Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einsöngstónleikar í tónleikaröð Tónskáldafélags fslands haldnir í Salnum í kvöld Uppgötva margar nýjar söngperlur Einsöngvararnir Sigríður Jónsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir munu ásamt Olafí Kjartani Sigurðarsyni syngja á hátíð Tón- skáldafélagsins í Salnum í kvöld klukkan að þau eru samin á 30 ára tímabili,“ segii' Þórunn. „Eins og raunin er með öll tímabil tónlistarsögunnar þá skarast þau mjög mikið. Sumir þessa höfunda eru hárómantískir og mjög hefðbundnir en aðrir nútíma- legri.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins 20:30. Eyrún Baldursdóttir hitti þær skömmu fyrir æfíngu í gær. ÞÆR voru vissulega sólbjartar í sinni, söngkonurnar Þórunn Guð- mundsdóttir sópran og Sigríður Jónsdóttir mezzósópran, þegar blaðamaður hitti þær að máli í gær. Þær koma fram á tónlistar- hátíð Tónskáldafélags íslands í kvöld ásamt Ólafí Kjartani Sigurð- arsyni barítonsöngv- ara. „Ólafur er maður á ferð og flugi,“ sagði Sigríður kímin og munu það vera orð að sönnu, enda var hann staddur í Færeyjum þegar spjallið fór fram. Undanfarið hefur Tónskáldafélagið stað- ið fyrir tónleikaröð þar sem tekin eru fyrir sérstök tímabil í ís- lenskn tónlistarsköp- un. í kvöld munu söngvararnir gera skil einsöngstónlist frá miðhluta síðustu aldar, við aðstoð píanóleikaranna Gerrit Schuil, Ingunnar Hildar Hauksdóttur og Jónasar Ingimund- arsonar. Fjölbreytileg- lög á dagskrá Á efnisskránni er að fínna nokkr- ar af helstu söngperlum þjóðarinnar eftir tónskáld eins og Jón Ásgeirs- son, Jón Nordal, Skúla Halldórsson, Sigfús Halldórsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Leif Þórarinsson, Sig- ursvein D. Kristinsson, Karl O. Runólfsson, Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Áma Bjömsson. Auk þess verða á efnisski'ánni lög sem ekki hafa ómað oft í eyrum landans. í því sam- bandi benti Sigríður á að forvitnilegt yrði fyr- ir áheyrendur að kynn- ast lögum sem sum hver hafa gleymst eða þóttu of nútímaleg á sínum tíma. „Það er svo skemmtilegt að við völdum ekki lögin sjálf, heldur var það Jónas Ingimundarson sem raðaði þeim niður á okkar þrjár raddteg- undir,“ segir Þórunn. „Þetta eru kannski ekki endilega lög sem maður hefði sjálfur val- ið, einmitt af því að maður þekkir þau ekki. Það er mjög gaman að fá að glíma við þau og ég hef í kjölfa- rið uppgötvað margar nýjar perlur." Sigríður tekur undii' þessi um- mæli Þórunnar og bendir á að sér hafi þótt sérstaklega gaman að upp- götva lag Bjama Böðvarssonar sem mun vera faðir hins kunna dægur- lagasöngvara Ragnars Bjarnasonar. Lögin sem ílutt verða eru yfir þrjátíu talsins, og eru þau mjög mis- munandi hvað varðar tón- og texta- val. „Það er ekki hægt að segja að þessi lög séu í einum stíl eða það sé eitthvað sem sameinar þau annað en Ólafur Kjartan Sig- urðsson baritón syngur einnig á tón- leikunum í kvöld. Margar gerðir fyrirliggjandi á lager Sérpantanaþjónusta Skeifan 7 - Simi 525 0800 Sigríður Jónsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir einsöngvarar. íslensk tónsköpun í háveg’um Þær stöllur segjast ánægðar með framtak tónskáldafélagsins á 50 ára afmælinu við að gera íslenskri tónl- istarsköpun á öldinni skil. „Ég hef alltaf lagt mig sérstaklega fram við að syngja íslenska tónlist og því er ég ánægð með að fá að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Þórunn bros- andi og bætir við: „Þegar sungið er á móðurmálinu skilur maður hvert orð og öll blæbrigði tungumálsins." Hún kveður marga textana vera hreint „yndislega" en höfundar þeirra eru m.a. Halldór Laxness, Steinn Steinan', Þorsteinn Valdi- marsson og Jónas Hallgrimsson. Það er mikill hugur í þeim Sigríði og Þórunni fyrir tónleikana á morg- un og þær segjast hlakka til að syngja í tónlistarhúsi Kópavogs ásamt Olafi Kjartani. Þær kváðu ekki loku fyiir það skotið að klæðn- aður þeiira á tónleikunum yrði í anda tímabilsins. „Ég verð í gamal- dags kjól,“ sagði Sigríður hlæjandi og Þórunn bætti íbyggin við: „Ætli ég reyni ekki bara að vera sumar- leg.“ Og að því mæltu flugu þessir söngfuglar burt á æfingu í Salnum. Finnski kórinn Kansallis Kuoro staddur á íslandi Kansallis Kuoro á æfíngu fyrir tónleikana. Morgunblaðið/Jim Smart Tónleikar í Langholts- kirkju og Salnum FINNSKI kórinn Kansallis Kuoro, undir stjórn Johanna Rouhiainen- Sakari, heldur tónleika í Lang- holtskirkju í kvöld, miðvikudag- skvöld, kl. 20.30 og á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 í Salnum. Á tónleikunum í kvöld verða kirkjuleg verk eftir Franz Schu- bert, Anton Bruckner og Luigi Cherubini en á tónleikunum í Saln- um verður flutt efnisskrá finnskra og íslenskra kórlaga. Kansallis-Kuoro, Þjóðarkórinn, var stofnaður 4. október 1908 þeg- ar finnsk þjóðernisvitund fékk byr undir báða vængi, í landi nýfrjálsu undan sænskri stjórn en þó enn á ný undir Rússum. Stofnendur kórsins sáu fljótt að ákvörðun þeirra um að stofna nýjan kór í Helsinki var rétt, þar sem 93 nýir félagar létu innrita sig í kórinn þann sama dag. Dagmar Klemetti, systir Heikki Klemetti, var fyrsti stjórnandi kórsins. Heikki Klem- etti var sjálfur eitt af kunnu finnsku tónskáldunum. Sibelius samdi kantötu fyrir kórinn Kórinn söng aðallega finnsk lög. Til dæmis samdi Jean Sibelius kan- tötuna „Oma maa“ (Landið okkar) og tileinkaði kórnum og Toivo Ku- ula samdi einnig mars fyrir kórinn. Árið 1913 lét kórinn arkitektana Oiva og K.S. Kallio hanna fyrir sig fána og Ilona Jalava „bróderaði" hann. Jalava var vel þekkt fyrir út- saum sinn og prjónaskap og allar „nútíma" fjölskyldur þess tíma áttu hluti eftir hana á heimilum sínum. Armas Maasalo tók við stjórn kórs- ins árið 1915 og stjórnaði honum í yfir 30 ár. Á þessum tíma hóf kór- inn að syngja krefjandi oratoríur og messur. Maasalo samdi m.a. Jólaóratoríu fyrir kórinn, sem var ílutt árlega í yfir 10 ár. Þegar kórinn heimsækir önnur lönd, syngur hann gjarnan finnsk kórlög. Lengsta ferðalag kórsins var um Bandaríkin árið 1965. Á þeim mánuði sem ferðalagið tók hélt kórinn yfir 20 tónleika, en þá var Jorma Pukkila stjórnandi kórs- ins. Kórinn tók einnig þátt í kóra- hátíð í Vín í Austurríki árið 1971 og hefur haldið tónleika í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum. í gegnum tíðina hefur kórinn einnig haft aðra stjórnendur, allt leiðandi tónlistar- menn í Finnlandi eins og t.d. Ahti Sonninen og Tuulikki Nárhisalo. Frá árinu 1997 hefur Johanna Rouhiainen-Sakari stjórnað kórn- um og hyggst takast á við ný krefj- andi verkefni og markar þessi tón- leikaferð til íslands upphaf þessa nýja tíma. Rouhiainen-Sakari er píanókennari að atvinnu. Kennarar hennar hafa verið m. a. Mikael Zielinski, Sirpa Áikaá, Anita Talvio og Folke Grasbáck. Þegar hún lærði á fiðlu voru Laj- os Garam og Ves Raiskinen kenn- arar hennar, en á franskt horn lærði hún hjá^ Jukka Kasper og If- or James. Á námsárum sínum 1979-1985 lék hún á fiðlu og franskt horn í Ylioppilaskunnan Soittajat (Hljómsveit samtaka stú- denta). Johanna Rouhiainen-Sakari hefur einnig leikið á franskt horn með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hún þjálfaði hinn kunna kór Cantores Minores undir stjórn kór- stjórans Heinz Hoffman á árunum 1979-1987. Rouhiainen-Sakari hef- ur stjórnað og leiðbeint fjölmörg- um öðrum kórum og hljómsveitum. Hún hefur kennt á píanó, fiðlu og franskt horn í mörgum skólum í Finnlandi. Hún hefur einnig kennt tónfræði í þessum sömu skólum og haldið fjölmörg sumarnámskeið að auki. Til viðbótar námi á þessi hljóð- færi hefur hún lært hljómsveitar- stjórnun hjá hljómsveitarstjórun- um Pertti Pakkanen og Petri Sakari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.