Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 48

Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 48
48 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens VIt) HÖFUM SVO SANNARLESA ATT SÓÖAR STUNDIR SAMAN, SRETTIR ! Ferdinand MY BROTHER HAS GONE BACK HOME BECAU5E HE SAlö I SHOULPN'T HAVE BEEN LI5TENIIN6TO A CACTU5 UJHO EL5E CAN I LI5TEN T07UJH0 ELSE CAN I TALK TO ? Bróðir minn fór heim aftur. En á hvern á ég að hiusta? Hann sagði að ég ætti ekki Við hvem á ég að tala? að leggja hlustir við því sem kaktusar segja. sem ég á. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Kaþólska unglingafélagið Pílé kveður Frá stjóm Píló: EFTIR ellefu ára starfsemi lætur Píló af störfum. Píló var stofnað ár- ið 1989 eftir að pílagrímsferð var farinmeð unglingshóp til Medjug- oriu í Júgóslavíu. Síðan þá hefur Pfló meðal annars staðið fyrir þremur pflagrímsferðum, fjölmörg- um ferðalögum, haldið bænastund- ir og unglingamessur. Petta var fé- lag þar sem unglingar hittust vikulega og skemmtu sér saman í trúnni. Langtíma markmið félagsins var að byggja upp öfluga miðstöð fyrir unglinga innan kaþólsku kirkjunn- ar þar sem þeir gætu komið til að leita hjálpar eða til að skemmta sér. Þar sem aðstaða félagsins var í einu litlu herbergi var farið þess á leit við yfirmenn kirkjunnar að finna sómasamlegt húsnæði fyrir starfsemina svo hægt væri að reka þessa miðstöð fyrir unga fólkið. Þeir sýndu þessu lítinn sem engan áhuga og báru jafnvel allar eigur félagsins út úr þeirri aðstöðu sem það hafði fyrir og komu þeim fyrir í litlu herbergi í Hafnarfirði án þess að láta stjórn félagsins vita. Með þessu hátterni er ljóst að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar á íslandi virð- ast ekki bera hag unga fólksins fyrir brjósti. Þar sem ekki fékkst stuðningur frá kirkjunni sjálfri var fótunum kippt undan starfsemi fé- lagsins og ekki var lengur grund- völlur fyrir starfsemi unglingafé- lags innan kaþólsku kirkjunnar. Einnig óskaði Píló eftir því að stúlkur fengju að þjóna við altari jafnt og strákar, sem var loksins leyft hér á íslandi árið 1994. Stúlk- urnar fengu einungis að þjóna í vissum messum en aldrei í há- messu og við stórhátíðir. Tæpu ári seinna var svo tilkynnt af stjórn- endum kirkjunnar að stúlkur fengju aldrei að þjóna framar við altari, þrátt fyrir að það sé leyft í flestum löndum Evrópu og Amer- íku í dag. Enn þann dag í dag skiij- um við ekki þetta misrétti. Hvernig útskýrum við fyrir unglingunum í dag þessá mismunun við kynin? Það fjármagn sem Píló átti hefur verið gefið til barnastarfs Kvenna- athvarfsins og vonumst við til að það komi að góðum notum. Vill Píló þakka þeim sem störf- uðu með okkur og öllu safnaðar- fólki ásamt fleirum sem veittu ökk- ur stuðning í gegnum árin. Við kveðjum með söknuði. F.h. stjórnar Píló, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, ÍRIS MARÍA JÓNSDÓTTIR, SYLVÍA ÓLAFSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.