Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 25

Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 25 Fundnar myndir „ •s Halla smalar fénu/ og hrós frá öllum fær. / Skrýtnar eru kindurnar / og skelfing jarma þær. En efi kemur þó fyrir/ þó ótrúlegt það sé, / að sumir verða leiðir á / að snúast kringum fé. Þá sest að manni tregi/ og sorgum hugann fer, / þá langar mann í þorpið/ þar sem afi manns er. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Sagan af Höllu; myndir - Louisa Matthíasdóttir, kvæði - Steinn Steinarr. MYNDLIST II a I' n a r b o r g KLIPPIMYNDIR LOUISA MATTHÍAS- DÓTTIR Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga Til 2. júlí. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. UM helgina lýkur hinni einstæðu sýningu á verkum Bell-fjölskyld- unnar í Hafnarborg og verður ábyggilega langt þangað til slíkt framtak verður endurtekið. Drjúg ástæða er til að festa nokkrar línur á blað, og sú brýnust að ekki hefur sérstaklega verið fjallað um viðbót- ina við hana, sem eru fundnar klippimyndir. Fjölmiðlar hafa þó sagt frá sjálfum fundinum og að- draganda hans, en hann var sá helstur, að Ragnar Jónsson í Smára hafði á sínum tíma í huga útgáfu bókar með kvæðum eftir Stein Steinarr en myndskreytingum eftir Louisu Matthíasdóttur, eða kannski heldur öfugt, myndir eftir Louisu sem Steinn Steinarr semdi texta við. Þau luku bæði sínu hlutverki, en einhvern veginn varð ekki af útgáf- unni og ástæðan sögð að myndimar hefðu týnst, sem má alveg vera rétt því Ragnar átti það til að geyma sumt svo yfirmáta vel að hann gat ekki fundið það aftur. En svo þegar myndirnar komu í leitirnar löngu seinna voru aðrir tímar, myndirnar gefnar og koma nú fyrst fyrir sjónir almennings. Ég þekki nokkuð til þess persónulega, að Ragnar var hræddur um að týna myndverkum og ekki að ástæðulausu; hann var eldhugi sem hafði mörg jám í eldin- um í einu. Þannig lá hluti myndlýs- inga minna við ljóðið Áfanga eftir Jón Helgason í meira en tvo áratugi innan um skjöl á botni gamals pen- ingaskáps á skrifstofu hans. Málið kann þó að vera flóknara, en enga getspeki hér. Nú þekki ég einnig til þess tíma er klippimyndirnar voru gerðar, bæði GALLERÍ SÆVARS KARLS Erna G. Sigurðardóttir. Erna opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Sýningin stend- urtil 20. júlí. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is bakgrunns þeirra og annars sem kom út af sama tagi frá Helgafelli, og var helst eftir Nínu Tryggvadótt- ur. Það hefur og einnig orðið til þess, ásamt málverkum er þær stöll- ur gerðu hlið við hlið, að menn hafa eðlilega álitið stfleinkennin runnin frá Nínu. En staðreyndin er, að Louisa var farin að gera slíkar myndir á skólaárunum í Kaup- mannahöfn, en hún nam auglýsinga- teikningu við listiðnaðarskóla í Bredgade. Fleiri íslendingar námu auglýsingateikningu í Kaupmanna- höfn á þessum árum, og hin sér- stöku og einföldu stfleinkenni komu einnig fram í myndum þeirra, svo sem Atla Más, Asgeirs Júlíussonar og Ágústu Snæland. En það blund- aði málari í Louisu, sem þessi og önnur myndverk mega vera til vitnis um. Nína nam á listaakademíunni, og þótt stutt væri á milli þeirra á Kaupmannahafnarárunum, varla GRÓFARHÚSINU, TRYGGVAGÖTU 15 Óratoría hafsins. Á þessari samsýn- ingu í Grófarhúsinu við Tryggvagötu verða sýnd ný verk eftir Ijósmyndar- ana Marisu Arason og Roberto Legn- ani. Viðfangsefnin eru menningin í náttúrunni ognáttúran í menning- unni. Sýningin stendurtil31.júlí. meira en 100-200 metrar, kynntust þær fyrst í París, og var það Nína sem átti frumkvæðið að þeim kynn- um er hún ávarpaði Louisu á ís- lensku í Louvre-safninu. Það var kímið að farsælli og eftirminnilegri samvinnu sem markað hefur drjúg spor í íslenska listasögu, að því leyti á Nína frumkvæðið en innbyrðis gáfu þær hvor annarri mikið. Nína var með reynsluna frá listaakadem- íunni, þar sem hún var í góðum fé- lagsskap framsækinna listspíra og áratugurinn einn sá blómlegasti í danskri myndlistarsögu. Louisa hafði hinsvegar reynsluna frá list- iðnaðarskólanum, auk þess að vera vígð þeim óformlega málunarmáta sem fylgdi henni allt lífið. Listspír- urnar með fæturna á jörðinni, vel meðvitaðar um púls samtímans. Klippimyndirnar í Hafnarborg segja því nokkra sögu, og innbyrðis víxlverkun Louisu og Nínu er báð- JPV FORLAG hefur í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands sent frá sér bókina Island í sjónmáli/Islande en vue - Franskir ljósmyndarar á ís- landi 1845-1900/Photographes frang- ais en Islande, sem rituð er bæði á ís- lensku og frönsku. í bókinni eru birtar elstu Ijósmyndir sem til eru frá íslandi og aldrei hafa birst áðm-. Myndimai- eru teknar af frönskum KÓR íslenska safnaðarins í Noregi er staddur hér á landi þessa dag- ana í tilefni kristnitökuhátíðarinn- ar á Þingvöllum. Kórinn mun syngja á Þingpalli laugardaginn 1. júlí kl. 11.30 og taka þátt i hátíðar- guðsþjónustunni á sunnudeginum. um listakonunum til sóma, en þessar upplýsingar ættu væntanlega að burtkústa og eyða öllum fram- komnum vangaveltum og getspeki um meint einsleit áhrif Nínu á Louisu. Það sem þessar einföldu klippi- myndir og kersknu kvæði segja okk- ur helst er að um gáfaða og næma listakonu var að ræða svo og snjall- an orðasmið. Einnig að sá þroski var ekki fyrir hendi hérlendis að fyrir- sjáanlegt væri að menn tækju hvorutveggja opnum örmum, mun frekar að um fórnfúst brautryðj- andastarf væri að ræða. Listakonan var óþekkt stærð og fólk gerði grín að skáldinu. En kannski er þjóðin orðið svo þroskuð í dag að ástæða væri til að gefa bókina út, einkum i ljósi framfara í prenttækni, og væri full ástæða til að kanna það mál. Ijósmyndurum við ei'fiðar aðstæður og takmarkaðan tækjakost. Ljósmyndh-nar i bókinni eru ómet- anlegar sem innsýn í horfinn heim en margar þeirra eiu einu myndheim- ildir sem til eru um staði og fólk, seg- ir í fréttatilkynningu. I tilefni af útgáfunni færðu útgef- endur bókarinnar franska sendiherr- anum fyrsta eintak bókarinnar. Sunnudagskvöldið 2. júlí mun siðan kórinn halda tónleika í Langholts- kirkju kl. 20.30. Á efnisskrá eru ís- lensk og norsk þjóðlög bæði ver- aldleg og trúarleg. Stjórnandi kórsins er Brynhildur Auðbjargar- dóttir. Athuga- semd frá Armanni Jakobssyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ár- manni Jakobssyni vegna greinar Arnar Ólafssonar, Var Njáll hommi?, sem birt var í blaðinu í gær: „Það er alltaf ánægjulegt fyrir fræðimenn að skrifum þeirra sé sýndur áhugi. Föstudaginn 30. júní birtist í Morgunblaðinu athugasemd frá Erni Ólafssyni við grein sem ég skrifaði í Skírni (vorhefti 2000). Þar sem um efni hennar hefur ekkert verið fjallað í Morgunblaðinu ann- ars þykir mér ástæða til að skýra málið aðeins betur. Ymsir fjölmiðlar hafa sýnt þess- ari rannsókn áhuga en því miður hefur á stöku stað gætt nokkurs misskilnings á efni hennar. Því fer fjarri að meginefni þessarar grein- ar sé að fletta ofan af frægum hommum fyrri alda (sem eru þar að auki að mestu eða öllu leyti bók- menntapersónur). Umfjöllunarefni hennar eru hugtökin kari og kona og í framhaldi af því hugtökin karl- mannlegt og kvenlegt, þ.e. þeir eig- inleikar sem samfélagið og menn- ingin eigna kynjunum. I greininni er því haldið fram að Njála sé ekki „karlmanna rit“ eins og almennt hefur verið talið heldur sé þvert á móti grafið undan hefð- bundnum goðsögnum um eiginleika karla og kynhlutverkin og karl- menn sögunnar séu flestir „öfugir“ á einhvern hátt, þ.e. falli ekki vel að hefðbundnum hugmyndum um karlmennsku. Notkun mín á þessu orði (sem er þó skýrð í greininni) hefur valdið misskilningi, m.a. hjá Erni Ólafs- syni sem kýs að lesa orðið „hommi“ í stað „öfugur" og andmæla í löngu máli þeirri grein sem kemur út eftir þann mislestur. Örn hefði betur velt þvi fyrir sér í hvaða merkingu ég nota þau orð sem ég nota í þess- ari grein (t.d. öfughneigð). í stað þess notar hann annað orð (sem ekki er samheiti) til að gefa henni nýja merkingu. I grein minni er því ekki haldið fram að Njáll á Bergþórshvoli hafi verið hommi. Því er hins vegar haldið fram að hann sé „öfugur“ í skilningi samfélagsins sem sagan gerist í, þ.e. skorti karilega eigin- leika og fyrst og fremst skegg. Enda er klifað á skeggleysi hans í sögunni. Hið sama gildir um önnur dæmi sem ég ræði í greininni. Þau snúast fyrst og fremst um karl- mennsku og skort á henni. I grein sinni 30. júní s.l. er Örn því að andmæla öðru en því sem ég held fram í greininni. Eg tek þar skýrt fram að ég telji ekkert koma fram í sögunni um það hvort Gunn- ar og Njáll hafi átt í ástarsambandi og er alls ekki að reyna að komast að hinu „sanna“ um það (enda er það ekki hægt). Hins vegar bendi ég á að mögu- leikinn sé fyrir hendi, ekki aðeins hjá nútímalesendum heldur einnig persónum sögunnar, höfundi og væntanlega viðtakendum og óttinn við þennan möguleika veldur að minni hyggju átökum í sögunni. Þó að einhverjum kunni að þykja kynhneigð Brennu-Njáls áhuga- verðari en kynferðisumræða Njáls- sögu er það hið síðarnefnda sem er meginumfjöllunarefni greinar minnar. Ég tel eðlilegt að aðalatrið- ið í grein sé rætt þegar um hana er ijallað frekar en að klifa á orðum (eins og ,,hommi“) sem eru nánast ekkert notuð í greininni og ímynda sér að hún fjalli um eitthvað annað en það sem sagt er berum orðum. Það sem máli skiptir er hvort Njálssaga er slíkt byltingarrit sem ég held fram í umræðu um kyn og kynhlutverk og sem betur fer hafa margii- lesendur og fjölmiðlar beint sjónum að því í stað þess að deila um keisarans skegg.“ Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Birna Ásbjörnsdóttir við eina af myndum sfnum og með stein- mynd I fanginu. Helgi- myndir í Eden Selfossi. Morgfunblaðið. BIRNA Ásbjörnsdóttir mynd- listarkona sýnir í Eden um þess- ar mundir og fram til 9. júlí helgimyndir málaðar á tré og stein. Á sýningunni eru 37 mynd- ir sem allar eru til sölu. Birna hefur áður haldið eina sýningu á myndum sfnum, á veitingastað í Reykjavík um jólin í fyrra. Birna hefur unnið að myndun- um á sýningunni í tvö ár. Hún smíðar rammana og vinnur tréð undir málun og notar síðan olíu- liti og gull í myndirnar. „Þetta er minn stíll og það sem ég hef þróað sjálf á minn hátt. Ég hef alltaf verið heilluð af helgi- myndum og því að vinna í þess- um stíl,“ sagði Birna, sem fædd er og uppalin á Seltjarnarnesi en hefur starfað á Sólheimum í Grímsnesi. M-2000 Laugardagur 1. júlí Inga Lára Baldvinsdóttir frá Þjóðminjasafni, sendiherrann Louis Bardollet og Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV FORLAGS. Franska sendiherranum færð ný ljósmyndabók Kór íslenska safnaðarins í Noregi syngur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.