Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 35 RUSSELL ATHLETIC RENNDAR HETTUPEYSUR „Að syngja fyrir þjóðir“ TOIVLIST Langhoiiskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Langholtskirkju, undir sljórn Jóns Stefánssonar, flutti íslenska og norræna kórtónlist. Einsöngvarar voru Guðríður Þóra Gísladóttir og Nanna Maria Cortes. Sunnudagurinn 4. júní 2000. „AÐ syngja fyrir þjóðir" hefur ávallt verið heillandi verkefni og á vettvangi söngsins hefur okkur Is- lendingum gengið vel, svo að segja má , að þar standi landinn jafnfætis öðrum syngjandi þjóðum, enda gera íslenskir kórar það víðreist og fjöldi einsöngvara starfar við mörg af stóru óperuhúsunum. Kór Lang- holtskirkju er t.d. á förum til Norð- urlanda, til samsöngs við danska og norska kóra og hélt af því tilefni tónleika sl. sunnudagskvöld í Lang- holtskirkju. Tónleikarnir hófust á fimm þjóð- lagaraddsetningum, sem íslensk tónskáld hafa á síðari árum gert mikið af. A því sviði eigum við orðið mikið og marglitt safn söngverka, sem mörg hver eru orðin eins konar „klassík", sem allir íslenskir kórar, bókstaflega talað, hafa haft á verk- efnalista sínum, t.d. eins og fyrsta lag tónleikanna, Tíminn líður, trúðu mér, meistaralega raddsetningu Arna Harðarsonar. Þá er er ekki síður bragð að útsetningu Hjálmars H. Ragnarssonar á Hér undir jarð- ar hvílir moldu, en báðar þessar út- setningar eru gerðar er nefnd tón- skáld voru stjórnendur Háskólakórsins. Önnur perla er svo Hættu að gráta hringaná eftir Hafl- iða Hallgrímsson og eru þessar raddsetningar í raun meira en raddsetningar, þær eru miklu frem- ur sjálfstæð tónverk, byggð á þjóð- lögum. Tvær síðustu raddsetning- arnar á efnisskránni, hálfrar aldar gamlar, eftir undirritaðan, voru Sofðu unga ástin mín og Krummi krunkar úti. Slíkar raddsetningar, sem hér voru fluttar, eni eins konar þjóðlífslýsing, sem Langholtskór- inn söng af hjartans list. Ekki eru frumsamin söngverk síðri að úrvali og er þar marga perl- una að finna, eins og t.d. Heilræða- vísur eftir Jón Nordal, Maríukvæði og Haustvísur til Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Alleluia eftir Mist Þorkelsdóttur og Hósíanna eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en tvö síð- arnefndu eru hugsuð sem eins kon- ar „útgöngu“tónverk og voru upp- færð sem slík á tónleikunum. Eftir undirritaðan söng kórinn Orðskviði Salomons. Kórinn er í fínu formi en sumt í söngnum var á köflum nokk- uð hrátt, miðað við það sem heyrst hefur frá kórnum áður, en öll ís- lensku verkin hefur kórinn flutt margsinnis, bæði hér heima og er- lendis. I lögum Mistar og Þorkels söng Guðríður Þóra Gísladóttir há- radda einsöngs-strófur af miklum glæsibrag. Erlendu verkin þrjú voru hins vegar sérlega vel æfð, en tvö þeirra eru gamlir kunningjar, Ave maris stella eftir Þránd Kverno og Lauda- te eftir Knut Nystedt, er voru mjög vel flutt. Frumflutningur kórsins á Magnificat eftir John Hoybye, sem er sérstaklega samið fyrir Kór Langholtskirkju, var frábærlega mótaður og þar sýndi kórinn sínar bestu hliðar, undir kraftmikilli stjórn Jóns Stefánssonar. Einsöng í verkinu söng Nanna María Cortes, sem nú er að hefja sinn feril sem einsöngvari og var söngur hennar í alla staði glæsilega framfærður. Þrátt fyrir að enn vantaði á það sem best hefur heyrst hjá kórnum í sumum íslensku viðfangsefnunum, er raddlegt jafnvægi mjög gott og t.d. eru karlaraddirnar sérlega fal- legar, einkum tenórinn, en í heild er hljómur kórsins glæsilegur, eins og heyra mátti í norrænu verkunum. Þá voru verk Jóns Nordals og Atla Heimis mjög vel flutt, svo og út- gönguvers Mistar og Þorkels. Jón Ásgeirsson Tveir fyrir einn tii Benidorm 11.júlí frá kr. 17.750 Nú bjóðum við einstakt tækifæri á nokkrum sætum i sólina þann 11. júlí til vinsælasta áfangastaðar við Miðjarðarhafið, Benidorm. Þú getur valið um 1, 2 eða 3 vikur, bókar 2 sæti en borgar bara eitt og kernst í sólina á verði sem hefur aldrei sést íyrr. Að auki getur þú valið um fjölda gististaða með Heimsferðum á góðu verði og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 17»750 Verö p. mann, m.v. 35.500/2 - 17.750.- Flugvallaskattar kr. 2.490.-, ekki innifaldir. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Morgunblaðið/Kristinn María Duncker og Valka á Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal. Senda skilaboð úr Elliðaárdal IDAG klukkan 18 verður opnuð sýning í Elliðaárdalnum á Transpl- ant og Heart, mynd- og hljóðverki þeirra Völku, Valborgar S. Ingólfs- dóttur, og Maríu Duncker frá Finnlandi. Staðsetning verksins er nokkuð óvenjuleg, þ.e. við gömlu Vatnsveitubrúna á Elliðaánum, rétt ofan Árbæjarsundlaugar. „Transplant og HEART er eitt af þeim verkefnum sem þróaðist í Helsinki í samvinnu við hinar borg- irnar átta sem skarta titlinum Menningarborg Evrópu í ár. Félag finnskra myndhöggvara átti þessa skemmtilegu hugmynd, sem miðar að því að byggja upp samvinnu til lengri tíma meðai myndhöggvara í borgunum niu. Einn finnskur lista- maður og í okkar tilfelli einn ís- lenskur vinna í sameiningu verk sem sýnt verður fyrst í Reykjavík, en síðar á árinu í Helsinki,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir kynning- arsljóri Menningarborgarinnar. Þær Maria og Valka segja að samstarf þeirra hafi að mestu farið fram í gegnum tölvupóst og þannig hafi hugmyndin kviknað, að byggja verkið að hluta á starfi radio amat- öra og morssendingum. Má hlýða á móttekin skilaboð í verki þeirra sem og skilaboð sem þær vilja senda öllum þeim sem þau ná til. Verkinu verður síðar í sumar komið fyrir á stórri sýningu sem opnar 23. ágúst f Vantaa, úthverfi Helsinki, þar sem verk hinna borg- anna verða til sýnis um leið. „Við komumst að því að þar eru aðstæð- ur mjög svipaðar og við Elliðaárnar og ákváðum því að velja þessa staði fyrir verkið í báðum borgunum,“ segir Valborg. Auðvelt er að þekkja verkið þar sem því hefur verið komið fyrir í litlu húsi úr áli sem ekki fer framhjá neinum sem gerir sér ferð að gömlu Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal á næstu tveimur mán- uðurn. Verð frá kr. 4.990.- HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifúnni 19 - S. 568 1717 — www.hreysti. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Allir H • _ í nýjum skóm 17. junii afsláttur 25% af öllum skóm til 17. júní Herraskór - Dömuskór - Barnaskór EUROSKO I Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.