Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 33
LISTIR
Sýning’um lýkur
Norræna húsið
Sýningunni Flakk í Norræna
húsinu lýkur nú á sunnudag.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni era: Frans Jacobi frá
Danmörku, Seppo Renvail frá
Finnlandi, Ole Jörgen Ness frá
Noregi, Egill Sæbjörnsson og
Þóroddur Bjarnason frá Islandi,
Annika Ström, Aleksandra Mir og
Mattias Harenstam frá Svíþjóð,
Susa Templin frá Þýskalandi og
Sarah Morris frá Bandaríkjunum.
Sýningin er opin daglega kl. 12-
17.
Gallerí
Stöðlakot
Sýningu Mörtu Maríu Hálfdan-
ai-dóttur glerlistakonu lýkur á
sunnudag. Sýninguna kallar hún
Ljós-brot og þar sýnir hún sjálf-
stæð, steind glerverk og samleik
járns og glers.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18.
Ari Páll Kristinsson, nýskipaður forstöðumaður Islenskrar málstöðvar.
Morgunblaðið/Arnaldur
sem unnið er úti í samfélaginu nefnir
Aii Páll erindi eftir ýmsa aðila sem
flutt hafa verið á málræktarþingi í
tengslum við dag íslenskrar tungu.
„Mér finnst það t.d. mjög athyglis-
vert sem Ástráður Eysteinsson pró-
fessor talaði um,“ segir Ari Páll.
„Hann bendir á að þegar við orðum
hlutina alfarið á íslensku virkjum við
skilninginn á nýjan hátt. Það getur
verið miklu meiri ónákvæmni í því
að slá um sig með útlendum frösum
sem geta haft óljósari merkingu.
Þeir sem vinna markvisst að þýðing-
um og reyna að finna íslenskt orð yf-
ir eitthvert hugtak eru knúnir til að
þess að átta sig býsna vel á því hvað
þeir era að segja. Slíkt skapar frjótt
sjónarhorn á marga hluti og gerir
okkur jafnframt gagmýnni á erlend
mál sem við læram. Á þessu sviði,
eins og kannski mjög mörgum öðr-
um, hafa Islendingar trú á því að
þeir séu dálítið skapandi, og hafa lík-
lega eitthvað fyrir sér í því.“
Að sögn Ara Páls er sérstaða ís-
lenskunnar sú að hún er eina opin-
bera málið á íslandi. „Víða era til
mun stærri málsamfélög sem era
minnihlutasamfélög, en svo eru líka
til málsamfélög þar sem viðkomandi
tungumál er einungis eitt af fleiri
opinberam málum - eins og t.d.
sænskan í Finnlandi."
Þegar hann er spurður hvort
tungumál sem fáir tala eins og ís-
lenska þróist öðruvísi en önnur mál
segir Ari Páll: „Eitt af þvi sem ein-
kennir sérstöðu íslenskunnar er það
hvað hún er einsleit. Það eru ekki til
mállýskur svo heitið geti í þessu
landi. Þannig er sá arfur sem við
höfum fengið. Jafnvel þótt landið sé
stórt var hér eitt málsamfélag og
það era margar tilgátur uppi um
ástæður þess. Einn þáttur er ein-
angran, annar sá að íslendingar
hafa verið læsir og skrifandi meira
og minna alla tíð. Einnig hefur verið
bent á að byggðarformið hér á landi
hafi átt sinn þátt í þessu, menn
þurftu alltaf að leita út fyrir sínar
heimaslóðir til að hitta aðra og leita
sér bjargar. Víða annars staðar i
heiminum vora þorpseiningarnar að
öllu leyti sjálfbærar og það ýtti und-
ir þróun mállýskna. Einnig má
nefna að hér var ef til vill ekki eins
mikil málfarsleg skipting milli al-
þýðu og höfðingjastéttar og við
þekkjum annars staðar frá. Allt
þetta gerir það að verkum að í nú-
tímanum er íslenskan mun einsleit-
ari en mörg önnur mál.
Menn hafa haldið að mállýskurnar
í öðram löndum Evrópu séu mikið
að láta undan síga vegna fjölmiðla
og greiðra samgangna," segir Ari
Páll. „En reyndin er sú að þótt
mállýskufræðingar hafi spáð því að
þetta myndi allt saman þurrkast
mjög hratt út eru mállýskurnar líf-
seigari en menn héldu. Fyrir því
liggja ýmsar ástæður, eins og t.d.
þörf manna til að sýna að þeir til-
heyri ákveðnum hópi. Dæmi um
þetta era mjög augljós í gömlu
Júgóslavíu og í Þýskalandi eftir
sameiningu, þar sem fólk heldur
mjög fast í sitt við sumar aðstæður.
En það hversu málsamfélagið hér
hefui- verið einsleitt mai-kar íslensk-
unni dálitla sérstöðu."
Ai-i Páll leggur þó áherslu á að
ekki megi skilja þetta þannig að það
sé bara til einhver ein ákveðin að-
ferð við að tala íslensku, eða að ís-
lenska sé föst og óbreytanleg stærð.
„Það hefur hún aldrei verið og ef
þróunin verður í þá átt ber það
feigðina í sér. íslenska verður alltaf,
eins og öll önnur menningarmál, að
vera nothæf við allar mögulegar að-
stæður, fyrir alla. Ef málið dugir
ekki til daglegra nota fólks verður
það aðeins til sem eins konar skraut-
gripur og þá er því feigðin búin,“
segir hann.
„Stundum er það svo að ef mönn-
um líkar ekki eitthvað í málfari
segja þeir: „Þetta er ekki íslenska."
Málsnið tungumála fela það í sér að
menn beita málinu á mismunandi
máta eftir aðstæðum. Stundum er
maður kærulaus í máli en stundum
mjög nákvæmur og getur það farið
eftir því hvort maður er að tala
óformlega við kunningjana eða á op-
inberam vettvangi. Þetta þekkja all-
ir þegar þeir fara að hugsa um það.
Gagnrýni á málfar fólks má oft rekja
til þess að menn átta sig ekki á því
að það málsnið sem var valið hentar
ákveðnum aðstæðum en öðrum ekki.
Sama má segja um það þegar fólk er
að agnúast yfir notkun á ákveðnum
orðum sem það myndi ef til vill ekki
velja sjálft. Margvíslegur orðaforði
eykur á fjölbreytni málsins."
„Annars hefur verið samstaða um
það á íslandi," segir Ari Páll, „að
varðveita málið eftir því sem hægt
er og ef það reynist mögulegt er það
mjög dýrmætt. Þá ættu að haldast
þessi sterku tengsl við langa rithefð.
Við megum ekki gleyma því að varð-
veislan og eflingin eru ekki andstæð-
ur,“ segir Aj-í Páll Kristinsson að
lokum og vísar í fyrrnefnt erindi
Ástráðs Eysteinssonar á málrækt-
arþingi: „Málræktin gerir annað og
meira en að krefjast orku, hún er
orkugjafi. Glíman við tungumálið
skapar ný sjónai-horn, nýja heim-
ssýn, ýtir undir nýja og skapandi
vitund, endurskapar og endurnýjar í
sífellu menningartengsl við önnur
lönd, aðra menningarheima, og
tryggir að þau tengsl verði skilin á
okkai- forsendum ekki síður en
hinna „stóra mála“.“
Tveir fyrir einn
London
frá kr.
í áyúst
.5
Með Heimsferðum færðu besta verðið til London
í júlí, og með því að bóka núna getur þú tryggt
þér ótrúlegt tilboð til heimsborgarinnar. Þú bókar
2 sæti, greiðir fyrir annað og færð hitt írítt. Þú
getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl eða
flug og hótel, og hjá okkur getur þú valið um úrval hótela í hjarta
London á ffábæru verði. Flug til London á fímmtudögum, ffá London
á mánudögum.
Brottfarir
• 17.ágúst
• 24.ágúst
• 31 .ágúst
Verð kr.
9.500
Fargjald kr. 19.000 / 2 = 9.500.-Flug-
vallaskattar kr. 3.790,- ckki innifaldir.
Hótel rciknast á dagverði.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Utsala
50%
afsláttur!
/
BOLTAMAÐURNN
Laugavegi 23 — Sími 551 5599