Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristnihátíðin verður sett á Þingvöllum í dag U ndirbúningi lokið í glamp- andi sólskini KRISTNIHÁTÍÐ hefst í dag á Þingvöllum og stendur nú um helgina. Iðnaðarmenn luku við síðustu framkvæmdir vegna há- tíðarhaidanna í gær og að sögn Júlíusar Hafstein, framkvæmda- stjóra Kristnihátíðarnefndar, hef- ur allt gengið samkvæmt áætlun. „Ég á von á því að Islendingar fjölmcnni á þessa háti'ð og verði vitni að merkum viðburðum," sagði Júlíus og benti á að aldrei áður hefði jafnmikið verið lagt í tækjabúnað til að koma list- viðburðum vel til skila til áhorf- enda. Sólin skein á þjóðgarðinn á Þingvöllum í gær og fór hitinn í 21 stig. Samkvæmt upplýsingum á Veðurstofu íslands vcrður áfram blíðviðri á Þingvöllum alla helgina; hægviðri og fremur hlýtt, og hiti allt að 20 stigum. Gert er ráð fyrir að léttskýjað verði og fari svo að vökni verði það af völdurn hitaskúra. Vegna Kristnihátíðar verður boðið upp á ókeypis ferðir með rútum til Þingvalla frá fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir að í þessum ferðum yrðu 70 til 80 rútur, en vegna verkfalls Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis verður fjöldinn ekki svo mikill. Alls verða þó um 25 til 30 rútur í stöðugum ferðum milli Reykja- víkur og Þingvalla báða dagana. Rúturnar fara frá Laugar- dalshöll og verður akstri þeirra hagað eftir fjölda farþega og bif- reiða. Stefnt er þó að þvf að þær gangi á klukkustundar fresti - á heila tímanum. Aksturinn hefst kl. 9 í dag og kl. 8:30 í fyrramálið, en síðasta ferð frá Þingvöllum báða dagana verður klukkustund eftir að dag- skrá lýkur. Sleipnismenn hafa gert athuga- semdir við þessar ferðir og sagði Óskar Stefánsson formaður fé- lagsins í gær að hugsanlega yrði reynt að stöðva þær. MorgunblaðiOTtristinn Lokaæfing fór fram á stóra sviðinu á Þingvöllum í gærkvöld. Tjara í malbiki bráðnar í sólinni Lögregla biður fólk að sýna aðgát LÖGREGLAN í Borgarnesi mælist til þess að vegfarendur sýni aðgát um helgina þar sem borið hefur á því að tjara í malbiki á þjóðveginum hafi bráðnað vegna hitanna undan- farið og sest á yfirborð vegarins. Varð eitt umferðarslys af þessum sökum í gær þegar bíll rann yfir á öfugan vegarhelming í tjörunni og skall á öðrum bíl. Að sögn Birgis Guðmundssonar, umdæmisstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, hefur verið borinn grófur sandur á malbikið þar sem ástandið er verst. Malbikið þolir ekki mikinn hita Birgir segir að malbik sem notað er hér á landi þoli ekki mikinn hita. Hann segir að í gærdag hafi þó nokkuð verið um að tjörublettir mynduðust þar sem lofthiti hafi verið mikill og sólskin allan daginn auk þess sem mikill umferðarþungi hafi verið á veginum. Birgir segir þetta geta verið hvimleitt þar sem tjaran límist við hjólbarða bifreiða en einnig geti myndast hálfgerðir hálkublettir af þessum völdum. Morgunblaðið/Golli Ungir Reykvíkingar flatmaga í sólinni við Austurvöll, en mestur hiti í Reykjavik í gær mældist 19 gráður. Veðurstofan spáir blíðviðri fram á fímmtudag Varað við solbruna Lítil skjálftavirkni á Suðurlandi í gær LÍTIL skjálftavirkni var á Suður- landi í gær og fór enginn þeirra u.þ.b. þrjú hundruð smáskjálfta, sem mældust í gær, mikið yfir 2 á Richter. Sagði Þórunn Skaftadóttir, jarð- fræðingur hjá Veðurstofunni, að lítið hefði borið til tíðinda á skjálftasvæðinu í gær, smáskjálft- amir sem mælst hefðu væru dæmigerðir eftirskjálftar. Kortið er fengið af vef Veður- stofunnar, www.vedur.is/ja/skjalft- ar/svest.html, og uppfærist það sjálfvirkt á hálftíma fresti. Dökkrauðir punktar tákna nýjustu skjálftana og dökkbláir þá elstu en um er að ræða alla skjálfta sem átt hafa sér stað 48 klukkustundum fyrir útgáfu kortsins. Viðbúnaður á Rey kj avfkurflugvelli Lending* tókst áfallalaust SÓL skein í heiði um allt land í gær og óvenju hlýtt var í lofti. Víða um land mældist hiti um eða yfir 20 gráður og við Mývatn, þar sem hlýjast var, mældist hitinn 25 gráður. Fjölmargir spókuðu sig fá- klæddir í sólinni. Haraldur Ólafsson, veðurfræð- ingur, sá ástæðu til þess að vara fólk við sólbruna í veðurfréttum Sjónvarps í gærkvöld en spáð er áframhaldandi blíðviðri fram á fimmtudag og því skynsamlegt að taka mark á viðvörunum Haralds og nota sólarvörn ef fólk ætlar að vera úti við næstu daga. Þótt veðr- ið verði gott um allt land geta þokubakkar slæðst með ströndum á Norður- og Austurlandi með til- heyrandi kulda en í innsveitum ætti þokunnar ekki að gæta. Góða veðrið geta landsmenn svo þakkað hæð sem liggur 300 kílómetra suðaustur af Jan Mayen. VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavík- urflugvelli á níunda tímanum í gærkvöld vegna farþegaflugvélar sem var að koma frá Húsavík. Nefhjól vélarinnar hafði orðið fyrir höggi í flugtaki og reykur komið frá því. Lendingin á Reykjavíkur- flugvelli tókst hins vegar áfalla- laust. Vélin, sem var af Metro-gerð, var í áætlunarflugi fyrir Flugfélag íslands og hafði innanborðs 19 far- þega. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort skemmdir hefðu orðið á nef- hjólinu. Sérblöð í dag SftSlHNk ¥ ¥7Ci¥¥#^*^ LLoDOiv ÁLAUGARDÖGUM 4SÍHR Groningen vill Peterson B/1 Sex sundmenn reyna við ÓI-lágmark/Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.