Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Heitur fimmtudagur
í Deiglunni
Fusion-
kvartett á
djasskvöldi
Á SJÖUNDA Tuborgdjassi á heitum
fimmtudegi í Deiglunni. 10. ágúst kl.
21.30 leikur Fusion-kvartettinn sem
samanstendur af eftirtöldum hljóð-
færaleikurum úr röðum djassleik-
ara: Eyþóri Gunnarssyni á píanó, Jó-
el Pálssyni á saxófón, Jóhanni
Hjörleifssyni á trommur og Jóhanni
Ásmundssyni á bassa.
Kvartettinn leikur vel valin „fus-
ion“-ættuð lög frá áttunda og níunda
áratugnum. Lög eftir meistara eins
og Brecker-bræður, Weather report,
Mike Manieri, Michel Camillo o.fl.
Dagskráin er létt og skemmtileg
og ætti að höfða til allra sem hafa
gaman af kraftmikilli og rytmískri
tónlist.
Aðgangur er ókeypis á tónleikana
sem þakka ber þeim fyrirtækjum
sem styrkja og kosta þessa starf-
semi: Ólgerð Egils Skallagrímsson-
ar, Karolína-restaurant, Akureyrar-
bær, KEA, Sparisjóður Norð-
lendinga, VSÓ-ráðgjöf á Akureyri og
Kristján Víkingsson.
Fólki er bent á að koma tímanlega
til að ná sér í sæti.
Morgunblaðið/BEG
Hæsti tindur Ljósufjalla, en þau eru hæstu fjöll í Hnappadalssýslu. Á myndinni til vinstri eru Sigurður Erlingsson prófessor, Rögnvaldur Gíslason,
bóndi í Gróf í Strandasýslu, og Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennari. Á myndinni til hægri er Snæfell, hæsta fjall í Norður-Múlasýslu.
Gengur á hæsta
fj all í hverri sýslu
BJARNI E. Guðleifsson, náttúru-
fræðingur á MöðruvöIIum í Hörg-
árdal, er vanur fjallgöngumaður.
Hann hefur á síðastliðnum árum
gengið mikið á fjöll á Tröllaskag-
anum en fyrir nokkrum árum setti
hann sér það markmið að ganga á
hæsta fjall í hverri sýslu. Morgun-
blaðið forvitnaðist um tildrög
þessa og hvemig það gengi fyrir
sig.
„Eg hef gengið vítt og breitt um
Qöll hér á Tröllaskaganum og
skrifað nokkur greinarkorn um
þær fjallgöngur. Síðan hefur það
atvikast þannig að fólk er alltaf að
spyrja hvort ég hafi ekki gengið á
fræg fjöll, Baulu, Esju, Herðubreið
o.s.frv., þannig að ég sá að þetta
væri heldur einhæft hjá mér og
fannst að ég þyrfti að víkka sjón-
deildarhringinn," sagði Bjami.
Að hans sögn er óljóst hvenær
þetta gæluverkefni hans hófst í
raun og veru. „Ég gekk á hæsta
fjallið í Gullbringusýslu fyrir ein-
um sex ámm og það má kannski
segja að það sé byrjunin, en það
var auðgengið enda ekki hátt í
loftinu."
Leiðist að
ganga á jökla
Bjami sagði að hann hefði held-
ur reynt að flækja verkefnið en
hitt. „Ég ákvað til dæmis að sýsla
eins og Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýsla væri tvær sýslur og
fjölgaði þannig fjöllum sem ég
þarf að ganga á. Hins vegar leiðist
mér að ganga á jökla þannig að
ég tók Vatnajökul, Hofsjökul og
Langjökul út úr áætluninni, en þó
ætla ég nú að ganga á Hvanna-
dalshnúk, hæsta fjallið," sagði
Bjarni. Hann segir að hluti af
ánægjunni sé að finna út hvert sé
hæsta fjallið í hverri sýslu og það
gerir hann með því að liggja yfir
kortum og lesa heimildir.
Eitt íjall í
tveimur sýslum
„Það getur líka komið fyrir að
með einu fjalli nái ég fleiri en
einni sýslu. Það má geta þess að
með því að ganga á fjallið Trölla-
dyngju á Holtavörðuheiðinni tel
ég mig ná tveimur sýslum, þ.e.
Strandasýslu og Dalasýslu,“ sagði
Bjami.
Hann segir að hann hafi gengið
á fjöllin með þremur til fjórum fé-
lögum sínum en oftast sé það
frændi hans og vinur úr Reykja-
vík, Sigurkarl Stefánsson, mennta-
skólakennari, sem hafi gengið með
honum. Þegar hann er spurður að
því hvað þetta áhugamál endist
honum lengi, svarar hann því til
að þetta sé æviverkefni. „Ég verð
mörg ár að þessu. Sýslurnar eru
24 og oftast geng ég einungis á
eitt af þessum fjöllum á ári. í ár
er t.d. útlit fyrir að ég nái ekki að
bæta sýslu í safnið þar sem ég var
erlendis á besta göngutímanum,“
sagði Bjarai en hann hafði stefnt á
að ganga á Herðubreið í sumar.
„Ég held að þessi kerfisbundna
fjallasöfnun sé hluti af þeirri söfn-
unaráráttu sem ég er haldinn. Ég
dunda mér við þetta fram í ell-
ina,“ sagði Bjarni að lokum.
Kirkju-
starf
GRENIVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta í kirkjunni
sunnudagskvöldið 13. ágúst kl.
21.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Oft var mjótt á mununum hjá hinum ungu og áhugasömu siglingaköpp-
um sem tóku þátt í Akureyrarmótinum í gær.
Akureyrarmót
í siglingum
AKUREYRARMÓT í siglingum fór
fram í gærdag í ágætisveðri, hlýind-
um og sunnanvindi. Keppt var í
tveimur flokkum, A og B, en það fer
eftir reynslu siglingakappanna í
hvorum flokknum þeir lenda.
Úrslit urðu þau að Pétur Orri
Tryggvason var í fyrsta sæti í A-
flokki, Smári Sigurðarson í öðru sæti
qg Valgeir Torfason var í þriðja sæti.
í B-flokki sigraði Aron Már Böðvar-
sson, Friðrik Dýrfjörð varð annar og
Sigurður Óli Ragnarsson þriðji.
Akureyrarmótið er liður í undir-
búningi fyrir íslandsmótið í sigling-
um sem haldið verður á Pollinum við
svæði Siglingaklúbbsins Nökkva um
helgina, en það hefst síðdegis á
föstudag og stendur fram á sunnu-
dag.
Þátttakendur verða ríflega 30
talsins, þar af um 10 heimamenn en
aðrir koma úr siglingaklúbbum af
höfuðborgarsvæðinu og Keflavík.
Þátttakendur á Islandsmótinu eru á
aldrinum 10 til 15 ára.
Þátttakendur í æfingabúðum fyrir unglinga sem Tennis- og badmintonfélag Akureyrar stóð fyrir nýlega,
þjálfarinn Árni Þór Hallgrímsson er fyrir miðri mynd í aftari röð.
Unglingar í æfingabúðum
TENNIS- og badmintonfélag Akur-
eyrar ásamt foreldrafélagi þess stóð
fyrir æfingabúðum fyrir unglinga í fé-
laginu á dögunum. Þátttakendur voru
níu talsins á aldrinum 15 til 17 ára og
var þjálfari Ámi Þór Hallgrímsson.
Hann er landsliðsþjálfari í badminton
og starfar einnig hjá Tennis- og
badmintonfélagi Reykjavíkur.
Æfingabúðirnar voru á Þelamörk í
Hörgái’dal og stóðu æfingar yfir frá
kl. 9 á morgnana til kl. 16.30 á daginn.
Öll aðstaða var hin besta og fengu
krakkamir góðar móttökur hjá Helga
Jóhannssyni staðarhaldara og hans
fólki. Bautabúrið, Mjólkursamlag
KEA og Kristjánsbakarí styrktu æf-
ingabúðirnar.
Ljósmynd/Gunnar Jónsson
Baggabíll
HEYSKAPUR í Svarfaðardal hefur
gengið afar vel í sumar enda sum-
arið verið einkar sólríkt. Eitthvað
hefur þó heyrst að grasspretta væri
ekki nógu góð vegna mikilla
þurrka. Það skyldi þó ckki hafa
vakað fyrir þeim gárungum, sem
vöfðu þennan forláta Land Rover-
jeppa inn í rúllubaggaplast, að
drýgja sér vetrarforðann.
Ætli blessuðum kúnum þætti
hann þó ekki fullharður undir tönn?