Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
■ •ji' • »-3
Eldur
í Wash-
ington
Pasco i Bandaríkjunum. AP.
SLÖKKVILIÐSMENN sem ígær
börðust við skðgar- og kjarrelda í
Washingtonríki á vesturströnd
Bandaríkjanna voru í aukinni
hættu vegna mögulegrar geisla-
virkni. Eldarnir loguðu í nágrenni
kjarnorkuversins í Hanford, en
þama er mengun vegna versins
meiri en við nokkurt annað kjarn-
orkuver í Bandaríkjunum. Mörg
þúsund manns hafa orðið að yfir-
gefa heimili sín í grenndinn, og
mörg íbúðarhús hafa bmnnið til
kaldra kola. I gærmorgun hafði
slökkviiiði tekist að ráða niðurlög-
um eldsins að mestu, en hann
kviknaði á þriðjudaginn þegar bíl-
slys varð og eldur komst. í þurrt
gras við vegarbrúnina. Eldurinn
breiddist meðal annars yfir svæði
þar sem úrgangur hafði verið graf-
inn og yfir tvær uppþomaðar tjam-
ir sem úrgangi hafði verið hellt í.
Urðu slökkviliðsmenn að láta eld-
inn brenna á þessum svæðum frem-
ur en að koma nálægt þeim vegna
hættu á geislamengun.
Óttast að 500 hafí farist
Ferjunnar
enn leitað
Manado, Jakarta. AP, AFP.
Bandaríkj amenn mótmæla samningi um sölu á
ísraelskum hátæknibúnaði til Kína
Vill að samningn-
um verði rift
Jerúsalem. AFP.
LEIT hélt í gær áfram að ferjunni
Cahaya Bahari, sem talin er hafa
sokkið á leið sinni frá Mólukkaeyjum
til Mandao, en neyðarkall barst frá
henni á fimmtudag. Ferjan var of-
hlaðin og er óttast um líf þeirra hátt í
500 manna sem um borð voru.
Ekkert hafði spurst til feijunnar
eða farþega hennar rúmlega sólar-
hring eftir að neyðarkallið barst.
Skipstjóri Cahaya Bahari tilkynnti,
áður en fjarskiptasamband rofnaði,
um bilun í vélarbúnaði feijunnar
sem jafnframt væri að fyllast vatni í
ólgusjó. Tugir fiskibáta aðstoðuðu í
gær og fyrradag fjögur skip sjóhers-
ins við leit að braki í hafmu norður af
HINIR fjölmörgu flugfarþegar sem
fyrir löngu eru orðnir leiðir á seink-
unum, týndum farangri og yfir-
bókuðum flugvélum hafa fullan rétt
á umkvörtunum sínum ef marka má
nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum
þar sem Qöldi kvartana til flugfé-
laga hefur aukist allverulega í ár
fráundanfornum árum.
Á síðasta ári komu bandarísk
flugfélög sér undan nýrri lagasetn-
ingu er tók á umkvörtunarmálum
með því að heita því að veita við-
skiptavinum sínum betri þjónustu
og greiðari svör. Er eftirlitsmenn
samgöngumálaráðuneytisins fóru í
saumana á árangri fyrirtækjanna
fyrr á árinu kom þó ýmislegt í Ijós
sem betur mætti fara.
Umkvörtunum hefur fjölgað um
74% á fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs miðað við sama túna í
fyrra og að kvörtunum um seinkun
á flugi, sem er algengasta að-
finnsluefni flugfarþega, fjölgaði um
84% á sama tímabili. Hluti aukning-
arinnar er rakinn til þess að á þessu
ári gáfu flugfélög viðskiptavinum
sínum kost á að kvarta á Netinu en
sérfræðingar segja að það sé aðeins
eyjunni Sulawesi þar sem síðast
spurðist til feijunnar. Leitarflokkar
héldu á svæðið strax og neyðarkallið
barst en veðurskilyrði hafa hamlað
björgunarstarfi og hafði í gær hvorki
fundist tangur né tetur af Cahaya
Bahari eða farþegum hennar.
Að sögn hinnar ríkisreknu frétta-
stofu Antara fannst björgunarvesti í
sjónum í um 60 sjómílna fjarlægð.
Ekki var hins vegar vitað hvort það
væri úr feijunni.
„Ekkert hefur fundist hingað til,“
sagði Ering Musa, sem hafði yfir-
umsjón með leitar- og björgunar-
starfi. „Það hafa engar fregnir borist
af fólki sem komist hefur lífs af.“
hluti vandans. Aðeins 25% kvartana
berast með þeim hætti. Aftur á móti
segir í skýrslu eftirlitsmannanna að
flugfélög hafi bætt sig í að tilkynna
seinkanir jafnvel þótt oft sé logið til
um orsakir þeirra.
EINN af helstu aðstoðarmönnum
Ehuds Baraks, forsætisráðherra
ísraels, hvatti til þess í gær að stjórn
landsins rifti samningi við Kínverja
um að selja þeim háþróað ratsjár-
kerfi í flugvélar vegna andstöðu
Bandaríkjamanna við söluna.
„Við verðum að taka þessa
ákvörðun þótt hún sé erfið og flók-
in,“ sagði Haim Ramon, aðstoðar-
ráðherra í ráðuneyti Baraks.
Þetta er í fyrsta sinn sem embætt-
ismaður í stjórn ísraels lýsir því yfir
opinberlega að rifta beri samningn-
um um að setja ísraelskt AWACS-
ratsjárkerfi í rússneska flugvél fyrir
Kínverja. AWACS er hátæknibún-
aður sem gerir mönnum kleift að
fylgjast með allri flugumferð á stóru
svæði og flugvélar með slíkan búnað
eru mjög veigamikill þáttur í vöm-
um Bandaríkjanna. Samkvæmt
samningnum eiga Kínveijar að
greiða 250 milljónir dala, andvirði 19
milljarða króna, fyrir búnaðinn.
Hóta að draga úr aðstoðinni
Ramon sagði að stjómin hefði get-
að náð einhvers konar málamiðlun-
arsamkomulagi við Bandaríkja-
stjórn en stæði nú frammi fyrir mjög
harðri andstöðu við samninginn á
bandaríska þinginu. Nokkrir þing-
menn í Washington hafa hvatt til
þess að dregið verði úr fjárhagsað-
stoð Bandaríkjanna við ísrael verði
samningnum ekki rift.
Jerusalem Post hafði eftir hátt-
settum embættismanni í ísraelska
vamarmálaráðuneytinu að Barak
hallaðist að því að rifta bæri samn-
ingnum eða að minnsta kosti að
fresta sölu hátæknibúnaðarins.
Ramon sagði hins vegar að ekki yrði
hjá því komist að rifta samningnum
því ógjömingur væri að fresta söl-
unni.
„Ég hef áhyggjur af sölunni og hef
rætt málið ítarlega við Barak for-
sætisráðherra og eins og komið hef-
ur fram veldur það miklum áhyggj-
um á þinginu,“ sagði Bill Clinton
Bandaríkjaforseti á miðvikudag.
Ráðuneyti Baraks skýrði frá því
sama dag að bandarískir og ísraelsk-
ir embættismenn myndu reyna að
leysa deiluna í næstu viku. Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði eftir viðræður
við ísraelska ráðamenn fyrr í vikunni
að bæði ríkin legðu mikið kapp á að
leysa deiluna. David Levy, utanrík-
isráðherra ísraels, lofaði Albright
því að ísraelar myndu ekki gera
neitt sem gæti stofnað Bandaríkjun-
um í hættu.
Bandarískir þingmenn óttast að
kaup Kínverja á hátæknibúnaði geti
raskað hernaðarjafnvæginu milli
Kína og Taívans. Þeir hafa einnig
áhyggjur af því að búnaðurinn geti
stofnað bandarískum herskipum í
hættu ef til þess kæmi að Banda-
ríkjaher þyrfti að verja Taívan.
Kínverjar sögðu á fimmtudag að
samningurinn kæmi Bandaríkja-
mönnum ekkert við og báðu þá að
hætta afskiptum sínum af málinu.
„Ekkert ríki hefur rétt til að skipta
sér af innanríkismálum annars lands
og viðhafa ógætileg ummæli um þró-
un eðlilegra tengsla Kína við önnur
ríki,“ sagði Zhu Bangzao, talsmaður
kínverska utanríkisráðuneytisins.
Fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna
við ísrael nemur um þremur millj-
örðum dala á ári, andvirði 230 millj-
arða króna. Þar af eru 1,8 milljarðar
dala, andvirði tæpra 140 milljarða
króna, ætlaðir til hernaðaraðstoðar
pg megnið af því fé tengist kaupum
Israela á bandarískum vopnum og
hergögnum.
Sakaður um „óbærilegan hroka“
Bcrlín. Reuters.
ÞÝZK dagblöð voru í gær óspör á gagnrýni á
framferði Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara,
er hann bar í fyrsta sinn vitni fyrir sérskipaðri
rannsóknarnefnd þýzka þingsins í fyrradag, en
hlutverk nefndarinnar er að rannsaka hvað hæft
sé í ásökunum um að tengsl hafi verið milli leyni-
legra greiðslna í sjóði Kristilegra demókrata
(CDU) og ákvarðana ríkisstjómar Kohls.
„Helmut Kohl sat fyrir rannsóknamefndinni
eins og holdtekja hrokans," segir í hinu fijáls-
lynda Miinchenarblaði Siiddeutsche Zeitung.
„Hann sýndi hvað gerist þegar einn maður er
kanzlari í 16 ár og flokksformaður í 25 ár - hann
missir raunveruleikaskynið," heldur blaðið
áfram. „Hroki Helmuts Kohls er óbærilegur."
Berliner Zeitung sagði að Kohl gæti einfald-
lega ekki vanizt því að vera
ekki lengur við völd. „Hann
ber svo litla virðingu iyrir
leikreglum lýðræðisins og
virðir hvorki lög né reglur eft-
ir að hafa getað ráðskazt með
lög og reglur í 16 ár,“ segir
þar.
Jafnvel hið íhaldssama blað
Die Welt skrifar að Kohl hafi
Helmut Kohi stjómað ráðuneyti sínu með
„valdhroka lénsherra". Og Frankfurter Allge-
meine Zeitung skrifar: „Helmut Kohl reynist
sjálfum sér samkvæmur, útmálar mynd fyrir-
myndarheiðarleika í „sínu“ kanzlaraembætti og
heldur enn leyndum nöfnum gefenda þess fjár
sem hann hefur viðurkennt að hafa tekið við [sem
leynilegum framlögum í kosningasjóð CDU]. Það
má vera að sviðssýning gærdagsins hafi haft sitt
skemmtanagildi, en burtséð frá því að hafa eitrað
enn frekar andrúmsloftið milli stjórnarflokkanna
[jafnaðarmanna og græningja] og kristilegra
demókrata, hefur hún ekki skilað neinu.“
Fáir leiðarahöfundar sjá ástæðu til meðaumk-
unar með kanzlaranum fyrrverandi, sem hefur
frá því hann missti völdin haustið 1998 tapað orð-
stír sínum að stórum hluta. Viðbrögð stjómmála-
manna hafa verið á svipaða lund. Einkum þykir
gagnrýnivert að Kohl skyldi hafa átt trúnaðar-
fundi með þeim samflokksmönnum sínum sem
sæti eiga í rannsóknamefndinni, rétt fyrir mikil-
væga fundi nefndarinnar á liðnum mánuðum.
Óánægðum flug-
farþegum fjölgar
Washington. AP.