Morgunblaðið - 06.06.2000, Qupperneq 80
ptagmiÞliifetfe
Maestro
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Um 40% samdráttur
Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES,
hefur lagt til að leyfilegur hámarks-
afli norsk-íslensku síldarinnar verði
753 þúsund tonn 2001 og yrði hlutur
'Rafrænt við-
skiptanám
200 börn
á háskóla-
bekk
NÁMSKEIÐ í heimspeki og þýsku
fyrir börn á aldrinum sex til
fjórtán ára hófust í gær í Háskóla
Islands á vegum Opins háskóla og
mun þetta vera í fyrsta sinn sem
börn sækja nám í HÍ. Nær tvö-
hundruð börn sækja námskeið í
þessum tveimur greinum, en inn-
an skamms hefjast einnig nám-
skeið í frönsku, spænsku og
dönsku og er fullbókað á öll nám-
skeiðin nema nokkur sæti eru
laus í dönsku.
Um sextíu börn á aldrinum sex
til tólf ára byrjuðu á tveggja
vikna þýskunámskeiði í gær.
Kennsla miðast við byrjendur og
er reynt að vekja áhuga barnanna
á þýsku og einkennum þýskumæl-
andi landa með leikjum, söngvum,
myndum, stuttum sögum og
kennslu í einfaldri málnotkun.
Rúmlega eitthundrað börn á
aldrinum sjö til fjórtán ára taka
þátt í vikunámskeiði í heimspeki.
I lok námskeiðsins verður haldið
opið málþing þar sem nemendur
kynna viðfangsefni og niður-
stöður hópanna.
FYRSTU nemendur með BS-gráðu
voru brautskráðir frá Háskólanum í
Reykjavík sl. laugardag, en skólinn
tók til starfa haustið 1998.
I ræðu Guðfinnu S. Bjarnadóttur
rektors við útskriftina kom fram að
næsta vetur er ætlunin að bjóða upp
á meistaranám í rafrænum viðskipt-
um, þar sem áhersla verður lögð á
samþætta sérfræðikunnáttu í báðum
deildum skólans; tölvunarfræði og
viðskiptafræði. Skólayfirvöld undir-
,rituðu á dögunum samning við
menntamálaráðuneytið, sem felur í
sér 3.800 fermetra stækkun skólans.
I Nemendur/lO
Morgunblaðið/Kristinn
Þýskunámskeið fyrir böm á aldrinum 6-12 ára hófst í gær á vegum Opins háskóla. Hér leiðbeinir Jens Mertens börnum í kennslustofu í Ámagarði.
Hafrannsóknastofnun leggur til verulega skerðingu afla úr flestum nyljastofnum
Utflutningstekjur gætu
lækkað um 10 milljarða
Hafrannsóknastofnun leggur til að
þorskaflahámark á næsta fiskveiði-
ári verði 203.000 tonn eða 47.000
tonnum lægra en á fiskveiðiárinu
1999/2000. Gangi allar tillögur Haf-
rannsóknastofnunar eftir um há-
marksafla á næsta fiskveiðiári getur
útflutningstapið orðið um 10 millj-
arðar króna eða ríflega 10% áætlaðs
útflutningsverðmætis sjávarafurða á
þessu ári, að sögn Ásgeirs Daníels-
... sonar, hagfræðings hjá Þjóðhags-
*■"' ^stofnun. Arni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra kallaði niðurstöðurnar
vonbrigði og sagði að stefnt væri að
því að ákvörðun um heildaraflamark
næsta fiskveiðiárs lægi fyrir um
miðjan júlí.
Aætlað er að í ársbyrjun 2000 hafi
veiðistofn þorsks verið 756.000 tonn
en í fyrra var hann talinn vera
1.031.000 tonn. Samkvæmt afla-
reglu, sem heimilar veiði á 25% af
veiðistofni, verður aflahámarkið
203.000 á næsta fiskveiðiári og
.^234.000 tonn fiskveiðiárið 2001/2002,
en áætlað er að veiðistofn fari úr
756.000 tonnum í ársbyrjun 2000 í
1.140.000 tonn í ársbyrjun 2003 og að
hrygningastofninn fari úr 406.000
- tonnum í 586.000 tonn.
Að mati Hafrannsóknastofnunar
er breytilegur veiðanleiki þorsks frá
ári til árs líklegasta skýringin á mun-
inum á stofnmatinu nú og fyrir ári
auk aukinnar sóknar í elsta fiskinn.
Stofnmat þorsks um 20% lægra en
gert var ráð fyrir í fyrra
íslendinga nálægt 116 þúsund tonn-
um. Heildaraflamark fyrir árið 2000
er 1,25 milljónir tonna og koma 194
þús. tonn í hlut íslands. Amóta sam-
dráttur er boðaður í kolmunnaveið-
um. Gert er ráð fyrir að um 1,1 millj-
ón tonna veiðist í N-Atlantshafi í ár
en ICES mælir með að kolmunnaafl-
inn verði innan við 628 þús. tonn árið
2001.
Margtjákvætt
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir að
margt jákvætt sé í tillögum stofnun-
arinnar og annað miður. „Horfur í
loðnu eru ágætar, við erum með góð-
ar horfur í sumargotssíldinni, við
leggjum til mikla aukningu í afla-
heimildum á grálúðu, rækjustofnar
eru á niðurleið, karfastofnar í nokk-
urri óvissu og sama má segja um
ufsa og ýsu en tillögur okkar miða að
því að stýra veiðunum með þeim
hætti að langtíma hámarksnýting
þessara stofna komist á ef hún er
ekki þegar við lýði.“
Jóhann segir rannsóknir og stofn-
mat háð óvissuþáttum, sem geti ým-
ist verið upp á við eða niður á við.
Stofnmat þorsks er um 20% lægra
en gert var ráð fyrir í fyrra. „Eflaust
veldur þetta vonbrigðum í greininni
því menn hafa lagt mikið á sig við
uppbyggingu stofnsins á undanförn-
um árum. Aflareglunni hefur verið
íylgt og teljum við það hafa verið
mjög farsælt skref en einmitt vegna
þess er svo komið að hrygningastofn
og veiðistofn þorsks er ekki í bráðri
hættu eins og horfur vora á fyrir
fimm til sjö árum. Þó einhverjir hafi
túlkað þetta sem bakslag í fiskveiði-
ráðgjöf okkar eða fiskveiðistefnu er
mikilvægt að átta sig á langtíma-
hugsuninni í þessari nýtingarstefnu
og séu þess meðvitaðir að meðal ann-
ars vegna þessarar veiðistefnu séu
þrír meðalstórir og jafnvel sterkari
árgangar í farvatninu, sem koma
strax inn í veiðarnar á næsta ári og
sérstaklega árin þar á eftir.“
■ Útflutningsverdmæti/40-41
Bæði veiðistofn/40-41
Nýheimsmynd
kallará
nýjan Atlas
- iBook Grafít
Skipholtl 21
UV flfm Síml 530 1800
J@A J0 Fax 530 1801
www.apple.ls
Vilja efla vímuefnavarnir
STARFSHÓPUR um vímuvarnir á
vegum Akureyrarbæjar hefur lagt
tillögur til eflingar og samræmingar
forvarna gegn vímuefnanotkun fyrii-
bæjarráð. í tillögunum kemur m.a.
fram að starfshópurinn telur afar
mikilvægt að ráðinn verði forvama-
fulltrúi í fullt starf, samstarf verði
víðtækt í forvörnum í bæjarfélaginu,
sérstaklega verði hugað að afþrey-
ingu og skemmtunum fyrir unglinga
á aldrinum 16-19 ára og að skipulag
hátíðarinnar „Halló Akureyri“ verði
tekið til endurskoðunar.
Starfshópurinn leggur til að gerð-
ur verði samningur til þriggja ára,
milli dómsmálaráðuneytis, Akureyr-
arbæjar og annarra aðila sem leggja
vilja fram fjármuni til ráðningar for-
varnafulltrúa á Akureyri. Starf hans
muni meðal annars felast í fræðslu,
samstarfi við þá sem þegar sinna for-
vörnum og vinnu á vettvangi. Lögð
er rík áhersla á að fulltrúinn geti haf-
ið vinnu í haust.
Um aldurshópinn 16-19 ára segir
hópurinn að mikilvægt sé að mynd-
aður verði starfshópur sem komi til
móts við tómstunda- og skemmtana-
þörf unglinganna. Lögð er mikil
áhersla á samstarf við framhalds-
skólana, MA og VMA. Um „Halló
Akureyri“ segir hópurinn að allt
skipulag hátíðarinnar verði miðað
við fjölskylduhátíð og hækkun sjálf-
ræðisaldurs í 18 ár. Það felst meðal
annars í því að aðgangur unglinga á
eigin vegum að tjaldstæðum verði
miðaður við 18 ár.