Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjóri deilir harkalega á Landssímann fyrir að velja kæruleiðina vegna fyrirhugaðs samnings við Línu.Net um ljósleiðaratengingu grunnskóla Finnst Landssíminn hafa sýnt borginni lítilsvirðingn Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi hefur gagnrýnt fyrirætlanir R-listans um að Lína.Net sjái um ljósleiðaratengingu grunnskóla Reykjavíkur í stað þess að verk- efnið verði boðið út. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að ekkert virðist athugavert við það hvernig staðið hafi verið að málum og núna geti aðeins Lína.Net sinnt verkefninu, þótt Landssíminn hefði bolmagn til að gera það síðar meir. Morgunblaðið/Ásdís Deilt er um fyrirhugaðan samning borgarinnar við Línu.Net um ljds- leiðaratengingu grunnskóla Reykjavíkur. Hér sitja nemendur í Árbæj- arskdla í kennslustofu framtíðarinnar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í gær að hún liti ekki svo á að rangt hefði verið staðið að málum varðandi íyrirhugaðan samning Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur og Línu.Nets um Ijósleiðara- tengingu í grunnskóla Reykjavíkur. Hún gagnrýndi jafnframt Landssím- ann fyrir að kæra borgina til fjár- málaráðuneytis vegna þessa máls. Fyrirtækið hefði haft næg tækifæri til að ræða við borgina þar sem end- anleg ákvörðun hefði ekki verið tekin um málið, en þar sem Landssíminn hefði ákveðið að fara kæruleiðina væri ljóst að verkefnið myndi tefjast. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, stjómarformað- ur Innkaupastofnunar og Línu.Nets segir að verið sé að skoða hvort ein- hverjir meinbugir séu á samningnum. Ekki virðist svo vera en komið hafi fram ábendingar frá borgarlögmanni um að gera samninginn eingöngu til tveggja ára í stað fimm. Ingibjörg Sólrún sagði að vel hefði verið farið yfir þetta mál. Hún sagði að málið snerist um það að hér væri þjónustufyrirtæki að leita til fyrir- tækja og spyrja hvað þau gætu boðið ef veita ætti tiltekna þjónustu og á hvaða verði og væri það alvanalegt bæði í tölvu- og fjarskiptamálum. Ingibjörg Sólrún sagði um fullyrð- ingar Landssímans að hann hefði sagst hafa getu til að setja upp eins gígabætis Ijósleiðarasamband til einkanota fyrir grunnskólanetið og hann hefði getu til að setja upp 10 eða 100 megabæta tengingar inn í grunn- skólana að sú væri ekki raunin nú. ,Auðvitað hafa ménn getu til ým- issa hluta ef nægur tími, fjármunir og vilji er til staðar, en Landssíminn get- ur ekki boðið þessa þjónustu núna,“ sagði hún. „Það er lykilatriði í þessu að menn eru að biðja um tiltekna þjónustu núna.“ Hún sagði að fyrirtækin hefðu ver- ið beðin að skilgreina hvaða þjónustu þau gætu veitt og Landssíminn hefði sent sínar hugmyndir í janúar. Svo hefði verið litið á að þær væru bæði dýrari og síðri en það, sem Lína.Net hafði upp á að bjóða. Borgarstjóri lýsti furðu sinni á því hvemig Landssíminn hefði haldið á þessu máli gagnvart Reykjavíkur- borg og að málið skyldi hafa verið kært til kærunefndar útboðsmála í fjármálaráðuneyti. „Mér finnst Landssíminn hafa sýnt borgaryfirvöldum talsverða lítilsvirð- ingu í þessu máli,“ sagði Ingibjörg. „Málið kemur til kasta Innkaupa- stofnunar 31. júh', fer síðan í fræðslu- ráð 2. ágúst og á þaðan eftir að fara til staðfestingar í borgarráði," sagði hún. „Það er enginn samningur kom- inn á fyrr en borgarráð hefur tekið málið fyrir og það lá ljóst fyrir þá þeg- ar að ekki yrði haldinn borgarráðs- fundur fyrr en 15. ágúst. Það var því góður tími til að fara yfir málið og skoða það og nóg ætti að vera til af símtólum hjá Landssímanum þannig að þeim hefði verið í lófa lagið að taka upp eitt þeirra og óska eftir því við borgaryfirvöld að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og heyi-a sjónarmið okkar. Þeir gerðu það ekki og það er ekki fyrr en í gær, tíu dög- um eftir að málið var í Innkaupastofn- un, sem forstjóri Landssímans hefur samband hingað og óskar eftir fundi.“ Ingibjörg Sólrún fann að því að í millitíðinni hefði Landssíminn hins vegar ákveðið að kæra borgina til fjármálaráðuneytisins, sem hefði ríkra hagsmuna að gæta hvað Lands- símann varðaði, fremur en að ræða máhð. Borgarstjóri og Þórarinn V. Þórar- insson, forstjóri Landssímans, fund- uðu í gær ásamt borgarlögmanni og lögfræðingi Landssímans og sagði Ingibjörg Sólrún að í sjálfu sér hefði ekkert komið út úr þeim fundi, hvað sem um framhaldið yrði. Ingibjörg Sólrún sagði að nú yrði málið að hafa sinn gang og mundi væntanlega tefjast að hægt yrði að koma fyrirhugaðri þjónustu til reyk- vískra skólabama. „Ég tel að það megi mjög draga í efa hæfi fjármálaráðherra,“ sagði hún og bætti við að hún teldi líklegt að hann þyrfti að víkja meðan fjallað yrði um málið. „Auðvitað hlýtur fjármála- ráðherra sem ráðherra í ríkisstjóm- inni að vera hagsmunagæsluaðili fyrir þetta ríkisfyritæki, Landssímann.“ Málið rætt í fræðsluráði og hjá Innkaupastofnun Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi, sem situr í fræðsluráði fyrir Sjálfstæðisflokldnn, sagði að á fundi 19. júní, sem hann hefði reyndar ekki setið, hefði verið samþykkt að fela Línu.Neti ljósleiðai’atengingar fyrir gmnnskóla Reykjavíkur. I fundar- gerð frá þeim fundi hefði verið tekið fram að samkvæmt upplýsingum, sem Fræðslumiðstöð hefði aflað, væri Lína.Net „einu aðilarnir á landinu sem geta sinnt þessari þjónustu". Eftir að sá fiindur var haldinn var fundur hjá Innkaupastofnun og sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi, sem situr í stjóm stofnunar- innai’ fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að þama hefðu verið Guðmundur Tóm- asson, tölvuráðgjafi Reykjavíkur- borgar, og Guðbjörg Andrea Jóns- dóttir, forstjóri þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvarinnar, og hefði hann spurt sérstaklega hvort aðrir gætu sinnt þessari þjónustu. „Þá lýsir Guðmundur því yfir að Lína.Net væri sá eini, sem hugsan- lega hefði getað þetta,“ sagði hann. „Landssíminn hefði allan tímann fylgst með þessu máli og gæti ekki boðið þessa þjónustu. Þegar það lá fyrir ásamt mati starfsmanna Inn- kaupastofnunar um að ekki væri skylt að bjóða þetta út á Evrópska efna- hagssvæðinu treysti ég mér til að greiða þessu atkvæði, enda em mörg fordæmi fyrir því á síðustu ámm og áratugum að borgin semji beint við aðila og ekkert um það að segja.“ Guðlaugur Þór sagði að hann hefði viljað kanna þetta betur og fyrir næsta fræðsluráðsfund, sem var hald- inn 2. ágúst, hefði hann hringt í Landssímann og spurt hvort þeir gætu sinnt þessu verkefni. „Þeir sögðu að þetta væri minnsta mál í heimi og við fóram nákvæmlega yfir það,“ sagði Guðlaugur Þór. Málið var tekið upp aftur á fundi fræðsluráðs og þar sagði Guðlaugur Þór að hann hefði farið í gegnum mál- ið og sagt að það væri einfaldlega ekki rétt að Lína.Net væri eina fyrirtækið á landinu, sem gæti sinnt þessari þjónustu. Hins vegar hefði ekkert verið gert með þær athugasemdir. Afdráttarlaus yfirlýsing tölvuráðgjafa borgarinnar Vilhjálmur Þ. sagði að eftir seinni fund fræðsluráðs um málið hefði hann beðið Guðmund Tómasson um yfir- lýsingu um málið og fylgja helstu rök hans hér eins og þau koma fyrir í yfir- lýsingunni: „1. Lokað Ijósleiðaranet fellur vel að Víðneti Reykjavíkurborgar. 2. Lokað ljósleiðaranet býður upp á mjög fjölbreytt notkunarsvið. 3. Ekkert fyrirtæki er komið jafn langt í lagningu ljósleiðaranets í Reykj avíkurborg eins og Lína.Net hf. 4. Ekkert fyrirtæki getur boðið þessa þjónustu í dag nema Lína.Net hf. 5. Samningsviðræðm- hafa staðið í langan tíma og hafa önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaði fengið tækifæri til að bjóða sína vöm.“ Vilhjálmur Þ. sagði að í framhaldi af yfirlýsingum og viðbrögðum Landssímans teldi hann sjálfsagt að taka málið upp á nýjan leik á fundi Innkaupastofnunar þar sem það hefði ekki verið endanlega afgreitt af borg- aryfirvöldum og hefði ekki verið fjall- að um það í borgarráði, sem tæki end- anlega ákvörðun. Sagði hann að á þeim fundi vildi hann láta ræða kröfur og sjónarmið Landssímans rækilega. „Eg hef lýst því yfir og sagt að séu fullyrðingar Landssímans réttar væri sjálfsagt og eðlilegt að þeir fengju að bjóða í þetta verk,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði að hann hefði í síð- ustu viku beðið Landssímann um gögn varðandi málið og skriflegar út- skýringar og viðbrögð, en svar hefði ekki borist enn. Talað um útboð verkefnisins í janúar Guðlaugur Þór sagði að í janúar hefði hann tekið þetta mál upp í borg- arstjóm vegna þess að þá hefði verið búið að semja við Línu.Net um til- raunatengingu við þrjá skóla og spurt um útboðsmál í þessu sambandi. Alfreð Þorsteinsson svaraði fyrir- spum Guðlaugs Þórs og er haft eftir honum í fundargerð frá fundinum: „Það er skemmst frá því að segja að hér er um tilraunaverkefni að ræða sem stendur fram á vor og meiningin er að í framhaldi af því verði tenging- ar við grannskóla borgarinnar boðnar út. Það er sameiginlegt álit Fræðslu- miðstöðvar og okkar að það sé hinn eðlilegi farvegur og þannig mun það verða.“ Guðlaugur Þór sagðist eiga erfitt með að meta hvers vegna málið væri nú komið í annan farveg, en þetta hefði verið gert með miklu hraði og ýmislegt væri ógert. Hann sagði að nær hefði verið að fara þá leið að fræðsluyfirvöld settust niður og skil- greindu þarfir sínar og markmið og kæmu síðan til fyrirtækjanna og spyrðu hvemig þau gætu uppfyllt ákveðnar þarfir og markmið á sem ódýrastan hátt. „Þess í stað kemur Lína.Net með lausn og síðan setjast fræðsluyfirvöld niður og þau ætla að fara að meta hvað eigi að gera,“ sagði hann. „Ég held að aðalatriðið sé að menn hugsi þetta út frá forsendum skóla- bama í Reykjavík, en ekki forsendum Línu.Nets." Guðlaugur Þór sagði að í upphafi hefði Lína.Net verið kynnt á þeirri forsendu að annars vegar ætti að fara út í gagnaflutning um gömlu raf- magnslínumar og auka samkeppni á markaðnum hins vegar. Ljósleiðarinn hefði verið algert aukaatriði og hefðu Sjálfstæðismenn viljað nýta aðstöðu Orkuveitunnar og bjóða það út. Hvað samkeppnisþáttinn varðaði hefði Lína.Net nú keypt upp tvö sam- keppnisfyrirtæki, Loftnet Skýrr og Gagnaveituna, og nú væri Lína.Net og þar með borgin í bullandi sam- keppnisrekstri við Íslandssíma og Landssímann á sama tíma og ætti að einkavæða síðamefnda fyrirtækið. Borgin að búa til „Borgarsíma“? „I rauninni er borgin búin að búa til nokkurs konar „Borgar-Landssíma“, sem er að fara að taka þátt í þessum slag,“ sagði hann. „Maður spyr sig náttúrulega hvað sé að gerast þegar maður sér vinnubrögðin í þessu máli og að sami borgarfulltrúinn er stjóm- arformaður í Línu.Neti, stjómaifor- maður í Innkaupastofnun og stjórn- arformaður í Orkuveitunni. í þessu máli er hann nokkurn veginn allan hringinn - fjórði maðurinn í brids er flokkssystir hans Sigrún Magnús- dóttir í fræðsluráði. Einhver hefði staldrað við þegar þessi gagnrýni kom fram og athugað hvort mistök hefðu verið gerð. Það var enginn áhugi á því heldur var fyrst hótað að stefna Landssímanum. Síðan ætlaði hann að kæra opinberar stofnanfr fyrir það að standa sig ekki í því að bjóða út fjarskiptaverkefni. Stjórnarformaður Línu.Nets er væntanlega aðallega að hugsa um að kæra stjórnarformann Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, en það er eina stofnunin, sem augljóslega hefur ekki unnið heimavinnuna sína í þessu máli.“ Ingibjörg Sólrún sagði að sér þætti það mjög sérkennilegur málflutning- ur að halda því fram að Lína.Net hefði stjómað gangi þessa máls, en ekki fræðsluyfirvöld vegna þess að tölvur- áðgjafi borgarinnar og forstöðumað- ur þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvar hefðu fjallað um þetta mál. „Þetta er þeirra niðurstaða og þau leggja þetta tO við Innkaupastofnun og fræðsluráð,“ sagði hún. „Þetta er fagfólk og á engra hagsmuna að gæta hvað varðar Línu.Net og mér ftnnst mjög ósæmilegt hvernig meðal ann- ars Guðlaugur Þór borgarfulltí-úi hef- ur fjallað um þessa starfsmenn borg- arinnar í fjölmiðlum." Ingibjörg Sófrún sagði að á þessu stigi málsins lægi ekkert fyrir um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn krefðist þess að það yrði endurskoðað hvort bjóða ætti verkefnið út: „Hins vegar liggur fyrir og það er lögfræðiálit borgarlögmanns að þetta sé ekki út- boðsskyld þjónusta heldur lúti hún sömu undanþágum og símaþjónustan, sem hingað til hefur ekki verið boðin út.“ Ingibjörg kvaðst hafa farið yfir gögn málsins og beðið borgarlög- mann að fai-a yfir málið og sömuleiðis tölvuráðgjafa borgarinnar. „Miðað við þær upplýsingar, sem ég fæ frá þessum aðOum, tel ég að ekki hafi verið rangt staðið að þessu máli.“ Tillögur Landssúnans margfalt hærri en Línu.Nets Alfreð Þorsteinsson sagði að sér- fræðingar hefðu unnið að undirbún- ingi málsins í marga mánuði. Á minnisblaði Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dagsettu 8. ágúst og undfrrituðu af Guðmundi Tómassyni, tölvuráðgjafa Reykjavíkui’borgar, Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, for- stjóra þróunarsviðs Fræðslumið- stöðvarinnar og Jóni Ingvari Valdi- marssyni, verkefnastjóra tölvumála í Fræðslumiðstöðinni, kemur fram að vorið 1999 hafi verkefnisstjóri tölvu- mála á Fræðslumiðstöðinni hafið at- huganir á því hvort hagkvæmt væri fyrfr Fræðslumiðstöðina að koma sér upp eigin lokuðu örbylgjuneti sem hluta af víðneti Reykjavíkurborgar. Óskað hafi verið eftir tillögum frá fjarskiptafyrirtækjum. f nóvember á síðasta ári hafi verið samþykkt að gera tOraunasamning við Línu.Net um Ijósleiðaratengingu tveggja skóla. Samhliða þessu var óskað eftir til- lögum frá Línu.Neti um gagngera uppfærslu á víðneti grannskóla Reykjavíkur og tillögur frá Lands- símanum og SKÝRR skoðaðar. Þá segir á minnisblaðinu: „Rétt er að taka fram að gífurlegur munui’ er á þeirri þjónustu og þeim tOboðum sem Fræðslumiðstöð hefur fengið frá Línu.Net annars vegai' og Landssím- anum hins vegar. I tOlögum Lands- símans er einungis gert ráð fyrh' að leysa brýnustu þörf sem þegar er fyr- ir hendi. Þjónusta Landssímans und- anfarin ár gefur ekki tOefni til að ætla að þeir leysi með skjótum hætti upp- byggingu á ljósleiðaraneti sambæri- legu því sem Lína.Net býður.“ Alfreð segist undrandi á málsmeð- ferð Landssímans í málinu. Af henni megi annars vegar ráða að Landssím- inn óski eftir útboðum á öllum þjón- ustusamningum og hins vegar því að kæruferiO sé sjálfsagt mál. Alfreð segir að í kjölfar þess hljóti að koma tO skoðunar hvort viðsldpti Lands- símans við opinbera aðila stangist á við reglur EES. Ólafur Þ. Stephensen, upplýsinga- íulltrúi Landssímans, sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfsagt og eðli- legt væri að öll fjarskiptamál færu í útboð. „Til skamms tíma var bara eitt fjarskiptafyrirtæki á mai'kaðnum og meðan sú staða vai' uppi var ekki hægt að fara í útboð. Nú er þessi staða gjörbreytt og þá er auðvitað al- veg eðlilegt að opinberir aðilar fari með sína fjarskiptaþjónustu í útboð. Það er nákvæmlega það sem Lands- síminn er að reyna að knýja á í þessu skólamáli. Við tökum það ekki nærri okkur að Alfreð Þorsteinsson vilji bjóða út fjarskiptaþjónustu fyrir borgina. Við tökum það heldur ekki nærri okkur að hann biðji Eftirlits- stofnun EES að kanna hvort aðrir op- inberir aðilar fylgi útboðsreglum.*1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.