Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sumartónleikar við Mývatn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Flytjendur á Tónlistarhátíðinni við Mývatn: Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorrason, klarínettuleikarar, Soffía Árna- dóttir myndiistarkona og Margrét Bóasdóttir söngkona. Fjarverandi var Jón Stefánsson, organisti. T ónlistarflutningiir í Kirkjunni í Dimmuborgum Þessi dularfulla eyja - fantasíu líkust Nicola Lecca er einn af yngstu höfundum Bókmenntahraðlestarinnar, Literatur Express 2000, sem brunar nú á milli borga •• Evrópu. Einar Orn Gunnarsson rithöfundur ræddi við hann á leiðinni frá Lissabon til Madrid. SUMARTONLEIKAR við Mývatn hefjast á Tónlistarhátíð föstudaginn 16. júní og standa til 18. júní. Þetta er í annað sinn sem Tónlistarhátíð er haldin en Sumartónleikarvið Mývatn hafa verið haldnir í 12 ár. Að sögn Margrétar Bóasdóttur, listræns stjómanda, verður dagskrá- in um margt óvenjuleg en nýjabrum í ár er helgistund með tónlistarflutn- ingi í Kirkjunni í Dimmuborgum. Eftir þvi sem best er vitað hefur ekki farið fram helgihald þar áður. Einnig verður samtenging við 250 ára dánar- ár J. S. Bach og íslenska kristnihátíð með tónleikum í Reykjahlíðarkirkju, þar sem ílutt verða m.a. verk J.S. Bach sem skrifuð vom á þeim áram sem Mývatnseldar geisuðu, 1724-29. Hátíðin verður sungin inn með ættjarðarlögum í Félagsheimilinu Skjólbrekku föstudaginn 16. júní kl. 20.30. Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri, stýrir fjórradda samsöng viðstaddra á Fjárlögum. Á laugar- deginum, 17. júní, verður þjóðhátíð- ardagskrá, m.a. barna- og fjölskyld- utónleikar í Skjólbrekku. Þar kynnir tónlistarfólkið hljóðfæri sín og börnin taka þátt í stuttri kynnisferð um heim tónlistarinnar. Á sunnudeginum verða farnar gönguferðir með leiðsögn landvarða um Dimmuborgir að Kirkjunni þar sem verður helgistund og tónlistar- flutningur. Einnig verður farin gönguferð með leiðsögn um hraunið við Reykjahlíðarkju og haldnir tón- TOJVLIST Reykjalundiir KÓRTÓNLEIKAR Reykjalundarkórinn undir stjórn Símonar H. ívarssonar flutti trúarleg og veraldleg söngverk og naut til þess aðstoðar Judith Þorbergsson, er lék bæði á píanó og fagott. Sunnudagurinn ll.júní2000. ÁTTHAGAKÓRAR og vinnu- staðakórar hafa í flestum tilfellum notið nær algjörrar friðhelgi fyrir gagnrýnendum, en stöku sinnum hefur púlsinn þó verið tekinn á þess- ari starfsemi og í ár er það Reykja- lundarkórinn, sem Láms Sveinsson, trompettleikari, stjórnaði frá 1986. Tónleikarnir vora haldnir í minningu Lárusar, sem féll frá langt fyrir ald- ur fram. Hann hafði lagt á ráðin að leikar í kirkjuni kl. 21. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir J. S. Bach, samin á þeim tíma er Mývatnseldar geisuðu 1724-29. Soffía Araadóttir opnar sýn- ingu á myndverkum með táknum kristni og speki Hávamála í Gamla bænum. Sumartónleikar í Reykjahlíðarkirlyu Flytjendur á Tónlistarhátíðinni eru Klarínettutríóið Chalumeaux: Sigurður Ingvi Snorrason, Óskar Ingólfsson, Kjartan Óskarsson, Nora Kornblueh sellóleikari, Jón Stefáns- son organisti og kórstjóri og Margrét Bóasdóttir söngkona. Miðapantanir era í Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Reykjahlíð en einnig verður aðgöngumiðasala við innganginn. Einnig verða sumartónleikar í Reykj ahlíðarkirkj u kl. 21 á laugar- dagskvöldum. Meðal flytjenda eru Gradualekór Langholtskúkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, Ingibjörg Guðjónsdóttir básúnuleikaii og Júd- ith Þorbergsson píanóleikari. Helstu styrktaraðilar eru mennta- málaráðuneytið, Skútustaðahreppur, Hótel Reynihlíð, Kísiliðjan, Sóknar- nefnd Reykjahlíðarkirkju, Sel - Hót- el Mývatn, Héraðsnefnd Þingeyinga, Sparisjóður Þingeyinga, Landssím- inn, Landsvirkjun, íslandsbanki, Ferðamálafélag Mývatnssveitar og fyrirtæki og ferðaþjónustuaðilar við Mývatn. fara með kórinn til Vínarborgar og var ákveðið að halda í þessa „draumaferð", eins og stendur í efn- isskrá, en í skarð Lárusar hljóp Sím- on H. Ivarsson, gítarleikari. Á efnisskránni voru kirkjuleg söngverk, fyrst raddsetning Róberts A. Ottóssonar á Gefðu að móðurmál- ið mitt, þá Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjömsson og Ave Maria eftir flæmska 16. aldar tónskáldið Jacob Arcadelt, er samdi mikið af messum, módettum og madrigölum og starfaði mestan tíma við páfakór- inn í Róm. Þessi fræga Ave María er hugsanlega ranglega eignuð honum og talin vera umritun á þriggja radda kansónu, Nous voyons, sem enginn veit hver samdi. Þessi verk voru fal- lega sungin, en raddvandamálin, að- allega hjá fámennum karlaröddun- um, urðu því miður nokkuð skýr í nútímalögunum eftir Stravinskí (Ave María), Trond Kverno (Ave verum corpus) og Hans Nyborg (Ave Mar- ía) og sömuleiðið í Graduale (Locus iste) eftir Bruckner. Trúarlega kafl- NICOLA Lecca er fæddur í Cagli- ari á Sardiníu árið 1976. Þrátt fyr- ir ungan aldur hefur hann vakið athygli í ítölskum bókmennta- heimi. Eftir hann liggja þrjár bæk- ur, tvö ritgerðasöfn og eitt smá- sagnasafn sem nefnist Concerti senza orchestra (Konsertar án hljómsveitar). Fyrir smásagna- safnið hefur hann hlotið fjölda við- urkenninga m.a. Reghhium Julii- verðlaunin en þau eru veitt fyrir framúrskarandi frumraun á sviði skáldskapar. Einnig var Nicola til- nefndur til hinna eftirsóknarverðu Stregaverðlauna árið 1999 en hann er yngsti höfundur sem tilnefndur hefur verið frá upphafi. Hann er heimspekistúdent við háskólann í Cagliari en vinnur jafnframt sem þáttagerðarmaður á menningardeild ítalska ríkisút- varpsins, RAI. Nicola hefur tvívegis komið til íslands. Áhugi hans á landinu vaknaði snemma. Þegar hann var í gagnfræðaskóla valdi hann sér að fjalla um Island. „Kennaranum fannst fráleitt að velja Island og ásakaði mig um að reyna að kom- ast undan verkum með því að velja minnsta kaflann í kennslubókinni,“ segir hann. „Mig langaði alltaf að fara til þessarar dularfullu eyju norður í hafi,“ heldur hann áfram. „Mér er mikils virði að heimsækja lönd sem eru algjörlega framandi, fantasíu líkust. Island er eitt þeirra landa. Fyrsta heimsókn mín til lands- ins var í september á síðasta ári og var hún svo stórkostleg að ég fór strax aftur í mars á þessu ári. I gegnum tíðina hef ég lesið margvíslegan fróðleik um land og þjóð. Áður ég hélt í mína fyrstu ferð keypti ég ítalska ferðahand- bók. Þar var fullyrt að Laugaveg- ur væri stærsta gata Reykjavíkur, líkust Via Montenapoleone í Míl- anó. Þetta kom ekki alveg heim og anum lauk með tveimur atriðum úr flamengó-messu eftir gítarleikarann Paco Pena, svolítið sérkennilegu en sérlega einföldu verki, sem þarf að flytja með ákveðnum hryn, er kórinn náði ekki sem best. Gítarundirleikur Símonar var að því leyti til erfiður fyrir hann, að hann stjórnaði kórnum um leið. Eftir hlé voru íslensk lög; Ég að öllum háska hlæ (Hallgrímur Helga- son), Tíminn líðm- (Arai Harðarson), Vísur Vatnsenda-Rósu (Jón Ásgeirs- son), Krummi krunkar úti, Sofðu unga ástin mín, Krummi svaf í kletta- gjá og ísland farsælda Frón) voru ágætlega flutt, einkanlega lögin eftir Hallgrím og Árna, en einnig Vísur Vatnsenda-Rósu og Sofðu unga ástin mín. Lárus Sveinsson átti skemmti- lega útsetningu á Ríðum, ríðum, rek- um yfir sandinn eftir Sigvalda Kalda- lóns, sem var ágætlega flutt. Vorið eftir Grieg var nokkuð fallega sungið og sömuleiðis smá einsöngs strófa, er Asdís Arnalds lagði til með kómum í þessu fallega vorlagi Griegs. saman við það sem ég hafði áður heyrt en ég lét blekkjast. Fyrsta morguninn dreif ég mig af stað í leit að breiðstrætinu, gekk um göt- ur borgarinnar en virtist eiga erf- itt með að finna þetta mikla stræti þar til allt í einu að ég var staddur á mjórri götu þar sem við mér blasti skilti með áletruninni „Laugavegur". Ferðahandbækur koma ekki alltaf heim og saman við veruleikann, þær geta stundum verið meira í ætt við skáldskap. Ég bjó annars vegar á Hótel Borg og hins vegar hjá Ái-na Ein- arssyni á Laugavegi. Meðan á dvöl minni stóð skrifaði ég yfir 100 síð- ur um reynslu mína af Reykjavík, t.d. um lit húsanna. Mér varð hugsað til frelsisins sem menn hafa að geta málað hús sín að vild. Slíkt er ekki algengt á Ítalíu. Um þessar mundir er ég að Odi et amo eftir Orff hefði mátt vera skarpara en var að öðru leyti vel sungið og tónleikunum lauk með Dry your Tears, Africa, eftir gítarleikar- ann John Wiiliams, sem var hressi- lega flutt. Kórinn á margt gott til, þó karlaraddimar séu allt of fámennar, sem helst gerði til, er þeir sungu ein- ir. í þjóðlögunum og þremur íyrstu viðfangsefnunum var hljómur kórs- ins mjög góður. Það getur verið nokkurt vandamál að velja viðfangs- efni og í flamengó-messunni eftir Paco Pena vantaði nokkuð á sam- hljómanina, sem þarf að vera kröftug og markviss í svona hljómbundnu tónmáli, til að það geri sig. Sama má segja um Afríkulagið eftir John Williams, sem, eins og flamengo- messan, er mjög í samstígri hljóm- skipan, sem gerir kröfur um sérstaka kalltóna-tónmyndun, sem í eðli sínu er ólík raddbeitingu í venjulegum evrópskum kórsöng. Símon stýrði sínu fólki af öryggi og gæti sem best orðið góður kórstjóri, en tíminn verð- ur að „klarera" ýmislegt hjá honum, meðal annars líkamshreyfingar, eins og hnébeygjur og bolvindur, sem oft ræna stjórnendur vissri stundvísi í stjórnun. Þetta er smálegt en mest um vert var, að söngur kórsins var oft smekklega mótaður og naut hann til þess ágætrar samfylgdar undir- leikara á píanó, fagott og trommur. Jón Ásgeirsson skrifa skáldsögu sem gerist í Reykjavík og fjallar um fólk sem hittist þar fyrir tilviljun. Ég er byrjaður að kynna mér ís- lenskar bókmenntir og er með í farteskinu ítalska þýðingu á Engl- um alheimsins eftir Einar Má Guð- mundsson. Tónlist gegnir miklu hlutverki í smásögum mínum eins og titillinn gefur ef til vill til kynna. Allar sög- urnar fjalla um hljóðfæraleikara að einni undanskilinni sem er um mann sem þráir að verða tónlistar- maður. Hljóðfæraleikarar hafa sérstöðu í listinni, þeir eru ekki frjálsir, þar sem þeir eru háðir sköpunarverk- um annarra. Tónskáld geta gert hvað sem þau vilja en flytjandi getur það ekki því hann er bund- inn af nótum og reglum sem aðrir setja honum. Úndanfarin tvö ár hef ég verið að læra á fiðlu. Ég hef ekki náð miklum árangri en mér finnst gaman að glíma við hljóðfærið. Mér líkar tónlist einstaklega vel því hún er dularfull og býr yfir seiðmagni. Það er hægt að hlusta á vel samið tónverk þúsund sinnum án þess að verða leiður á því. Þessu er öfugt farið með bók- menntir og kvikmyndir. Þegar ég var á Islandi skoðaði ég listasöfn og leit inn á gallerí. ís- lensk myndlist er kraftmikil. Ég ferðaðist til Isafjarðar þar sem ég var veðurtepptur í tvo daga. Þegar ég kom þangað var úrhellisrigning. Rennandi blautur bankaði ég á dyr gistiheimilis. Miðaldra kona kom í gættina, horfði á mig og tilkynnti mér „að of snemmt væri að tékka sig inn. Samkvæmt reglum hússins yrði af- greiðslan ekki opnuð fyrr en eftir hálftíma.“ Hún stakk síðan vin- gjarnlega upp á því að ég fengi mér göngutúr um bæinn fram að opnunartíma. Þegar ég kom gegn- blautur til baka á tilsettum tíma komst ég að því að ég_ var eini gesturinn á heimilinu. Ég dvaldi þarna í góðu yfirlæti í nokkra daga. Konan var hin almennileg- asta en móttökurnar voru óvenju- leg reynsla. Ég nýt þess að ferðast og því er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni sem Bókmenntahraðlestin er. Mér finnst til fyrirmyndar að höfundum lítilla og stórra ríkja er gert jafn hátt undir höfði. Á þeim tímum sem við lifum á, þegar sam- eining Evrópu er að verða veru- leiki, er nauðsynlegt að varðveita margbreytileg sérkenni hvers rík- is. Farsælast er ef ríkin vinna saman líkt og sinfóníuhljómsveit þar sem hvert hljóðfæri er sjálf- stætt en saman mynda þau falleg- an hljóm.“ Islensk tónlist og flamengómessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.