Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fyrsti leiðtogafundur Kóreuríkianna í rúma hálfa öld hafínn í Pyongyang „Risastórt skref í átt að sam- einingu“ Vonast er til að fyrstu viðræður leiðtoga kóresku ríkjanna, sem hófust í Norður- Kóreu í gær, greiði fyrir sáttum milli ríkj- anna og hugsanlegri sameiningu eftir rúm- lega 50 ára fjandskap. AP Tvær brúður í líkingu forseta Kdreuríkjanna, Kims Jong-il, til hægri, og Kims Dae-jung, voru á boðstólum í Hyundai-vöruhúsinu í Seoul þegar þar voru haldnir norður-kóreskir dagar. Afgreiðslustúlka íklædd n-kóreskum búningi sýnir viðskiptavinum íjaðrablævæng. KIM Dae-jung, forseti Suður-Kór- eu, ræddi í gær við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, í Pyong- yang og er þetta fyrsti leiðtoga- fundur ríkjanna frá því þau voru stofnuð fyrir 52 árum. Kóreumenn binda miklar vonir við fundinn og dagblaðið The Korea Times líkti þriggja daga heimsókn suður-kór- eska forsetans til Norður-Kóreu við fyrstu lendingu mannaðs geimfars á tunglinu árið 1969. „Eitt lítið skref í sáttaátt en risastórt skref í átt að sameiningu," sagði blaðið um ferðina. Kim Dae-jung kvaðst vona að heimsóknin markaði tímamót fyrir sjö milljónir Kóreumanna er hafa orðið viðskila við ættingja sína vegna klofnings Kóreuskaga. Hann vonast einnig til þess að ferðin leiði til nánari viðskipta- og menningar- tengsla og samkomulags um frelsi til að ferðast milli landanna. „Við erum ein þjóð“ Búist er við að forsetinn bjóði Norður-Kóreumönnum meiri fjár- hagsaðstoð og beiti sér fyrir aukn- um viðskiptum milli ríkjanna til að rétta bágborinn efnahag Norður- Kóreu við eftir áratuga miðstýringu og hungursneyð í mörgum héruðum landsins síðustu árin. Suður-kóreski forsetinn sagði að heimsóknin myndi ekki nægja til að jafna djúpstæðan ágreining ríkj- anna í mörgum málum. „Okkur tekst ekki að eyða strax þeirri beiskju sem hlaðist hefur upp í hálfa öld. En hálfnað er verk þá haf- ið er. Ég vona innilega að öll kór- eska þjóðin fái von um sættir, sam- starf og friðsamlega endursameiningu vegna heimsókn- ar minnar til Pyongyang. Við mun- um örugglega leysa þau deilumál, sem við leysum ekki að þessu sinni, með því að efna til annars eða þriðja fundarins. Kóreumenn nyrðra, við erum ein þjóð. Við deilum sömu ör- lögum. Við skulum taka höndum saman. Ég elska ykkur öll.“ Suður-kóreski forsetinn bætti við að hann hygðist ræða hreinskilnis- lega við Kim Jong-il til að kynna sér viðhorf hans til samskipta ríkjanna og hugsanlegrar sameiningar. Reynt að auka viðskiptatengslin Leiðtogamir þurfa að takast á við fjölmörg erfíð úrlausnarefni. Búist er við að Suður-Kóreumenn bjóðist til að aðstoða Norður-Kóreu við að leggja vegi og járnbrautir, smíða brýr og koma upp nútímalegu fjarskiptakerfi. Mikill matvælaskortur hefur ver- ið í Norður-Kóreu síðustu árin og lífskjörin í grannríkinu í suðri eru meira en tíu sinnum betri. Meðal- árstekjurnar í Suður-Kóreu eru um 640.000 krónur en aðeins um 56.000 krónur í Norður-Kóreu, samkvæmt hagtölum suður-kóresku stjórnar- innar. Viðskiptin milli landanna námu andvirði 25 milljarða króna í fyrra og voru þá nánast jafnmikil og árið áður. Fjármálaráðherra Suður-Kóreu og forstjórar fjögurra af stærstu fyrirtækjum landsins eru í föru- neyti forsetans. Á meðal gestanna er einnig Chung Mong-hun, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Hyundai, stærsta fyrirtækis S-Kór- eu, fyrr í mánuðinum til að geta ein- beitt sér að því að efla viðskipta- tengsl þess við Norður-Kóreu. Hyundai er langumsvifamesta s- kóreska fyrirtækið í Norður-Kóreu. Það undirritaði viðskiptasamning við stjórnina í Pyongyang í lok árs- ins 1998 og lofaði að greiða andvirði rúmra 70 milljarða króna til ársins 2005 fyrir einkarétt á að byggja upp ferðamannaþjónustu í grennd við fjallið Kumgang. Fyrirtækið hefur boðið upp á ferðir á svæðið frá því samningurinn var gerður. Hyundai hefur hug á að auka við- skiptatengsl sín við Norður-Kóreu, m.a. að reisa þar verksmiðju til að setja saman bfla og taka þátt í byggingarstarfsemi í landinu í sam- starfi við verktaka frá öðrum lönd- um. Á meðal annarra stórfyrirtækja sem hafa haslað sér völl í Norður- Kóreu eru Samsung, Daewoo, LG og SK. Um það bil 500 suður-kóresk fyrirtæki hafa komið upp viðskipta- tengslum við Norður-Kóreu en stjórnin í Seoul segir að aðeins 39 fyrirtæki hafi fengið sérstaka heim- ild til að ráðast í samstarfsverkefni í landinu. Meginhluti viðskipta- tengslanna snýst um innflutning á hráefnum eða samsetningu ein- faldra tækja í Norður-Kóreu. Kim Dae-jung sagði í lok apríl að Suður-Kórea gæti gegnt forystu- hlutverki í því að beina fjárfesting- um til Norður-Kóreu. Suður-kóresk fyinrtæki hafa þó lagt áherslu á að stjórnvöld í kommúnistaríkinu þurfi að stórbæta aðstæðurnar í lándinu til að laða að fjárfestingar, færa lög og reglugerðir í nútímalegra horf og bjóða skattaívilnanir. Þá þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir til að tryggja næga raforku í landinu og bæta samgöngur og fjarskipti. Hermönnum N-Kóreu verði fækkað Þrátt fyrir örbirgðina í Norður- Kóreu er her landsins einn sá stærsti í heiminum, með 1,15 millj- ónir manna undir vopnum. 7,45 milljónir af 22 milljónum íbúa landsins eru í varahernum. Um 10.000 stórskotavopnum er miðað á Seoul, sem er aðeins um 40 km frá landamærunum, og suður- kóreska varnarmálaráðuneytið áætlar að Norður-Kóreumenn eigi um 5.000 tonn af efnávopnum og tíu tegundh- sýklavopna. Norður-Kóreumenn hafa einnig veitt mikið fjármagn í þróun kjarnavopna og langdrægra eld- flauga á síðustu árum. Þeir skutu eldflaug í tilraunaskyni yfir Japan árið 1998 og olli það mikilli spennu í samskiptum landanna. Norður-Kórea var á meðal þeirra ríkja sem Bill Clinton Bandaríkja- forseti hafði í huga þegar hann lagði til að komið yrði upp eldflaugavam- arkerfi til að verjast hugsanlegum árásum svokallaðra „útlagaríkja". Suður-Kórea, sem er með 690.000 hermenn og rúmlega þriggja millj- óna varaher, vill að Norður-Kórea fækki hermönnum sínum verulega. Kommúnistastjómin í Poyngyang krefst þess hins vegar að banda- rísku hersveitirnar í Suður-Kóreu verði fluttar þaðan. 37.000 banda- rískir hermenn era nú í um 100 her- stöðvum í landinu. Bandaríska herliðið hefur verið í Suður-Kóreu frá stríðinu á áranum 1950-53 þegar Norður-Kóreumenn börðust með stuðningi Sovétríkj- anna og Kína við Suður-Kóreumenn og bandamenn þeirra undir forystu Bandaríkjanna. Talið er að allt að fimm milljónir manna hafi fallið eða særst. Stríðinu lauk með vopnahlés- samningi en Kóreuríkin hafa ekki enn undirritað formlegan friðar- samning. Reynt að sameina sundraðar fjölskyldur Leiðtogarnir ræða einnig leiðir til að sameina sundraðar fjölskyldur og talið er að mestur árangur náist í þeim þætti viðræðnanna. Stjórnin í Suður-Kóreu áætlar að 1,23 milljónir íbúa landsins hafi fæðst í Norður-Kóreu og þegar ætt- ingjar þeirra era taldir með hækkar tala þeirra sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar í 7,67 milljónir. Þetta er um 10% af íbúum landanna tveggja. „Eg er staðráðinn í að tryggja að heimsókn mín marki tímamót í til- raunum okkar til að sameina sundr- aðar fjölskyldur," sagði Kim Dae- jung áður en hann hélt til Pyong- yang. Mjög ólíkir leiðtogar Leiðtogar Kóreuríkjanna eru mjög ólíkir. Kim Dae-jung var áður leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu og var þá fangelsaður og dæmdur til dauða og andstæð- ingar hans reyndu fjóram sinnum að ráða hann af dögum. Hann var kjörinn forseti landsins í fjórðu til- raun og hefur verið nefndur „Mand- ela Asíu“ vegna baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í landi sínu. Kim Jong-il var hins vegar alinn upp nánast frá fæðingu til að taka við af föður sínum sem leiðtogi síð- asta stalínistaríkis heims. Hann hefur verið sakáður um að hafa skipulagt hryðjuverk í Suður-Kór- eu, meðal annars sprengjutilræði í farþegaþotu sem varð 115 manns að bana árið 1987. Mjög sjaldgæft er að n-kóreski leiðtoginn flytji ræður og hann fer mjög sjaldan til útlanda. Talið er að nafni hans frá Suður-Kóreu sé fyrsti þjóðhöfðinginn sem heim- sækir hann frá því hann tók við völdunum eftir dauða föður síns, Kims U-sungs, fyrsta forseta Norð- ur-Kóreu, árið 1994. Bretland Vara við lélegrim læknum London. Reuters. BREZK yfirvöld tilkynntu í gær um nýtt forvamakerfi sem komið hefði verið á laggimar í því augnamiði að afhjúpa lélega lækna og hindra að upp komi frekari tilfelli vanrækslu innan almannaheilsugæzlukerfisins. Er kerfinu komið á fót í kjöl- far þess, að fjölmargar sögur hafa borizt af vankunnáttu lækna og misheppnuðum lækn- isaðgerðum þeirra, rangt greindu krabbameini og ban- vænum bólusetningum. í kerfinu verða mistök og vankunnátta skráð í nýjan, mið- lægan gagnagrunn um læknamistök alls staðar á Eng- landi. Markmiðið með kerfinu er að auka öryggi sjúklinga og binda enda á leynimakk í heil- brigðisþjónustunni. Hvetja stjórnvöld heilbrigðisstarfs- menn til að veita almenningi aukna vernd með því að afhjúpa misgjörðir í heilbrigðiskerfinu. Alan Milburn, heilbrigðis- ráðherra Bretlands, sagði að það sem væri verst við mörg þeirra tilfella er tilkynnt hefur verið um, fyrir utan þann skaða sem sjúklingar hlytu, væri að oft hefði vandinn verið þekktur. „Það vora á kreiki sögur um hann á sjúkrahúsunum en eng- inn gerði neitt til úrbóta.“ Nýjasta tilfellið, er greint hefur verið frá, er röng grein- ing meinafræðings á yfir 230 krabbameinssjúklingum, sem vitað er um, en alls verða grein- ingar hans á yfir 10 þúsund sjúklingum kannaðar. Á mánudaginn vora ekkli konu, er lézt úr krabbameini, dæmdar bætur að upphæð 111.400 sterlingspund, vegna þess að umræddur meinafræð- ingur hafði látið undir höfuð leggjast að vísa konunni til sérfræðings þegar hún kvart- aði um hnút í brjósti. Sagði dómarinn, að hefði sjúkdómur- inn greinst fyrr hefði konan getað lifað allt að 10 árum leng- ur. Enskan nagar ítölskuna Rom. Daily Telcgraph. ÍTALSKIR þingmenn hafa blásið í herlúðra til varnar móðurmálinu en þeim er farið að ofbjóða yfirgangur ensk- unnar á öllum sviðum. Þingmennirnir amast ekki bara við einstökum enskum orðum, heldur kannski fyrst og fremst við áhrifum ensk- unnar á eðlilega orðaröð í ítölsku. Segja þeir, að vegna þeirra verði ítalskan æ flatn- eskjulegri og blæbrigðasnauð- ari. Sem dæmi um þetta eru nefndar auglýsingar og ýmis opinber skilti á fjölförnum stöðum, t.d. flughöfnum. Þar er kannski eitt á ensku og ann- að á ítölsku en það ítalska er oft orðrétt þýðing á því enska og ósjaldan hrein málleysa. Einn þingmannanna, Saver- io Vertone, segir, að mestu sökudólgarnir séu sjónvarpið og skólai-nir og vill, að þar sé tekið til hendinni. Þá segist hann ætla að skera upp herör gegn þeim, sem spá því, að ítölskunni verði fórnað á altari efnahagslegra hagsmuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.