Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréf Sjóvár- Almennra skráð á YÞÍ í dag- ERLEND samkeppni getur orðið Sjóvá-Almennum skeinuhætt en 150 vátryggingafélög innan Evr- ópusambandsins hafa þegar skráð sig hjá Fjármálaeftirlitinu og geta því starfað hér án frekari skilyrða, að því er fram kom í máli Einars Sveinssonar, annars framkvæmda- stjóra Sjóvár-Almennra á kynning- arfundi fyrir aðila á fjármálamark- aði í gær. Bréf Sjóvár-Almennra verða skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands í dag og stefnir í að félagið verði hið fjórða stærsta skráð á VÞÍ. Skráningin verður stærsta einstaka nýskráning hingað til, að því er fram kom í máli Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Sjóvár-Almennra. Tilgangur skráningar hlutabréfa Sjóvár-Almennra á VÞÍ er að auð- velda viðskipti með bréfin, ýta undir öruggari verðmyndun, fjölga hluthöfum og gera upplýsingar að- gengilegri að sögn Ivars Guð- mundssonar, forstöðumanns um- breytingar og verðbréfaútgáfu FBA, sem hefur umsjón með skráningunni. Hluti af eigin bréfum Sjóvár- Almennra verður seldur á markaði í kjölfar skráningar og segir ívar tilganginn með því m.a. hinn sama og tilgang skráningarinnar, þ.e. að styrkja verðmyndun, fjölga hlut; höfum og auka flot bréfanna. í máli Einars Sveinssonar kom fram að ekki hefur verið ákveðið hve stór hluti eignarhlutar félagsins í eigin bréfum verður seldur. Eign- arhlutur Sjóvár-Almennra nemur um 56,9 milljónum eða hátt í 10% af heildarhlutafé sem nemur 585 milljónum króna. Markaðsvirði fé- lagsins samkvæmt gengi á Opna tilboðsmarkaðnum er ríflega 24 milljarðar króna en viðskipti með bréf Sjóvár-Almennra hafa átt sér stað á OTM frá 10. september árið 1992. Sóknarfæri erlendis nýtt Einar Sveinsson gerði grein fyr- ir starfsemi Sjóvár-AImennra, til- gangi félagsins, stefnumótun innan þess og framtíðarsýn og sagði m.a. að félagið starfi á Islandi en muni nýta sóknarfæri erlendis ef tæki- færi gefast, bæði í vátrygginga- og fjárfestingamálum. Jafnframt kom fram að markmið félagsins væri að teljast ávallt framúrskarandi fjár- festingarkostur. Einar gerði einnig grein fyrir rekstrarhorfum á yfirstandandi ári. Búist er við að hagnaður árs- ins 2000 verði 44% meiri en á síð- asta ári, eða 499 milljónir miðað við 346,5 milljóna króna hagnað ársins 1999. Búist er við að eigin iðgjöld hækki um 27%, eigin tjón aukist um 52%, rekstrarkostnaður um 19% og fjárfestingartekjur um 105%, úr 1,3 milljörðum í 2,7 millj- arða króna. Einar gerði enn fremur grein fyrir samkeppni íslensku trygg- ingafélaganna og talaði um fá- mennismarkað. Mikil samkeppni ríkir á milli íslensku tryggingafé- laganna þriggja, Tryggingamið- stöðvarinnar, VIS og Sjóvár-Al- mennra. í umræðum eftir fundinn sagði Einar í því sambandi að vissulega væri þörf fyrir tvö tryggingafélög en óvissa ríkti í hans huga um hvort pláss væri fyrir þrjú félög. Hann sagði að frekari samþjöppun væri þó ekki í sjónmáli, utan að t.d. lítil báta- ábyrgðarfélög ættu ekki framtíð fyrir sér. Fjármálatengd starfsemi eykur hagnaðarvon Einar Sveinsson sagði einnig að sóknarfæri á tryggingamarkaði felist í því að feta sig á nýjar brautir. Tryggingar í tengslum við 1044 SUMARNAM Stærðfræði Nú er tækifæri til að lagfæra stærðfræðikunnátt- una. Vandað upprifjunarnám í stærðfræði fyrir 9. og 10. bekk grunnskóla. Námið stendur yfir í fimm vikur og lýkur með prófi. Vel menntaðir kennarar og góð aðstaða. Nánari upplýsingar í síma 5515593. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautaholti 4 Morgunblaðið/Þorkell Markaðsvirði Sjóvár-Almennra er um 24 milljarðar króna. iM SjÓVÁ - ALMENNAR Nafnverð, krónur Eignar- hlutur 15 stærstu hluthafar þann 6. júní 2000 1 Burðaráshf. 55.987.639 10,60% 2 Helga Ingimundardóttir 29.439.439 5,57% 3 Benedikt Sveinsson 23.300.767 4,41% 4 Einar Sveinsson 20.761.113 3,93% 5 Hjalti Geir Kristjánsson 16.124.547 3,05% 6 Guðný 0. Halldórsdóttir 15.718.757 2,98% 7 Skeljungur hf. 15.301.799 2,90% 8 Kristfn H. Halldórsdóttir 14.712.570 2,79% 9 Ingimundur Sveinsson 13.511.742 2,56% 10 Guðrón Sveinsdóttir 11.536.866 2,18% 11 Lífeyrissjóður verslunarmanna 11.122.420 2,11% 12 Ernaehf. 10.509.213 1,99% 13 Björn Hallgrímsson ehf. 10.509.212 1,99% 14 Lynghagiehf. 10.509.212 1,99% 15 Ragnhildur Þórarinsdóttir 8.094.226 1,53% 15 stærstu samtals: 267.139.522 50,58% heilsufar fólks, umönnunartrygg- ingar og sjúkratryggingar væri t.a.m. það sem félagið myndi leggja áherslu á. Jafnframt sagði Einar að fjármálatengd starfsemi auki hagnaðarvon en tryggingafé- lög hafa í auknum mæli róið á þau mið og hefur sívaxandi hluti hagn- aðar Sjóvár-Almennra komið frá fjármálatengdri starfsemi undan- farin ár. Að mati Einars verður samkeppni í netviðskiptum mikil í framtíðinni og í ljósi þess legðu Sjóvá-Almennar mikla áherslu á Netið í markaðssetningu. Hluthafar Sjóvár-AImennra eru alls 865. Tíu stærstu hluthafar eiga 40,98% hlutafjár í félaginu og fimmtán stærstu eiga 50,58%. Stærsti hluthafi er Burðarás hf. með 10,6% hlut. í skráningarlýs- ingu er bent á að ýmsir hluthafar séu tengdir þótt ekki sé vitað til þess að samkomulag sé milli hlut- hafa fyrirtækisins varðandi með- ferð atkvæða. Systkinin Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson, Ingi- mundur Sveinsson og Guðrún Sveinsdóttir eiga ásamt móður sinni, Helgu Ingimundardóttur, samtals 18,65% eignarhlut í félag- inu. Systurnar Guðný O. Halldórs- dóttir og Kristín H. Halldórsdóttir eiga samtals 5,76% eignarhlut. Guðný og börn hennar, Guðrún Teitsdóttir og Halldór Teitsson, eiga samtals 6,01% eignarhlut. Kristín og börn hennar, Ragnhild- ur Þórarinsdóttir, Guttormur B. Þórarinsson og Margrét H. Þórar- insdóttir, eiga samtals 6,24% eign- arhlut, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni. Starfsmenn Sjóvár-AImennra eru nú 144 og í samræmi við stefnu félagsins hafa starfsmenn tvisvar fengið hlutabréf í félaginu, og nemur eignarhlutur hvers starfsmanns nú um 400 þúsund krónum að markaðsvirði. HLUTABRÉFASJOÐUR I N N AUÐLIND H F . AÐALFUNDUR Verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík, þann 15. júní 2000, kl. 17.00 Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar 2. Staðfesting ársreiknings rekstrarársins 1999-2000 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um heimild handa stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. um kaup á eigin bréfum félagsins 5. Tillaga um breytingar á samþykktum: Tillaga um lækkun hlutafjár: Stjóm félagsins leggur til, að hluthafafundur samþykki að lækka hlutafé félagsins um kr. 100.000.000,- - Ástæða tillögunnar er að lækka hlutfé í eigu félagsins, til samræmis við þau mörk sem áskilið er í lögum og samþykktum. Framkvæmd lækkunarinnar er því einungis tilfærsla í reikningum félagsins 6. Kosning stjómar félagsins 7. Kosning endurskoðenda félagsins 8. Ákvörðun um laun stjómarmanna 9. Erindi um hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavík, 6. júní 2000 Stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. ffi KAUPÞING Ármúli 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500 fax 515 1509 • Öflugur margreyndur tvígengismótor sem slær öllum við. • Þetta er vélin fyrir þá sem gera kröfur. • Fáanleg með og án drifs, grassafnari fylgir. REYKJAVÍK: Ármúla 11 - slmi 568 1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - slmi: 461 1070 - www.thor.ls ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Í2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.