Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 63 MINNINGAR SIGURGEIR GUNNARSSON + Sigurgeir Gunn- arsson fæddist í Reylgavík 19. júní 1944. Hann lést á heimili sínu 4. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Páll Gunnar Júhannsson múrarameistari, f. 28.9. 1912, d. 31.5. 1976, og Una Kri- stjánsdóttir húsmúð- ir, f. 7.8. 1915, d. 18.12. 1972. Börn þeirra: Ester Berg- þúra Gunnarsdúttir, maki Herberg Krist- jánsson. Sigurgeir, sem hér er minnst, maki Hrafnhildur Gísla- dúttir. Oddfríður (Fríða) Callagh- an, maki James Callaghan. Rafn Gunnarsson, maki Hugrún Þor- steinsdúttir. Marta Gunnarsdúttir, maki Birgir Bjarnason. Kristín Gunnarsdúttir, maki Ólafur Theú- dúrsson, og Júhanna Gunnarsdútt- ir. Sigurgeir kvæntist Hrafnhildi Gfsladúttur, f. 1.3.1945,14. núvem- ber 1964. Foreldrar hennar eru Gísli Júnsson, f. 7.2. 1917, og Valborg Ól- afsdúttir, f. 9.1.1920. Sigurgeir og Hrafn- hildur eignuðust tvö böm, Kristján, f. 3.7. 1965, í sambúð með Önnu Maríu Sigurð- ardúttur, f. 15.8. 1966, dúttir þeirra er Andrea Kristín Kri- stjánsdúttir, f. 17.6. 1993. Anna Brynja, f. 18.8. 1968, í sambúð með Stellan Ragnar, f. 14.3. 1966, dúttir þeirra er Lísa Katla Stellansdúttir, f. 6.12.1995. Sigurgeir lauk prúfi í trésmíði frá Iðnskúlanum í Reykjavík í maí 1967, fúr í Meistaraskúlann og lauk þar námi sem húsasmíðameistari 25.6. 1973. Hann starfaði við iðn sína alla tíð, síðustu 12 árin rak hann eigið trésmíðaverkstæði. Sig- urgeir starfaði í Lionshreyfing- unni. Utför Sigurgeirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Nú er þessari erfiðu ferð lokið. Síðasti spölurinn var erf- iður, uppí móti og mjög torfær en þér tókst samt að sannfæra okkur öll um að þetta væri allt hið minnsta mál. Síðastliðna mánuði kom þinn innri persónuleiki svo vel í ljós. Aldrei eitt orð um vanlíðan. Bjartsýnni og von- betri varðst þú með hverjum degin- um sem leið. Þó svo að þú hafír gert þér grein fyrir hvert stefndi vildir þú ekki gera okkur áhyggjufyllri með svartsýni eða neikvæðu hugarfari. Þú varst alltaf að hugsa um mömmu, sagðir við okkur að þetta væri nú erf- itt fyrir hana og að við yrðum að vera sterk hennar vegna. Minningarnar streyma fram um ykkur mömmu. Þið voruð ekki bara hjón heldur bestu vinir sem gátuð ekki af hvort öðru séð. Gerðuð allt saman og voruð sem eitt. Stundirnar um síðastliðin jól og páska verða kærar minningar fyrir okkur og þá sérstaklega stelpumar okkar. And- rea Kristín og Lísa Katla báru svo mikla umhyggju fyrir afa sínum. Þær voru alltaf að passa þig, klappa og kyssa, þegar þú varst að hvíla þig í sófanum inni í stofu og stundum fékkstu engan frið fyrir þessum litlu englum sem vildu svo vel. Stóra framtíðarverkefnið okkar var heldur betur tilefni margralíf- legra samræðna þar sem þið feðg- arnir gleymduð stund og stað og lét- uð hugann reika um hvernig best væri að haga málum. Það er ótrúlega tómlegt að vita að við verðum að halda áfram án þín, elsku pabbi, en þú verður með í huga okkar. Ferðirnar til Svíþjóðar í gegnum árin voru ófáar. Þú hjálpaðir litlu fjölskyldunni í Södra Sanby mikið með húsið sitt og þegar þið Stellan smíðuðuð grindverkið höfðum við heldur betur gaman af, með sam- blöndu af skandinavískum tungu- málum tókst ykkur að smíða þetta fína grindverk sem nú prýðir húsið. Þú fylgdist heillaður með bygg- ingu Eyrarsundsbrúarinnar og stefnan var að Kristján skyldi hlaupa í maraþonhlaupinu hinn 12. júní og við hin myndum keyra yfir en í stað- inn erum við öll hér á íslandi og hjörtu okkar yfirfull af sorg. Stóllinn þinn í eldhúsinu mun allt- af minna á fjarveru þína. Þar sast þú oft á kvöldin og grúskaðir yfir öllu mögulegu, allt frá íslendingasögun- um til Biblíunnar. Ritsafn Bólu- Hjálmars lá oft frammi enda var hann eitt af þínum eftirlætis skáld- um. Síðasta mánuðinn þegar við sá- um hvemig sjúkdómurinn hægt og sígandi tók frá þér alla krafta og það eina sem eftir var, var vonin í augum þínum og þín ótrúlega bjartsýni, hef- ur oft eitt fallegt kvæði Bólu-Hjálm- ars komið upp í huga okkar. Húmar að mitt hinsta kvöld, horfiégframáveginn, gröfinmótigapirköld, gref ég á minn vonarskjöld, rúnir þær sem ráðast hinum megin. (Bólu-Hjálmar.) Við viljum sérstaklega þakka Heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins fyrir framúrskarandi um- hyggju ogvinskap. Elsku pabbi, með þessum fáu orð- um viljum við kveðja þig með virð- ingu og stolti. Þú munt ávallt vera með okkur og við biðjum Guð að styrkja mömmu. Kristján og Anna Brynja. Elsku afi Geiri. Bí,bíogblaka álftimarkvaka, églæt semégsofi, ensamtmunégvaka. (Sveinbj. Egilsson). Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, elsku afi, og megi englarnir geyma þig. Andrea og Lisa. Þegar ég frétti að Geiri bróðir hefði dáið fyrr um daginn kom það mjög á óvart þó svo vitað væri að sú stund nálgaðist. Það er illskiljanlegt þegar stór og mikill maður verður varnarlaus gagnvart illvígum sjúk- dómi og erfitt fyrir aðstandendur að horfa upp á slíkt. Þó að Geiri hafi vitað að hverju dró og oft liðið illa þá einkenndi hann alltaf bjartsýni, létt lund, jákvæðni og tillitssemi gagnvart öðrum. Hann var gæddur mikilli frásagn- argleði og hafði gaman af að skemmta öðrum með sögum af mönnum og málefnum sem lýstu já- kvæðri afstöðu hans til ólíkra mann- gerða. Fjölbreytileiki mannlífsins var honum sífellt söguefni en þó án allrar dómhörku. Síðasta sumar tók Geiri bróðir að sér að sjá um smíði á sólskála við hús okkar hjónanna. Hann kom því oft bæði til að smíða og til að fylgjast með gangi mála og gefa ráð um fram- kvæmdir. Við þessar tíðu heimsóknir kynntumst við Geiri betur og nánar en nokkurn tíma áður. í lok sumars- ins kom svo í ljós að hann var með krabbamein og að tvísýnt væri með árangur af erfiðri meðferð sem í vændum var. Mikið fannst mér for- sjónin þá óréttlát. Hann, sem vildi öllum vel, átti þetta ekki skilið. Ég er ólýsanlega þakklát fyrir það núna að hafa fengið þetta tækifæri í fyrrasumar til að kynnast Geira svona vel og eins er ég ánægð með að hafa þennan fallega sólskála, sem veitir mér svo mikla gleði, tengdan minningu minni um Geira. Lífið lék ekki alltaf við Geira en það var mikið lán fyrir hann að eiga góða konu eins og hana Dildu sem stóð alltaf með honum í gegn um þykkt og þunnt í 35 ára hjónabandi. Það var ekki lítið álagið á henni núna í veikindum Geira. Hann var mjög hreykinn af börnunum sínum, Krist- jáni, sem rak trésmíðaverkstæði með honum og Önnu Brynju sem býr í Svíþjóð og Geiri hefði viljað hitta oft- ar. Elsku Dilda mín, Kristján, Anna María, Andrea Kristín, Anna Brynja og fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og vona að góðar minningar ykkar um Geira létti ykk- ur missinn. Þó við hefðum viljað hafa hann lengur hjá okkur verðum við að hugga okkur við hvað það er mikill léttir fyrir hann að losna við kvalim- ar. Marta. Fæðast og deyja í forlögura frekast lögboð eg veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vísasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfættájarðarreit Lífið er stutt, og líðun manns líkt draumi hverfur skjótt, fmst þó mjög langt í hörmum hans, hjartaðnærmissirþrótt, kristleg frelsun krossberans kemur aldrei of fljótt, erfiðisdagur iðjandans undirbýrhvíldarnótt. Kærleikur hreinn þá knýtir bönd kringum tvö blómguð strá, dregur fýrst saman önd að önd, einingumyndarþá, samverkar munni sál og hönd, rfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. EINNIG LETTUR HADEGISMATUR MEBKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ . sl<o&ia Íual.rtl* hJá okkur ° ooh'nul VEISLAN G3 Glcesilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 »170 Seltiomames ■ Simi: 561 2031 ■ Fm: 561 2008 VEITINGAELDHfjS www.veislan.is 03 Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gahhró Líparíi Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 sem í kringum hann voru allt fram á síðustu stundu. Margt kemur upp í hugann við frá- fall svo kærs vinar sem Hrafnhildur systir og mágkona kynnti okkur fyr- ir árið 1962. Hún aðeins 16 ára og hann 17. Hann vann þá og hafði unn- ið síðan hann var 15 ára á gömlu síðu- togurunum. Þau urðu strax óaðskilj- anleg og byrjuðu fljótlega að búa saman. Hann kom þá í land og fór að nema húsasmíði hjá húsasmíða- meistaranum Magnúsi Vigfússyni. Hélt Geiri mikið upp á hann og sagði hann okkur oft sögur af honum með mikilli virðingu. Lauk hann námi sínu við Iðnskólann í Reykjavík árið 1967 og sem meistari frá sama skóla 1973. Hann starfaði alla tíð sem húsa- smiður og lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi. Þegar sú raunalega staðreynd rennur upp að Geiri er ekki lengur meðal okkar koma upp í hugann ýmsar minningar um samverustund- ir í bæði blíðu og stríðu með þeim Dildu og Geira en þau giftu sig 14. nóvember 1964 og eignuðust tvö börn - Kristján og Önnu Brynju. Mikið samneyti var á milli fjöld- skyldna okkar systranna enda böm- in okkar á svipuðum aldri. Margt var gert sér til gamans, farið í útilegur á gömlu bílskrjóðunum okkar. Á þess- um tíma áttum við bara börn, skuld- ir, hvort annað og bjartsýni á fram- tíðina. Alltaf hafði Geiri tíma til að aðstoða okkur með sínum hagleiks smiðshöndum. Gluggar voru smíðað- ir, hurðir settar upp, veggir voru klæddir og speglar Úmdir upp. Alltaf alveg sjálfsagt, bara að nefna það. Þannig var hans lífsstíll. Geiri var ákaflega vel lesinn og víðsýnn, hafði gaman af því að rök- ræða um allt mögulegt milli himins og jarðar og sjá skoplegu hliðamar á hlutunum. Orðheppinn var hann með eindæmum. Islendingasögurnar vom honum ákaflega kærar og upp- áhaldsskáldið hans var Bólu-Hjálm- ar. í veikindum sínum sýndi hann mikinn sálarstyrk, kraft og hu- grekki, ekki hvað síst þegar eigi var lengur við meinið ráðið, það verður okkur öllum ógleymanlegt. Systir mín og mágkona hugsaði um elskuna sína með hjálp barna sinna af mikilli alúð og naut aðstoðar Heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins þar til yfir lauk. Án þeirra hefði þeim ekki verið kleift að líkna honum heima. Fyrir hönd systur minnar, barna þeirra, tengdabarna og bamabama fæmm við því elskulega fólki sem þar starfar hugheilar kveðjur og þakklæti fyrir umhyggjuna, alúðina og kærleikann sem þau sýndu á með- an veikindum Geira stóð. Guð blessi starfið ykkar ætíð. Mánarspýturfallafrá, fárranýturgæða, hvarsemiíturaugaðá yfirflýturmæða. Adams gjalda arfar með, angriðfaldarhjörtu, hel um kaldan hjóna beð hefir tjaldað svörtu. (Bólu-Hjálmar.) Elsku vinur, við kveðjum þig með söknuði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Sigurgeirs Gunnarssonar. Svava og Erlingur Snær. Hetjulegri baráttu Sigurgeirs Gunnarssonar við illvigan sjúkdóm er lokið. Hann sýndi hversu ótrúlegt andlegt þrek manninum er gefið til að takast á við örlög sín þegar syrtir að. Framundir það síðasta stundaði hann vinnu sína sárþjáður við smíðar á verkstæði sínu. Geiri, eins og hann var oftast kallaður, var greindur vel og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um og lét þær óhikað í ijós. Hann var fróðleiksfús, las mikið, hafði stál- minni og sérstaka frásagnargáfu. Seint gleymast þær ánægju- stundir er fjölskyldan kom í heim- sókn til okkar vestur í Dali, er við bjuggum þar. Þá var oft glatt á < hjalla, mikið spjallað og hlegið, oftai- en ekki hafði Geiri sögur á takteinum af kynlegum kvistum sem hann kynntist bæði til sjós og eins er hann kom í land og fór að læra trésmíði. Kæri vinur. Okkur langar að þakka þér fyrir allar þær fjölmörgu ánægju- og samverustundir sem við áttum saman allt frá fyrstu kynnum. Þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar og naust þín vel í góðra vina hópi. Að leiðarlokum biðjum við guð að blessa minningu þína. * Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hfjóta skalt. (V. Briem.) Elsku Dilda systir, Anna Brynja, Stellan, Lísa Katla, Kristján, Anna María og Andrea Kristín, við biðjum góðan guð að blessa ykkur og styrkja ísorgykkar. Friðborg (Bíbf), Birgir og fjölskylda. smumtilgangina, verkið er stórt, en völt sú rönd, sem verður að byggjast á. (Bólu-Hjálmar 1845.) Á sjómannadaginn 4. júní lauk miklu veikindastríði, sem í um tíu mánuði var háð við krabbamein. Þá lauk sinni jarðvist hér elskulegur mágur, svili og vinur okkar Sigurgeir Gunnarsson, alltaf kallaður Geiri. Hann missti aldrei móðinn, ætlaði að sigra og barðist fram undir það síð- asta. Hann var í vinnunni þar til einni viku fyrir andlátið, krafturinn var óskiljanlegur og hugrekkið. Hann gerði að gamni sínu við okkur og alla Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. 71 Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederikseti útfararstjóri, stmi 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.