Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 43
42 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 43 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG NETIÐ s nýrri skýrslu hins heimskunna bandaríska fjármálafyrirtækis J.P. Morgan er því spáð, að mikill vöxtur í bankaþjónustu á Netinu muni þvinga bankastofnanir í Evrópu til þess að ná niður rekstrarkostnaði, svo að þær geti skilað viðunandi hagnaði. Þótt í skýrslunni sé fyrst og fremst fjallað um Evrópu er ljóst, að hið sama hlýtur að eiga við í bankaþjónustu um allan heim. Raunar þarf enga sérfræðinga til að sjá að Netið hentar mjög vel í banka- viðskiptum. Islenzku bankarnir hafa staðið sig vel í því að bjóða upp á bankaviðskipti á Netinu og þótt aukn- ing í notkun netbankanna hafi kannski ekki orðið eins hröð og margir hafa búizt við má gera ráð fyrir að sífellt fleiri stundi bankaviðskipti sín á Net- inu, einfaldlega vegna þess hversu þægilegt og hagkvæmt það er. Nú er hægt að stunda öll almenn bankaviðskipti hér á Islandi á Netinu. Hægt er að millifæra á milli reikninga, borga reikninga og annað slíkt. Gera má ráð fyrir, að innan tíðar verði al- mennt hægt að óska eftir að allir al- mennir reikningar verði sendir til fólks á Netinu í stað þess að senda þá í pósti og er þá átt við reikninga vegna síma, rafmagns, hita, fasteignagjalda og aðra slíka reikninga vegna fastra út- gjalda heimila. Sú þjónusta er raunar í boði nú í dag en er ekki orðin almenn. Það liggur í augum uppi, að eftir því sem þessi tegund bankaviðskipta fær- ist í auknum mæli á Netið minnkar þörfin fyrir starfsfólk í bönkunum til að sjá um þessa þjónustu. Hins vegar er það reynsla bankanna, að þörfin fyr- ir persónulega fjármálaráðgjöf aukist að sama skapi. En jafnframt er ljóst, að auk al- mennra bankaviðskipta eru verðbréfa- viðskipti að færast yfir á Netið í stór- auknum mæli. Sú þróun hefur verið einna hröðust í Bandaríkjunum. í stað þess að kaupa hlutabréf eða önnur verðbréf með milligöngu verðbréfa- miðlara geta einstaklingar og fyrir- tæki stundað þessi viðskipti beint á Netinu, að vísu á vettvangi verðbréfa- fyrirtækjanna, en með rafrænum hætti án beinnar milligöngu starfsmanna þeirra. Islenzku verðbréfafyrirtækin eru byrjuð að bjóða upp á þessa þjónustu, þannig að fólk geti keypt og selt hluta- bréf og önnur verðbréf á Netinu með sama hætti og það stundar bankavið- skipti á Netinu. Varla leikur nokkur vafi á því, að þessi viðskipti munu stór- aukast. Hið athyglisverða við þessa þróun er ekki sízt það, að hún býður upp á mjög hraða alþjóðavæðingu þessara við- skipta. Þannig er engin þörf á því fyrir einstaklinga hér á íslandi að notast við milligöngu íslenzkra verðbréfafyrir- tækja um kaup á t.d. hlutabréfum á er- lendum mörkuðum. Fólk getur stund- að þessi viðskipti sjálft á tölvunni heima hjá sér. Og með sama hætti og stærstu ís- lenzku fyrirtækin hafa mörg hver flutt bankaviðskipti sín að mestu leyti til annarra landa, þar sem vextir eru lægri en að vísu fyrir hendi ákveðin gengisáhætta, má gera ráð fyrir að ein- staklingar muni í vaxandi mæli eiga kost á bankaviðskiptum í öðrum lönd- um í gegnum Netið. Það eru ekki mörg ár síðan talið var að erlend samkeppni í bankaviðskipt- um kæmi hingað í því formi að erlend- ur banki setti hér upp útibú eða keypti sig inn í íslenzkan banka. Það er ekki lengur þörf á slíkum aðgerðum af hálfu erlendra banka. Þeir þurfa ekki að setja upp útibú hér með húsnæði og starfsfólki. Þeir geta einfaldlega boðið landsmönnum upp á bankaviðskipti eða verðbréfaviðskipti á Netinu. TÍMAMÓT í KÓREU Heimsókn forseta Suður-Kóreu til forseta Norður-Kóreu markar mikil tímamót í sögu Kóreumanna. En hún er einnig merkur áfangi á leið þjóða heims til friðsamlegri sambúðar. Stríðið á Kóreuskaga hafði ekki bara áhrif og afleiðingar fyrir íbúa Kóreu. Styrjaldarátökin höfðu áhrif um allan heim. Þau áttu t.d. töluverðan þátt í að sannfæra okkur íslendinga um nauðsyn þess að gera varnarsamning við Banda- ríkin. Þegar saman fór valdarán kommún- ista í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina síðari og hernaðarátökin á Kóreuskaga svo og valdataka kommúnista í Kína, þarf engum að koma á óvart, þótt lýð- ræðisríkin á Vesturlöndum teldu, að allsherjarstríð væri í vændum af hálfu hinna sósíalísku ríkja. Styrjöldin í Kóreu var að því leyti sér- stök, að hún var háð undir fánum Sam- einuðu þjóðanna. Pólitísk mistök sovét- manna urðu til þess að hersveitirnar, sem að mestu leyti byggðust á banda- rískum herafla, börðust undir fána SÞ. Örlög Þjóðabandalagsisns voru mönnum enn í fersku minni. Það stóð ekki til að hin nýstofnuðu samtök Sameinuðu þjóð- anna létu undan síga vegna ágengni ein- ræðisherranna eins og Þjóðabandalagið hafði gert. Sjálfheldan í Kóreu hefur hins vegar staðið miklu lengur en gera hefði mátt ráð fyrir miðað við þróun mála annars staðar á heimsbyggðinni. Norður-Kórea hefur að verulegu leyti verið lokað land og fólk jafnvel búið við hungursneyð. A undanförnum árum hafa komið fram vissar vísbendingar um að eitthvað rofaði til. Heimsókn forseta Suður-Kór- eu til Norður-Kóreu gæti hins vegar orð- ið til þess, að ísinn yrði brotinn í sam- skiptum þessara tveggja ríkja. I augum umheimsins er Norður-Kór- ea eitt þeirra ríkja, sem gæti hugsanlega gripið til örþrifaráða. Hættan á eld- flaugaárás frá Norður-Kóreu er ein af ástæðunum fyrir því, að Bandaríkja- menn leggja hart að bandamönnum sín- um og Rússum, að þeir fallizt á háþróað eldflaugavarnakerfí Bandaríkjanna, sem að hluta til yrði starfrækt úti í geimnum. Ef tekst að koma á vinsamlegri sam- skiptum Kóreuríkjanna tveggja í fram- haldi af heimsókn forseta Suður-Kóreu til Norður-Kóreu eru það mikil tíðindi á alþjóða vettvangi, skapar meira öryggi á Kóreuskaganum og í Suðaustur-Asíu. Uppbygging Vesturfarasetursins á Hofsósi hafin að nýju með byggingu ættfræðiseturs og sýningaraðstöðu Helstu fornleifarannsóknir sumarið 2000 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framkvæmdir við ættfræðisetrið eru langt komnar. Húsið stendur á árbakkanum, rétt innan við Vesturfarasetrið sem sést fjær á myndinni. í hús- inu verður ættfræðimiðstöð, fræðimannsíbúð og sýningarsalur. Mikilvægt að nýta meðbyrinn Tvær sýningar verða haldnar í sumar í nýju húsi sem verið er að byggja við Vest- * urfarasetrið á Hofsósi. Aíorm eru um frek- ari uppbyggingu, meðal annars hótels í gamla þorpskjarnanum. Helgi Bjarnason kynnti sér áformin. Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjúri og Wincie Jóhannsson, ný- ráðin menningar- og fræðslustjóri Vesturfaraseturins, hafa nóg að gera við uppbyggingu safnsins og sýningarhald í sumar. FRAMKVÆMDIR við byggingu ættfræðiseturs og sýningaraðstöðu við Vesturfarasetrið á Hofs- ósi eru langt komnar. Um helgina var opnuð þar farandsýning frá Nýja-Islandssafninu í Gimli og 3. júlí verður húsið vígt með opnun stórrar sýningar um ferðir íslend- inga til Utah. Framkvæmdirnai’ við ættfræði- setrið voru ákveðnar í framhaldi af samningi sem sjálfseignarstofnunin Vesturfarasetrið gerði við ríkissjóð um stuðning ríkisins við uppbygg- ingu setursins. Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri segir að með samningnum haíi Vesturfarasetrið formlega tekið að sér að vera þjón- ustumiðstöð fyrir fólk af íslenskum ættum í Vesturheimi og vinna að vináttutengslum milli þjóðanna. I því skyni mun fyrirtækið byggja upp gamla þorpskjamann á Hofsósi og standa þar fyrir ýmiskonar þjón- ustu og afþreyingu. Ríkissjóður leggur til þessa verkefnis 12 millj- ónir kr. á ári í fimm ár, samtals 60 milljónir kr., og segir Valgeir að stuðningurinn geri iyrirtækinu kleift að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Ættfræðisetrið á lokastigi Ættfræðisetrið er fyrsti liðurinn í þessari fimm ára áætlun. Verið er að byggja hús yfir það við höfnina, rétt innan við aðalhús Vesturfara- setursins. Húsið er 420 fermetrar að gólfflatarmáli. I því er 120 fer- metra fjölnotasalur sem Valgeir segir að sé ætlaður til sýningahalds og hvers konar menningarstarf- semi. Ættfræðiþjónusta og skrif- stofuhald sem nú er í aðalbygging- unni flyst í ættfræðisetrið og uppi á lofti verður bókasafn Vesturfaraset- ursins. Þá verður fræðimannsíbúð í nýja húsinu. Ættfræðisetrið er byggt í göml- um stfl, timburklætt með rennisúð á þaki. Það er teiknað af Óla Jóhanni Ásmundssyni sem einnig var arkitekt að endurbyggingu gamla kaupfélagshússins sem hýsir V esturfarasetrið. Framkvæmdir við nýja húsið era langt komnar en ekki að fullu lokið þótt þar sé nú búið að opna sýningu. Farandsýning frá Nýja-Islands- safninu í Gimli var opnuð í hluta hússins síðastliðinn laugardag. „Segja má að við séum að segja seinni hluta sögunnar sem við erum með í Vesturfarasetrinu. Þar erum við með aðstæður hér heima og bú- ferlaflutningana til Kanada. Með nýju sýningunni kemur hins vegar landnámið og sagan eftir að fólkið hafði komið sér fyrir vestan hafs. Það er spennandi að skoða þessar sýningar saman,“ segir Valgeir. Sýningin er tileinkuð Ollu Stefáns- son sem dó fyrir skömmu en hún var kona Stefáns Stefánssonar sem heíúr unnið ötullega að varðveislu minninga um sögu landnámsins. Sýningin verður á Hofsósi fram í miðjan ágúst en fer þá aftur vestur um haf. Fordómum eytt Unnið er að undirbúningi annarr- ar sýningar sem opnuð verður í nýja húsinu síðar í sumar. Mánudaginn 3. júlí verður húsið vígt með opnun sýningar um ferðir Islendinga til Útah. Sýningin er sett upp í sam- vinnu við íslendingafélagið í Utah, þaðan koma margir áhugavei'ðir munir að sögn Valgeirs. Arni Páll Jóhannsson, hönnuður íslandsskál- ans á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover, hannar sýninguna, eins og sýninguna í Vesturfarasetrinu sjálfu, og bindur Valgeir vonir við að hún muni vekja mikla athygli. Ætl- unin er að sýningin verði í fjölnota- salnum næstu árin. „Utah-sýningin verður sett sam- an á annan hátt en sýning okkar í Vesturfarasetrinu. Forsendumar em aðrar því flestir sem þangað fluttust fóm af trúarástæðum, vom mormónatrúar, og hafa alla tíð þurft að búa við ákveðna fordóma. Við vinnum með íslendingafélaginu í Utah að uppsetningunni og leitumst við að segja söguna eins og afkom- u. endur innflytjendanna upplifa hana. Markmiðið er auðvitað að segja sög- ima eins og hún var en ég vona líka að hún muni hjálpa til við að eyða þeim leifum af fordómum sem enn em hér á landi gagnvart þessu fólki,“ segir Valgeir. Kveðjustundin sett á svið Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að veita 4 milljónir kr. til smíði bryggju framan við Vestur- farasetrið. Bryggjan á að vera staurabryggja í gömlum stíl, um 30 metra löng. „Hún á að vera hluti af leikmyndinni. Hægt verður að leika söguna, jafnvel kveðjustundina á bryggjunni,“ segir Valgeir. Einnig er hugmyndin að bryggjan geti nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu, meðal annars við að taka ferðafólk í sigl- ingar. Valgeir hafði áhuga á að láta smíða bryggjuna í þessum mánuði og timbrið í hana er komið á staðinn. Þá kom í ljós að ákveðinni skipu- lagsvinnu er ólokið og tefur það verkið eitthvað. Vonast Valgeir þó til þess að unnt verði að smíða bryggjuna í sumar. Mikil verkefni framundan Wincie Jóhannsdóttir, fyrrver- andi konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð, hefur verið ráðin menn- ingar- og fraeðslustjóri Vesturfara- setursins og tók til starfa um síð- ustu mánaðamót. Hún á ameríska móður en þau tengsl réðu ekki mestu um áhuga hennar á Vestur- farasetrinu. „Eg hef alltaf verið hrifin af Hofsósi, alveg frá því ég kom til íslands til að fai-a í mennta- skóla. Þá fór ég með rútu til Siglu- fjarðar og féll fyrir þessum stað þegar farið var hér í gegn. Síðan hef ég oft komið hingað og eftii’ að Vest- urfarasetrið var stofnað skoðaði ég það og kynntist Valgeiri. í fyrra- sumar langaði mig út á land og þar sem ég vissi að hér vantaði starfs- fólk bauðst ég til að taka til hendinni ef ég fengi húsaskjól," sagði Wincie um tildrög þess að hún réð sig til starfa hjá Vesturfarasetrinu. Sá stutti tími sem hún var á Hofsósi í fyrrasumar leiddi til þess að hún ákvað að breyta tíl, þegar Valgeir bauð henni fast starf í vor. „Það er ekki seinna vænna að söðla um eftir að hafa starfað við kennslu í 28 ár,“ segir hún. Wincie óttast ekki verkefnaleysi. Hún hefur störf þegar undirbúning- ur tveggja sýninga stendur sem hæst og þegar blaðamaður var á ferð á Hofsósi voru þar 20 amerískir rithöfundar af íslensku bergi brotn- ir og þeim þurfti að sinna. „Mér finnst mjög áhugavert að vinna að eflingu þessara tengsla sem þó hafa aukist síðan Vesturfarasetrið var stofnað. Fólk hefur mikdnn áhuga á að kynnast rótum sínum og sprot- um, bæði íslendingar vestan hafs og hér heima. Eg hef einnig áhuga á þeim þætti ferðaþjónustunnar sem á rætur í einhverju sem kemur okk- ur við, sem byggir upp en eyðilegg- ur ekki,“ segir Wincie. Hún reiknar með að dvelja í Reykjavík í vetur og vinna að verk- efnum setursins þaðan. Valgeir er með ákveðnar hugmyndir um næstu skref en Wincie segir að ekki þýði að leggja línumar um vetrarstarfið fyrr en um hægist í haust. Hún seg- ir þó að áhugi sé á að vera með skil- virka þjónustu við skólana og sjálf hefur hún áhuga á að koma á tengsl- um milli skóla hér á landi og á ís- lendingasvæðunum vestra. Líklega kemur kennarinn þar upp í henni. Þá þarf að rækta samband við fleiri félög Islendinga vestan hafs og koma upp gagnvirkri vefsíðu. Þá segist Wincie reikna með töluverðri vinnu við uppbyggingu ættfræði- grunns þar sem áhersla verður lögð á fólk af íslenskum ættum í Norður- Ameríku en grunnurinn er sam- starfsverkefni Genealogia Islandor- um hf. og Vesturfarasetursins. Norður-Dakóta næst á dagskrá Stefnt er að opnun sýningar um ævi og störf Stephans G. Stephans- sonar skálds næsta sumar. Sýning- unni verður komið fyrir þar sem skrifstofur og ættfræðimiðstöðin eru nú en sú starfsemi flyst í húsið sem nú er verið að reisa. Sýningin verður sett upp í samvinnu við The Stephan G. Stephansson Icelandic Society í Markerville og Byggða- safn Skagfirðinga. Rfldð mun verja 10 milljónum kr. sérstaklega til uppsetningar sýningarinnar. Valgeir hefur áhuga á að koma á tengslum við íslendinga í Norður- Dakóta með það í huga að vinna að uppsetningu sýningar um ferðir fs- lendinga þangað. Myndi verða byggt sérstakt hús yfir þá sýningu. Hugmyndin er að gera það í Pláss- inu á Hofsósi, hinum megin ár, í ná- grenni Pakkhússins. Fundist hefur mynd af gamla konungsverslunar- húsinu sem þar stóð og verður húsið byggt upp í sem líkastri mynd. Stefnt er að byggingu þess á næsta ári. „Við höfum áhuga á að vinna þessi svæði eitt af öðru með þessum hætti. Stuðla að rannsóknum fræði- manna og áhugamanna hér heima og úti og nýta afraksturinn til að setja upp sýningar fyrir hvert svæði. Með þessu móti veitum við íslendingum og ferðafólki mögu- leika til að skyggnast inn í líf frænda okkar vestan hafs. Hringnum lokað með hóteli Áform Valgeirs ná lengra. Hann stefnir að uppbyggingu hótels fyrir 60 manns í fjórum húsum sem byggð verða í gömlum stíl á hæðinni fyrir ofan Vesturfarasetrið. Hann segir að þegar búið verður að setja upp fleiri sýningar sé mikilvægt að fólk geti dvalið á staðnum í nokkra daga, skoðað sýningarnar og grúsk- að í ættfræðinni, og nýtt sér jafn- framt þá afþreyingu sem í boði er á staðnum. Vonast Valgeir til að unnt verði að ljúka þessu verkefni á fimm ár- um. „Mfldlvægt er að nýta þann meðbyr sem þetta starf hefur nú. íslendingar leggja mikið fé í land- kynningu í Norður-Ameríku í tilefni af landafundaafmælinu. Það vekur athygli á landi og þjóð og hefur um leið leitt til þess að áhugi hefur auk- ist meðal íslendinga vestan hafs og hér heima á að efla samskiptin," segir Valgeir Þorvaldsson. Þiðriksvellir © Bjarneyjar © G Eiríksstaðir Hjarðarbólsoddi á Snæfellsnesi @ Reykholt Fifilbrekka við Þjórsá HofstaðirQ^ Grænavatn ^ Sveigakot Q Skriðuklaustur Hólmur ö Kirkjubæjarklaustur Fornleifauppgröftur að hefjast víða um land Nokkrir aðilar standa að fornleifauppgreftri í sumar. Leitað verður minja frá landnámi en einnig verður leitað miðaldaklausturs í Fljótsdal og á Kirkju- bæjarklaustri. Fornle if astofnun íslands er einkarekin rannsóknastofnun sem Adolf Friðriksson forn- leifafræðingur veitir forstöðu. Hann segir að stærsta verkefni þeiiTa í sumar verði uppgröftm- á vfldngaraldarbæ að Hofsstöðum í Mývatnssveit. „Þetta er stærsti uppgröftur sumarsins. Alls munu 30-35 manns vinna að uppgreftrinum, m.a. forn- leifafræðingar frá Bandaríkjunum og Bretlandi," segir Adolf. Forn- leifastofnunin verður auk þess með uppgröft í Sveigakoti, sunnan Grænavatns í Mývatnssýslu, og tekur þátt í fornleifauppgreftri í Bjarneyjum á Breiðafirði sem Há- skólinn í Þrándheimi stendur fyrir. Hjá Þjóðminjasafninu fengust þær upplýsingar að fornleifaupp- gröftur á vegum safnsins yrði með nokkuð minna móti í sumar en oft áður. Fomleifauppgröftur í Reyk- holti er langstærsta verkefni safns- ins og haldið verður áfram með rannsóknir á Eiríksstöðum í Dala- sýslu. Safnið mun einnig standa fyr- ir nokkrum „björgunaruppgreftr- um“ en það kallast rannsóknir sem eru gerðar þegar ástæða þykir til fornleifarannsókna á stöðum þar sem framkvæmdir eru fyrirhugað- ar t.d. vegna vegalagningar eða virkjunar. Leitað að klaustrum Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur mun í sumar leita að hinu forna Skriðuklaustri í Fljóts- dal, en hún telur að klausturrúst- imar gefi skýra mynd af húsaskip- an klaustra og klausturstarfi á miðöldum. „Byrjað var að gefa Skriðu- Merkar fornleifar fundust á siðasta ári við uppgröft við Hólni í Nesj- um í Hornafirði, fyrsti blótstaður sem finnst hér á landi. klaustri jarðir árið 1493 sem er fyrsta heimild um klaustrið sem lagðist af við siðaskiptin 1550. Vegna þess hve klaustrið var starf- rækt í skamman tíma hentar það mjög vel til rannsókna því oft er erf- itt að lesa úr rústum ef byggingarn- ar hafa verið í notkun í nokkur hundrað ár og jafnvel byggt aftur og aftur ofan á rústirnar," segir Steinunn og bætir við að varðveislu- skilyrði séu afskaplega góð í Fljóts- dal, m.a. vegna veðursældar, og því séu góðar líkur til þess að uppgröft- urinn skili merkilegum niður- stöðum. Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur er eigandi og jafnframt eini fastráðni starfsmaður Forn- leifafræðistofunnar, sem þó stend- ur fyrir talsverðum fornleifaupp- greftri í sumar í samvinnu við nokkra aðila. Bjarni segist vera með mörg verkefni í gangi. „Á Kirkjubæjarklaustri ætlum við að reyna að finna klaustrið sem er meira eða minna týnt. Við ætlum að rýna í aldur og aðstæður og hvernig áfok hefur farið með umhverfið. Þetta er í raun umhverfis- og forn- leifarannsókn." Eina blóthúsið sem til er í Laxárdal í Nesjum, skammt frá Höfn í Hornafirði, mun Bjami halda áfram rannsóknum á landnámsbýli sem hann nefnir Hólm en þar telur hann sig hafa fundið eina blóthúsið sem til er. „Eg er sannfærður um að þetta sé blóthús þó svo kollegar mínir og ágætu vinir séu það ekki og muni aldrei verða. Það liggur í hlutarins eðli að þegar menn segj- ast loksins finna blóthús þá mun það undir öllum kringumstæðum verða umdeilt," segir Bjarni. Bjarni er með fleiri verkefni á döfinni í sumar, m.a. við eyðibýlið Fífilbrekku við Þjórsá og Naust á Hjarðarbólsodda á Snæfellsnesi. Uppgröftur á vík- ingaraldarbæ stærsta verkefnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.