Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ 'IKU fllf LAUGARDAGUR1. JULI2000 27 1 M Verslað með frjósemislyf á Netinu Reuters New York. Reuters Health. Selja af- ganginn The New York Times Syndicate. FRJÓSEMISLYF hafa getið af sér alveg ný viðskipti á Netinu, en þetta getur leitt til bæði lagabrota og veik- inda. Sífellt fleiri pör, sem þrá að eignast bam en eru efnalítil, eru farin að kaupa lyfseðilsskyld lyf af fólki sem á afgang af dýrum lyfjum eftir að þungun hefur tekist. Pamela Madsen, framkvæmdastjóri Ófrjósemisam- taka Bandarílqanna, segir að frjó- semislyf séu ekki greidd af sjúkra- tryggingum eins og önnur lyfseðils- slqíld lyf. „Þess vegna reynir ungt fólk oft að borga frjósemislyf úr eigin vasa.“ . Þar að auki sitja pör oft uppi með afgang af mjög verðmætum lyfj- um þegar þungun hefur tekist. Hins vegar eru pör sem þurfa að kaupa samskonar lyf og vilja helst fá þau á viðráðanlegu verði. Þá leitar fólk út á Netið. Madsen tekur fram, að hægt sé að kaupa frjósemislyf með örugg- um hætti um Netið frá viðurkenndum lyfjabúðum Platlyf og ónýt lyf Theresa Venet Grant, sem er for- seti alþjóðlegra upplýsingasamtaka um ófrjósemi, segir að haft sé eftirlit með yfir 140 netmörkuðúm og reynt að koma í veg fyrir viðskipti með lyf- in. „Við teljum þetta stórhættulegt. Það er verið að selja platlyf, það er verið að selja útrunnin lyf. Maður veit aldrei hvað maður er að kaupa.“ Sérfræðingar segja að jafnvel þótt fijósemislyf séu tekin á réttan hátt geti þau haft alvarlegar aukaverkan- ir, allt frá öndunarerfiðleikum og fjöl- burafæðingum til heilaáfalls og jafn- vel dauða. Lyfin ónýtist með tímanum og séu viðkvæm fyrir hita. Algeng fijósemislyf, þ. á m. Pergonal, Hum- egon og Repronex, geti þar að auki valdið ofurörvunarheilkennum, séu þau ekki notuð rétt. í alvarlegum tii- fellum geti eggjastokkar í konum vax- ið og orðið á stærð við greipávöxt, með þeim afleiðingum að sjúkrahús- vist verði nauðsynleg. Sérfræðingar benda ennfremur á, að auk þess að geta verið hættulegt, sé beinlínis ólöglegt að kaupa lyf með þessum hætti um Netið, bæði fyrir seljandann og kaupandann. Richard Marrs, framkvæmdastjóri fijósemisrannsóknamiðstöðvar við Háskólann í Kalifomíu, segir að einn- ig geti verið varasamt að kaupa lyf frá erlendum apótekum. Lyf sem ekki séu undir eftirliti samkvæmt staðli Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlits- ins kunni að hafa verið meðhöndluð rangt eða ekki geymd á réttan hátt, og kunni af þeim sökum að vera ónýt. Marrs viðurkennir þó að erfitt sé að gera nokkuð í málinu þegar við sé að eiga fólk sem hafi hreinlega ekki efni á því að kaupa dýr ftjósemislyf. „Fjárhagsvandinn er gífurlegur, og til að byrja með var ég fylgjandi því að fólk færi út fyrir kerfið til þess að fá lyfin ódýrar. En nú orðið segi ég sjúklingum mínum að eina leiðin til að vera viss um að lyfin séu áreiðanleg sé að nálgast þau eftir viðurkenndum leiðum.“ BAKTERIUR sem lyf virka ekki á eru að verða sífellt meira vanda- mál á sjúkrahúsum, en samkvæmt nýrri rannsókn geta gamalgrón- ar hreinlætisaðférðir á borð við handþvott með sápu og vatni dregið verulega úr sýkingum. I rannsókninni var könnuð út- breiðsla gullinnar klasahnettlu (staphylococcus aureus), sem lyf- ið meþísilín vinnur ekki á, meðal sjúklinga sem meðhöndlaðir voru vegna langvinnra magasára eða opinna sára. Gullin klasahnettla er baktería af þeirri gerð sem finnst á húð og veldur kýlum og ígerð, en getur líka vaidið lífshættulegri sýkingu ef hún berst inn í líkamann í gegnum opin sár á húðinni. Þessi baktería dreifist auðveldlega um sjúkrahús og er einn þeirra sýk- ingarvalda sem sífellt verður erf- iðara að ráða við með sýklalyfj- um. Rannsóknin fólst meðal annars íþví, að starfsfólki Broussais- sjúkrahússins í París var kennt að þvo sér vandlega um hendurn- ar, nota hanska og sloppa oftar og nota einnota tæki kerfisbund- ið. Þá var starfsfólkinu ennfrem- ur gert að meðhöndla fyrst þá sjúklinga sem ekki höfðu klasahnettlusýkingu. í ljós kom, að á þeim þremur árum sem rannsóknin stóð yfir, fækkaði þeim tilfellum er sjúkl- ingar sýktust af klasahnettlu á sjúkrahúsinu úr 9% í 0,9%, en fjöldi þeirra klasahnettlusýktra sjúklinga er lögðust inn á sjúkra- húsið var nokkum veginn sá sami öll árin eða um 20%. Niðurstöðumar birtust í júní- hefti Archives of Dermatology. MorgunblaðiS/Ásdís Það er í lagi að fá sér rjómais öðm hvom því hófleg fita er líkamanum nauðsynleg. Fita er nauðsynleg The New York Times Syndicate. ÞAU skilaboð hafa undanfarin ár farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim, að fólk eigi skilyrð- islaust að draga úr fituneyslu. Vís- indamenn, næringarfræðingar og íþróttaþjálfarar eru nú samt famir að reyna að vinna bug á þeim for- dómum sem tengjast fituneyslu. Skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri eru þau, að hófleg neysla á fitu sé nauðsynleg. Fitulítill mat- ur geti ekki bara dregið úr frammi- stöðu tiltekinna íþróttamanna heldur geti beinlínis teflt heilsu íþróttafólksins í tvísýnu. Nokkrar rannsóknir hafa þegar leitt í Ijós, að fitulítill matur getur verið skað- legur. „Við höfum átt samstarf við íþróttafólk, allt frá dönsurum til knattspymumanna og langhlaup- ara. Við höfum komist að raun um, að matur sem inniheldur mjög lítið af fitu - minna en 30% fítueininga - hefur neikvæða hlið,“ segir Peter Horvath, aðstoðarprófessor í nær- ingarfræði við Ríkisháskólann í New York í Buffalo í Bandaríkjun- um. Ennfremur kom í Ijós, að neysla á fitulitlum mat getur haft neikvæð áhrif á bæði heilsusamlega blóðfitu (HDL) og skaðleg:a blóðfitu (LDL) og þannig leitt til æðasjúkdóma. Með því að bæta við fituneyslu úr 20% hitaeininga, er fást úr fitu, í 30% jókst magn HDL en magn LDL minnkaði og fraministaða bæði atvinnuíþróttamannanna og áhugamannanna batnaði. Næringarfræðingar telja að flest fólk ætti að geta miðað að því að fá um 25% hitaeininga, er það neyti, úr fitu. Ij/Oafslátt títan umgj með þínum styrk í kaupbæti gildir til sunnudagsins 2. júlí | jj t 1 1« f |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.