Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 1 3
FRÉTTIR
asta í mörg ár
LAXVEIÐIN hefur ekki byrjað
vel þetta sumarið, en sums staðar
telja menn að merki séu um að
það muni lifna við stórstreymið
um þjóðhátíðarhelgina. Veiði
hófst í Laxánum í Aðaldal, Kjós
og Leirársveit á laugardagsmorg-
uninn og var fátt um fína drætti.
Fjórir laxar veiddust á fyrstu
vaktinni í Laxá í Aðaldal og var
sá stærsti 17 pund sem mun vera
sá stærsti það sem af er sumri.
Síðdegis á laugardag veiddust
síðan tveir laxar, einn á sunnu-
dag, einn á mánudag og í gaer-
morgun bættist svo níundi laxinn
við að sögn Róberts Brink, kokks
í veiðihúsinu Vökuholti, í gærdag.
Allir eru laxarnir 10 til 17 pund
og allir veiddust fyrir neðan Æð-
arfossa og í Kistukvísl.
Einn lax veiddist fyrsta daginn
í Laxá í Leirársveit, 11 punda í
Vaðstreng 1 og í Kjósinni komu
tveir 12 punda á land fyrsta
morguninn. Þriðji laxinn veiddist
síðan ekki fyrr en í gærmorgun.
Aðrar fréttir úr öðrum ám
Það er sama kroppið annars
staðar. í Kjarrá veiddust tveir
laxar í gærmorgun, þeir fyrstu í
nokkurn tíma og að sögn Erlings
veiðivarðar eru aðeins milli 10 og
20 laxar í veiðibókinni við Helga-
vatn. „Ég hef ekki séð ána jafn
vatnslitla í fimmtán ár,“ sagði
Erlingur. Hann taldi þó að „lax
væri byrjaður að skríða eitthvað
inn,“ eins og hann komst að orði.
Líf að færast í ánna
Eitthvað virtist vera að rofa til
í Norðurá, þar lauk síðasta holl
veiðum í vikubyrjun með 9 laxa á
þurru eftir þriggja daga veiði
með 12 stöngum. „Það má segja
að áin hafi verið laxlaus. Síðasta
morguninn var þó eins og eitt-
hvert líf væri að færast í hana,“
sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sem
var að veiðum ásamt fleirum í
harðsnúnu holli. Hollið sem tók
við hafði fengið átta laxa eftir
fyrsta daginn og því hugsanlega
eitthvað að gerast eins og Ingvi
nefndi. 62 voru komnir á land.
Nyrðra er reytingsveiði í
Blöndu, en lítið að hafa í Laxá á
Asum enn sem komið er.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Jón Helgi Vigfússon og Jón Helgi Björnsson á Laxamýri ásamt föru-
neyti á fyrstu vaktinni fyrir neðan Æðarfossa. Laxarnir eru allir
vænir, upp í 17 pund.
Ásgeir Þór Ámason með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós sumarið 2000,
12 punda hrygnu.
Stunffinn í
lærið með
dúkahníf
LÖGREGLAN á Selfossi var köll-
uð að fjölbýlishúsi um sjöleytið á
mánudagsmorgun vegna líkams-
árásar. Tveimur mönnum hafði
sinnast með þeim afleiðingum að
annar stakk hinn með dúkahnífi í
lærið.
Maðurinn var handtekinn og yf-
irheyrður hjá lögreglu en hinn var
fluttur undir læknishendur og
þurfti að sauma nokkur spor í lær-
ið á honum. Þá gistu tveir menn til
viðbótar fangageymslur lögregl-
unnar á Selfossi, annar vegna
gruns um ölvunarakstur og hinn
vegna ölvunar og óspekta á al-
mannafæri.
------------
Þrír slösuð-
ust í bíl-
veltu
ÞRENNT var flutt slasað á
Sjúkrahús Reykjavíkur er bíll valt
nokkrar veltur á Alftanesvegi í
Garðabæ á fjórða tímanum aðfara-
nótt sl. sunnudags
Fjórir, allir um tvítugt, voru í
bílnum en ökumaðurinn er talinn
hafa misst vald á bílnum sem lenti
á umferðarmerki áður en för hans
endaði úti í hrauni. Fólkið, sem
var flutt á sjúkrahús, er talsvert
slasað en ekki í lífshættu. Sá
fjórði, sem var í bílnum, slapp með
skrekkinn.
tííHDA HR-V 5 DYRA
Gunnar Bernhard ehf.
Vatnagörðum 24 • s. 520 1100
AKRANES: Bilversf., slmi431 1985. AKUREYRI: Höldurhf., símiASi 3000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bílavík, slmi421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, simi48l 1535.
(HONDA HR-V 1.6i 4x4 5 DYRA
105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir
loftpúðar, rafdrifnar rúöur og speglar,
hiti í sætum og speglum, fjarstýrðar
samlæsingar, samlitaður.
T
verðfré 1.890.000 kr,-