Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Einsöngstónleikar í tónleikaröð Tónskáldafélags fslands haldnir í Salnum í kvöld
Uppgötva margar
nýjar söngperlur
Einsöngvararnir Sigríður Jónsdóttir og
Þórunn Guðmundsdóttir munu ásamt Olafí
Kjartani Sigurðarsyni syngja á hátíð Tón-
skáldafélagsins í Salnum í kvöld klukkan
að þau eru samin á 30 ára tímabili,“
segii' Þórunn. „Eins og raunin er
með öll tímabil tónlistarsögunnar þá
skarast þau mjög mikið. Sumir
þessa höfunda eru hárómantískir og
mjög hefðbundnir en aðrir nútíma-
legri.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
20:30. Eyrún Baldursdóttir hitti þær
skömmu fyrir æfíngu í gær.
ÞÆR voru vissulega sólbjartar í
sinni, söngkonurnar Þórunn Guð-
mundsdóttir sópran og Sigríður
Jónsdóttir mezzósópran, þegar
blaðamaður hitti þær
að máli í gær. Þær
koma fram á tónlistar-
hátíð Tónskáldafélags
íslands í kvöld ásamt
Ólafí Kjartani Sigurð-
arsyni barítonsöngv-
ara. „Ólafur er maður
á ferð og flugi,“ sagði
Sigríður kímin og
munu það vera orð að
sönnu, enda var hann
staddur í Færeyjum
þegar spjallið fór fram.
Undanfarið hefur
Tónskáldafélagið stað-
ið fyrir tónleikaröð þar
sem tekin eru fyrir
sérstök tímabil í ís-
lenskn tónlistarsköp-
un. í kvöld munu
söngvararnir gera skil
einsöngstónlist frá miðhluta síðustu
aldar, við aðstoð píanóleikaranna
Gerrit Schuil, Ingunnar Hildar
Hauksdóttur og Jónasar Ingimund-
arsonar.
Fjölbreytileg- lög á dagskrá
Á efnisskránni er að fínna nokkr-
ar af helstu söngperlum þjóðarinnar
eftir tónskáld eins og Jón Ásgeirs-
son, Jón Nordal, Skúla Halldórsson,
Sigfús Halldórsson, Gunnar Reyni
Sveinsson, Leif Þórarinsson, Sig-
ursvein D. Kristinsson, Karl O.
Runólfsson, Jórunni Viðar, Þorkel
Sigurbjörnsson og Áma Bjömsson.
Auk þess verða á efnisski'ánni lög
sem ekki hafa ómað oft í eyrum
landans. í því sam-
bandi benti Sigríður á
að forvitnilegt yrði fyr-
ir áheyrendur að kynn-
ast lögum sem sum
hver hafa gleymst eða
þóttu of nútímaleg á
sínum tíma.
„Það er svo
skemmtilegt að við
völdum ekki lögin sjálf,
heldur var það Jónas
Ingimundarson sem
raðaði þeim niður á
okkar þrjár raddteg-
undir,“ segir Þórunn.
„Þetta eru kannski
ekki endilega lög sem
maður hefði sjálfur val-
ið, einmitt af því að
maður þekkir þau ekki.
Það er mjög gaman að
fá að glíma við þau og ég hef í kjölfa-
rið uppgötvað margar nýjar perlur."
Sigríður tekur undii' þessi um-
mæli Þórunnar og bendir á að sér
hafi þótt sérstaklega gaman að upp-
götva lag Bjama Böðvarssonar sem
mun vera faðir hins kunna dægur-
lagasöngvara Ragnars Bjarnasonar.
Lögin sem ílutt verða eru yfir
þrjátíu talsins, og eru þau mjög mis-
munandi hvað varðar tón- og texta-
val. „Það er ekki hægt að segja að
þessi lög séu í einum stíl eða það sé
eitthvað sem sameinar þau annað en
Ólafur Kjartan Sig-
urðsson baritón
syngur einnig á tón-
leikunum í kvöld.
Margar gerðir fyrirliggjandi á lager
Sérpantanaþjónusta
Skeifan 7 - Simi 525 0800
Sigríður Jónsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir einsöngvarar.
íslensk tónsköpun
í háveg’um
Þær stöllur segjast ánægðar með
framtak tónskáldafélagsins á 50 ára
afmælinu við að gera íslenskri tónl-
istarsköpun á öldinni skil. „Ég hef
alltaf lagt mig sérstaklega fram við
að syngja íslenska tónlist og því er
ég ánægð með að fá að taka þátt í
þessari hátíð,“ segir Þórunn bros-
andi og bætir við: „Þegar sungið er
á móðurmálinu skilur maður hvert
orð og öll blæbrigði tungumálsins."
Hún kveður marga textana vera
hreint „yndislega" en höfundar
þeirra eru m.a. Halldór Laxness,
Steinn Steinan', Þorsteinn Valdi-
marsson og Jónas Hallgrimsson.
Það er mikill hugur í þeim Sigríði
og Þórunni fyrir tónleikana á morg-
un og þær segjast hlakka til að
syngja í tónlistarhúsi Kópavogs
ásamt Olafi Kjartani. Þær kváðu
ekki loku fyiir það skotið að klæðn-
aður þeiira á tónleikunum yrði í
anda tímabilsins. „Ég verð í gamal-
dags kjól,“ sagði Sigríður hlæjandi
og Þórunn bætti íbyggin við: „Ætli
ég reyni ekki bara að vera sumar-
leg.“ Og að því mæltu flugu þessir
söngfuglar burt á æfingu í Salnum.
Finnski kórinn Kansallis Kuoro staddur á íslandi
Kansallis Kuoro á æfíngu fyrir tónleikana.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tónleikar í Langholts-
kirkju og Salnum
FINNSKI kórinn Kansallis Kuoro,
undir stjórn Johanna Rouhiainen-
Sakari, heldur tónleika í Lang-
holtskirkju í kvöld, miðvikudag-
skvöld, kl. 20.30 og á morgun,
fimmtudag, kl. 20.30 í Salnum.
Á tónleikunum í kvöld verða
kirkjuleg verk eftir Franz Schu-
bert, Anton Bruckner og Luigi
Cherubini en á tónleikunum í Saln-
um verður flutt efnisskrá finnskra
og íslenskra kórlaga.
Kansallis-Kuoro, Þjóðarkórinn,
var stofnaður 4. október 1908 þeg-
ar finnsk þjóðernisvitund fékk byr
undir báða vængi, í landi nýfrjálsu
undan sænskri stjórn en þó enn á
ný undir Rússum. Stofnendur
kórsins sáu fljótt að ákvörðun
þeirra um að stofna nýjan kór í
Helsinki var rétt, þar sem 93 nýir
félagar létu innrita sig í kórinn
þann sama dag. Dagmar Klemetti,
systir Heikki Klemetti, var fyrsti
stjórnandi kórsins. Heikki Klem-
etti var sjálfur eitt af kunnu
finnsku tónskáldunum.
Sibelius samdi
kantötu fyrir kórinn
Kórinn söng aðallega finnsk lög.
Til dæmis samdi Jean Sibelius kan-
tötuna „Oma maa“ (Landið okkar)
og tileinkaði kórnum og Toivo Ku-
ula samdi einnig mars fyrir kórinn.
Árið 1913 lét kórinn arkitektana
Oiva og K.S. Kallio hanna fyrir sig
fána og Ilona Jalava „bróderaði"
hann. Jalava var vel þekkt fyrir út-
saum sinn og prjónaskap og allar
„nútíma" fjölskyldur þess tíma áttu
hluti eftir hana á heimilum sínum.
Armas Maasalo tók við stjórn kórs-
ins árið 1915 og stjórnaði honum í
yfir 30 ár. Á þessum tíma hóf kór-
inn að syngja krefjandi oratoríur
og messur. Maasalo samdi m.a.
Jólaóratoríu fyrir kórinn, sem var
ílutt árlega í yfir 10 ár.
Þegar kórinn heimsækir önnur
lönd, syngur hann gjarnan finnsk
kórlög. Lengsta ferðalag kórsins
var um Bandaríkin árið 1965. Á
þeim mánuði sem ferðalagið tók
hélt kórinn yfir 20 tónleika, en þá
var Jorma Pukkila stjórnandi kórs-
ins. Kórinn tók einnig þátt í kóra-
hátíð í Vín í Austurríki árið 1971 og
hefur haldið tónleika í Skandinavíu
og Eystrasaltslöndunum. í gegnum
tíðina hefur kórinn einnig haft aðra
stjórnendur, allt leiðandi tónlistar-
menn í Finnlandi eins og t.d. Ahti
Sonninen og Tuulikki Nárhisalo.
Frá árinu 1997 hefur Johanna
Rouhiainen-Sakari stjórnað kórn-
um og hyggst takast á við ný krefj-
andi verkefni og markar þessi tón-
leikaferð til íslands upphaf þessa
nýja tíma. Rouhiainen-Sakari er
píanókennari að atvinnu. Kennarar
hennar hafa verið m. a. Mikael
Zielinski, Sirpa Áikaá, Anita Talvio
og Folke Grasbáck.
Þegar hún lærði á fiðlu voru Laj-
os Garam og Ves Raiskinen kenn-
arar hennar, en á franskt horn
lærði hún hjá^ Jukka Kasper og If-
or James. Á námsárum sínum
1979-1985 lék hún á fiðlu og
franskt horn í Ylioppilaskunnan
Soittajat (Hljómsveit samtaka stú-
denta). Johanna Rouhiainen-Sakari
hefur einnig leikið á franskt horn
með Sinfóníuhljómsveit Islands.
Hún þjálfaði hinn kunna kór
Cantores Minores undir stjórn kór-
stjórans Heinz Hoffman á árunum
1979-1987. Rouhiainen-Sakari hef-
ur stjórnað og leiðbeint fjölmörg-
um öðrum kórum og hljómsveitum.
Hún hefur kennt á píanó, fiðlu og
franskt horn í mörgum skólum í
Finnlandi. Hún hefur einnig kennt
tónfræði í þessum sömu skólum og
haldið fjölmörg sumarnámskeið að
auki.
Til viðbótar námi á þessi hljóð-
færi hefur hún lært hljómsveitar-
stjórnun hjá hljómsveitarstjórun-
um Pertti Pakkanen og Petri
Sakari.