Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 1 3 FRÉTTIR asta í mörg ár LAXVEIÐIN hefur ekki byrjað vel þetta sumarið, en sums staðar telja menn að merki séu um að það muni lifna við stórstreymið um þjóðhátíðarhelgina. Veiði hófst í Laxánum í Aðaldal, Kjós og Leirársveit á laugardagsmorg- uninn og var fátt um fína drætti. Fjórir laxar veiddust á fyrstu vaktinni í Laxá í Aðaldal og var sá stærsti 17 pund sem mun vera sá stærsti það sem af er sumri. Síðdegis á laugardag veiddust síðan tveir laxar, einn á sunnu- dag, einn á mánudag og í gaer- morgun bættist svo níundi laxinn við að sögn Róberts Brink, kokks í veiðihúsinu Vökuholti, í gærdag. Allir eru laxarnir 10 til 17 pund og allir veiddust fyrir neðan Æð- arfossa og í Kistukvísl. Einn lax veiddist fyrsta daginn í Laxá í Leirársveit, 11 punda í Vaðstreng 1 og í Kjósinni komu tveir 12 punda á land fyrsta morguninn. Þriðji laxinn veiddist síðan ekki fyrr en í gærmorgun. Aðrar fréttir úr öðrum ám Það er sama kroppið annars staðar. í Kjarrá veiddust tveir laxar í gærmorgun, þeir fyrstu í nokkurn tíma og að sögn Erlings veiðivarðar eru aðeins milli 10 og 20 laxar í veiðibókinni við Helga- vatn. „Ég hef ekki séð ána jafn vatnslitla í fimmtán ár,“ sagði Erlingur. Hann taldi þó að „lax væri byrjaður að skríða eitthvað inn,“ eins og hann komst að orði. Líf að færast í ánna Eitthvað virtist vera að rofa til í Norðurá, þar lauk síðasta holl veiðum í vikubyrjun með 9 laxa á þurru eftir þriggja daga veiði með 12 stöngum. „Það má segja að áin hafi verið laxlaus. Síðasta morguninn var þó eins og eitt- hvert líf væri að færast í hana,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sem var að veiðum ásamt fleirum í harðsnúnu holli. Hollið sem tók við hafði fengið átta laxa eftir fyrsta daginn og því hugsanlega eitthvað að gerast eins og Ingvi nefndi. 62 voru komnir á land. Nyrðra er reytingsveiði í Blöndu, en lítið að hafa í Laxá á Asum enn sem komið er. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Vigfússon og Jón Helgi Björnsson á Laxamýri ásamt föru- neyti á fyrstu vaktinni fyrir neðan Æðarfossa. Laxarnir eru allir vænir, upp í 17 pund. Ásgeir Þór Ámason með fyrsta laxinn úr Laxá í Kjós sumarið 2000, 12 punda hrygnu. Stunffinn í lærið með dúkahníf LÖGREGLAN á Selfossi var köll- uð að fjölbýlishúsi um sjöleytið á mánudagsmorgun vegna líkams- árásar. Tveimur mönnum hafði sinnast með þeim afleiðingum að annar stakk hinn með dúkahnífi í lærið. Maðurinn var handtekinn og yf- irheyrður hjá lögreglu en hinn var fluttur undir læknishendur og þurfti að sauma nokkur spor í lær- ið á honum. Þá gistu tveir menn til viðbótar fangageymslur lögregl- unnar á Selfossi, annar vegna gruns um ölvunarakstur og hinn vegna ölvunar og óspekta á al- mannafæri. ------------ Þrír slösuð- ust í bíl- veltu ÞRENNT var flutt slasað á Sjúkrahús Reykjavíkur er bíll valt nokkrar veltur á Alftanesvegi í Garðabæ á fjórða tímanum aðfara- nótt sl. sunnudags Fjórir, allir um tvítugt, voru í bílnum en ökumaðurinn er talinn hafa misst vald á bílnum sem lenti á umferðarmerki áður en för hans endaði úti í hrauni. Fólkið, sem var flutt á sjúkrahús, er talsvert slasað en ekki í lífshættu. Sá fjórði, sem var í bílnum, slapp með skrekkinn. tííHDA HR-V 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bilversf., slmi431 1985. AKUREYRI: Höldurhf., símiASi 3000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bílavík, slmi421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, simi48l 1535. (HONDA HR-V 1.6i 4x4 5 DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, rafdrifnar rúöur og speglar, hiti í sætum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar, samlitaður. T verðfré 1.890.000 kr,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.