Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 36

Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 36
36 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Búist til framtíðar ÞAÐ á að reyna að rýna inn í fram- tíðina - á þingi sem Þjóðkirkjan og Framtíðarstofnun standa að í Reykjavík 5.-8. júlí nk. Það heyrir undir almennt verksvit að horfa svo- h'tið fram fyrir tærnar á sér. Taakniþróunin er það - ' afl, sem hvað mest mót- ar líf manna á jörð í framtíðinni. Eðli þess afls er það að engin leið er að sjá fyrir hvers kon- ar tækninýjungar það færir okkur - engin leið - og því er öll spá erflð. Vegna tækninnar á mannkyn gríðarlega góða möguleika; um leið er hætta á misnotkun tækninnar meiri og við þekkjum mörg dæmi: DDT, kjamorkan o.s.frv. Vísindamenn of- túlka gjarnan þekkingu sína, DDT-sagan er dæmi um það. , Stjómmálamenn afneita gjarnan hættum, saga mengunarmála er dæmi um það. Framundan er þá að skoða hvern- ig mannkyn ætlar að lifa sómasam- lega í heimi ókominna tækninýjunga, sem ýmsar hættur munu fylgja. Nú þegar eru vandamáhn reyndar næg: offjölgun, fátækt með því sem henni fylgir, koldíoxíð-hitun og önnur mengun - jafnvel lánleysi margra þótt nóg hafi af ytri gæðum. Svo und- arlega sem málum er nú komið þá þarf að skoða hversu við erum undir * nýja tíma búin, við þurfum að skoða eðli mannsins. Erfðir mannsins breytast það hægt, að þær má kalla hinar sömu nú og voru fyrir 10.000 árum. Við að- stæður fyrri alda má sjá af sögunni margt um eðli manns. Við erum eins að erfðaupplagi og steinaldarmenn- imir, og verðum það, og þurfum ekki að kvarta yfir því. En þótt erfðir breytist ekki getum við ráðið nokkuð hegðun okkar, lífsstíl, samfélagi - þar koma til uppeldi, skóli, beiting fjölmiðla, stjómmál o.s.frv. Þar höf- um við kannski einhver ráð. Maður spyr hvort með stjórnmála- mönnum megi rækta meiri ábyrgð- arkennd, hvort með vísindamönnum ■_ megi rækta meiri varkámi, hvort með lífsleiðum unglingum megi rækta þá kennd að lífið sé verðmætt. Það fást engin svör nema við veltum fyrir okkur hvert sé eðli mannsins - þetta mætti enda flokka undir verks- vit. Við getum sett á þetta fræðileg- an stimpil og kallað líffræði manns, human biologiu, eins og líffræði ban- anaflugunnar er sérstök fræðigrein. En fyrir manninn þarf þá yfirlits- fræðinga, ekki aðeins sérfræðinga. Þegar greinarhöfundur horfir til framtíðar koma honum í hug ýmis atriði í mannalíffræði. Þau eru ekki sett hér fram sem vísindi heldur persónuleg hugleiðing. GJAFABRJ ÓSTAHÖLD Þumalína, Pósdnísstræti 13 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 1. Á 10.000 áram breytist erfða- upplag mannsins svo sem ekkert. 2. Maðurinn hefur þróast við ákveðnar náttúralegar aðstæður (nokkuð margvíslegar) og frá þeim aðstæðum getur hann ekki farið langt (hon- um er t.d.eðlilegt að vera á gangi eða hlaupum hálfan dag- inn). 3. Kennd óöryggis er innbyggð í mann- inn, er erfð. 4. Þegar verðmæti eyðast hægt tekur enginn eftir því, kallað 3 % regla eyðilegging- arinnar. 5. Karldýr tegund- arinnar hafa það eðli að herja sér valdsvið, „territory“,slík árátta er þekkt frá öðram dýrategundum. 6. Öllum hættir til að oftúlka þekk- ingu sína, það gildir jafnt um svokall- Ráðstefna Meðfram ábyrgð og að- dáun, segir Valgarður Egilsson, þá er fram- undan lífsnautnahyggja og er ekki fólgin í eyðslu eða sóun, byggist ekki á þverrákóttu afli. aða raunvísindamenn og trúarfræð- inga. 7. Það er ekki hægt að þeklga allt „alveg“ - við mörk þekkingarinnar standa efnishyggjumaðurinn og guð- strúarmaðurinn jafnfætis. Hvað handan sé við þau mörk giska sumir á, aðrir hafa trú, reynsla manna er mismunandi. 8. Maðurinn er óvitrari tegund en hann heldur sjálfur, jafnframt meira sjarmerandi tegund en hann heldur. 9. Ef Guð er hættur að stjórna okkur mönnunum verðum við að fara að stjórna okkur sjálfir, þá þurfum við allt okkar litla vit (Guð hefur áður misst trúna á manninn). 10. Eigi meirihlutinn að ráða er þess að geta að meirihluti mannkyns er ekki enn fæddur. 11. Fallist mönnum hugur má reyna að skilgreina verðmæti manna á jörð. Þá dettur manni fyrst í hug: a) samfélagið hið næsta (skólinn, vinnustaður, hverfið), b) saga manns og rætur, c) sköpunarverkið, náttúr- an, d) Guð vill kannski enn við okkur tala, e) listir, skemmtan, afþreying. 12. Sé ekkert af þessu verðmæti í augum unglings árið 2000, sem nóg hefur af öllum gæðum, á hann ekk- ert, hann er öreigi nútímans - hann leitar í örvæntingu annarra ráða og verri. 13. Vegna 3 er varla til sú hug- mynd að ekki megi selja hana. 14. Vegna 1 og 3 reyna menn að ■ exo.is Fákafen 9, Reykjavík : s: 5682866 laða fram og rækta suma eiginleika, dempa aðra. 15. Vegna 3 og 13 verður til eintrú á vestræna lífsaðferð, samþykkta vestræna aðferð. Við samræmingu lífsmáta er leit að öðram aðferðum hætt. (Sé hætt að leita ftnnst ekkert.) 16. Vitund manns er hið mikla undur og verður seint skilin.Hún er handan við mörk þekkingarinnar. 17. Tíminn er framverðmæti manns. 18. Sé grandvallarþörfum full- nægt (vatn, fæði, skjól o.s.frv.) - allt nokkuð sem má mæla - þá era önnur verðmæti: ástin, gleðin, sorgin, kátínan - ekkert af því verður mælt með tommustokk né vegið. Þannig er sem sé það. 19. Fegurðina á enginn, það er að- eins hægt að verða vitni að henni. Það er komið fram að eðli manns breytist ekki, en lífsmáta getum við breytt. Lítum okkur nær. I vestræn- um ríkjum er ræktun ungviðis mjög ábótavant. Um öll vestræn lönd er ungviði alið upp með hagnýtingar- sjónarmið í huga. Ungviðið veit reyndar ekki til hvers það er fætt í heiminn. Okkur fullorðnum hefur láðst að rækta með því þá kennd að lífið sé verðmætt, jafnvel fallegt. Slíkt verður best gert strax í bernsku. Endanlega er slíkt viðhorf tilfinningalegs eðlis. En sé í augum unglings árið 2000 ekkert í heimin- um neins virði þá er hann öreigi ... nútímans. Sé fyrir þeim unglingi eitthvað í veröldinni verðmætt, jafn- vel fallegt, gæti það veitt honum nokkra hamingju ella bíður lífsleiði. Þó að við séum ekki hamingjusöm alla daga, þá er lífið a.m.k. „interess- ant“. En ungi öreiginn leitar sér af- þreyingar annars staðar og kannski hæpinnar. Reyndar gildir þetta um okkur fullorðna líka. Þetta er þá sið- fræði. En við alvarlegir foreldrar þurfum líka að „bekenna" lífsnautn- ina - gaman og skemmtanir - sem lífsaðferð. Hún hlýtur að koma - og á að koma. Fólk mun í framtíðinni huga sjálft að inntaki eigin lífs (quahty) í stað þess að láta segja sér; flæða með straumnum. Hin íslenska karlmennskuímynd jarðýtuvíkings- ins mun víkja fyrir lífsgamninu, fim- legri lífsnautnarhyggju en þeirri að beita afli einu saman, sóa eða að slá um sig. Hinn heiðni Þór, goðið gamla, átti enga eigind aðra en aflið. Það er dálítið nýtt fyrir stjórn- málamenn að þurfa að hugsa í 360 breiddargráðum þegar okkur ís- lendingum vora lengst af skammtað- ar fjórar. Uppgötvanir vísinda era óðara teknar í þágu tæknivaldsins sem markaðssetur þær með viðeig- andi áróðri. Það kann að fara svo að úr tísku fari markaðshyggja eða að hinn endanlegi sannleikur hennar þurfi einhverrar aðgæslu. Nú er framleitt nóg af flestu: Kjöti, gúmmí- skóm, fótanuddtækjum - að hlegið verði að þess konar magndýrkun, en inntak (quality) nái athygli manna. Þá hljómar orðið samkeppni eins og gamaldags þegar þörfin er meiri á samvinnu í samfélagi. Meðfram ábyrgð og aðdáun er framundan lífsnautnahyggja og er ekki fólgin í eyðslu eða sóun, byggist ekki á þverrákóttu afli. En maðurinn er samur og getur þó ráðið nokkru. Lífið getur verið verð- mætt í augum hans (sjá 1 til 19 að of- an).Við megum ekki missa af því, Guð og maðurinn og náttúran era fallegri en svo. Höfuiulur er læknir og rithöfundur. SVO er að skilja á talsmönnum tveggja stjórnmálaflokka á Is- landi að þeir telji æskilegt að Islending- ar hefji undirbúning að umsókn að Evrópu- sambandinu. Hér er vísað til Framsóknar- flokksins og Samfylk- ingarinnar. En þrátt fyrir yfirlýsingar for- svarsmanna flokkanna tveggja í þessa veru er jafnan skilið svo við málið að það _sé opið í báða enda. I áranna rás hefur Framsókn- arflokknum verið legið á hálsi fyrir málflutning af þessu tagi og nú virðist Samfylkingin ætla Utanríkismál ✓ Islendingar eiga stöðugt vaxandi viðskipti í öllrnn heimshlutum, segir Ogmundur Jónasson, og mikilvægt er fyrir okkur að vera víðsýn og horfa til allra átta. í sama farið. Væntanlega er þetta gert til að styggja ekki kjósendur sem kunna að vera á öndverðum meiði og væntanlega til að gefa málatilbúnaðinum það yfirbragð að verið sé að vega og meta kosti og galla mála á yfirvegaðan hátt. Því fari farri að menn hafi komist að niðurstöðu, ekki sé verið að loka neinum dyrum. Gott væri ef sú væri raunin en því miður er þessu ekki þannig farið. Eins og flestir vita sem fylgjast vel með þróun mála í Evrópusam- bandinu er nokkuð ljóst hvert stefnir. Jafnt og þétt dregur úr áhrifum einstakra ríkja innan bandalagsins og er nú opinskátt farið að ræða um sambandsríki Evrópu. Augljóst er að vægi fámennra þjóða verður þar lítið. Þá er einnig ljóst að Evrópu- sambandið færir sig jafnt og þétt upp á skaftið varðandi samræm- ingu í löggjöf og vega þar þyngst lög og reglur sem kveða á um markaðsvæðingu. Tvennt leiðir af þessari þróun. Grafið er undan vægi þjóðríkjanna og með markaðs- væðingunni er þrengt að lýðræðis- legum ákvörðunum heima fyrir. Óheyrilegur kostnaður og lýðræðið skert Nú er það vissulega þekkt sjón- armið að hagsmunum Islendinga sé betur borgið innan Evrópusam- bandsins þar sem þeir geti freistað þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku en utan sambandsins þar sem reynt Áimúla 38,1D8 Beykjavík, Slml: 5B8-5D1D yrði að þróa samning- inn um Evrópskt efna- hagssvæði í átt til tvíhliða samninga. í vangaveltum um þetta efni þarf að hyggja að mörgu. Líta þarf á hinn óheyrilega kostn- að sem af þessu hlyt- ist. I nýlegri skýrslu utanríkisráðherra um Evrópusambandið kemur í ljós að til- kostnaður íslendinga vegna aðildar yrði að öllum líkindum um 8 milljarðar á ári og færi hækkandi með fyrir- sjáanlegri stækkun Evrópusambandsins. í skýrslunni kemur fram að framlag íslendinga á mann yrði með því hæsta sem gerist innan bandalagsins. í öðru lagi þarf að hafa í huga það grund- vallaratriði að íslendingar gefi ekki frá sér yfirráðin yfir auðlindum hafsins sem þjóðin byggir afkomu sína á. I þriðja lagi megum við ekki halda svo á málum að allar lýðræð- islegar ákvarðanir verði færðar út fyrir landsteinana. Einmitt það hef- ur gerst í alltof ríkum mæli með EES-samningunum en með inn- göngu í Evrópusambandið yrði gengið skrefinu lengra í þessa átt. Allt eru þetta þekktar staðreynd- ir. Það er stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka að bjóða kjósend- um upp á mismunandi leiðir á þessu sviði sem öðram. Við þurfum að bjóða upp á svör við því hvernig sjálfstæði og efnahagur þjóðarinn- ar verði best treystur í samfélagi þjóða heims og þarf þá ekki aðeins að horfa til Evrópu heldur til heimsins alls. íslendingar eiga stöð- ugt vaxandi viðskipti í öllum heims- hlutum og mikilvægt er fyrir okkur að vera víðsýn og horfa til allra átta. Skýr stefna VG Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er skýr. Síðastlið- inn vetur lagði þingflokkurinn fram þingsályktunartillögu þar sem seg- ir meðal annars að „hagsmuna Is- lands verði best gætt með því að landið standi utan efnahagsbanda- laga og ríkjasambanda en hafi við þau sem besta samvinnu með sér- samningum án aðildar. Þannig verði sjálfstæð og óháð staða lands- ins nýtt til að treysta samskiptin við ríki og markaði beggja vegna Atlantshafsins og við aðra heims- hluta. Vegna EES-samningsins og annarra framtíðarsamskipta við Evrópusambandið verði af íslands hálfu leitast við að þróa þau í átt til tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu“. Þingflokkurinn lagði ennfremur til að skipuð yrði nefnd fulltrúa all- ra þingflokka til að vinna með ríkis- stjórninni að nánari útfærslu slíkrar stefnumótunar. Utanríkis- ráðherra landsins hefur nú tekið undir með þeim aðilum sem allar götur frá því EES-samningurinn var samþykktur árið 1993 hafa haldið því fram að samningurinn væri ekki í samræmi við stjórnar- skrá Islands. Sú spurning vaknar hvort þetta sé vísbending um að ut- anríkisráðherra muni leita eftir víð- tækri pólitískri umræðu um stefnumótun gagnvart Evrópusam- bandinu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er reiðubúið til slíkrar um- ræðu með ígrundaða afstöðu og skýra stefnu. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Valgarður Egilsson Tölum skýrt í Evrópu- málum Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.