Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 65
GUÐJONINGI
MAGNÚSSON
+ Guðjón Ingi
Magnússon fædd-
ist 27. aprfl 1976.
Hann lést fimmtu-
daginn 1. júm' síðast-
)liðinn. Foreldrar
hans eru Magnús Sig-
| urðsson, f. 30 október
1949, og Aðalheiður
Birgisdóttir, f. 8.
febrúar 1955. For-
eldrar Magnúsar
voru Sigurður Gísla-
son, f. 29. desember
1913, d. 29. desember
1983, bóndi í Kols-
holti í ViIIingaholts-
hreppi og Helga Þórlaug Guðjóns-
dóttir, f. 24 ágúst 1918, d. 21 ágúst
1980. Foreldrar Aðalheiðar eru
Ólöf Krisljánsdóttir, f. 3. apríl
1936, og fósturfaðir Ágúst Guð-
jónsson, f. 1. ágúst 1920. Systkini
Guðjóns eru: 1) Þorssteinn Magn-
ússon, f. 11.2.1970. Kona hans er
Þóra Sumarlína
Jónsdóttir. Börn
þeirra eru Bryndís
Jóna Sveinbjörns-
dóttir, Guðfinna
Jenný Þorsteinsdótt-
ir og Þorsteinn Daní-
el Þorsteinsson. 2) Ir-
is Björk Magnúsdótti
f. 14.12.1973. Maður
hennar er Jón Ari
Guðbjartsson. Sonur
þeirra er Sindri
Magnús. 3) Ólöf Ósk
Magnúsdóttir, f. 19.3
1979. Maður hennar
er Steindór Guð-
mundsson. Dóttir þeirra er Mar-
grót Helga Steindórsdótti. 4)
Helga Skúla Magnúsdóttir, f.
7.8.1980. Sambýlismaður hennar
er Amar Brynjarsson. Barn þeirra
er Brynjar Breki Amarsson.
Útför Guðjóns Inga fór fram frá
Selfosskirkju 10. júní.
Að morgni fimmtudagsins 1. júní
bárust þau hörmulegu tíðindi til okk-
ar í Kolsholti að ungur frændi og vin-
ur hefði látist í hörmulegu slysi þá
um morguninn. Þvílíkt reiðarslag, að
eitt símtal skuli geta breytt fögrum
morgni í dimma nótt. Guðjón Ingi
var eitt af mörgum sumarbörnum
sem hjá okkur hafa dvalið. Ungur
kom hann í sveitina til frænda síns
og hans fjölskyldu og varð strax einn
af okkur. Frá sjö ára aldri þar til að
hann varð 19 ára kom hann um leið
og vorið og fór um leið og fai’fuglarn-
ir á haustin auk margra helga og um
annan frítíma. Hann elskaði sveitina
f og dýrin. Það er mikill fjársjóður að
eignast vináttu og ást þeirra barna
! er hjá okkur dvelja. Guðjón Ingi er
þar efstur á blaði. Hann var okkur
ákaflega kær. Þeh- sem búa í sveit og
eru með bindandi búskap vita hvað
oft getur verið erfitt að skreppa frá.
Við vorum svo lánsöm að eiga Guð-
jón Inga að. Það var ekki langt liðið á
þetta ár er hann hringdi til frænda
síns, hvenær þyrfti hann á hjálp hans
að halda í sumar? Gæti hann gert
eitthvað um sláttinn ef hann tæki
sumarfrí í ágúst. Ég sé hann fyrir
9 mér koma upp tröppurnar, stóran og
þrekinn með bjart bros á andlitinu
og kasta fram sinni vanalegu kveðju
„sæl verið þið“. Það var ákaflega
auðvelt að hafa Guðjón á heimili. Ef
stund gafst frá daglegum verkum
var oftast kíkt á bókaskápinn eða
sest við sjónvarp. Honum leiddist
aldrei. Hann var mjög barngóður og
hændust öll börn að honum. Ef tal
barst að bílum eða traktorum var
Guðjón í essinu sínu. Þar var hann á
ll heimavelli.
Já, minningarnar eru óteljandi og
við geymum þær öll með okkur á
sinn hátt. í dag ríkir mikil sorg hér
hjá okkur í Kolsholti. Það verður
ekki oftar hringt frá Gauja mínum og
sagt: Er í lagi ég komi og verði hjá
ykkur um helgina?
Já, missir okkar er mikill. Ég bið
m Guð að styrkja foreldra og systkini
Gauja, ömmu og afa og litlu systkina-
börnin og okkur öll, ástvini hans.
% Hann mun ávallt lifa í hjörtum okk-
ar. Við gleymum honum aldrei. Ég
kveð hann með sömu kveðju og ég
gerði oftast: Bless, elsku Gaui minn,
þakka þér fyrir allt sem þú ert búinn
að gera fyrir mig. Guð blessi minn-
ingu Guðjóns Inga.
Eydís.
Það voru harmafregnir sem okkur
bárust þann 1. júní. Guðjón Ingi
frændi okkar var dáinn. Gaui eins og
við kölluðum hann alltaf var okkur
systkinunum mikill félagi og náinn
vinur. Það var alveg sama hversu
langt leið á milli þess að við hittumst,
alltaf var viðmót hans og vinskapur
okkar sá sami. Gaui var góð sál og
vinur sem hægt var að treysta. Hann
stóð alltaf við það sem hann sagði og
vildi alltaf hjálpa ef eitthvað bjátaði
i á. Alltafvar stutt í hláturinn hjá hon-
um.
Gaui var í sveit á heimili okkar í
I-
ellefu sumur samfleytt. Það var eins
og sjálfsagður hlutur að Gaui kæmi
hvert sumar, maður bjóst alltaf við
honum. Hann var sjö ára gamall þeg-
ar hann var hjá okkur fyrst fram til
19 ára aldurs og var vinnumaður hjá
pabba síðustu sumrin sín. Þar sem
Gaui bjó á Selfossi var ekki langt í
sveitina til okkar og kom hann oft
einnig um helgar og á öðrum frídög-
um á vetuma og var hjá okkur. Má
segja að sveitin hafi verið hans ann-
að heimili. Gaui var okkur tveimur
yngstu systkinunum sem bróðir. Þar
sem þrjú elstu syskini okkar voru
löngu farin að heiman vorum við þrjú
í heimili ásamt mömmu og pabba.
Gaui montaði sig líka oft af því að
hann ætti stóran systkinahóp. Það
væru systkini sín og svo við krakk-
arnir í Kolsholti. Það var margt sem
við brölluðum saman í sveitinni.
Ekki kom okkur allt of vel saman
fyrstu árin, slógumst við eitt sinn svo
heiftarlega þegar við vorum að gefa
kálfunum að drekka að það endaði
með því að Gaui fékk alla mjólkina
yfir sig sem átti að fara ofan í kálf-
ana. En þegar við urðum eldri
breyttist þetta allt saman og endaði í
góðrí vináttu.
Það eru til margar góðar og
skemmtilegar minningar um hann
Gauja. Eitt atvik kemur oft upp í
huga okkar og hlegið er mikið að en
það er þegar hann varð óvart eftir
uppi á Hellisheiði í blindbyl. Það var
fastur liður hjá Gauja í mörg ár að
fara alltaf með okkur til Reykjavíkur
í verslunarferð fyrir jólin. I einum af
þessum ferðum gerði mikinn snjóbyl
á leiðinni yfir fjallið. Pabbi var alveg
hættur að sjá út vegna snjós á rúðu-
þurrkunum þannig að hann bað
Gauja að fara út og hreinsa þær fyrir
sig. Jú, jú, það var nú lítið mál fyrir
Gauja en þegar hann ætlaði að koma
inn í bílinn eftir það opnaði hann bíl-
hurðina en settist ekki inn heldur
lokaði aftur og ákvað að hreinsa aft-
urrúðuna einnig. En pabbi vissi það
ekki og hélt að Gaui væri kominn inn
og bara brunaði af stað og Gaui stóð
uppi á Hellisheiði í blindbyl og horfði
á eftir bílnum. En Guði sé lof þá vor-
um við Helgi aftur í og örguðum að
Gaui væri ekki í bflnum.
Gaui var alltaf fús til að sjá um
búið með okkur krökkunum svo
mamma og pabbi gætu skroppið í
ferðalag eða á hestamót á sumrin.
Hann var með mikla bfladellu og
kepptist við að eiga kraftmesta og
flottasta bflinn. Einnig var Gaui dug-
legur við að þolprófa vélarnar í sveit-
inni hjá okkur og var ekki til sá
traktor á bænum sem Gaui hafði
ekki fest og sú heyvinnsluvél sem
hann hafði ekki brotið.
Það var síðast nú í maí þegar ég
hélt upp á afmælið mitt sem ég sá
Gauja síðast. Ekki grunaði mig þá að
það yrðu okkar síðustu samskipti.
Þegar Gaui var mættur á svæðið og
þurfti svo að skreppa frá og ég
spurði hvort að hann kæmi ekki aft-
ur sagði hann: Jú, auðvitað, það má
ekki vanta fjórða bróðurinn. Hann
gaf mér fallegan blómvönd og mynd
af sjálfum sér í ramma; mynd sem
flestir myndu ekki gefa af sjálfum
sér en Gaui sá húmorinn í henni og
gaf mér. Nú í dag er þetta dýrmæt-
asta gjöfin mín.
Elsku hjartans Gaui. Sorg okkar
er mikil vegna missis okkar og
hjarta okkar er í molum sem mun
taka langan tíma að púsla aftur sam-
an. Þú varst okkur ómetanlegur vin-
ur. En minning okkar um indælan
vin og frænda hjálpar okkur í gegn-
um sorg okkar. Élsku Gaui, við sökn-
um þín, vonandi líður þér vel núna.
Við munum aldrei gleyma þér og
ekkert mun koma í þinn stað. Guð
geymi þig, elsku hjartans vinur. Við
elskum þig.
Elsku Maggi, Adda, íris, Olla,
Helga og Steini. Guð veri með ykkur
í sorg ykkar.
Þín frænka og frændi,
Sigurdís Lilja og Helgi Þdr.
Tíunda júní sl. var til moldar bor-
inn elskulegur frændi minn og syst-
ursonur, Guðjón Ingi Magnússon.
Ég á bágt með að trúa að ég eigi
ekki eftir að sjá þig oftar, elsku Gaui
minn. Allt gerist svo snöggt og eftir
stöndum við sorgmædd og vitum
ekki okkar rjúkandi ráð. Minningin
um þig lifir í hjörtum okkar.
Elsku Adda, Maggi, systkini og
við öll, söknuðurinn er sár og missir-
inn mikill, en vegna þess hvað okkur
þótti vænt um hann verðum við að
sætta okkur við þær ákvarðanir sem
eru teknar og við fáum ekki rönd við
reist.
Guð gefi Gaua okkar frið og okkur
hinum líkn á erfiðum stundum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umveQi blessun og bænir,
égbið aðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt þjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfln úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er Ijós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Ástarkveðjur,
Axel og Ingveldur.
„Sorgin er gríma gleðinnar. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur hug þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.
En ég segi þér, sorgin og gleðin
ferðast saman að húsi þínu, og þegar
önnur situr við borð þitt, sefur hin í
rúmi þínu.“ (Spámaðurinn.)
Gaui frændi er dáinn. Þetta eru
þær verstu fréttir sem ég hef fengið
og þær síðustu er ég átti von á.
Mikill söknuður greip um sig í
brjósti mínu og tárin streymdu niður
kinnar mínar. Margar góðar stundir
áttum við saman og þær lifa svo lengi
sem ég lifi. Er við vorum komnh’
saman var fátt okkur heilagt. Ósjald-
an var okkur skipt út í matartímum,
og ég á baðherbergið og þú fram í
vaskahús, því ekki gátum við látið al-
mennilega.
Þegar við lékum okkur saman í
haughúsinu í Hrygg á páskadags-
morgun komnir í páskafötin og allir
urðu æfir því við vorum ekki í húsum
hæfir.
Frændur eru frændum verstir.
Ekki vorum við nú alltaf bestu vinir
og slógumst oft í æsku og rifumst.
Allar þessar stundir sem við vörðum
saman gera það að verkum að þú
munt aldrei deyja í bijósti mér.
Hvfldu í friði, kæri frasndi.
Ágúst Óli.
Að vera vakinn um morguninn 1.
júní, en það var sá dagur sem móðir
mín kom inn í herbergi til mín og
sagði: „Haddi minn, sestu upp því ég
er með slæmar fréttir. Hann Gaui
frændi þinn er dáinn, hann dó í nótt.
Hann Magnús pabbi hans var að
hringja og láta okkur vita.“
Þetta er einsog mér hefði verið
gefið hundraðfalt högg utanundir.
Ég vildi ekki trúa þessu í fyrstu en
síðan fékk ég hnút í magann og dofn-
aði allur upp. Ég brast í grát og tárin
streymdu niður. Hvað er annað hægt
en að spyrja Guð: Af hverju þurfti
hann að fara svona fljótt frá okkur,
hann átti svo mikið eftir? En því
verður ekki breytt og því verður ekki
svarað fyrr en við hittum hann aftur
eftir okkar skólagöngu hér á jörðu.
Elsku Guðjón frændi, ég á eftir að
sakna þín svo mikið að orð verða
aldrei nógu mörg til að lýsa því nokk-
urn tímann.
Þegar ég horfi til baka og fer að
riija upp okkar kynni þá finnst mér
að sá tími sem við fengum til að
kynnast svo alltof, alltof stuttur, já
mér finnst það sárt og leitt hvað
hann var stuttur, ekki nema sjö ár,
því ég kynntist þér ekki almennilega
fyrr en þú varst að nálgast 17. árið.
Ég hefði viljað þekkja þig frá því að
þú fæddist, elsku Gaui minn, því sjö
ár eru stuttur tími.
En við áttum okkar frábæru
stundir saman, það var ekki svo
sjaldan sem við fórum saman á böll-
in, í bíó, út að borða og svo hlógum
við ekki sjaldan að öllu sem við vor-
um oft að fíflast með. Það var yndis-
legt að heyra þig hlæja því þú varst
með svo smitandi hlátur og innilegan
að ég hló alltaf með þér og fyrir það
verð ég þér ætíð þakklátur og líka
fyrir það að vera trúnaðarvinur þinn.
Ég reyndi að kenna þér allt sem ég
kann og að forðast öll þau mistök
sem ég hef gert á minni tíð. Við rif-
umst tvisvar en það gerði okkur bara
að betri vinum, en ég hefði viljað
segja þér svo margt og miklu meira,
en það verður bara að bíða þar til ég
hitti þig aftur. Ég fékk þó að hitta
þig síðasta kvöldið um eittleytið, þú
varst svo hress og kátur og leist svo
rosalega vel út, og ég sagði það líka
við þig. „Takk fyrir það,“ sagðir þú
og bættir svo við: „Farðu nú að taka
á því, Haddi bumba!“ og hlóst svo og
glottir, „því annars springur þú einn
daginn." Svo hlógum við eins og við
gerðum oft saman.
En elsku Gaui, þú ert eitt af skær-
ustu ljósunum í lífi mínu, þú gafst
mér hamingju, ást, gleði og sorg og
fyrir það vil ég þakka þér, foreldrum
þínum og Guði fyrir að fá að kynnast
þér. Megi drottinn vernda þig og
þína í nýju ljósi og veita ykkur öllum
styrk. Takk fyrir allt sem þú gafst af
þér, elsku frændi og vinur.
Elsku Maggi, Adda, Steini, íris,
Olla og Helga. Ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur í sorg
ykkar, megi Guð senda ykkur alla þá
vemd og allan þann styrk sem hann
á um ókomna tíð, svo og bömum
ykkar og fjölskyldu, frændfólki og
vinum.
Guð blessi ykkur öll.
Ykkar frændi og vinur,
Hafsteinn Már.
Ég á aldrei eftir að gleyma
fimmtudeginum 1. júní þegar hringt
var í mig og mér sagt að Gaui hefði
fallið í Ólfusá, ég einfaldlega brotn-
aði niður og hef verið hálflamaður af
sorg síðan þá. Ég kynntist Gauja
fyrst tólf ára gamall og urðum við
fljótt mjög góðir vinir. Þessi vinátta
var einstök og entist hún allt til hins
síðasta. Þó samband okkar hafi
vissulega rofnað svolítið síðustu árin,
vegna búsetu, þá var sönn vinátta
alltaf til staðar, og minnist ég þess
ekki að okkur hafi nokkum tímann
orðið sundurorða. Svona var Gaui
alla tíð, einstaklega trúr vinum sín-
um og bar ég alltaf mikla virðingu
fyrir honum vegna þess.
Ekki get ég rifjað allt upp sem við
Gaui upplifðum saman, til þess þyrfti
tugi blaðsíðna, en þessar minningar
munu alltaf lifa í huga mínum, minn-
ingin um einstakan vin.
Elsku Gaui minn, það veitir mér
mikla hlýju að vita af því að þú hafir
hugsað um mig og verið að tala um
mig nokkmm tímum fyrir þetta ^ -
hræðilega slys, þú varst að tala um
að þú þyrftir endilega að skella þér í
bæinn og kíkja í heimsókn til mín og
Margrétar, af því það væri svo langt
síðan við hefðum sést. Það máttu
vita, að þú varst alltaf velkominn, og
veit ég að þú munt eflaust fylgjast
með okkur í framtíðinni. Einnig vil
ég að þú vitir, að hin frábæra afmæl-
isgjöf, sem þú gafst mér á tvítugs-
afmæli mínu, hefur fengið nýtt hlut-
verk, og hef ég komið henni fyrir
uppá ísskáp hjá mér.
Að lokum vil ég segja að þó þú haf- "*
ir oft kallað mig Jóa hetju, þá varst
það þú sem varst hetjan og munt
alltaf verða.
Elsku Adda, Maggi, íris, Olla og
Helga, þið eruð öll frábær og þakka
ég fyrir að hafa fengið að kynnast
ykkur og allar næturnar sem ég gisti
hjá ykkur hér forðum þegar við Gaui
fórum á böll. Ykkur og Þorsteini
votta ég mína dýpstu samúð. Megi
Guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg,
því ykkar missir er mestur.
Jóhann Þorláksson.
+
Alúðar þakkir fæmm við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og systur,
ELSU HAIDYAR ALFREÐSDÓTTUR,
Funalind 13,
Kópavogi.
Við biðjum þann hæsta Himnasmið að gefa
yður öllum farsæld og frið um ókomna ævidaga.
Erlingur Hansson,
Alfreð Svavar Eriingsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Búi Ingvar Erlingsson, Anna Gunnhildur Jónsdóttir,
Hanna Erlingsdóttir, Karl Arnarson
og barnabðrn,
Agnar Búi Alfreðsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför eignkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU JÓNSDÓTTUR,
Efstaleiti 14,
Reykjavík.
Árni Gestsson,
Jónína Árnadóttir,
Gestur Árnason, Judith Hampshire,
Börkur Árnason, Lisa-Lotta Reynis Andersen,
Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.