Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Dalamenn minnast þess að 1000 ár eru liðin frá Vínlandssiglingu Leifs heppna um næstu helgi
Tilgátubærinn var byggður með eftirlíkingum af verkfærum þeim sem talið er að víkingar
hafi notast við til forna.
Tilgátubærinn á Eiríksstöðum í Haukadal er eftirlíking af skála Eiríks rauða og Þjóðhild-
ar og er byggður á hugmyndum fornleifafræðinga um það hvernig bærinn leit út.
Búist við 3 til 5
þúsund gestum
á Leifshátíð á
Eiríksstöðum
✓
I Dalasýslu er að fínna heimkynni margra
sögufrægra manna en líklega er Leifur
heppni, sonur Eiríks rauða, þeirra frægast-
ur. Trausti Hafliðason heimsótti Dalamenn
fyrir skömmu, skoðaði bæ Eiríks rauða og
fræddist um fyrirhugaða Leifshátíð.
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Hér eru Preben Rydahl, danskur smiður, Sigríður Hrönn Theoddrsdóttir ferðamálafulltrúi og Sigurður Rúnar
Friðjónsson, oddviti Dalabyggðar og nefndarmeðlimur í Eiríksstaðanefnd, stödd í sjálfum skálanum sem Eirík-
ur rauði er talinn hafa búið í. Bakvið þau má sjá Guðmund Ólafsson fornleifafræðing vinna við uppgröft og þá
má einnig sjá tilgátubæinn og hátíðarsvæðið í fjarska.
LEIFSHÁTÍÐ hefst á Eiríksstöð-
um við rætur Vatnsfjalls í Haukadal
um helgina en þá verður þess
minnst að 1000 ár eru liðin frá því
að Dalamaðurinn Leifur heppni
sigldi til Vínlands. Að sögn Sigurð-
ar Rúnars Friðjónssonar oddvita
Dalabyggðar og eins af nefndar-
mönnum í svokallaðri Eiríksstaða-
nefnd, sem sett var á laggimar árið
1997, hefur mikil vinna verið lögð í
uppbyggingu í landi Eiríksstaða
síðustu ár í þeim tilgangi að veita
ferðamönnum innsýn í líf ábúend-
anna, þ.e. Eiríks rauða, Þjóðhildar
og Leifs Eiríkssonar.
Það má með sönnu nefna Dala-
sýslu vöggu landafunda Grænlands
og Norður-Ameríku en í sýslunni
bjó Eiríkur rauði, sem nam Græn-
land og settist að í Brattahlíð, og
sonur hans Leifur heppni sem fann
Vínland árið 1000. í kjölfar Leifs
voru nokkrir leiðangrar famir frá
Grænlandi til Norður-Ameríku og
er jafnvel talið að þeir hafi náð allt
til þess sem nú er New York. Leifs-
búðir í L’Ans aux Meadows á Ný-
fundnalandi vom reistar í einni af
þeim ferðum.
Danskir víkingar
sýna forna leiki
Sigurður Rúnar sagði að Eiríks-
staðanefndin hefði verið sett á lagg-
irnar þar sem mönnum hefði þótt
tími til kominn að minnast þessara
manna sem án efa væm á meðal
merkilegri landkönnuða mannkyns-
sögunnar. Hann sagði að uppbygg-
ingin á Eiríksstöðum hefði staðið
yfir í fjögur ár og að á hátíðinni um
helgina yrði fólki gefinn kostur á að
skoða afraksturinn. Hann sagðist
búast við að nokkur þúsund manns
myndu sækja hátíðina sem væri
íyrst og fremst fjölskylduhátíð.
Hann sagði að næg tjaldstæði væra
á staðnum og að miðað við það og
aðra þjónustu sem í boði yrði gæti
svæðið tekið á móti 7 til 8 þúsund
manns. Hann sagði að skipuleggj-
endur byggjust hins vegar við 3 til
5 þúsund manns.
Hátíðin stendur frá föstudegi og
fram á sunnudag og kostar 2.000
krónur inn á svæðið fyrir fullorðna,
1.000 krónur fyrir 13 til 16 ára en
ókeypis er fyrir böm 12 ára og
yngri. Sigurður Rúnar sagði að boð-
ið yrði upp á fjölbreytta dagskrá
alla dagana, m.a. myndu danskir
víkingar sýna forna leiki og þá yrði
starfræktur víkingamarkaður á
svæðinu. Hann sagði að hátíðar-
gestir fengju að veiða í Haukadals-
vatni og einnig væri þeim boðið að
sækja sveitabæinn Saurstaði heim
en þar yrði opið fjós á mjaltatíma.
Hann sagði að mikið yrði lagt upp
úr góðum veitingum og tónlist á há-
tíðinni og að t.d. væri ráðgert að
grilla 20 til 30 heila skrokka að vík-
ingasið og að á laugardagskvöldið
yrðu haldnir útitónleikar með
Todmobile og Selmu. Hann sagði
því ljóst að allir ættu að fá eitthvað
við sitt hæfi.
Forsetinn afhjúpar styttu
Leifs Eirfkssonar
Formleg hátíðardagskrá hefst
síðan klukkan 13.30 á laugardag og
flytur Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra hátiðarræðu. Klukkan
15.45 mun Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, afhjúpa styttu Leifs
Eiríkssonar. Eftir hádegi á sunnu-
deginum mun Karl Sigurbjörnsson
biskup verða með helgistund þar
sem hann mun blessa skálann.
Margir góðir gestir koma til með
að sækja hátíðina og á meðal er-
lendra gesta verða Annfinn Karls-
berg lögmaður Færeyinga og Jon-
athan Motzfeldt forsætisráðherra
grænlensku landsstjórnarinnar.
Að sögn Sigurðar Rúnars hafa
Dalamenn lagt metnað sinn í að
gera svæðið upp og vandað mjög til
verksins. Hann sagði að Dalabyggð
hefði m.a. ráðið ferðamálafulltrúa,
Sigríði Hrönn Theodórsdóttur, sem
hefði það hlutverk að kynna hátíð-
ina og svæðið fyrir ferðamönnum.
Hann sagði að heimamenn hefðu
notið stuðnings frá hinu opinbera
þar sem bæði forsetinn og forsætis-
ráðherrann hefðu sýnt málinu mik-
inn áhuga. Hann sagði að áætlaður
heildarkostnaður vegna fram-
kvæmdanna væri um 70 til 75 millj-
ónir króna.
Blaðamenn og sjónvarps-
menn frá Evrópu
Sigurður Rúnar sagði að þrátt
fyrir að svæðið hefði sama og ekk-
ert verið auglýst eða kynnt hefðu
fjölmargir ferðamenn þegar lagt
leið sína þangað frá því það hefði
verið opnað en svæðið var opnað 24.
júní, sama dag og víkingaskipið ís-
lendingur sigldi frá Búðardal og
áleiðis til Grænlands og Nýfundna-
lands. Sigurður Rúnar sagði að með
hátíðinni væri í raun fyrst verið að
opna svæðið formlega og að í kjöl-
farið yrði m.a. reynt að vekja at-
hygli á staðnum með ýmsu móti,
t.d. með útgáfu og dreifingu bækl-
inga þar sem saga svæðisins er rak-
in í máli og myndum. Hann sagði að
reyndar hefði staðurinn þegar feng-
ið mikla athygli og að blaðamenn og
sjónvarpsmenn frá Evrópu hefðu
komið gagngert til Dalasýslu að
kynna sér staðinn og sögu hans.
Eitt af meginverkefnum Eiríks-
staðanefndar var uppbygging svo-
kallaðs tilgátuhúss en það er ná-
kvæm eftirlíking af bústað Eiríks
rauða og var byggt á hugmyndum
fornleifafræðinga um það hvernig
bærinn hefur litið út þegar hann
var í notkun. Tilgátuhúsið stendur
um 100 metram vestan við rústir
Eiríksskála en göngustígar um
svæðið gera það mjög aðgengilegt
fyrir ferðamenn.
Mikil vinna lögð í byggingu
tilgátuhússins
Mikil vinna hefur verið lögð í
byggingu tilgátuhússins jafnt að ut-
an sem innan. Húsið er hlaðið úr
150 km frá
Reykjavík
EIRÍKSSTAÐIR og Búðardalur,
þéttbýliskjarninn í Dalahéraði, eru
um 150 kflómetra frá höfuðborgar-
svæðinu og tekur um tvær klukku-
stundir að aka þangað. Dalasýsla er
rétt utan við hringveginn á leiðinni
til Vestfjarða og þangað er greið-
fært úr Norðurárdal um Bröttu-
brekku, úr Hrútafirði um Laxár-
dalsheiði eða af Mýrum um Heydal.
torfi og undirstöðurnar era úr
timbri og var notaður rekaviður til
að líkja sem mest eftir fornri bygg-
ingarhefð. Gunnar Bjarnason smið-
ur hafði yfiramsjón með byggingu
hússins en hönnuður var Stefán
Örn Stefánsson arkitekt og mun
hann vera á hátíðinni og lýsa hús-
næðinu fyrir hátíðargestum. Allt
innanstokks, bæði torf, timbur sem
og aðrir smáhlutir, en aragrúi er af
þeim, var unnið með verkfæram
þeim sem talið er að víkingar hafi
notað. Þannig myndast mjög sér-
stök áferð á öllu, bæði munum og
húsinu sjálfu, og hjálpar það til við
að gera húsið meira lifandi og líkara
víkingabæjum til forna.
í tilgátuhúsinu starfar Sesselja
Bæringsdóttir, ung stúlka frá Saur-
stöðum. Hún rekur sögu ábúend-
anna fyrir fróðleiksfúsum gestum
og útskýrir lifnaðarhætti þeirra fyr-
ir þeim sem hafa áhuga. Þá geta
gestir einnig fengið bita af reyktu
hangikjöti ef þeir kæra sig ekki um
súrsaða selshreifa eða þorskhausa
sem hanga í búrinu í vesturenda
hússins.
Fólk getur fylgst með
fornleifagreftri
Fornleifagröftur hófst á Eiríks-
stöðum árið 1895 en þá gróf Þor-
steinn Erlingsson skáld upp skála
Eiríks rauða. Árið 1938 stundaði
Matthías Þórðarson uppgröft á
svæðinu og síðan 1997 hafa forn-
leifafræðingarnir Guðmundur Ól-
afsson og Sigurður Bergsteinsson,
frá Þjóðminjasafni Islands, stundað
uppgröft og rannsóknir á svæðinu.
Þeir hafa endurbyggt hina upp-
ranalegu Eiríksstaði að hluta, þann-
ig að nú getur fólk séð móta fyrir
sjálfum skálanum og jarðhúsinu.
Á hátíðinni mun fólk geta fylgst
með Guðmundi við uppgröft á
svæðinu en enn era að finnast forn-
minjar þar. I síðustu viku fannst
hlaðinn torfveggur við hlið skálans
og er talið að það hafi verið lítið
hús, sem skilið hafi verið eftir
óklárað, en aðeins var búið á Ei-
ríksstöðum í tvo áratugi á 10. öld.
Hátíðargestir koma til með að geta
skoðað þessar nýfundnu rústir og
mun Guðmundur greina frá rann-
sóknum á þeim sem og hinum eldri
rústum.
Gamla kaupfélagið í Búðardal
gert að menningar- og
safnhúsi
Auk þess að stuðla að fornleifa-
rannsóknum og byggingu tilgátu-
hússins hefur sveitarstjórn Dala-
byggðar keypt gamla kaupfélags-
húsið í Búðardal sem byggt var árið
1910 og stendur niðri við höfnina.
Ætlunin er að gera húsið að menn-
ingar- og safnhúsi Búðardals og
verður það tileinkað sögu Eiríks
rauða og sonar hans Leifs heppna
sem og öðram landkönnuðum í
vesturheimi og menningarhefð nor-
rænna manna.
Sigurður Rúnar sagði að í Dala-
sýslu væri allt fullt af frægum sög-
ustöðum og nefndi hann t.d.
Hvamm, bæ Auðar djúpúðgu og af-
komenda hennar. Hann sagði því
ljóst að bjart væri fram undan í
uppbyggingu ferðamannaiðnaðar í
Dölum.