 mín. Fjallar um nokkrar persónur á umbrotatímum bylt- ingarinnar í Rússlandi, byggð á Nóbelsverðlaunaskáld- verki Pasternaks. Stórmynd einsog Lean er einn fær um að skapa. Julie Christie leikur konuna í lífi þriggja manna, læknisins og aðalsmannsins og skáldsins Zhiva- go (Omar Sharif) sem fellur í ónáð og er sendur í útlegð; byltingarmannsins (Tom Courteney) og bragðarefsins (Rod Steiger). Hádramatískt efnið umvafið glæsileika allra þátta stórmyndarinnar, mikilfenglegri tónlist Maurice Jarre, heillandi kvikmyndatöku Fredericks Young og leikurinn er í góðum höndum, ef undan er skil- in máttlaus tjáning Sharifs. Hlaut urmul verðlauna, m.a fengu myndin og leikstjórinn Óskarsverðlaunin. Sæbjörn Valdimarsson MYNDBONP Mislukkuð tilraun Dægurlangt lífsskeið (Life In A Day) Spennumynd ★% Leikstjóri: Eleanor Lindo. Aðal- hlutverk: Michael A. Goorjian, Chandra West. (90 mín.) Banda- ríkin 1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. FRAMSÆKIN líffræðitilraun fer úrskeiðis. Tilraunadýrið, ung kona, lætur lífið við að fæða stúlkubarn sem þroskast og eldist með undraskjótum hraða. Ungur vís- indamaður fær bamið í hendur og tekur sér það vandasama verk á herðar að finna leið til þess að hægja á lífsskeiði stúlkunn- ar sem virðist ein- taka sólarhring ef þjörgum verður ekki við komið. Óprúttnir bakhjarlar tilraunarinnar leita hinsvegar logandi Ijósi að stúlk- unni til að koma henni fyrir kattamef áðuren verðir laganna komast á snoð- ir um hina vafasömu tilraun. Hugmyndin að baki þessari vís- indaskáldsögu er býsna góð en rétt eins og tilraunin í sögunni mislukkast alveg tilraunin til að gera úr henni spennandi kvikmynd. Því veldur klaufaleg leikstjórn ofhlaðin alls kyns tónlistarmyndbandastælum og léleg- ur leikur, sérstaklega hjá löggunum og „vondu“ mönnun sem em ein- hvem veginn miklu illúðlegri en efni standa tíl. Skarphéðinn Guðmundsson s I kröppum mafíudansi Mafiumenn (Made Men) Spennumynd ★★★ Leikstjóri: Louis Morneau. Handrit: Robert Franke, Miles Millar og AI- fred Gough. Aðalhlutverk: James Belushi, Timothy Dalton, Michael Beach. (91 mín) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. KAPALSJÓNVARPSSTÖÐIN HBO hefur sótt í sig veðrið síðustu ár og er Mafíumenn gott dæmi um það en hér gefur að líta bráðskemmti- lega sögu af átök- um innan mafíunn- ar. Bill (Belushi) stelur tólf milljón- um dala frá yfir- manni sínum í maf- íunni og gerist svo vitni fyrir alríkis; lögregluna. í kjölfarið er honum komið fyrir í vitnavernd í smábæ nokkmm fjarri stórborgarskúrkunum. Þegar fram h'ða stundir hafa mafíósarnir uppi á felustað Bills og harðsvímð sveit leigumorðingja er send honum til höfuðs. Það sem gerir myndina eftir- tektarverða er framleg úrvinnsla leikstjórans Morneau á úr sér gengnum söguþræði. Handritið er vel útfært, hnyttið og fléttan á köfl- um óvænt. Persónum era ljáð skemmtileg einkenni og meiri dýpt en gerist í myndum af þessu tagi. Til viðbótar er einvala lið leikara í öllum helstu hlutverkum og Dalton sérlega ánægjulegur sem spilltur fógeti. Mafíumenn lætur eflaust lítið yfir sér á myndbandaleigum en hún er á víxl bráðfyndin og spennandi og á því skilið fýllstu athygli. Heiða Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.