Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ný íbúðarbyggð á Hrólfsskálamel Frystigeymslur gamla ísbjarnarhússins hafa þegar verið rifnar. Morgunblaðið/Ásdís Kanon arkitektum, þau Hall- dóra Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen, Þórður Stein- grímsson og Þorkell Magnús- son arkitektar. Verðlaun verða veitt fyrir annað þrep keppn- innar og nema þau samtals 3.600.000 krónum en þar af hlýtur vinningshafi keppninn- ar 1.700.000 krónur. Þétt byggð og nútímaleg Hrólfsskálamelur er í hjarta Seltjamamesbæjar og blasir við þegar ekið er inn á Nesið, hvort heldur er um Nesveg eða Suðurströnd. Gert er ráð fyrir að byggðin verði talsvert þétt og nýtingarhlutfall hátt en lágmarksstærð íbúða verð- ur 90 fermetrar. Dómnefnd hefur lagt áherslu á að skipu- lag verði með þeim hætti að íbúar geti notið útivistar í hverfinu og í því skyni verði sérstaklega hugað að skjól- myndun, afstöðu til sólar og útsýnis. Einnig er lögð áhersla á góð tengsl við aðliggjandi byggð, þá sérstaklega við verslunarmiðstöðina á Eiðis- torgi. Meirihluti bflastæða verður neðanjarðar í hverfinu og gerðar verða talsverðar kröfur til tæknilegra gæða íbúða, til dæmis hvað varðar loftræstingu, hljóðvist, nátt- úmvæn byggingarefni og orkuspamað. Morgunblaðið/Kristinn Síðasta íbúðarhverfi bæjarins Seltjarnarnes BÆJARYFIRVOLD á Sel- tjamamesi hafa ákveðið að íbúða- og þjónustubyggð verði skipulögð á Hrólfsskálamel í framtíðinni en þar standa í dag gömul fiskvinnsluhús sem hýsa geymslur bæjarins auk ýmiss konar atvinnustarfsemi. Húsin era í eigu bæjarfélags- ins og stendur til að rífa þau öll til þess að rýma fyrir nýrri byggð. Þegar hefur verið haf- ist handa við að rífa gamla frystihús ísbjamarins, sem stendur syðst í húsai'öðinni, en leigutími annarra húsa rennur út árið 2006. Þetta er síðasta svæði á Seltjamamesi sem skipulagt verður sem íbúða- og þjónustuhverfi en svæðið nær yfir tæpa tvo hektara lands. Einnig er ætlunin að skipu- leggja hverfi þjónustu- og skrifstofubygginga á svoköll- uðum Ráðhússreit sem er svæði sunnan við Hrólfsskála- mel, handan Suðurstrandar. Ráðgert er að þessi hverfi verði tengd saman með góðu aðgengi fyrir fótgangandi vegfarendur og bflaumferð. Bæjarstjóm ákvað í ágúst árið 1998 að svæðið yrði tekið til deiliskipulags og var ákveð- ið að efna til samkeppni meðal arkitekta til þess að leita eftir bestu mögulegri heildarlausn á ásýnd og skipulagi svæðisins. Efnt til tveggja þrepa samkeppni í mars síðastliðnum var efnt til tveggja þrepa samkeppni og bárast átta tillögur að skipulagi hverfisins í fyrsta þrep keppninnar. I júní valdi dómnefnd síðan fjórar tillögur sem héldu áfram í annað þrep keppninnar en þar verða hug- myndir og tillögur útfærðar enn frekar. Tillögunum úr öðra þrepi verður skilað inn 12. september næstkomandi en áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í lok septembermán- aðar og í framhaldi af því verði verkið boðið út. Þeir sem taka þátt í öðra þrepi keppninnar era Arki- búllan ehf. en arkitektar þar era Heba Hertevig, Hólmfríð- ur Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir. í öðram hópi era arkitektamir Gestur 01- afsson og Haukur Viktorsson. í þriðja hópnum era Guðrún Fanney Sigurðardóttir, Fiona Meierhans, Laurent Bon- thonneau og Nicholas Guichet. Fjórði hópurinn kemur frá Aðí Reykjavík MIKIÐ hefur verið um er- lenda ferðamenn í Reykja- vík í sumar og ferðast margir þeirra um á reið- hjdlum, klyQaðir farangri. Tveir hjólreiðamenn hvfldu lúin bein á grasbala í borg- inni á dögunum og litu um leið í ferðabækling. Þeir hafa sjálfsagt verið að velta fyrir sér næsta áfangastað á ferðalagi sínu um Island. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir að sér eins og öðrum sé sárt um landið milli Vatnsendavegar og Elliðavatns Sex hæðir er ekki heilög tala Vatnsendi SIGURÐUR Geirdal, bæj- arstjóri í Kópavogi, segir að sér sé eins og öðram sárt um landið milli Vatnsenda- vegar og Elliðavatns, þar sem fyrirliggjandi deili- skipulagstillaga gerir m.a. ráð fyrir að nokkur fjölbýhs- hús rísi, þar á meðal tvö 6 hæða. Ibúar við Vatnsenda undirbúa nú mótmæli sín við deiliskipulaginu sem er liður í áformum um 5-6000 manna byggð í Vatnsenda- landi. Sigurður sagði að ráðgerð staðsetning fjölbýlishúsanna væri allfjam vatninu en neðan vegarins. „Það er öll- um sárt um landið neðan vegarins og mér líka. Þar er grænt belti sem við verðum að halda í eins mikið af og við getum,“ sagði hann. , I Morgunblaðinu í gær lýsti Rut Kristinsdóttir, tals- maður íbúa við Vatnsenda, andstöðu við fjölmörg atriði deiliskipulagstillagnanna og eins atriði sem snúa að vinnubrögðum bæjaiyfir- valda við gerð þess. Áður hafði Rut fyrir hönd um 120 húseigenda á svæðinu gagn- rýnt skipulagsáformin í heild og samskipti bæjarins við húseigendur á svæðinu en þeim hefur mörgum verið sagt upp lóðaleigu með árs fyrirvara. Meðal annars gagnrýndi Rut að vegna háhýsanna yrði þéttleiki byggðar þarna rneiri en fyiirliggjandi skipulagsforsendur gerðu ráð fyrir en áður hefðu skipulagsyfirvöld lýst því yf- ir að byggðin yrði lágreist næst vatninu en háreistari eftir því sem fjær drægi. Spurður um þetta atriði sagðist Sigurður Geirdal ekki halda að háhýsin myndu skyggja á neinn. „En komi það í Ijós era 6 hæðir ekki heilög tala,“ sagði hann. Bæjarstjórinn sagði að landnotkun væri í skipulagi ákveðin sem hlutfall af ákveðnu landsvæði og til- skilinni landnotkun væri annað hvort hægt að ná með fáum háum húsum, þar sem kæmust fyrir 20-30 íbúðir á lítilli lóð eða mörgum einbýl- ishúsum eða öðram lægri húsum sem teygðu sig yfir stærra landflæmi. „Þetta er erfitt að glíma við og við höfum alls staðar leyst þetta með blandaðri byggð þar sem blandað er saman fjöl- býlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum," sagði hann. Bæjarstjórinn sagði ekki koma á óvart að athuga- semdir bærast við deili- skipulagið; til þess væri leik- urinn gerður að kynna fyrirliggjandi hugmyndir og kalla eftir athugasemdum sem borgarar gætu sent inn. „Þegar þetta stórt svæði er deiliskipulagt væri eitthvað skrítið ef ekki kæmu fram mörg sjónarmið um hvernig það ætti að vera,“ sagði hann. Nú stendur yfir lögbundin endurskoðun aðalskipulags og Rut Kristinsdóttir gagn- rýndi í blaðinu í gær að deiliskipulagstillögurnar væru lagðar fram áður en þeim endurskoðun væri lok- ið. í aðalskipulagi era lagðar meginlínur um landnotkun en með deiliskipulagi er byggð á einstökum svæðum útfærð. Sigurður sagði end- urskoðuninni nánast lokið og það væri nú „í diplómatískri og formlegri meðferð." Um hvort deiliskipulagstillög- umar væra þá gerðar á granni fyrirliggjandi endur- skoðaðrar aðalskipulagstil- lögu sagði hann að ekki væri þar um að ræða breytingu frá því sem verið hefur varð- andi það hvar byggð ætti að rísa að frátalinni breytingu á skika, sem hefur verið í eigu Vatnsendajarðarinnar, og var skipulagt sem landbún- aðarsvæði en er nú skipu- lagt fyrir íbúðabyggð, opin svæði, afþreyingu, atvinnu- starfsemi og þjónustu. Hann sagði þetta gagnrýnisatriði til marks um að það væri vandlifað fyrir skipulagsyfir- völd en tillagan væri nú lögð fram til að koma til móts við þær raddir sem bæðu um að almenningi væru kynntar skipulagshugmyndir meðan vinna stæði yfir en ekki þeg- ar fullmótaðar tillögur lægju fyrir og kvaðst sammála því sjónarmiði. Ekki væri betra að loka öllum leiðum fyrst og kynna síðan hugmyndir. Betra væri að kynna málin á því stigi að möguleiki væri að gera breytingar á aðal- skipulagi komi í ljós að fyr- irætlanir um deiliskipulag gangi ekki upp. Dyrum haldið opnum „Það er verið að reyna að halda öllum dyram opnum og ég held að það sé farsæl- ast,“ sagði Sigurður. Fyrrgreint svæði, sem verið hefur landbúnaðar- svæði í einkaeigu en er nú skipulagt sem íbúðar-, úti- vistar- og þjónustusvæði, er um þessar mundir að kom- ast í eigu bæjarins, að sögn Sigurðar, en eignarnáms- heimild er fengin og samn- ingaviðræður við landeig- endur langt komnar. Aðspurður um kaupverð sagði bæjarstjóri að ekki væri hægt að upplýsa það að svo stöddu. „Það væri mjög óásættan- legt af minni hálfu að hluti af byggðinni væri á einka- landi. Þá ætti viðkomandi landeigandi að sjá þar um þjónustu, mokstur og fleira en auðvitað mundu íbúar alltaf leita til okkar,“ sagði hann. Sigui-ður sagði að við end- urskoðun aðalskipulagsins og gerð deiliskipulagsins væri öllum reglum um lög- bundið skipulags- og kynn- ingarferli fylgt mjög ná- kvæmlega enda væra þær reglur mjög stífar og fram- kvæmdin undir eftirliti Skipulagsstofnunar. Eins og fyiT sagði kvaðst hann búast við mörgum athugasemdum og andmælum um svo við- amikið mál og sagði að hverri athugasemd yrði svarað skriflega. Um það hvenær hann teldi að fram- kvæmdir hæfust á nýskipu- lögðum svæðum kvaðst hann telja að það yrðu nokk- ur ár enda stæðu nú þegar yfir framkvæmdir í Sala- hverfi. Rut Kristinsdóttir sagði í Morgunblaðinu í gær að ekki hefði verið unnið að samningaviðræðum við hús- eigendur á leigulóðum við Vatnsenda frá því þeim var sagt upp leigusamningum með árs fyrirvara í vor en bæjarstjórinn sagði að skoða þyrfti hvern og einn samn- ing og færi mestur hluti þeirrar vinnu væntanlega fram í vetur en nauðsynlegt væri að taka samninga upp til endurskoðunar og sam- ræmingar í kjölfar þess að nýr eigandi, Kópavogsbær, tæki við hluta landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.