Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 51 Neysluvenjur og nýir kvillar FYRIR nokkru kom út í Bandaríkjunum bók, sem heitir „Yom- Miracle Brain“. Á ís- lensku getum við kall- að bókina „Undraverði heilinn þinn“. Höfundur bókarinn- ar er kona að nafni Jean Carper, en hún hefur áður gefið út nokkrar bækur, sem fjalla um lifnaðarhætti og heilsufar. Nokkrar þeirra hafa orðið met- sölubækur og nýjasta bókin er á hraðri ferð upp metsölulistann. Við samningu þessarar síðustu bókar hefur Jean Carper notið aðstoðar fjölmargra vísinda- manna og lækna, sérfræðinga á sviði heilasjúkdóma, næringarfræðinga og stofnana, sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á starfsemi heilans. Hún hefur dregið saman í auðskilda og læsilega bók niðurstöður nýjustu vísindarannsókna á þessu sviði og kemur efninu til skila á einföldu og skýru máli. í bókinni er fullyrt, að breyttar neysluvenjur Vesturlandabúa síð- ustu áratugi hafi haft slæm áhrif á starfsemi heilans og líkamans al- mennt. Jafnvel eru færð rök að því, að tíðni ýmissa heilasjúkdóma hafi aukist, minnisleysi orðið vaxandi vandamál og greindarvísitala lækk- að hjá sumum þjóðfélagshópum. Ástæðan er sögð sú, að fyrir nokkrum áratug- um hafi orðið algjör breyting, og raunar bylting, í mataræði margra þjóða á Vest- urlöndum, einkum þó í Bandaríkjunum. Þá hafi skyndibitinn kom- ið til sögunnar og menn hætt að neyta þess matar, sem hafi verið ráðandi í fæðu- keðju hans um margra alda skeið. Þessi breyt- ing hafi haft óheilla- vænleg áhrif á alla lík- amsstarfsemi, sem m.a. komi fram í sívax- andi offituvanda, sykursýki, sem nú nálgist það að vera faraldur, og heil- inn hafi ekki farið varhluta af þess- um óheppilegu neysluvenjum. Hann hafi ekki fengið þá næringu, sem honum er nauðsynleg til eðlilegs þroska. I bókinni er rækilega á það minnt að heilinn þurfi rétta næringu, eins og önnur líffæri. Það sé hins vegar alltof algengt, að nútímamaðurinn neyti matar, sem heilinn hafi ekkert gagn af og geti þar að auki haft skaðleg áhrif á starfsemi hans. Bent er á ýmsar óheppilegar fitutegundir, glórulausa neyslu á hvítum sykri í gosdrykkjum, sælgæti og fjölda- mörgum fæðutegundum og matar- tegundh', sem eru algjöriega snauð- ar af efnum, er heilinn þarfnast til að Neysla Bókin er í heild mikill áfellisdómur yfír þeim nýju matarvenjum, sem Vesturlandabúar hafa tileinkað sér, segir Árni Gunnarsson, og við köll- um stundum neyslu á ruslfæði. geta starfað með eðlilegum hætti. Bókin er í heild mikill áfellisdóm- ur yfir þeim nýju matarvenjum, sem Vesturíandabúar hafa tileinkað sér og við köllum stundum neyslu á rusl- fæði. Náttúruleg fæða mannsins frá örófi alda hafi orðið að víkja fyrir mat, sem er mjög kolvetnaríkur, snauður af mörgum mikilvægustu efnum og efnasamböndum, er lík- aminn þarfnast. „Grænmeti, ávextir, belgjurtir, hnetur og ber er orðinn óverulegur hluti af fæðunni og við borðum alltof lítið af fiski,“ segja fræðimennirnir. Og þá er komið að þeirri fæðu eða því efni, sem vísindamennirnir telja langmikilvægasta fyrir heilastarfi semina. Þetta er omega-3 fitusýra. I mörgum helstu vísindaniðurstöðum, sem birtar eru í bókinni, er omega-3 Ámi Gunnarsson fitusýran talin svo mikilvæg, að neysla hennar geti skipt sköpum um gi'eind manna. Sagt er frá niður- stöðum rannsókna á barnshafandi konum, sem fengu omega-3 á með- göngu og á meðan börn eru á brjósti, og á öðrum hópi þar sem konumar fengu ekki þessa fitusýru. Greind barnanna var síðan mæld. Omega- bömin reyndust með mun hærri greindarvísitölu. Þetta ættu að vera góð tíðindi fyr- ir lýsisframleiðendur og þjóðir, sem borða mikið af fiski. Fullyrt er í bók- inni að heilsufar og almenn greind japönsku þjóðarinnar hafi versnað og dvínað í réttu hlutfalli við minnk- andi fiskneyslu, en í Japan hefur skyndibitinn orðið sífellt vinsælli á undanförnum áram. Til að hamla gegn þessari þróun hafa japönsk heilbrigðisyfirvöld hvatt matvæla- framleiðendur til að blanda omega 3, eða DHA hluta hennar, í matvæli, einkum barnamat. I bókinni er gerð hörð hríð að neyslu á hvítum sykri og jafnvel hvítu hveiti. Sagt er að sykurneysl- an sé komin út fyrir öll skynsamleg mörk og eigi sök á mörgum alvarleg- um „menningarsjúkdómum". Minnt er á nauðsyn þess, að maðurinn nýti sykur úr hunangi og ávöxtum, enda sé það sá sykur, sem heilinn þarfnist og nýti sér. Þá fær dýrafita slæma dóma. Hún er m.a. talin geta átt þátt í Parkin- son-veikinni. I rannsókn, sem gerð var við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum á hópi fólks, 65 ára og eldri, kom í ljós, að þeim sem neytt höfðu mikillar dýrafitu var fimm sinnum hættara við að fá Parkinson-veikina en þeim, er borð- uðu minnsta dýrafitu. Birtar era niðurstöður margra rannsókna á offitu manna, einkum unglinga, en meðal þeirra fer syk- ursýki 2 mjög vaxandi og um leið Kristnihátíð Þingvallakirkju - Hátíð í heimabæ þjóðar HINN 17. júní næst- komandi verður haldin kristnihátíð Þingv’alla- khkju. Þingvallasöfnuður er einn minnsti söfnuður landsins, en Þingvalla- kirkja á sér öraggan sess í hjörtum lands- manna. Á hátíðarstund- um berast myndir af Þingvallakirkju og Þingvallabæ inn á öll heimili landsmanna og Þingvallakirkju sækja heim tugir ef ekki hundrað þúsunda Is- lendinga og útlendra ferðamanna á hverju ári. Alla helga daga yfir sumarmán- uðina fer fram guðsþjónusta í kirkjunni og tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Á jólum, páskum og öðrum stórhátíðum fylla kirkjuna kirkjugestir sem margir era komnir um langan veg að syngja Guði lof í helgidóminum við Öxará. Staðar- prestai’ hefur tekið á móti ótölulegum fjölda barna og fullorðinna í kh'kjunni í gegnum árin . Á þeim stundum hef- ur saga Þingvalla og Þingvallakh'kju verið sögð, að ekki sé minnst á sögu náttúrannar sem myndar rammann um kirkju og bæ. Þó að Þingvalla- kirkja sé lítil þá er hún hluti af stærsta musteri Drottins á íslandi eins og hver einasti gestur skynjar sem þangað kemui' allt árið um kring. Frá öllum landshomum og úr öllum heimsálfum koma brúðhjón til brúðkaups í Þingvallakirkju og í kh'kjunni renna allar kh-kjudeildh' saman í eina. Þar heíur Jóhannes Páll páfi annar kropið til bæna við altarið ásamt biskupi íslands og Þingvalla- presti og þar hafa grísk-katólskh', hvítasunnumenn, kvekai'ar, já full- trúar heimskirkjunnar allrai' átt sér bænastund. Saga Þingvallakirkju og prestakalls er orðin löng. Fyrsta kirkjan var reist á Þingvöllum árið 1017 úr viði frá Ólafi konungi Hai’- aldssyni í Noregi. Með kirkjuviðnum sendi konungur einnig forláta klukku . Er Þingvöllur talinn lyrsti eða annar lögformlegi kirkjustað- urinn á Islandi. Þessi fyrsta opinbera kirkja á staðnum var þing- mannakirkja og eign Alþingis. Hefur hún lík- lega staðið þar sem kirkjan stendur enn í dag. Var hún helguð Ólafi konungi helga. Áð- ur hafði staðið svokölluð búandakirkja á staðn- um, en hún tilheyrði Þingvallabónda og vora þessar tvær kirkjur sameinaðar um miðja 11. öld. Fyrsti nafngreindi prestm- á Þingvallastað er sr. Brand- Þingvallakirkja Er Þingvöllur talinn, segir Þórhallur Heimis- son, fyrsti eða annar lögformlegi kirkjustað- --------------?------------- urinn á Islandi. ur Þórisson, en hann var prestur þar á síðari hluta 12. aldar. Hann var son- ur Þóris bónda á Þingvöllum, Skegg- Brandssonar bónda á sama stað, Þor- móðssonar. Seint á 12. öld er getið um prestinn sr. Guðmund Ámundason á Þingvöllum, af ætt Ingólfs Amarson- ar, en hann var kvæntur Sólveigu, dóttur Jóns Loftsspnar í Odda er nefndur var „fursti Islands" um sína daga eða „princeps patriae". Sonm' þeirra Guðmundar og Sólveigar vai' sr. Magnús allsherjargoði á Þingvöll- um, kjörinn biskup árið 1236 en fékk ekki biskupsvígslu vegna veraldlegr- ar tignar sinnar. Var hann síðar prestur á Þingvöllum til dauðadags. Þórhallur Heimisson Af mörgum nafnfrægum prestum er þjónað hafa staðnum má nefna Al- exíus Pálsson sem var staðarprestur í ein 20 ár á miðri 16. öld. Byggði hann þar nýja kirkju á hinum forna granni. Varð hann síðar síðasti ábóti í Viðey. Sr. Engilbert Nikulásson, er nefndur var læknir, var prestm- á Þingvöllum frá um 1618-1668, en þá veitti Brynj- ólfrn' biskup í Skálholti bróðm'syni sínum, sr. Þórði Þorleifssyni, staðinn. Sr. Páll Þorláksson frá Selárdal, bróðir þjóðskáldsins sr. Jóns á Bæg- isá, tók við Þingvöllum 1781 og var þar prestur í ein 40 ár, til ársins 1821. Þá settist séra Björn Pálsson sonur hans í embættið og gegndi því til 1846.1846-1879 gegndi embættinu sr. Símon Daníel Vormsson Bech, há- lærður maður af norðlenskum ættum. Byggði hann núverandi Þingvalla- kirkju árið 1859, en kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvarðarson. Eftir hans dag tók við staðnum sr. Jens Pálsson og sat hann staðinn til 1886. Hann varð síðar prestur á Utskálum og þjóðkunnur skörangur á Alþingi. Sr. Jón Thorstensen var Þingvallaprest- ur 1886-1923 er sr. Guðmundur Ein- arsson tók við embættinu. Gegndi hann því til 1928. Embætti Þingvalla- prests var ekki setið frá 1928-1958, en þá er það endurreist með komu sr. Jó- hanns Hannessonar, fyrram kristni- boða og síðar prófessors í guðfræði við Háskóla íslands. Sr. Eiríkur J. Eiríksson prófastur gegndi em- bættinu frá 1959-1981 er séra Heimir Steinsson tók við staðnum. Var hann þá einnig þjóðgarðsvörður og fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar. Árið 1991 var sr. Heimir skipaður útvarps- stjóri og tók sr. Hanna María Péturs- dóttir þá við embættinu. Gegndi hún því til ársins 1996 en þá kom sr. Heimir aftur til embættisins og gegndi hann því til dauðadags, 15. maí síðastliðinn. Þannig spannar saga Þingvalla- kh’kju og prestakalls þau 1.000 ár sem kristinn siður hefur verið í land- inu. Undanfama áratugi hafa Þing- vallaprestar gegnt stöðu þjóðgarðs- varðar og staðarhaldara, enda fer vel á því að heimamaður bjóði gesti vel- komna heim til Þingvalla, erlenda sem innlenda. Á þessu kristnihátíðar- sumri er skai'ð fyiir skildi á staðnum. En ef Guð lofar mun nýr Þingvalla- prestur og staðarhaldari taka við merki staðarins með haustinu . og bjóða landsmenn velkomna að elsta helgidómi lands og þjóðar. Á mörgum heimilum landsins piýðir mynd af Þingvallakirkju og Þingvallastað stofuveggi. í hugum manna er Þingvallaprestakall og Þingvallastaður prestakall allrar þjóðarinnar. Þar hefur kirkja staðið í 1.000 ár og Þingvellir umvefja hana, stækka og mynda með henni einn stærsta helgidóm landsins. Þannig yrkir sr. Heimir Steinsson í ljóð sínu „Dagrenning" um kirkju og stað. Leystarerufestar: Hefstogrís úrnausti, frástrondu landið, landiðeina. Gotteraðlifa ogelska landiðíhafinu, böminílandinu ogGuðvorslands. Landið siglir ofar skýjum. Krossinnblaktir yfirlandinu. (sr. Heimb- Steinsson, Þmgvöllum 1983.) Kristnihátíð Þingvallakirkju hefst með guðsþjónustu kl. 14. Þar predik- ar Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, en hann er jafniramt formaður Þingvallanefndar. Organisti er Glúm- ur Gylfason. Höfundur er prestur við Hafnar- (jarðarkirkju en erstarfandi prestur i Þingvallaprestakalli í sumar. kvillar eins og minnisleysi og hjarta- sjúkdómar. Meðal ungs fólks verði æ algengari sjúkdómar, sem áður greindust hjá öldruðu fólki. Sagt er, að draga megi úr þessum sjúkdóm- um með því að neyta lýsis. Og enn fær lýsið góða einkunn. Það er talið geta aukið framleiðslu á seratonin í líkamanum og þar með dregið úr þunglyndi og alvarlegum afleiðingum þess. Sagt er frá rann- sóknum þar sem sjúklingum með al- varlegt þunglyndi er gefið omega-3 með góðum árangri. Síðan er bætt við niðurstöðu rannsókna, er sýna að þunglyndi hafi aukist hjá tiltekn- um þjóðfélagshópum fólks í Banda- ríkjunum þar sem fiskneysla hefur dregist saman. I bókinni er á það minnt, að omega-3 sé samsett úr tveimur teg- undum fitusýra; önnur er skamm- stöfuð DHA og hin EPA. Það er DHA-hlutinn sem er mikilvægastur fyi’ir heilann. Síðan eru nefnd nokk- ur vítamín og bætiefni, sem nútíma- maðurinn þurfi á að halda til tryggja eðlilega starfsemi heilans. Einkum era nefnd b-6 og b-12 vítamín, niacin, c-vítamín og nokkur fleiri efni. Einnig er lögð á það áhersla, að sykur komi úr hunangi og ávöxtum. En rauði þráður þessarar bókar er sá, að neysluvenjur nútíma- mannsins séu með þeim hætti, að boðið sé heim margvíslegum sjúk- dómum, sem á næstu árum og ára- tugum muni flokkast undir faraldur. Þeirra sé þegar farið að gæta. Vandamál offitunnar geti hæglega snúist upp í margskonar sjúkdóma, sem rekja megi til truflana á starf- semi heilans vegna rangrar fæðu. I sepbember 1998 gaf bandaríska heilbrigðisráðuneytið út drög að stefnumótun, sem á íslensku nefnist „Heilbrigt fólk, stefnumótun til 2010“. Þar er fjallað um alla helstu þætti heilbrigðismála í Bandaríkj- unum og hvernig æskilegt væri að takast á við helstu vandamálin, sem að steðja. Þarna er langur kafli um nauðsyn breytinga á neysluvenjum þjóðarinnar og sagt að þriðji hver fullorðinn Bandaríkjamaður glími við offitu og allt að helmingur þjóð- arinnar sé kominn yfir æskileg mörk í líkamsþyngd. Offita verði æ al- gengari meðal bama og unglinga. Síðan eru taldir upp fjöldamargir sjúkdómar, sem megi rekja beint til rangrar fæðu. Engin ástæða er til að ætla, að íslendingar fari varhluta af þessari þróun, ef ekki verður gripið harkalega i taumana. Tillögur í skýrslunni um úrbætur era mjög í anda þeirrar bókar, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.