Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 75 FÓLK í FRÉTTUM I I Sorgbitin gleði TOIVLIST H1 j ó m 1 e i k a r TÓNLISTARHÁTÍÐIN í REYKJAVÍK Laugardalshöll laugardaginn 10. júní 2000. Fram komu Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Ray Davies, Youssou N’Dour og Egill Ólafsson ásamt Þursaflokknum. TÓNLISTARHÁTÍÐ Reykjavík- ur var sett með pompi og pragt um síðustu helgi í Laugardalnum. Gestir hátíðarinnar áttu kost á ýmiss konar afþreyingu, hægt var að stunda teygjustökk, iðka sundíþróttir og keppa á hjólabretti. Það var meira að segja hægt að kaupa áfenga drykki, líkt og tíðkast erlendis, og verður það að teljast nokkuð menningarlegt framfaraspor hér á landi. Aðalmálið var þó auðvitað tónlistin sem var þreytt af kappi á þremur stöðum; í Laugai-dalshöll, í Skautahöllinni og í hinu svonefnda „íslenska tjaldi". Laugardalshöllin skartaði íslensk- um hetjum sem erlendum á laugar- deginum. Nokkrar vangaveltur höfðu verið í gangi fyrir hátíðina vai'ðandi mæt- ingu og fólksfjölda. Myndi þetta ganga upp eður ei? Gárungar höfðu haft á orði að þetta væri hátíð spenn- andi meðlætis og að aðalréttir væru hvergi sjáanlegir. Það er talsverður sannleikur í þessu og því var mér létt er ég sá að Höllin var temmilega full þegar ljósmæður íslenska ballpopps- ins, Sálin hans Jóns míns, hófu leik sinn. Sálin spilaði óraftnagnað sett í þetta sinnið og liðsmenn hennar sýndu og sönnuðu að þeir eru óskor- aðir konungar í sínu veldi. Fag- mennskan var í fyrirrúmi, það var létt yfir mönnum, og Sálin skilaði sínu hlutverkivel. Todmobile var næst upp á svið. Sveitinni gekk fremur brösuglega að koma sér í gírinn en stemmningin varð betri og betri með hverju lagL Andrea og Þorvaldur voru í ágætis stuði en það var engu líkara en af- gangurinn af sveitinni væri þama vegna skyldunnar eirmar, grunsam- lega mikill „í vinnunni" bragur í gangi. Því næst var komið að goðsögninni sjálfri, Islandsvininum Ray Davies, og greinilegt að margir gesta á óræð- um aldri höfðu beðið komu stráks með óþreyju. Ray stóð sig af stakri prýði, gaf mikið af sér og kátínan skein af honum. Gömlu slagaramir yljuðu mönnum sannarlega um hjartarætur en lífsreynslusögur kappans vom svona upp og ofan. Ray var klappaður upp þrisvar sinnum og á tímabili hélt ég að maðurinn ætlaði aldrei að hætta, svo vel lá á honum. Youssou N’Dour vatt sér næstur upp á svið ásamt stórsveit og nú var heldur en ekki farið að hitna í kolun- um. Dansæstir áhorfendur tóku sér stöðu fyrir framan sviðið og höllin öll dillaði sér sem mest hún mátti við senegalska sveiflu N’Dours. Gleðin og fjörið var allsráðandi og oftar en ekki renndu Youssou og félagar sér í langar spunaferðir, spiluðu langar útgáfur af lögunum (svokölluð rem- ix). Andrúmsloftið í Höllinni var gott og án efa var enginn undirbúinn íyrir það sem koma skyldi. Egill Ólafsson lauk kvöldinu ásamt Þursaflokknum með einum skrýtn- ustu tónleikum sem ég hefi upplifað. Er Þursar gengu á svið bmtust út gífurleg fagnaðarlæti og eftirvænt- ing áhorfenda var afar greinileg. Þursaflokkurinn er ein af dáðari sveitum íslenskrar poppsögu, hún er stöðugt að afla sér nýrra aðdáenda og talsverð spenna hafði verið að byggjast upp mörgum dögum fyrir tónleikana. Heittrúaðir Þursaaðdá- endur stóðu þétt uppi við sviðið og er sveitin hóf loks leik urðu áhorfendur sem stjarfir. Gat þetta verið? Þurs- arnir endurfæddir! Það fór um mig 14-2 fyrir ís- lensku sveitirnar TONLIST III j ó m I e í k a r TÓNLISTARHÁTÍÐIN í REYKJAVÍK Laugardalshöllin, ll.júní2000. Fram koinu Botnleðja, Ensfmi, Maus, Chumbawamba, Kent, Ian Brown, Bloodhound Gang, 200.000 naglbítar og Bellatrix. SUNNUDAGSDAGSKRÁIN í Laugardalshöllinni vai- þéttskipuð ólíkum listamönnum, íslenskum og erlendum sem fátt eða ekkert eiga sameiginlegt. Það var líka þessi fjöl- breytni sem gerði það sem koma skyldi svo kræsilegt. Að öðmm vett- vöngum hátíðarinnar ólöstuðum þá var það þessi sem langflestir vom komnfr til þess að verða vitni að. Þama vom útlendu popparamir sem helst geta talist frægir á heimsmæli- kvarða í dag og þama var líka íslenski rjóminn, nokkrar af þeim sveitum sem fremst þykja standa um þessar mundir og hafa verið lofaðar bæði heima og heiman. Það er líka gleðiefni að hægt sé að tefla fram heilum fimm svo sterkum íslenskum hljómsveitum við hlið útlendu popparanna. Það kom líka á daginn að hvað tón- listina sjálfa og gæði hennar varðaði þá fór ísland með glæsilegan sigui- af hólmi 14:2. Það vora satt að segja óvenju margir mættir í upphafi leiks og þessir hyggnu gestfr ui-ðu vart sviknir því fýrstu mörk íslands komu frá Botnleðju sem kynntu fyrir hátíð- argestum firnasterkt óútgefið efni en að ósekju hefðu þeir mátt rifja upp einhverja af gömlu perlunum, svona í tilefni hátíðarinnai’. Besta ósamn- ingsbundna sveitin í heiminum, heyrði maður erlendu blaðamennina segja og ekki sé ég ástæðu til að and- mæla svo augljósri fullyrðingu. Ekki dró úr sóknarþunganum þeg- ar Ensími steig á svið. Það er með hreinum ólíkindum hvað þessir gæjar hafa verið iðnir við að sjóða saman stórsmellina á þeim stutta tíma sem sveitin hefur starfað. Þær era ekki margar sveitimar svo ungar að ámm sem státa af svo kunnuglegri og skot- heldri tónleikadagskrá. Salurinn tók líka vel og hressilega undir með kröft- ugri gítarkeyrslunni. Næstir í sóknina vom Mausarar og ekki linnti látum. Þeir byijuðu skot- hríðina á Strengjum sem ritanlega fór beina leið í stöngina og inn og svo fylgdu þau hvert af öðm gullkomin. Það sem einkenndi hvað helst leik sveitarinnar var spilagleðin. Dreng- frnir vom afslappaðfr og höfðu ein- faldlega gaman af þri sem þeir vora að gera. Birgir Om söngvari og gítar- leikari og Eggert bassaleikari og Páll gítaiieikari léku rið hvem sinn fingur og Daníel lamdi húðir eins og besti trommari landsins einn er fær um. Sveitin kynnti síðan nýtt lag til sög- unnar, kröftugt og gott með óvenju nærgætnum beittum texta eftir Birgi. Eftir þessa öflugu sóknarlotu ís- lenskra sveita kom það í hlut Chumb- awamba að svara fyrir útlendu popparana. Þessi sveit hefur vafa- laust verið eitt stórt spmTiingamerki fyi-ir gestum, eitt stórt spurninga- merki með eitt stórt lag á bak rið sig. Átta manns á sriðinu, vel þéttir og hressilegir, komu bara á óvart og sýndu riðstöddum hið sanna að það býr meira í þessum lífseiga flokki en „Tubthumping“. Ég er samt ekki al- veg riss um að skotharður áróðurinn gegn fasisma, markaðsjafnaðar- stefnu og ímyndarfræðum hafi skilað sér til partíþyrstra krakkanna. Nú var farið að hitna vel í kolunum, salurinn á góðri leið með að fyllast og útlönd rið það að skipta aðalstjörnun- um inn á. Kent kynntu sig af ein- skærri hógværð og auðmýkt sem Morgunblaðið/Sverrir Svía er siður og ekki var laust rið að þeir væm ögn ragir til að byrja með. Joakim Berg og Sami Sirriö era aug- ljósir prímusmótorar sveitarinnar og útgeislunin kom frá ömggri sriðs- framkomu þeirra fyrst og fremst. Sveitin var vel þétt og örvaði skarann hægt og bítandi uns hún dembdi sér í lokalögin þijú og þá fyrst myndaðist hin sanna tónleikastemmning í Höll- inni. Næst kom röðin að lifandi goðsögn - eða reyndar er það spurning hvort hægt sé að tala um lifandi þri Ian Brown virtist nær dauða en lífi á srið- inu þar sem hann þrammaði í gegnum dagskrá sína eins og liðið lík, sussandi í hljóðnemann í tíma og ótíma, eitt- hvað sem honum þótti eftaust alveg ferlega töff. Það verður ekki tekið af karlinum að hann hefur sérstakan stíl sem margú’ hafa reynt að apa eftir honum með misjöfnum árangri. Kuldalegt riðmótið, einhæfar og leti- legar hreyfingarnar og luralegur raulstíllinn varð þó leiðigjarnt til lengdar og áhuginn þvarr. En ki-ökk- unum var sama, þau vom í partíi og söfnuðu kröftum fyrii' aðalbombuna Bloodhound Gang og hvílík bomba! ------------- Alltoffá- * ir sáu 200.000 naglbíta eiga fína spretti. Ég hef aldrei nokkra sinni upplifað aðra eins stemmningu í Laugardals- höllinni og mér er til efs um að þar hafi verið saman kominn riðlíka íjöldi. Eigandi á hættu að hljóma eins og eldgamall og grautfúll karl, þá gengu látalæti þessara ærslafullu Kana gjörsamlega fram af mér og ég hef ekki upplifað annað eins, nema ef vera skyldi í þáttum Jerry Springers. En hægan, hægan - ég átta mig full- komlega á skemmtanagildi slíkrar æsingarmennsku og skemmti mér konunglega í þessu stærsta partíi ald- arinnar hér á landi. Það haggar samt ekki þeirri staðreynd að önnur eins lágkúra og höfð var í frammi á sriðinu hefur vart sést. Hvað tónlist sveitar- innai' varðar - en hún skiptir víst ein- hverju máli á tónlistarhátíðum - þá hefur hún aldrei verið mér að skapi og ekki vann sveitin mig á sitt band að þessu sinni, þrátt fyrir öll skemmti- legheitin. Það sorglegasta rið vel heppnaða tónleikadagskrá kvöldsins var upp- röðun atriða. Að loknum hápunktin- þægilegur hrollur, ekki ólíkur þeim sem gerir gjaman vart rið sig er ég sæki tónleika með gulldrengjunum í Sigur Rós. Þursamir vom að magna stórkostlegan seið á sriðinu og allir ^ með á nótunum. Kallinn í brúnni, Eg- ill Ólafsson, virtist afslappaður og ánægður með þessar riðtökur og lýsti þri yfir að „Þursar myndu spila fram á rauða nótt, svei mér þá“. Og þá fór að halla undan fæti. Egill og Þursamir fóm nú að leika lög af væntanlegri einleiksskífu Egils sem koma á út með haustinu. Sjálfur var ég búinn að gleyma þessu en mundi svo að þetta hafði ávallt staðið til, hafði og margoft komið fram í fjöl- miðlum. Ég gerðist forritinn, gaman að fá að heyra nýtt efni frá lista- manninum og lagði einlægur rið hlustir. En því miður var meirihluti áhorfenda ekki á þessum buxunum og var framkoma þeirra í garð flytj- anda með ólíkindum. Einhverjir gerðust meira segja svo auvirðilegir að baula í enda eins lagsins. Skeytti engu þótt Egill bæði áhorfendur kurteislega um að „taka vel á móti þessum einstæðingum". En verstvar að Egill missti öll tök á tónleikunum rið mótlætið. Það er mjög skiljanlegt að menn verði sárir og svekktir rið svona móttökur en atvinnumenn í faginu eiga samt að passa upp á að allt fari ekki vaskinn við svona hluti. Ég trúi ekki öðm en að það hafi verið fólk út í sal á annarri bylgjulengd en áðumefndir dónar, fólk sem var, komið til að horfa á það sem lofað var. Það fólk átti betra skilið en það sem að vemleika varð. Ég hef aldrei orðið ritni að annarri eins andrúms- loftsbreytingu á einum tónleikum. Óréttmætur draumur áhorfenda um Þursana var orðinn þeim að martröð og fólk streymdi úi’ salnum. „Við er- um að hugsa um að kveðja ykkur fljótlega,“ sagði Egill þurrlega þegar um sex lög vom búin og greinilegt að honum var lítt skemmt. Ég sat úti í sal með hnút í maganum og var öllum lokið. Vonandi er falinn einhver lær-( dómur í þessu okkur öllum til handa. Hvílík lífsreynsla! Arnar Eggert Thoroddsen um, lokasókn erlendu „listamann- anna“ áttu enn tvær vel fram- bærilegar íslenskar sveitir eftir að kveðja sér hljóðs, 200.000 naglbítar og Bellatrix. Báðar stóðu þær sig af stakri prýði en ritnin vom einfaldlega allt of fá því Bloodhound Gang höfðu hreinlega riðið hátíðargestum að fullu. Synd og skömm, aðstandendum til vansa og ég mæli með þri að annar háttur verði á hafður á tónlistarhátíð- um komandi. En eins og fyrr segir 14:2 fyrir íslensku sveitimar og vel á minnst: Lengi lifi Tónlistarhátíðin í. Reykjavík! Skarphéðinn Guðmundsson VISA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufóik, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. j AUGUST SILK á Islandi HeiCdsöCuvcrð á 100% siCQi ídag, SíðuiHÚCa ðð, 2. Aceð, QC. b-1. Peysasett peysur, náttsett, sCoppar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.