Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Fannar Frá Norðurlandamótinu á Hótel Ork. Herslumun- inn vantar BRIDS IV o r ð u r 1 a n d a m ó t HÓTEL ÖRK Norðurlandamótið í brids verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 27. júní til 1. júlí. Heimasíða mótsins er www.bridge.is ÍSLENDINGAR töpuðu naum- lega fyrir Færeyingum í opnum flokki, 14-16, í 6. umferð á Norður- landamótinu í Hveragerði í gær- morgun. Það er eins og herslumun- inn hafi vantað hjá íslenska liðinu það sem af er mótinu en þetta var var þó fyrsta tap liðsins í Hvera- gerði. Færeyingar hafa hins sótt verulega í sig veðrið og unnu m.a. * góðan sigur á Finnum í 5. umferð. Þessi úrslit voru auðvitað ekki að vonum en staðan á toppnum breytt- ist lítið því Svíar unnu aðeins naum- an sigur á Dönum, 17-13, og Finnar unnu Norðmenn, 16-14 og var þetta jafnframt fyrsti sigur Finna í mót- inu. Svíar voru efstir með 119,5, stig eftir 6 umferðir, Norðmenn voru með 105,5, íslendingar 99, Danir 76,5, Færeyingar 74 og Finnar 59,4 stig. I kvennaflokki unnu Svíar Dani, 16-14, og Norðmenn unnu Finna, 24-6. Finnar héldu samt forustunni með 114 stig, Danir höfðu 100 stig, Norðmenn 99, Danir 95, íslendingar « 81 stig og Færeyingar ráku lestina með 43 stig. 7. og 8. umferð voru spilaðar í gær og þá spiluðu íslensku liðin við Norð- menn og Finna og í lokaumferðunum í dag spilar ísland við Svíþjóð og Danmörk. Sveitarfélagar til bjargar Það er oft sagt að einkenni góðra sveita sé að þegar öðru parinu verði mislagðar hendur í einhverju spili komi sveitarfélagamir til bjargar við hitt borðið. Það er óhætt að segja að þetta hafi átt við íslensku sveitina í opna flokknum í þessu spili frá leikn- um við Dani í 5. umferð mótsins. Norður gefur, AV á hættu Norður *KG6 v 842 ♦ D87 + AD75 Austur ♦ D872 v G5 ♦ G1032 ♦ KG6 Suður ♦ 54 v ÁKD107 ♦ ÁK96 ♦ 98 Við annað borðið sátu Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson með spil NS og eftir að Magnús opn- aði á 1 laufi í norður hætti Þröstur í suður ekki fyrr en í 6 hjörtum, þótt austur varaði við slæmri legu með því að dobla laufafyrirstöðusögn. Þetta spil var auðvitað vonlaust eftir lauf út frá vestri og slemman endaði 2 niður. Við hitt borðið stoppuðu Danirnir í 4 hjörtum eins og raunar öll önnur NS pör í mótinu. Anton Haraldsson var frekar fljótur að spila út og valdi spaðatíuna! Sagnhafi lét eðlilega gosann í blindum og Sigurbjöm Haraldsson fékk slaginn á drottningu. Hann skipti í hjarta og sagnhafi þurfti að velja spilaleið. A opnu borði er aug- ljóst að spilið vinnst með því að spila spaða á kónginn en sagnhafi taldi víst að ásinn væri hjá austri. Ef gjafaslagur var á tígul var auðvitað hugsanlegt að sá sem ætti 4-lit í tígli ætti einnig 3-lit í hjarta, og síðan var laufasvmingin einnig eftir. Svo sagnhafi tók ÁK í hjarta og síðan ÁKD í tígli. Anton trompaði þriðja tígulinn og spilaði laufi, sagn- hafi svínaði drottningunni og Sigur- bjöm fékk á kóng og spilaði loks spaða á ás Antons, sagnhafa til mik- illar hrellingar. Þannig fóm 4 spaðar einn niður og Islendingar töpuðu 2 stigum í stað þess að tapa 11. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur * Á1093 v 963 * 54 * 10432 BRIPS Umsjðn Arnðr G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík TVÍMENNINGSKEPPNI var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtu- daginn 22. júní. 18 pör tóku þátt og meðalskor var 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristóferss. 281 BaldurÁsgeirss.-MagnúsHalldórss. 266 SæmundurBjömsson-JónAndrésson 258 Árangur Á-V KristjánÓlafsson-EysteinnÓlafsson 258 Ólafur Ingvarsson-Jóhann Lúthersson 235 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 219 Mánudagur 26. júní. 24 pör. Með- alskor 216 stig. ÁrangurN-S Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðm.son 279 AldaHansen-MargrétMargeirsdóttir 261 Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristóferss. 255 Árangur A-V Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 268 JónBondó-SigrúnSigurðardóttir 249 Sigurður Pálsson - Elín Jónsdóttir 243 Vestur-íslendingar ieita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fjölmiðlar og pólitík ÞANN 28. júní sl. skrifar Magni Kristjánsson í Morg- unblaðið grein sem ber yfir- skriftina Fjölmiðlar og póli- tík. Ég undirritaður sendi grein í vikublaðið Austur- land fyrir skemmstu, þar sem ég ræddi um safn Jósa- fats Hinrikssonar, þar sagði ég eitthvað á þá leið að Magna Kristjánssyni væri best treystandi til þess að koma því í höfn að Norðfirð- ingar tækju við safninu að gjöf. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá ritstjóm Aust- urlands og þvi hefur grein minni verið stungið undir stól eins og það heitir á ís- lensku. Það er nú oft þannig að ef einhveijar skoðanir falla ekki í kramið hjá við- komandi fjölmiðli, þá er greinum einfaldlega stung- ið undir stól. Ég vek athygli á því að þar sem Magni Kristjánsson er það mildll áhugamaður á því að þetta safn verði að veruleika beri einnig að geta þess að safn- ið er alveg ómetanlegt, einkum fyrir Norðfirðinga, svo og það kemur til með að laða að fjöldann allan af ferðamönnum. Það er alveg vonlaust árið 2000 að setja menn út í horn ef þeir eru ekki sömu línu í pólitík. Það vill nú einu sinni svo til að það eru fleiri fjölmiðlar í þjóðfélaginu. Mér finnst ekki breyta neinu hvort maðurinn er í stjórnarand- stöðu við meirihlutann í Fjarðarbyggð, aðalatriðið er að hann sé að vinna að góðum málum fyrir sína heimabyggð. Magni Krist- jánsson, haltu ótrauður áfram að gera góða hluti fyrir Norðfirðinga. Gunnar G. Bjartmarsson. Hvar þarf að bera að dyrum, svo ansað sé? MIG langar að senda þakk- arorð til allra þeirra sem hafa skrifað greinar um aldraða og öryrkja og allra þeirra sem eru að vekja at- hygli á kjörum þessa fólks. Hvar þarf að bera að dyr- um, svo ansað sé? Það sem hefur gerst í þessum málum er að það hefur frekað lækkað framlagið til aldr- aðra á milli ára. Maður er eitt spumingarmerki um öll þessi mál. Það væri óskandi að þessi mál næðu eyrum þeirra sem ráða. Það er allt- af verið að tala um afgang hjá ríkissjóði, því í ósköpun- um má ekki nota þann af- gang til aldraðra og ör- yrkja? Anna Sigurbjörnsdóttir. Frábær grein ÉG er svo innilega sammála Ævari Rafni Kjartanssyni, sem skrifaði grein í Morg- unblaðið 25. júní sl. og heitir RÚV-öryggistæki íþrótta- manna? og Bergþóru Árna- dóttur sem skrifaði í Vel- vakanda 29. júní sl. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta. Greinin hans Ævars er alveg frábær. Út um allan bæ, á vinnustöðum og í fjölskyldum eru þessi mál rædd fram og til baka. Ég skora á Ríkisútvarpið/ Sjónvarp að gera skoðana- könnun meðal ahnennings um hvað því finnst um þetta ágæta ríkisbákn. Hafliði Helgason. Dýrahald Skuggi í Skipasundi er týndur SKUGGI, sem er svartur og hvítur fressköttur, hvarf frá heimili sínu Skipasundi 46 laugardaginn 24. júní sl. Hann er með gráa hálsól með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Hann gæti hafa lokast inni á fáfömum stað, svo sem bílskúr, garð- húsi eða þvottahúsi. Þar sem hann er nýfluttur í hverfið er hugsanlegt að heimaríkari kettir hafi hrakið hann út fyrir hverfið. Ef einhverjir geta gefið upplýsingar um Skugga eru þeir vinsamlega beðnir að hringja í síma 568-6052. Blíðfinn vantar heimili ÉG er h'till, grár kettlingur (högni) og er kallaður Blíðfinnur og ég þarf að eignast gott heimili. Upp- lýsingar í síma 553-0457 eða 553-0447. Lítill kettlingur hvarf að heiman NIU mánaða kettlingur, hvítur og rauðleitur, hvarf að heiman frá sér að Lækj- arsmára mánudaginn 26. júní sl. Hann er ekki með hálsól, en eyrnamerktur á hægra eyra 00G87. Ef ein- hver hefur orðið hans var vinsamlega hafið samband í síma 554-1010 eða 864-0110. Tapad/fundiö Giftingahringnr fannst á Búðum ÉG fann í fórum okkar á Hótel Búðum giftingahring sem er jafnvel búinn að liggja hjá okkur 1 nokkur ár. Þetta er sjálfsagt hring- ur eiginmannsins þar sem hann er stór og inn í hann er grafið Fríða 13.4. ’57. Þeir sem kannast við gripinn geta hringt í Viktor í síma 894-4111. SKÁK llmsjón Ilelgi Áss Grétarsson STAÐAN er frá opna Ordix atskákmótinu í Frankfurt sem lauk fyrir stuttu síðan og er á milli hollenska stór- meistarans Loek Van Wely (2646), hvítt, og þýsku skák- drottningarinnar Gisela Fischdick (2233). 18...Rxc5! 19.dxc5 Bxc5+ 20.Kg2 d4 21.Re2 Þessi leikur orkar tvímælis. Betra var 21.Re4 Rxe4 22.fxe4 Hxe4 23.Bd3 He3, en þá engu að síður hefur svartur afbragðs færi fyrir manninn. 21...Rd5 22. BÍ2? 22.Kh2 hefði veitt harðvítugri vörn. 22...d3! 23. Rc3 Hvorki 23.Dxd3 Re3+ né 23.Bxc5 dxe2 24. Bxe2 Hxe2+ hefðu bjargað hvíta taflinu. 23...Bxf2 24.Rxd5 Hel 25. Rc3 Hxdl 26.Hxdl Bb6 27.Hxd3 Df6 28.h5 He8 29.hxg6 fxg6 30.Hd2 Df4 31.Hc2 Bc7 32.Re2 Dd6 33.Kgl c5 34.KÍ2 c4 35.Kel Dd3 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Víkverji skrifar... JARÐSKJÁLFTARNIR á Suður- landi hafa illu heilli orðið vatn á myllu andstæðinga beinna útsend- inga af stórviðburðum á knattspymu- sviðinu. Ríldssjónvarpinu hefur verið legið á hálsi fyrir að sinna ekki skyldu sinni varðandi fréttaflutning af þess- um náttúruhamforum og menn hafa ruðst fram á ritvöllinn til að ausa stofnunina svívirðingum af þessum sökum. Og ef til viU geta menn þar á bæ dálítið sjálfum sér um kennt. í lesandabréfi sem birtist í Morg- unblaðinu segir meðal annars: „Það er með ólíkindum að meðan allt Suð- urlandið, og jafnvel allt landið, skelf- ur vegna jarðhræringa, ungir og al- dnir á svæðinu í losti og ráðvilltir og hræddir, skuli ekkert að hafa í sjónv- arpinu „okkar“ nema boltaleiki. Þetta er mikil vanvirðing við blessað fólkið sem hefur orðið fyrir barðinu á nátt- úruhamförum." Annar sem lét málið til sín taka á prenti fullyrti að „fótboltabullur" hefðu tekið völdin á Ríkissjónvarpmu og leiðarahöfundur DV segir undir yfirskriftinni „Nagli í kistu Ríkissjón- varpsins" að „síðustu haldbæru rökin fyrir tilvist ríkisrekins fjölmiðils og skylduáskriftar landsmanna ruku út í veður og vind vegna slælegra vinnu- bragða og hugsunarleysis". Að mati Víkverja er hér fulldjúpt í árinni tekið þótt vissulega megi taka undir með útvarpsráði, að hnökrar hafi verið á útsendingum og að gera hefði mátt betur þegar jarðskjálftinn reið yfir á þjóðhátíðardaginn og það voru vissulega mistök að senda ekki út fréttir á hefðbundnum fréttatíma, klukkan 19.00, þennan dag, þrátt fyr- ir mikilvægi leiks Englendinga og Þjóðverja, sem stóð yfir á sama tíma. ÖUum verður á og segja má að batnandi mönnum sé best að lifa. Víkverji var að horfa á síðbúna út- sendingu í Ríkissjónvarpinu frá leik Portúgala og Þjóðverja, aðfaranótt miðvikudags, þegar seinni skjálftinn, „sólstöðuskjálftinn", reið yfir. Þá þegar birtist á skjánum orðsending þess efnis að fréttir af slqálftanum yrðu sagðar á Rás tvö og langbylgju og gat Víkverji fengið þar allar þær upplýsingar sem hann þurfti meðan hann horfði á leikinn. Þar brást Ríkis- útvarpið snöfurmannlega og rétt við aðstæðum og stóð sig vel í framhald- inu næstu daga að mati Víkverja. x x x NÁTTÚRUHAMFARIR eins og Suðurlandsskjálftinn er vissu- lega stórviðburður og sjálfsagt að greina frá honum sem ítarlegast í fréttatímum ljósvakafjölmiðla og á fréttasíðum dagblaða. En menn verða að gæta stillingar og gæta sín á að fara ekki offari þegar fjallað er um menn ogmálefni. Víkverja finnst að oft hafi gætt full- mikillar dómhörku í garð starfs- manna Ríkisútvarpsins. Allir geta gert mistök. En það er eins og sumir séu komnir með Ríkisútvarpið á heil- ann og finni því allt til foráttu. Það er orðið einskonar þráhyggja eða kækur að tala illa um þessa ágætu stofnim. Evrópumótið í knattspymu er líka stórviðburður sem þúsundir manna hafa gaman af að horfa á. Að mati Víkverja hefur Ríkissjónvarpið staðið vel að málum í þeim efnum. Víkverji er ekki sammála þeim sem hafa haft uppi stór orð um vanhæfi íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins og brigslað þeim um að mæta illa undirbúnir í útsendingar. Þvert á móti telur Víkverji að þeir hafi staðið sig vel og nefnir hér sérstaMega Sam- úel Örn Erlingsson í því sambandi. Það er einkar skemmtilegt að hlusta á Samúel Öm lýsa leikjum. Hann lifir sig inn í leikinn, er vel máli farinn og kryddar mál sitt oft með fomum orðatilækjum sem setja skemmtileg- an svip á lýsingamar. Af nokkrum skondnum orðatiltækjum Samúels, sem koma upp í hugann svona í fljót- heitum, má nefna orðatiltæMð „að skripla á skötunni" þegar leikmenn renna til á vellinum, að „bíta í skjald- arrendumar“ þegar blásið er til sókn- ar. Svo kemur íyrir að menn þurfa „að binda skóþveng sinn“ og „láta kné fylgja kviði“ þegar svo ber undir. Og hér á dögunum komst Samúel Öm sérlega skemmtiiega að orði er hann sagði að nú þyrftu Belgar að fara að „gyrða sig í brók“ ef þeir ætluðu sér að vera áfram í keppninni, en þeir vom þá að tapa fyrir Tyrkjum. Úrslitaleikurinn í Evrópukeppn- inni í knattspymu er nú framundan og ef að líkum lætur verður þéttset- inn bekkurinn fyrir framan sjón- varpstæM landsmanna á meðan leik- urinn fer fram. Vonandi verður Samúel Örn við hljóðnemann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.