Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fleiri fyrirtæki
krefjast lögbanns
á aðgerðir Sleipnis
Fjögur hópferðafyrirtæki hafa fengið sam-
þykkt lögbann á verkfallsaðgerðir Bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis og ein lögbanns-
aðgerð til viðbótar var lögð fram í gær.
ÓSKAR Stefánsson, formaður
Sleipnis, segir að verkafólk úr öðr-
um stéttarfélögum taki þátt í því
með vinnuveitendum að reyna að
brjóta niður verkfall Sleipnis.
Hann segist sakna stuðnings ann-
arra verkalýðsfélaga við aðgerðir
Sleipnis.
Staðan í viðræðum Sleipnis og
vinnuveitenda hefur ekkert breyst
frá því að verkfallið hófst 8. júní
sl. Þá lögðu fulltrúar Sleipnis fram
tilboð þar sem nokkuð var dregið í
land frá upphaflegum kröfum fé-
lagsins. Óskar sagði að tilboðið
hefði gert ráð fyrir samningi til
fjögurra ára þar sem gert var ráð
fyrir að byrjunarlaun bifreiða-
stjóra væru rúmlega 90 þúsund
krónur á mánuði.
Vinnuveitendur höfnuðu þessum
samningsdrögum. Ragnar Árna-
son, sem sæti á í samninganefnd
Samtaka atvinnulífsins, sagði að
enn bæri talsvert mikið á milli.
Það væri hægt að reikna það með
ýmsum hætti og því erfítt að nefna
eina tölu í því sambandi. Ragnar
sagði að fram að þessu hefði verið
lítill sáttatónn í Sleipnismönnum.
Þeir hefðu talað um að þetta yrði
langt verkfall og greinilegt væri að
þeir væru nokkuð uppteknir við að
framfylgja verkfallinu og þess
vegna haft takmarkaðan tíma til
að huga að því að semja um lausn
þess. Sleipnismenn eiga ekki rétt á
fjárstuðningi frá Norræna flutn-
ingaverkamannasambandinu nema
verkfallið standi í tvær vikur og
sagðist Ragnar ekki geta útilokað
að það skipti einhverju máli í
þessu samhengi.
Sleipnismenn óánægðir
með samning VMSÍ
Sleipnismenn mótmæltu harð-
lega samningi sem Verkamanna-
sambandið gerði við Samtök at-
vinnulífsins í vor. Sá samningur fól
í sér sérstakan samning fyrir rútu-
bílstjóra á landsbyggðinni. Óskar
Stefánsson kallaði samninginn
„rýtingsstungu í bak Sleipnis-
manna“.
„í þessum samningi tók Verka-
mannasambandið allt sem stóð í
okkar kröfum og færðu það niður
á þann samning sem við höfðum
fyrir og jafnvel niður fyrir hann.
Eg var á göngunum í húsi sátta-
semjara þegar verið var að ganga
frá þessum samningi en ekkert
samráð var haft við mig. Við sögð-
um þess vegna að það hefði verið
komið aftan að okkur og ég stend
alveg við þá yfirlýsingu" sagði
Óskar.
Óskar sagði að þessi samningur
VMSI um kjör rútubílstjóra á
landsbyggðinni ætti mikinn þátt í
hve verkfall Sleipnis væri í hörð-
um hnút. Vinnuveitendur hefðu
með þessum samningi fengið við-
spyrnu sem vissulega hefði valdið
Sleipnismönnum erfiðleikum.
Átök um framkvæmd
verkfallsins
Áhrif verkfalls Sleipnis kemur
með skýrustum hætti niður á
Kynnisferðum sem sjá um akstur
frá Keflavíkurílugvelli til Reykja-
víkur, Hagvögnum sem sjá um
akstur strætisvagna í nágranna-
bæjum Reykjavíkur og Norður-
leiðar sem er með sérleyfi milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Mjög
breytilegt er hvort Sleipnismenn
vinna hjá fyrii-tækjum sem sinna
hópferðum. Sum þessara fyrir-
tækja eru með starfsemi á lands-
byggðinni en sinna mikið akstri til
Reykjavíkur. Þar sem bifreiða-
stjórar á íslandi eru í mörgum
stéttarfélögum er því kannski ekki
að undra þó að nokkur átök hafi
verið um framkvæmd verkfallsins.
Sumir eru í almennum verkalýðs-
félögum á landsbyggðinni, nokkrir
eru í verslunarmannafélögum og
einnig er eitthvað um að rútubíl-
stjórar séu verktakar.
Ástæðan fyrir því að sýslumaður
samþykkti lögbann á verkfallsað-
gerðir Sleipnismanna gagnvart
Teiti Jónassyni og Austurleið í síð-
ustu viku er sú að engir rútubíl-
stjórar sem starfa hjá þessum
tveimur rútubílafyrirtækjum eru í
Sleipni. Flestir bílstjórar sem
starfa hjá Teiti Jónassyni eru t.d. í
Eflingu, sem lokið hefur gerð
kjarasamninga við vinnuveitendur.
Eigendur Hópbíla hf. fengu í gær
samþykkt lögbann á verkfallsað-
gerðir Sleipnismanna, en rútubíl-
stjórar sem starfa hjá fyrirtækinu
eru flestir í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur. í gær lagði Austur-
leið fram aðra lögbannskröfu og
lögbannskrafa kom einnig frá hóp-
ferðafyrirtækinu Allrahanda.
Óskar var spurður hvort ástæð-
an fyrir þeim átökum sem hefðu
verið um framkvæmd verkfallsins
væri sú að Sleipnir væri ekki
landsfélag bi/reiðastjóra heldur
svæðisfélag. Óskar sagði að það
skipti ekki höfuðmáli í þessu máli
hvort Sleipnir væri landsfélag.
„Ástæðan fyrir því að deilan er
svona hörð er sú að önnur verka-
lýðsfélög standa ekki með okkur
eða sýna okkur ekki stuðning af
neinu tagi. Verkalýðsfélögin hafa
látið það yfir sig ganga að vinnu-
veitendur geti hent launþegum inn
í önnur verkalýðsfélög. Með þögn-
inni samþykkja félögin að þetta sé
hægt“ sagði Öskar.
Oskar sagði að lögbannskröfurn-
ar streymdu nú inn til félagsins.
Hann sagði að í kröfunum væri til-
greint hvaða starfsmenn ætluðu að
keyra og á þessu listum væri að
finna menn sem ekki hefðu unnið
hjá fyrirtækjunum. „Þarna er
kennari að austan, skúringakona,
maður sem hefur séð um ferða-
skrifstofu, rekstrarstjóri, póstmað-
ur, matreiðslumaður, félagsmaður
í Verkalýðsfélaginu Þór, félags-
maður í Sjómannafélaginu Boðan-
um og bifvélayirki svo dæmi sé
tekið. Það er verið að taka fólk
héðan og þaðan; fólk sem er að
vinna allt önnur störf. Það er verið
að reyna að brjóta þetta verkfall
niður með þessum hætti“ sagði
Óskar og bætti við að þetta væri
stóralvarlegt fyrir verkalýðshreyf-
inguna. Með afskiptaleysi annarra
verkalýðsfélaga af þessu framferði
væri verið að eyðileggja verkfalls-
réttinn.
Óþægindi af verkfallinu
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, sagði að verkfallið hefði
valdið fyrirtækjum í ferðaþjónustu
og ferðamönnum óþægindum.
Áhrif verkfallsins birtust skýrast
hjá Kynnisferðum og Hagvögnum.
Allmargir ferðamenn hefðu keypt
ferðir til íslands þar sem ferð til
Morgunblaðið/RAX
Fjögur hópferðafyrirtæki hafa fengið samþykkt lögbann á verkfallsað-
gerðir Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
og frá Keflavíkurflugvelli væri inni
í fargjaldinu. Fyrirtækin hefðu
orðið að kaupa akstur fyrir þessa
ferðamenn með leigubílum. Aðrir
ferðamenn þyrftu að fara á eigin
vegum eða með leigubílum milli
Keflavíkur og Reykjavíkur. Erna
sagði að áhrif verkfallsins á hóp-
ferðafyrirtæki væru misjöfn þar
sem bílstjórar í mörgum þessara
fyrirtækja væru ekki í Sleipni.
Verkfallið hefði því margvísleg
óþægindi í för með sér, en reynt
væri að leysa úr þeim eftir mætti.
Nokkuð breytilegt er hvað
margir ferðast að jafnaði með
Kynnisferðum á þessum árstíma
en fyrirtækið er að jafnaði með um
40 ferðir á dag milli Reykjavíkur
og Keflavíkurflugvallar, auk þess
sem það sér um að flytja áhafnir
flugvéla til og frá flugvellinum.
Um 3.000-4.000 ferðast að jafnaði
með Almenningsvögnum, sem sjá
um almenningsvagnaþjónustu í
Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi
og Bessastaðahreppi. Pétur Feng-
er hjá Almenningsvögnum sagði
að í gær hefði talsvert mikið borið
á kvörtunum hjá þeim sem að jafn-
aði notfærðu sér strætisvagna-
þjónustuna.
123 þúsund í föst laun og 190
þúsund í heildarlaun
Samkvæmt gildandi kjarasamn-
ingi Sleipnis eru byrjunarlaun fé-
lagsmanna 76 þúsund krónur á
mánuði. Samkvæmt tölum Kjara-
rannsóknarnefndar um laun bíl-
stjóra vöru- og flutningabíla á
fjórða ársfjórðungi ársins 1999
voru dagvinnulaun þeirra að með-
altali 100.300 kr. á mánuði. Föst
mánaðarlaun (þ.e. dagvinnulaun +
fastar greiðslur) voru hins vegar
123 þúsund krónur. Þessi meðaltöl
byggja á upplýsingum um laun 95
bílstjóra og þar af fengu 89 bíl-
stjórar yfirvinnugreiðslur og voru
þær 62.000 kr. að meðaltali á mán-
uði. Gera má ráð fyrir að yfir-
vinnugreiðslur bílstjóra séu heldur
hærri yfir sumartímann og því er
óhætt að fullyrða að heildarlaun
bílstjóra séu ekki undir 190 þús-
und kr. á mánuði. Hafa ber í huga
að félagsmenn í Sleipni fengu ekki
launahækkun um síðustu áramót.
Óskar sagði að vinnutími bif-
reiðastjóra væri mjög breytilegur.
Sumir væru með 10 yfírvinnutíma
á mánuði á meðan aðrir væru með
allt að 120 yfirvinnutíma.
Fomilundur
BM-VALLÁ
Söludeild í Fomalundi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
f Fornalundi færðu góðar
hugmyndir fyrir garðinn þinn.
Skoðaðu gagnvirkt kort af
Fornalundi á www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
Kristnihátíðin á Þingvöllum
Bæklingur
sendur á öll
heimili
NÆSTU daga munu landsmenn fá
bækling um umferðarmál vegna
Kristnihátíðar inn um lúguna hjá
sér. 1 bæklingnum er að finna upp-
lýsingar um umferð og kort af öll-
um leiðum á Þingvelli, bfiastæðum
og gönguleiðum, tjaldstæðum, að-
komu fatlaðra auk upplýsinga um
rútuferðir fyrir almenning.
Júlíus Hafstein, framkvæmda-
stjóri Kristnihátíðar, hvetur al-
menning til að geyma bæklinginn í
bílnum og segir að ef fólk fari að
tilmælum Kristnihátíðarnefndar
séu litlar líkur á umferðartöfum
líkt og urðu á Lýðveldishátíðinni
árið 1994.
Júlíus segir að vegabætur og
betra skipulag geri það að verkum
að umferð á að ganga mun betur
en fyrir sex árum. „Það sem breyt-
ir mestu er að frá gatnamótum
Þingvallavegar á Mosfellsheiði og
Grafningsvegar er sérleið fyrir all-
ar rútubifreiðir, allt starfsfólk, lög-
reglu og öryggisverði og alla sér-
staka gesti hátíðarinnar á
sértilgerðum vegi, meðfram Þing-
vallavegi að hakinu fyrir ofan Al-
mannagjá, og því þarf ekki að
stöðva umferð einkabíla til og frá
höfuðborgarsvæðinu," segir Júlíus.