Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ ^66 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MINNINGAR FRÉTTIR BJÖRN ÞÓRARINN ÁSMUNDSSON + Björn Þórarinn Ásmundsson fæddist í Nýjabæ í Vestmannaeyjum 6. janúar 1918. Hann lést 3. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafnar- kirkju 12. júní. Mig langar að kveðja þig, elsku pabbi, með nokkrum minningarbrotum en þau eru mörg á líf- sleiðinni. Þú varst lengst af sjómaður, vélstjóri, eins og tíðkaðist í þá daga, og síðar vélgæslumaður í frystihúsinu. Fast var sóttur sjór- inn þótt bátar væru minni og ekki eins kostum búnir og í dag. Það þurfti að vinna fyrir stórri fjöl- skyldu, sjö börnum, sem öll þurftu sitt. Oft beið maður niðri á bryggju til að taka á móti bátum þegar þeir konju. að landi. Ég man líka að við vorkenmium pabba þeg- ar hann var að fara í myrkri og kulda snemma á morgnana út á sjó. Syo þegar við fórum í skólann • ,þá séttdst að manni þeygur ef sjáv- arhljóðið var mikið.. Pubbi naut þeirrar gæfu að vinna frám undir áttræðisaldur enda var hann vel á sig kominn. Nokkrar af mínum bestu minningum erú þegar við Hreinn fórum að ferðast með ykk- ur eftir að við fluttum á Höfn. Það var farið í Lónið í steinaleit, á fjör- ur og að veiða svo fátt eitt sé nefnt. Pabba og Hreini kom vel saman og myndaðist sérstök vin- átta þeirra á milli sem var gagn- kvæm. Við fórum líka saman í ykk- ar fyrstu ferð til sólarlanda. Þú varst nú ekki alveg viss um að það ætti við þig en annað kom á daginn. Þið fóruð margar ferðir eftir þetta því ykkur fannst það ynd- islegt. Þið tengda- feðgar fóruð saman í ykkar síðustu sólar- landaferð fyrir þrem- ur árum og var það gert fyrir okkur. Pabbi minn, þú varst alltaf svo hraustur og ungur í anda og líkamlega vel á þig kom- inn þar til hjartað fór að bila. En þú sagðir alltaf að það væri allt í lagi fram á síðasta dag. Fyrir hálf- um mánuði varstu svo vongóður og bjartsýnn að þú ákvaðst að kaupa þér nýjan bíl til að auðvelda ykkur mömmu að komast í sumarbústað- inn ykkar í Lóni sem þið nutuð svo vel að fara í og skoða fallegu trén ykkar sem þið gróðursettuð. En síðan þú hættir að vinna hafið þið mamma notið þess að aka um sveitirnar og njóta fallegrar nátt- úru. Elsku mamma, ég bið guð að styrkja þig í sorg þinni og veit að hann leggur líkn með þraut. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnagt, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós semíifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Valdís Þórarinsdóttir. Alyktanir frá 30. þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Aðgengi fyrir alla - þjóð- félag án þröskulda Ljósmynd/Jón Gunnlaugsson Amór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. 30. ÞING Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, haldið á Akranesi dagana 2.-4. júní sl., hafði ferilmál að aðalumfjöllunarefni. Það er engin tilviljun að svo er, því forsenda þess að fatlaðir geti lifað sem eðlilegustu lífi er að öll aðgengismál séu í lagi. Það eru mannréttindi að fólk komist á sem auðveldastan hátt ferða sinna, t.d. vegna náms og atvinnu, segir í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörgu. Því skorar þingið á stjórnvöld að láta gera úttekt í öllum sveitarfélög- um á aðgengi að öllu húsnæði og úti- vistarsvæðum ætluðum almenningi. Úttektinni og áætlunum um úrbæt- ur verði lokið eigi síðar en í árslok 2001. Þá liggi fyrir hverju er ábóta- vant og hvernig stjórnvöld hyggist bæta úr og fyrir hvaða tíma. Greiðar almenningssamgöngur eru mannréttindi. Því þarf að tryggja öllum greiðan aðgang að al- menningsfarartækjum. Verði því ekki við komið þarf að tryggja ferðafrelsi hreyfihamlaðra með sér- úrræðum sem ekki skerða sjálf- stæði einstaklinganna. Þetta gildir um almenningsvagna innanbæjar, sérleyfisbifreiðir, flugsamgöngur og ferjur. Sjálfsbjörg skorar á ríkisvaldið að setja lög sem tryggi samgöngur fyr- ir alla. Kjörorðið er: Aðgengi fyrir alla inn í nýja öld. 30. þing Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, lýsir því yfir að Sjálfsbjörg geti ekki samþykkt frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem lagt var fyrir á Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999- 2000 nema eftirfarandi verði tryggt; I fyrsta lagi að réttarstaða fatlaðra verði betri en hún er nú og í öðru lagi að tryggt verði nægjanlegt fjár- magn til að sveitarfélögin geti sinnt þeim verkefnum sem þeim er ætlað í frumvarpinu. Vegna þeirra umræðna sem hafa verið í fjölmiðlum undanfarið um lausn húsnæðismála fyrir hóp fat- laðra með flutningi þeirra til Hrís- eyjar, vill 30. þing Sjálfsbjargar álykta eftirfarandi: Sjálfsbjörg hafnar ekki þeirri lausn fyrir þá sem það kjósa að búa í Hrísey en meginreglan á að vera sú að búset- uvandamál fatlaðra séu leyst í þeirra heimabyggð. ÁSTA JÓNSDÓTTIR + Ásta Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 18. desember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 5. júní. Harmafregnir gera sjaldnast boð á undan sér. Á svipstundu verður lífið dauflegra og tómlegra. Andlát vinkonu minnar Ástu Jónsdóttur bar snöggt að; hélunótt- in skall óvænt á og hin trygga og yndislega kona var horfin úr lífi okkar. Þegar góðir og mætir ein- staklingar, sem gert hafa líf okkar betra og fyllra, yfirgefa heim okkar, myndast tóm sem erfitt reynist að fylla. Orð verða vanmáttug. Engu að síður langar mig til að þakka Ástu samfylgdina með nokkrum fá- tæklegum setningum. Ásta hafði til að bera hlýju og líknarmátt sem að- eins gjafmildu og miklu fólki er gef- inn. Viska hennar og skörp dómgreind gerði hana einstaklega færa um að miðla málum. Mannkærleikur Ástu var rómaður og nutu hans fjölmargir og ekki síst þeir sem minna máttu sín. Ég bar gæfu til að fylgjast með innilegu og ást- ríku sambandi hennar og ejginmannsins Ár- na. Ég votta þeim öll- um innilega hluttekn- ingu mína og samúð. Ég veit að missir hans og barna þeirra fjögurra er mikill en huggun harmi gegn eru hinar sterku og fallegu minningar um Ástu sem eftir sitja. Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Ingibjörg Eyþórsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA BJÖRNSSONAR húsasmiðs, Grandavegi 47, sem iést á Benidorm 26 maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks Samvinnuferðar Landsýnar. Guðrún Hallgrímsdóttir, Stefán Árnason, Sigurrés Kristjánsdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Ingvar Isebarn, Rósa Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gengið og siglt milli hafnarsvæða Samstarfsráð- herrar funda í Færeyjum HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð og sjóferð í kvöld, miðvikudagskvöld, milli gömlu hafnarinnar og Sundahafnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 út í Suður- bugt og síðan með höfninni og ströndinni ínn í Laugarnes og Klettavör í Sundahöfn. Þar verður val um að ganga til baka, fara með SVR eða sigla með ströndinni á í/h Skúlaskeiði að Miðbakka. Á leiðinni inn að Kirkjusandi verða skoðuð úti- listaverk og þaðan verður hópurinn í fylgd Þorgríms Gestssonar. Állir vel- komnir. SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og norrænn samstarfsráð- herra, mun sitja fund samstarfs- ráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Færeyjum í dag, 14. júní. Á fundinum verða m.a. til um- ræðu og væntanlegrar ákvarðana- töku fjárlög Norrænu ráðherran- efndarinnar fyrir árið 2001. Upphæð þeirra árið 2000 er rúmir 7 milljarðar króna. Ráðherrarnir munu einnig ræða samþættingu jafnréttis á öllum sviðum norræns samstarfs, fram- hald norræna þjónustusímans og tillögur til gagngerra breytinga í uppbyggingu og vinnuferli nor- rænna fjárlaga. Siv Friðleifsdóttir mun jafn- framt eiga fund með umhverfis- ráðherra Færeyja. Ur dagbók lögreglunnar Lögreglumaður var bitinn í eyra Auðgunarbrot Tilkynnt var um 6 innbrot í heimahús um helgina og 9 innbrot í bifreiðar. Bifreið var stöðvuð í akstri á á sunnudagsmorgni, við leit í bifreiðinni fundust tvö um- ferðarmerki. Á sunnudag var til- kynnt um þjófnað á listaverki við Sæbraut. Ofbeldisbrot Aðfaranótt laugardags var mað- ur fluttur í fangageymslu lögreglu eftir að hafa ráðist að dyravörðum við skemmtistað í miðborginni. Aðfaranótt sunnudags var lög- reglumaður við störf í miðborginni bitinn í eyra af manni sem hafði verið færður inn í lögreglubifreið- ina vegna óláta. Tilkynning barst um það að morgni sunnudags að ráðist hefði verið að manni og Helgin 9.-12. júní hann úðaður með gasúða. Maður- inn var færður á slysadeild þar sem gasið var skolað af andliti hans. Gat maðurinn gefið greinar- góða lýsingu á árásaraðilunum og voru þrír menn sem eru grunaðir um verknaðinn handteknir skömmu síðar. Umferðarmál Um helgina voru 55 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 23 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Síðdegis á föstudag var til- kynnt um umferðarslys í Skeif- unni, þar var einn fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið og voru báðar bifreiðarnar þar óökufærar eftir áreksturinn. Á laugardag valt malarflutningabifreið á hliðina á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Þurfti að kalla til tækjabfl Slökkviliðs til að klippa ökumann út úr bifreiðinni. Á að- faranótt sunnudags var tilkynnt um umferðarslys á horni Nóatúns og Brautarholts, þrír voru fluttir á slysadeild og voru báðar bifreið- arnar taldar ónýtar eftir árekstur- inn og skráningarnúmer þeirra því fjarlægð. Annað Tilkynnt var um bruna í tveimur bifreiðum aðfaranótt sunnudags, annarri í vesturbænum og hinni í Grafarvogi. Á laugardagsmorgni var tilkynnt um slys við fallhlífar- stökk á björgunarsveitaæfingunni Samverði 2000. Tildrög slyssins voru þau að línur fallhlífar snerust eftir opnun hennar og hindraði það stökkvarann í að stýra fallhlífinni. Við þetta rakst hann á grjótmel og slasaðist á ökkla í lendingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.