Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nokkrir þankar um skipulag jarðvísindarannsókna á Islandi ÞEGAR meiri háttar náttúruham- faiir ganga yfir er mikilvægt að upp- lýsingar sem berast frá jarðvísinda- samfélaginu til almennings og stjómvalda séu réttar og nákvæmar eftir því sem fyrirliggjandi þekking leyfir. Ýmsar aðgerðir einstaklinga og opinberra aðila svo sem Almanna- vama byggja m.a. á þessum upplýs- ingum. Þeir sem íylgdust með frétt- um frá vísindamönnum af jarð- -skjálftanum 17. júní og áfram hljóta að hafa veitt því eftirtekt að mikið vantaði á að þær væm eins nákvæm- ar og æskilegt væri. Svo að tekið sé ákveðið dæmi vom fyrstu fréttir af stærð skjálftans 17. júní þær að stærð hans væri 5,5-5,6 á Richters kvarða en hann er yfirleitt notaður hér á landi (og víðar) til að gefa til kynna þá orku sem losnar úr læðingi samfara skjálftum. Eitthvað fannst þó bæði lærðum og leikum óeðlilegt við þessa stærðarákvörðun í Ijósi þeirra áhrifa sem skjálftinn hafði. Til að skýra þetta misræmi, sem virtist vera, kom fram sú tilgáta að skjálftinn hefði ekki verið bara einn heldur fleiri hver á eftir öðram. Uppgefin stærð var á einum skjálfta en áhrifin frá fleiram. Nú var farið að tala um stærðina 6 fremur en 5,5. Næst tóku að berast fréttir erlendis frá um að stærð skjálftans hafi verið 6,5-6,6, sem svar- ar til um 30 sinnum meiri orku en upphaflega tilgátan um stærðina gaf tá kynna. Viðbrögð íslenska vísinda- samfélagsins vora að benda á að hið nákvæma net jarðskjálftamæli- stöðva, sem byggt hefur verið upp á undanfömum áratug eða svo, væri ekki hannað til að gefa nákvæmar upplýsingar um stærð nálægra stórra Guðmundur Pálmason skjálfta, til þess yrði að leita upplýsinga frá erlendum mælistöðv- um. Vekur þetta nokkra furðu þar sem þegar var búið að nota það til stærðarákvörð- unar og ekki hefur staðið á því tíl þessa að gefa upplýsingar um stærð skjálfta upp í 4 og jafnvel þar yfir sem öðra hverju era að eiga sér stað á Suður- og Suðvesturlandi. Þegar þessar upplýs- ingar erlendis frá vora fengnar barst sú vitn- eskja frá jarðskjálfta- rannsóknastöðinni á Selfossi sem nýverið hefur tekið til starfa og er rekin af verkfræðistofnun Háskóla Islands að þeir hefðu alltaf vitað að skjálftinn væri af stærðinni 6,5 og talsmaður stöðvarinnar vonaðist til að samvinna gæti tekist við Veður- stofuna um rannsóknir í framtíðinni. Og frá Orkustofnun barst sú frétt að hugsanlega mætti sjá fyrirboða jarð- skjálfta í breytingum á vatnsborði í borholum, en af þeim er nokkur fjöldi til á Suðurlandi. En það er eitt af því athyglisverða við skjálftann 17. júní að hann kom öllum að óvöram þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir und- anfarin ár á hugsanlegum fyrirboðum Suðurlandsskjálftans. Sú atburðarás sem rakin var hér að framan vakti mig til umhugsunar um mál sem öðra hverju hefur verið til umræðu á undanfömum áratugum en ekki hlotið fullnægjandi afgreiðslu að mínu mati en það er skipulag ís- lenskra jarðvísindarann- sókna. Það er fyrst og fremst í kringum nátt- úrahamfarir eins og eld- gos og jarðskjálfta sem í ljós kemur að þar er mörgu ábótavant. Stjóm- völd eiga að finna til ábyrgðar gagnvart því að slíkum rannsóknum sé sinnt á sem hagkvæm- astan hátt í almannaþágu enda era flestir starfs- menn sem að slíkum rannsóknum vinna starfsmenn ríkisins. Mér sýnist að mjög skorti á að stjómunarleg ábyrgð á rannsóknunum og kynn- ingu þeirra fyrir almenningi og stjómvöldum sé til staðar þegar nátt- úrahamfarir dynja yfir. Flestir kann- ast við kapphlaup jarðfræðinga að komast sem fyrst á vettvang þegar eldgos dynur yfir en minna fer fyrir skipulegri og markvissri vinnu. Þetta er að mínu viti fyrst og fremst stjóm- unarlegt vandamál. Þó að um al- mannahagsmuni sé að ræða hefur engin rOdsstofnum það hlutverk að taka heildstætt á þeim rannsóknum sem gera þarf vegna náttúruhamfara eins og eldgosa og jarðskjálfta. Ein- stakar rannsóknastofnanir sinna af- mörkuðum þáttum þessa verkefnis, oft til hliðar við meginverksvið sitt, en samræming á vinnu stofnana við nátt- úrahamfarir er sjaldnast til staðar og þá helst í formi skammlífra sam- starfsnefnda. Almannavarnir hafa vel Suðurlandsskjálftar Niðurstaða mín er sú að þörf sé á að endur- skipuleggja jarðvísinda- rannsóknir hins opin- bera hér á landi, segir Guðmundur Pálmason. afrnarkað hlutverk en í því felst ekki að samræma vinnu rannsóknastofn- ana. í öllum öðram löndum Evrópu og reyndar flestum löndum heims era jarðfræðistofnanir sem starfa á veg- um stjórnvalda og hafa það hlutverk að sinna þeim jarðvísindarannsókn- um sem ríkið telur sig þurfa að bera ábyrgð á að unnar séu. Hér á landi er engin slík stofnun til og verður það að teljast undarlegt með tilliti til þess hvemig náttúra landsins er háttað. Snemma á öldinni sem er að líða var stungið upp á því af danska jarðfræð- ingnum Arne Noe-Nygaard að slík stofnun yrði sett á fót hér og hafði hann fyrir sér hliðstæður í öðram Evrópulöndum. Ekki fékk þó þessi tillaga neinar undirtektir og rann- sóknastarfsemin hér á landi á þessu sviði hefur síðan þróast meira eftir áhugasviðum einstakra jarðvísinda- manna en markvissri áætlun þar sem markmið væra sett og fylgst með því hvemig framvindan yrði. Þegar jarð- skjálftamælingar hófust hér á landi snemma á öldinni var þeim fundinn staður á Veðurstofunni og mun ástæðan ekki síst hafa verið sú að Veðurstofan var með veðurathugun- armenn um allt land og því heppilegt að fela þeim rekstur jarðskjálftamæla og gagnasöfnun þegar skjálftar áttu sér stað. Þetta er úrelt sjónarmið í dag þegar sjálfvirkur tækjabúnaður sendir stöðugt upplýsingar um jarð- skjálfta til miðstöðvar og fjölmiðlar keppast um að birta sem ítarlegastar fréttir og myndir af slíkum atburðum. Miðstöð jarðskjálftarannsókna gæti þess vegna verið hvar sem hæft stafslið er til staðar, bæði á Veður- stofunni og annars staðar. Margar aðrar rannsóknastofnanir hins opin- bera, Orkustofnun, Náttúrafræði- stofnun og stofnanir Háskóla Islands svo að nokkrar séu nefndar, hafa á að skipa sérfræðingum sem geta lagt af mörkum til markvissra rannsókna á þeim fyrirbærum sem valda náttúra- hamföram. Samræming á störfum þessara sérfræðinga er hins vegar oft minni en æskilegt væri. Niðurstaða mín er sú að þörf sé á að endurskipuleggja jarðvísinda- rannsóknir á vegum hins opinbera hér á landi með það að markmiði að auka samvinnu milli vísindamanna og jafnframt skilvirkni gagnvart þjóðfé- laginu sem kostar rannsóknimar. Hvort þetta er gert með því að koma upp sérstakri jarðfræðistofnun eða á annan hátt er ekki aðalatriðið. Eg hef hins vegar þá trú að það sé ein leið til að auka samvinnuna og umfram allt til að koma á stjómunarlegri ábyrgð á þessu sviði, sem sárlega vantar í dag. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og fv. forstöðumaðurjarðhitadeildar Orkustofnunar. Múrarar - uerktakar byggingameistarar STEININGARLIM Margir litir UTIPUSSNING Margir litir — 3 tegundir RAPPMÚR Inni/úti Traust Islensk múrefni síðan 1972 Utanríkisráðherra, ESB og stjórnarskráin ÞAÐ er langt síðan ljóst var að hugur for- manns Framsóknar- flokksins stefndi ákveð- ið að inngöngu íslands í Evrópusambandið. Það var því ekkert framlegt við það að ungliðafor- ysta flokksins knúði á um aðildaramsókn á þingi sínu á dögunum. Þeir vora einfaldlega að fylgja foringja sínum. Tíðindin era eingöngu þau að nú er staðfest að formaður Framsóknar og formaður ungliða- hreyfingarinnar hafa stillt saman stengi sína Hjörleifur Guttormsson vera sinn Steingrím Hermannsson og marga fleiri. Um stjórn- arskrárþátt málsins var þá mikið rætt. Ekkert hefur breyst að formi til síðan. Alla tíð hefur ver- ið Ijóst að íslendingar fá litlu sem engu ráðið um lagasetningu í Brassel og ekki batnar sú staða við inngöngu, þótt ein- hverjir reyni að telja sér trú um það. Það er hins vegar ekki umdeilt að íslenska stjómarskráin heimilar ekki að óbreyttu aðild íslands að ESB. Til LÉTTIÐ vinnuna og MARGFALDIÐ afköstin með ELGO múrdælunni! Leitið tilboða! I steinprýði Stangarhyl 7, Rvík Sími 567 2777 Fax 567 2718 og vilja báðir leita aðildar. Framsókn- arforystan er þannig síst eftirbátur Samfylkingarinnar í áhuga sínum á að fá ísland innlimað í stórríkið. Hitt blasir jafnframt við að róðurinn verð- ur áfram þungur hjá formanni Fram- sóknar að fá meirihluta í flokknum á sitt band, að ekki sé talað um þá sem kosið hafa flokkinn fram að þessu. Hvers vegna að veifa nú sijórnarskrá? Það er dálítið skondið af formanni Framsóknar að ætla að nota stjómar- skrána til að ryðja brautina fyrir að- ildaramsókn. Ekki bar mikið á áhyggjum Halldórs af stjómar- skránni þegar aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði var til um- ræðu. Um það greindi hann á við for- þess er valdaafsalið of nakið. Þetta veit formaður Framsóknar og skoð- anabræður hans í Samfylkingunni. Þess vegna knýja þeir nú á um stjóm- arskrárbreytingu með vísan í EES- samninginn. Þeir vilja að hindranum stjómarskrárinnar verði vikið úr vegi fyrirfram af öðra tilefni, þannig að deilan um stjómarskrárbreytingu falli ekki saman við umræður um að- ild að Evrópusambandinu. Lítill hljómgrunnur fyrir aðild Hljómgrannurinn fyrir aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið mikiil meðal íslendinga, hvað sem h'ð- ur yfirborðskenndum skoðanakönn- unum. Um það vitnar hversu illa áhugamönnum um aðild gengur að ná eyrum almennings. Þeir era síkvart- Evrópusambandið Það er dálítið skondið af formanni Framsóknar, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, að ætla að nota stjórnarskrána til að ryðja brautina fyrir aðildarumsókn. andi undan að málið sé ekki á dag- skrá, rétt eins og einhverjir séu að vama þeim orðs um hugðarefni sín. Orðalagið „á dagskrá" jafngildir í þeirra munni ákvörðun um að sækja um aðild. Vel má vera að umræða skerpist á næstunni um stöðu Islands í EES og aðild að Evrópusambandinu. Ekki væri það harmsefni, því að þjóðin þarf vissulega að halda vöku sinni. Öraggt má telja að fjöragar umræður verði í Framsóknarflokknum um stefnuna að þessu leyti og trúlega verður einn- ig hvíslast á um aðildardrauminn inn- an Samfylkingarinnar. Þeir sem áfram vilja standa vörð um fullveldi íslands hljóta að fylgjast með þessum hræringum og taka á móti gerist þess þörf. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Waestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞU ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.