Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Lausnargjalds krafíst fyrir þrjá af starfsmönnum Rauða krossins í Georgíu
Grunur beinist að tsje-
tsjenskum skæruliðum
Tibilisi. AFP, AP.
TVEIMUR sendifulltrúum Al-
þjóðaráðs Rauða krossins sem
starfa í Georgíu og þarlendum bíl-
stjóra þeirra var rænt sl. föstudag
nærri landamærunum við Tsjet-
sjníu og þykir líklegt að menn hlið-
hollir tsjetsjenskum skæruliðum
hafi fólkið í haldi og krefjist lausn-
argjalds. Samkvæmt heimildum
AFP úr innanríkisráðuneyti lands-
ins er líklegt að fólkinu, tveimur er-
lendum konum og georgískum karl-
manni, verði sleppt innan skamms
og lýstu lögregluyfirvöld því yfir í
gær að vitað væri um verustað
mannræningjanna.
Embættismaður innanríkisráðu-
neytis landsins sagði að Kakha
Bakuradze, innanríkisráðherra
Georgíu, hafi samið við gíslatöku-
mennina, með milligöngu þriðja að-
ila, og honum heitið lausn gíslanna
á næstu dögum. Hafi gíslatöku-
mennirnir tjáð ráðherranum að
ekki væri farið fram á neitt lausn-
argjald og að þeir hefðu aðeins ver-
ið að „hrinda fyrirskipunum í fram-
kvæmd“.
Bifreiðin finnst mannlaus
Að sögn Pauline Ceinaix, tals-
manns sendinefndar Alþjóðaráðs
Rauða krossins í Georgíu, voru
sendifulltrúarnir Sophie Procofiev,
Reuters
Temur Arabuli, lögreglustjóri í Akhmeta-hér-
aði í austurhluta Georgíu, stendur við Toyota-
bifreiðina sem starfsfólk Rauða krossins var í er
því var rænt.
sem er frönsk að þjóðerni, og ít-
alinn Natascia Zullino, að störfum
ásamt bílstjóra þeirra í Pankisi-dal
sem er nærri landamærunum við
Tsjetsjníu í liðinni viku. Er hafa átti
samband við þau sl. föstudag náðist
ekkert samband og lögregluyfirvöld
því látin vita. Eftir umfangsmikla
leit fannst bifreið þeirra mannlaus í
vegarkanti um helgina og skilríki
þeirra auk skemmdrar talstöðvar
þar skammt frá og virtist flest
benda til að fólkinu hefði verið
rænt. í kjölfar mannránsins til-
kynnti Rauði kross-
inn að hjálparstarfi í
Pankisi-dal hefði ver-
ið hætt tímabundið.
ITAR-TASS- frétt-
astofan hafði það eft-
ir öryggissveitum í
Georgíu að vitað sé
hverjir mannræn-
ingjamir eru og hvar
þeir haldi sig en
vegna öryggis gísl-
anna hefur upplýs-
ingunum verið haldið
leyndum. Þrátt fyrir
það hefur skipuleg
leit haldið áfram og
hafði fréttastofan
eftir einum leitar-
manna að nokkrir
munir hefðu fundist á víðavangi og
slóð mannræningjanna því kunn.
Sagði hann að íbúar á svæðinu
teldu að mannránið hefði verið í
tengslum við innbyrðis átök hópa
Tsjetsjena á svæðinu.
Talsvert hefur verið um gíslatök-
ur og mannrán í Georgíu, sérstak-
lega í fjalllendinu í norðausturhluta
landsins, þar sem lögregluyfirvöld
hafa litla stjórn. Þá hafa rússnesk
stjórnvöld gagnrýnt Georgíustjórn
harðlega fyrir að amast lítið við
veru tsjetsjenskra skæruliða á
svæðum innan landamæra Georgíu.
Hafa þarlend stjórnvöld vísað
gagnrýninni á bug og eftir mann-
ránið á föstudag lýsti Edúard Shev-
ardnadze, forseti landsins, því yfir
að hjálparsamtökum væri fullkun-
nugt um hættuna sem væri viðvar-
andi á þessum svæðum.
Hjálparstarf að
beiðni stjórnvalda
Samkvæmt upplýsingum Al-
þjóðaráðs Rauða krossins, sem hef-
ur starfað í landinu í átta ár, hefur
sendinefnd samtakanna m.a. veitt á
sjöunda þúsund flóttafólks frá
Tsjetsjníu, sem sest hefur að í
Pankisi-dal, aðstoð á undanförnum
mánuðum. Hefur það verið gert að
beiðni stjórnvalda í Tibilisi, höfuð-
borg Georgíu.
Árið 1996, eftir fyrra Tsjetsjníu-
stríðið, yfirgáfu alþjóðleg hjálpar-
samtök landið eftir röð mannrána
og morða á Rússum og erlendu
fólki. Sama ár voru sex starfsmenn
Rauða krossins myrtir í Grozní,
höfuðborg Tsjetsjníu. Eftir síðustu
átök rússneska hersins og
tjsetjsenskra skæruliða hefur ný
alda mannrána sprottið upp og hafa
afar fáir hjálparstarfsmenn hætt
sér til landsins vegna ótryggs
ástands.
Sigarettusala 1 Serbíu
Sonur Milos-
evic tengdur
smygli
Zagreb. AFP.
LÖGREGLAN í Króatíu hefur
komið upp um glæpahring sem
smyglar sígarettum til Serbíu
og virðist sonur Slobodans
Milosevic Júgóslavíuforseta,
Marko Milosevic, vera flæktur í
málið, að sögn blaðsins Jutarnji
í Króatíu.
Sígarettumar er framleiddar
í Ronhill-verksmiðjunni í borg-
inni Rovinj á Adríahafsströnd
Króatíu. Þær voru keyptar i
Ljubljana í Slóveníu en síðan
smyglað þaðan til Belgrad.
Lögreglan er sögð hafa rann-
sakað málið í 16 mánuði og
meðal annars komist að raun
um að Marko Milosevic eigi fyr-
irtæki, skráð í Liechtenstein,
sem flækt sé í smyglið. Smygl á
sígarettum, áfengi, kaffi og ol-
íuafurðum er umfangsmikið og
ábatasamt í Serbíu, Króatíu og
Bosníu-Herzegovínu og smygl
hefur reyndar verið mikill at-
vinnuvegur á Balkanskaga öld-
um saman. Jutranji segir að
eftir að viðskiptafélagi Milosev-
ic yngri, Vlada Kovacevic, var
skotinn til bana árið 1997 hafi
forsetasonurinn náð undir sig
sígarettusmygli til Serbíu. Hafi
honum tekist að hrekja smygl-
ara frá Svartfjallalandi út af
markaðnum.
SKÖMMU áður en George W. Bush,
forsetaefni Repúblíkanaflokksins í
Bandaríkjunum, tilkynnti val á vara-
forsetaefni sínu, Dick Cheney, komu
A1 Gore, varaforseti og forsetaefni
Demókrataflokksins, og aðstoðar-
fólk hans, auga á óvænt tækifæri.
Hópurinn var sammála um að aðferð
Bush og hans manna við valið á vara-
forsetaefni hefði verið meingölluð og
kjósendum hefði sýnst repúblík-
anamir lausmálgir, ófagmannlegir
og að það hefði verið asi á þeim.
Fréttaskýrendur The New York
Times, David Barstow og Katharine
Q. Seelye, segja í gær að Gore og
hans fólk hafi ákveðið að reyna að
nýta sér það hvernig repúblíkanam-
ir hefðu virst hafa klúðrað málum er
Cheney var valinn, og breyta sjálfu
valferlinu á varaforsetaefni í póli-
tískt vopn. Talsmenn Gores tóku sig
saman og gerðu hróp að Bush fyrir
að hafa leitað að varaforsetaefni
„eins og hann væri á skólaballi“.
Bentu þeir á að Gore væri yfirvegað-
ur, skipulagður og léti ekki hafa
áhrif á sig við val á sínu varaforseta-
efni, en um fram allt fengi enginn að
vita hvað Gore væri að hugsa.
Mitchell kom aldrei til greina
En, segja þau Barstow og Seelye,
leyndin sem hvíldi svo þungt yfir val-
ferlinu hjá Gore huldi fyrir almenn-
ingi ákaflega pólitískt, mjög kapp-
samt og stundum örvæntingarfullt
val. Hvað eftir annað hafi leit Gores
að varaforsetaefni einkennst af
strangpólitískum atriðum sem hafi
haft lítíð með að gera það sem hann
hafí þó sagt skipta mestu, þ.e.a.s. að
finna mann sem gæti tekið við for-
setaembættinu ef með þyrfti.
Til dæmis hafi George J. Mitchell,
fyrrverandi þingflokksformaður í
Oldungadeildinni, aldrei komið til
greina vegna þess, að minnsta kosti,
að hann hafði gegnt starfi málpípu
fyrir tóbaksverkendur, að því er haft
er eftir fólki sem tók þátt í því að
velja Gore varaforsetaefni. Öldunga-
deildarþingmaðurinn Evan Bayh
sætti ámæli frá fylgismönnum fóst-
ureyðinga og hafði gefið samþykki
sitt fyrir því að kosningaherferðin
yrði notuð til að svara gagnrýni á það
hvernig hann hefði greitt atkvæði í
þinginu, en engu að síður hvarf hann
sjónum. Öldungadeildarþingmaður-
inn Bob Graham galt þess að hann
hafði þann vana að skrifa í dagbækur
sínar allt sem á daga hans dreif,
Við val varaforsetaefn-
is skipta smáatriði máli
Val AI Gores á varaforsetaefni var þraut-
skipulagt og réðst bæði af pólitískum þátt-
um og óvæntum smáatriðum, að sögn
bandarískra fréttaskýrenda.
sama hversu óáhugavert það var.
Einhver benti á að hann skrifaði
meira að segja niður hvað hann borð-
aði í morgunverð. Hafi sumir demó-
kratar talið að þessi vani Grahams
myndi líta út sem sérviska í augum
Iqósenda.
Aftur á móti hafi ítrekaðar tilraun-
ir Bush til að sverta Gore með því að
rifja upp framhjáhald Bills Clintons
forseta átt töluverðan þátt í því að
öldungadeildarþingmaðurinn Jos-
eph Lieberman varð á endanum fyr-
ir valinu sem varaforsetaembætti.
Lieberman varð fyrstur demókrata
til að gagnrýna Clinton á þinginu
fyrir framhjáhald.
Segir mikið um forsetaefnið
Val á varaforsetaefni er ætíð mik-
ilvægt fyrir forsetaefni, skrifa Bar-
stow og Seelye, og segir mikið um
forsetaefnið sjálft. Aðstoðarfólk Gor-
es hafi haldið því fram, að það hvern-
ig Gore hafi farið að því að velja
Lieberman hafi dregið fram í dags-
ljósið marga sterkustu eiginleika
hans, og þá sérstaklega hversu vel
hann undirbúi sig áður en hann taki
mikilvægar ákvarðanir. Aldrei hafi
athuganir á ferli þeirra sem til
greina komu verið eins nákvæmar.
Gore hafði tilkynnt í apríl sl. að
Warren Christopher, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
myndi verða yfirmaður hópsins sem
vann að valinu, en Gore hóf undir-
búning sinn mun fyrr. Hópnum var
skipt í minni hópa sem hver um sig
kannaði feril eins þeirra sem til
greina komu. Hópurinn sem kannaði
feril Liebermans gekk svo langt að
kanna yfir 800 dómsúrskurði sem
Lieberman felldi þegar hann var
dómsmálaráðherra Connecticut-rík-
is á níunda áratugnum.
Þegar Christopher var spurður
hvers hann hefði orðið vísari um
Gore meðan á valinu stóð sagði hann:
„Ég fór að bera virðingu fyrir gildum
hans og dómgreind. Eg komst að því
að hann tók ferlið alvarlega og vann
samviskusamlega." Repúblíkanai’
komust að annarri niðurstöðu eftir
að hafa fylgst með því hvernig Gore
valdi sér meðframbjóðanda. Þeir
hafa hælt Lieberman og sagt hann
heiðvirðan mann, en aðferð Gores
við valið hafi sýnt og sannað að vara-
S
A borg-
arafundi
AL GORE, væntanlegur for-
setaframbjóðandi demókrata í
kosningunum 7. nóvember nk., og
varaforsetaefni hans, Joseph
Lieberman, efndu til borgar-
afundar í heimabæ Gores, Carth-
age í Tennessee, í gær. Sagði Gore
að hann væri óhræddur við að hafa
sér við hlið varaforsetaefni er væri
sér ósammála. Hét Gore því að sem
forseti myndi hann verða andvígur
því að í menntamálum myndi hið
opinbera láta hverju barni í té
ákveðna fjárhæð til að greiða fyrir
skólagöngu en foreldrar geti
ákveðið í hvaða skóla barnið fari.
Hefur Lieberman aftur á móti ekki
hafnað þessari hugmynd, sem sum-
ir repúblíkanar hafa lagt fram.
Gore og flestir demókratar eru
þeirrar skoðunar að þessi háttur
myndi grafa undan almennri
menntun. Lieberman gerði lítið úr
ágreiningsefnum sínum og Gores.
„Við höfum sömu gildi í heiðri, við
höfum sömu framtíðarsýn,“ sagði
Lieberman við AP-
fréttastofuna.
Gore tjáði kjós-
endum að hann
vildi „lyfta á
hærra plan“ um-
ræðum í kosninga-
baráttunni við
George W. Bush,
forsetaefni
repúblíkana. „Ég
mun ekki segja eitt
einasta neikvætt
orð um Bush ríkis-
stjóra eða Dick
Cheney [varafor-
setaefni hans],“
sagði Gore. „Við
ætlum að stunda
kosningabaráttu sem
sýnir virðingu fyrir bandarisku
þjóðinni." Lieberman sagði í sjón-
varpsviðtölum í gærmorgun að
þótt þeir væru ekki sammála á öll-
um sviðum myndi varaforsetinn
styðja allar ákvarðanir sem for-
setinn tæki.
forsetínn sé vægðarlaus í herkænsku
sinni og hafi tílhneigingu tíl að kríta
liðugt til pólitísks ávinnings.
Ari Fleischer, talsmaður Bush,
sagði ekkert hæft í því að Gore hefði
sýnt meiri yfirvegun og skipulag en
Bush við val á varaforsetaefni. Hefur
verið haft eftir Fleischer að margt af
því sem Gore hafi gert, þ. á m. að tala
um að auk þeirra sex sem hann hafi
valið í „lokaúrtak" væri einn
„óþekktur", hefði ekki verið annað
en sjónarspil. Það sem máli skipti
væri að Bush, og stuðningsmenn
hans, hefðu boðið Lieberman vel-
kominn, en Gore og menn hans hefðu
aftur á móti gert atlögu að Cheney.
„Það hefur alveg farið framhjá
þeim hvernig heildarmyndin er, og
hvað fólki finnst um sífelldar árásir,“
hafa Barstow og Seelye eftir
Fleischer.
Skipulagðir lekar
Þau segja ennfremur að leikstjórn
Gores á valinu hafi verið svo fáguð,
að jafnvel upplýsingalekar hafi verið
skipulagðir þannig að þeir myndu
hafa sem mest áhrif. Gore vildi ólm-
ur vinna konur meðal kjósenda á sitt
band, og þess vegna lagði hann
áherslu á að nokkrar konur kæmu
sterklega til greina sem varaforseta-
efni. I síðustu viku var þeim upplýs-
ingum komið á framfæri að í „lokaúr-
takinu", sex manna hópi, væri ein
kona, Jeanne Shaheen, ríkisstjóri í
New Hampshire. Hún hafði engu að
síður þá þegar tilkynnt að hún hefði
ekki áhuga á því að verða varafor-
setaefni, og þar að auki hafði einn af
samstarfsmönnum Gores sagt að
hún hefði fyrir allnokkru hætt að
koma til greina.
En hversu mjög sem Gore vandaði
valið var eitt sem starfsmenn hans
athuguðu aldrei, og það var hvernig
kjósendur myndu bregðast við
strangtrúuðum gyðingi í forseta-
framboði. Allmargir þeirra sem
Christopher og menn hans ráðguð-
ust við nefndu að trú Liebermans
kynni að verða vandamál. En Gore,
hversu sem hann kann að láta stjóm-
ast af skoðanakönnunum og almenn-
ingsáliti, eins og repúblíkanar segja,
gaf fyrirskipun um að ekkert skyldi
gert til að finna út hvernig fólk
myndi bregðast við trúarskoðun
Liebermans. „Gore sagði: Ég er ekki
þannig. Ég hugsa ekki þannig. Ég
ýti þessu til hliðar," sagði Christ-
opher.