Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 44

Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 44
44 LAUGARDAGUR1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF Frá Reykjavíkurprófastsdæmi Engarguðsþjónustur verða haldnarí kirkjum Reykjavíkurprófastsdæma á morgun, sunnudaginn 2. júlf, vegna kristnihátíðar á Þingvöllum. Prófastar Reykjavíkurprófastsdæma KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja: Sunnudag: Messa kl. 10.30 og kl. 14. Kl. 18: Messa á ensku. Virka daga og laugardaga: Messurkl. 18. Reykjavík - Maríukirkja vlð Raufar- sel: Sunnudag: Messa kl. 11. Virka daga: Messa kl. 18.30. Laugardag: Messa kl. 18.30 á ensku. Riftún, Ölfusi: Sunnudag: Messa kl. 17. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnu- dag: Messa kl. 10.30. Mánud., mió- vikud., fimmtud. & föstud.: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur:Sunnudag: Messa kl. 8.30. Laugardag og virka daga: Messa kl. 8. Keflavík - Barbörukapella Skóla- vegi 38: Sunnudag: Messa kl. 14. Stykklshólmur - Austurgötu 7: Sunnudag: Messa kl. 10. Laugardag og virka daga: Messa kl. 18.30. ísafjörður - Jóhannesarkapella Mjallargötu 9: Sunnudag 2. júlí: Messa kl. 11. Bolungarvík: Sunnudag 2. júlí: Messa kl. 16. Flateyri: Laugardag: Messa kl. 18. Þingeyri: Mánudag: Messa kl. 18.30. Akureyri - Péturskirkja - Hrafna- gilsstrætl 2: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa kl. 18. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Vísað er til kristnihátíðar á Þingvöllum. Prest- ar og sóknarnefnd. VÍDALÍNSKIRKJA: Engin guðsþjón- usta í dag vegna kristnihátíðar á Þingvöllum. Mætum þangað og gleðjumst á þessari einstöku hátíð. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Engin guðs- þjónusta í dag vegna kristnihátíðar á Þingvöllum. Mætum þangað og gleöjumst á þessari einstöku hátíð. Prestarnir. KÁLFATJARNARKIRKJA: Engin guðsþjónusta í dag vegna kristnihá- tíðar á Þingvöllum. Mætum þangað og gleðjumst á þessari einstöku há- tíð. Prestarnir. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa í Landakirkju feilur niður vegna kristnihátíöarmessu á Þing- völium kl. 13.30. Litlir lærisveinar syngja á hátíðinni. Þeir sem ekki komast á Þingvelli geta hlýtt á kristnihátíöarmessu af Skansinum á ÚV FM 104 kl. 16. 5. júlí kl. 20.30: Opiö hús í KFUM&K-húsinu fyrir ungl- inga. Óli Jói og Skapti Örn alltaf sval- ir á svæðinu. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. í dag sér Steinþór Þórðarson bæði um prédikun og biblíufræðslu. Á laugardögum starfa barna- og ungl- ingadeildir. Allir hjartanlega vel- komnir. VEGURINN: Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma kl. 20. Samkoma fellur niður vegna kristnihátíóar á Þingvölium. SELFOSSKIRKJA: Engin messa 2. júlí vegna hátíöarhalda á Þingvöllum. Morgunbænir þriöjudaga til föstu- daga kl. 10. Foreldrasamvera mið- vikudaga kl. 11. Sóknarprestur. Ár og helgar stundir Árin gefast öll úr Drottins hendi og aðeins fyrir náð hans hjarta slær. Inn í tímann Orð og líf sitt sendi svo anda birtir vitund hver og blær. Þó sýni stjömur himins sporin hans Hann hingað kemur nær í líki manns. Lögberg hjarta helgistaðar myndar og hamragjáin kveður trúarljóð. Hraunbreiður og háir fjallatindar helgidóminn glæsta færa þjóð. Sækir hún þar fögnuð Guðs og frið og finnur lífsgrunn sinn í kristnum sið. Mynd hans sést í mildum jötusveini er mannkyns syndir reyndi langan dag svo unnið gæti bæði á böli og meini og bægt frá öllu er spillir jarðlífs hag. Hann brúar gjár og bætir lífsins tjón og blessar veg og gefur himinssjón. Helgir vellir friðinn þjóðum færa. Þar fyrirmynd er kristnitaka að sátt svo samlyndi og sáttarþel þær læra og samstarf efla og horfa í sólar átt. Álfur mætast, brúast gjár og bil er blessun færist yfir hamragil. Fyrir þjóð og þegna varðar mestu að þekkja hans veg og geta sótt hans mið. Á þings síns völlum valdi kjörin bestu er vígaslóð var hafnað fyrir frið. Er nú liðið árþúsund frá því og ávallt játist honum þjóð á ný. Bjartir tónar hefji sál til hæða, öll helguð list er blessun miðlað fær svo hljómar streymi innst til lífsins æða er endurómi að hjarta Guðs er nær. Hreinan tón og takt fær strengur hver ef tign og návist Drottins um hann fer. Kristnitöku vonir vakna og rætast er vitund andar til sín blænum hans svo jarðarlíf og himinshæðir mætast og helgast geta ævisporin manns. Þá nýjan kraft frá Kristi lífið fær og kynslóð hver hún færist honum nær. Fram á mið og inn í verk og iðju andblær berist stöðugt honum frá, við sjónhring hvern sé miskunn hans í miðju, við mosalyng, og gróðurvin og á. Boðin hans og sælu sigurmerki sýni gildi lífs í hverju verki. Yfir kristnum árþúsundamótum opnast sýn til þess sem Kristur gaf. Líknar hans og leiðsagnar við njótum og ljóssins sem að blessar land og haf. Er endumýjum einlæg trúarheit hann áfram svarar lífsins þrá og leit. Andblær hans og áhrif jafnan gefa aukið skyn á lífsins gang á jörð svo nær að vaxa efni frá og efa og allt sem hrærist vottar þakkargjörð. Árin líða öll með gleði og þraut en ofar þeim er himins víða braut. Gunnþór Ingason, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Áskorandi svarar fyrir sig Safnaðarstarf Ytri-Njarðvíkurkirkja Bjöllukór frá Pittsburg í Ytri-Njarð- víkurkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 2. júlí kl. 20, heldur bjöllukór frá Pittsburg í Pennsylvaníu tónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Bjöllukórinn, The Southminster Ringers, var stofnað- ur í september 1969 og hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn. Kór- inn er reglulegur gestur í sjónvarpi vestan hafs og í Hvíta húsinu hjá for- setum Bandaríkjanna. Stjórnandi kórsins frá upphafí er Thomas C. Flynn og er hann einnig tónlistar- stjóri í Southminster Presbyterian kirkjunni í Pittsburg. Kórfélagar eru allir meðlimir þeirrar kirkju og leika á oft á bjöll- urnar við guðsþjónustur safnaðar- ins. Hallgrímskirkja. Hádegistónleik- ar kl. 12-12.30. Karstein Askeland frá Bergen leikur á orgel. SKAK Frankfurt Fujitsu-Siemens-mótið 22.-25. júní 2000 FUJITSU-SIEMENS-risamótinu í atskák lauk fyrir skömmu í Frank- furt og tóku 6 stigahæstu skákmenn heims þátt í mótinu. Skemmst er frá því að segja að mótinu lauk með stór- sigri indverska stórmeistarans Vishy Anand er hlaut 7VÉ vinning af 10 mögulegum og varð lVz vinningi fyrir ofan næsta mann, Gan-y Kasparov. Pessi sigur Anands hefur án efa verið honum kærkominn þar sem Kaspar- ov hyggst í haust tefla einvígi við Vladimir Kramnik um hver sé besti skákmaður heims, en til stóð að An- and stæði í þeim sporum. Indverjinn viðkunnanlegi sýndi mikla baráttu- gleði í mótinu eins og síðari skák hans gegn Shirov sýnir. Hvítt: Vishy Anand Svart: Alexei Shirov Frönsk vörn, klassíska afbrigðið. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Rce2 Þessi óvenjulegi riddaraleikur hef- ur það að markmiði að halda peða- stöðu hvíts á miðborðinu óbreyttri og beita riddaranum á kóngsvængnum á f4 eða g3. 5. ... c5 6. c3 Rc6 7. f4 Db6 8. Rf3 Be7 9. a3 0-0 10. h4 f6 11. Hh3 Ra5 Uppbygging svarts hefur verið ei- lítið fálmkennd, þannig er ekkert til fyrirstöðu fyrir hvítan að verða sér úti um meira rými á báðum vængjum. 12. b4! cxb4 13. axb4 Rc4 14. Rg3 a5 15. Bd3 f5 16. Rg5! Hd8 17. Dh5! Bxg518.Dxg5Hf819.Rh5 Riddarinn er nú kominn á besta stað til að ráðast á veiku punktana á f6ogg7. 19.... Hf7 20. Hg3 g6 Erfitt er að sjá hvemig hvítur á að bæta stöðu sína þar sem flestar línur virðast honum lokaðar. Indverjinn snjalli var vandanum vaxinn og tryggði sér þar með sigurinn á mót- inu. 21. Bxc4! dxc4 22. b5! Svörtu reitirnar verða svörtum að falli þar sem biskup hvíts kemst á a3- f8 skálínuna. 22. ... Dxb5 23. Ba3 b6 24. Dh6 Bb7 25. Hxg6+ Augljós, en engu að síður snotur hróksfóm. 25. ... hxg6 26. Dxg6+ Kh8 27. Dxf7 Hg8 28. Bf8! Glæsilegur lokahnykkur sem neyddi svartan til uppgjafar þar sem hann verður mátaður bæði eftir 28.... Hxf8 29. Dg7 # og 28.... Rxf8 29. RfB. Fyrir mótið í Frankfurt hafði Garry Kasparov einungis tapað íyrir Jeroen Piket á bikarmóti skákvefjar síns sem haldið var í febrúar á Net- inu. í sjöundu umferð mætti hann ungverska stórmeistaranum Peter Leko og varð að bera sigur úr býtum til þess að eygja von um að ná Anand í kapphlaupinu um sigurinn á mótinu. Hinsvegar sannaðist enn einu sinni að kapp er best með forsjá. Hvítt: Garry Kasparov Svart: Peter Leko Gmenfelds-vöm 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d5 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 a6 8. Db3 c5! 9. dxc5 Framkvæði hvíts virðist lítið sem ekkert eftir þetta. 9. d5 var annar möguleiki. 9. ... Da5 10. Db6 Dxb6 11. cxb6 Rbd7 12. Be2 Ef hvítur hefði verið gíragur og viljað halda peðinu með 12. Be3 myndi svartur svara því vel með 12. ...Rg4. 12. ... Rxb6 13. Be3 Rbd7 14. Rd4 Rc5 15. f3 e5 16. Rc6! Skemmtilegur leikur sem tryggir hvítum smávægilegt frumkvæði. 16. ... bxc6 17. Bxc5 Hd8 18. Kf2 Be6 19. Hhdl Rd7 20. Be3 Bf8 21. Hd2 f5 22. Hadl Be7 23. g3 Kf7 24. b3 a5 25. Hc2 Rf6 26. Hxd8 Hxd8 27. exf5 gxf5 28. Ra4 Bd5 29. Bb6 Ha8 30. Bc5 Rd7 31. Bxe7 Kxe7 32. Ke3 Kd6 33. Bd3 Hvítum hefur ekki tekist að bæta stöðuna eftir 16. leik sinn og þar með er staðan einungis í jafnvægi. Að öllu jöfnu myndu keppendur láta gott heita innan skamms og sættast á skiptan hlut, en „Skrímslið með þús- und augun“ er ekki vant að sætta sig við annað sætið á skákmótum og leggur því allt undir! 33. ... f4+! 34. gxf4 exf4+ 35. Kxf4?! Öraggara og betra var 35. KÍ2. Hvíti kóngurinn lendir nú í ógöngum. 35.... Hf8+ 36. Kg5 Re5 37. Bxh7 Rxf3+ 38. Kh6 Hf4! 39. He2 Hh4+ 40. Kg7 Rxh2 41. Rc3 Rf3 42. Re4+ Kc7 43. Rf6 Rd4 44. Rxd5+?! cxd5 45. Hd2 Kd6 46. Bd3? Re6+! 47. Kf6 Hf4+ og hvítur gafst upp þar sem eftir 48. Kg6 Hd4 er fokið í flest skjól sök- um hótunarinnar 49.... Rf4. Úrslit hraðskákkeppni taflfélaga Það verða Taflfélagið Hellir og Skákfélag Akureyrar sem tefla til úr- slita í hraðskákkeppni taflfélaga. Takist Helli að stilla upp sínu sterk- asta liði verður félagið að teljast sig- urstranglegra, en að öðram kosti get- ur allt gerst. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd, og hefst taflið klukkan 14. Skákáhugamenn eru hvattir til að koma og fylgjast með þessari spenn- andi og hröðu keppni. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sín- um vinsælu atkvöldum mánudaginn 3. júlí og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að Ijúka skákinni og síðan þijár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan kepp- anda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Skákmót á næstunni 2.7. Hellir. Hellir-SA kl. 14 3.7. Hellir. Atkvöld kl. 20. Daði Örn Jónsson Helgi Ass Grétarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.