Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIB______________________________________________________FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 47 MINNINGAR + Eyþór Þórðarson kennari fæddist á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu á Hér- aði, 20. júlí 1901. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarðarkirkju 27. júlí. Hinn 20. júlí sl. lést Eyþór Þórðarson á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað. Ey- þór fæddist á Kleppjámsstöðum í Hróarstungu þann 20. júlí árið 1901 þannig að hann var nákvæmlega 99 ára að aldri er hann kvaddi þennan heim. Fljótlega kom í ljós að Eyþór var bókhneigður og átti hann auðvelt með að læra. Hann stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum á árunum 1921-1923 og lauk kennaraprófi árið 1925. Kennsla varð síðan hans aðal- starf og voru það Norðfmðingar sem nutu kennslukrafta hans. Strax að loknu kennaraprófmu réði Eyþór sig til kennslu i Norðfjarðarskólahéraði en þá var þar enn stunduð farkennsla að gömlum sið. Sinnti Eyþór kennslustörfum í Norðfjarðarhreppi allt til ársins 1933 en þá færði hann sig um set og gerðist kennari í Nes- skóla í Neskaupstað. Starfaði Eyþór við Nesskóla í fullu starfi allt til árs- ins 1968 en sinnti stundakennslu við skólann eftir það, eða til ársins 1972. Hann var settur skólastjóri Nesskóla á árunum 1943-1946 og eins gegndi hann skólastjórastarfi veturinn 1961-1962. Að auki kenndi Eyþór stundakennslu við Gagnfræðaskól- ann í Neskaupstað í eitt skólaár en í mörg ár við Iðnskólann í Neskaupstað. Eyþór Þórðarson var samviskusamur og til- tölulega strangur kenn- ari. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd nem- enda sinna og gladdist innilega þegar hann þóttist sjá að kennslu- stritið bæri ávöxt. Eins átti hann erfitt með að leyna vonbrigðum sín- um ef honum þótti nem- endur slá slöku við. Oft reyndi Eyþór að lífga upp á kennsluna með því að gera námið að leik eða koma á nokkurskonar keppni á milli nem- enda. Sitt sýndist hverjum um slíkar kennsluaðferðir en ljóst var að Ey- þór var oft ófeiminn við að taka upp nýjungar í kennsluháttum. Eftir að kennaraferli Eyþórs lauk starfaði hann um tíma á skrifstofu bæjarfógetans í Neskaupstað og eins sinnti hann bókhaldi fyrir smærri fyrirtæki í bænum. Lengi lagði Eyþór áherslu á að fylgjast með nemendum sínum eftir að þeir höfðu kvatt Nesskóla. Leitaði hann þá frétta af árangri þeirra á sviði náms eða starfa og gladdist af einlægni þegar tíðindin voru jákvæð. Þeir Norðfirðingar sem héldu í lang- skólanám fundu sérstaklega fyrir áhuga gamla kennarans á að fylgjast með eðli og framvindu námsins. Ungur fékk Eyþór mikinn áhuga á garðrækt og skógrækt og lagði hann stund á garðyrkjunám í eitt sumar auk þess sem hann sótti garðyrkju- námskeið nokkur vor. Óhætt er að fullyrða að Eyþór Þórðarson hafi verið einn helsti frumherji á sviði garðyrkju og skógræktar í Neskaup- stað og verða honum seint þökkuð þau störf sem hann innti af hendi á því sviði. Eyþór var einn helsti hvata- maður að stofnun Skógræktarfélags Neskaupstaðar árið 1948 og var hann mjög lengi gjaldkeri félagsins og einn virkasti félagsmaður þess. Nokkru eftir að Eyþór fluttist til Neskaupstaðar hóf hann afskipti af bæjarmálum þar en þá var bæjar- málapólitíkin þar einkar hörð og ein- kenndist fyrst og fremst af átökum á milli alþýðuflokksmanna og komm- únista. Gekk Eyþór til Uðs við al- þýðuflokksmenn og var þá meðal annars kjörinn í stjórn Verkalýðsfé- lags Norðfjarðar. Alþýðuflokksmenn höfðu hreinan meirihluta í bæjar- stjóm og þegar Kristinn Ólafsson, fyrsti bæjarstjórinn í Neskaupstað, lét af störfum sumarið 1936 fóru al- þýðuflokksmenn þess á leit við Ey- þór að hann tæki að sér að gegna bæjarstjórastarfinu. Féllst Eyþór á þá beiðni þrátt fyrir að fyrir lægi að hér væri um erfitt og vanþakklátt verk að ræða. Þegar Eyþór tók við bæjarstjórastarfinu var kreppan í hámarki og örbirgð og atvinnuleysi heijaði í Neskaupstað eins og annars staðar. Nýi bæjarstjórinn gegndi starfi sínu af dugnaði en ekki fór hjá því að hann væri oft harðlega gagn- rýndur fyrir embættisverk sín og þá einkum af aðalandstæðingunum á vinstri væng stjómmálanna, komm- únistunum. Eyþór sat í stól bæjar- stjóra fram í nóvembermánuð 1938 en þá vék hann úr honum enda hafði Alþýðuflokkurinn þá tapað meiri- hluta sínum í bæjarstjórninni. I bæjarstjórnarkosningum í sept- ember 1938 var Eyþór Þórðarson kjörinn bæjarfulltrúi Alþýðuflokks og sat hann samfellt í bæjarstjóm til ársins 1954. Fyrir bæjarstjómar- kosningarnar 1958 þótti mörgum bæjarbúum merk tíðindi eiga sér stað þegar Eyþór ásamt nokkmm öðmm alþýðuflokksmönnum gekk til liðs við Alþýðubandalagið og þar með fyrmm höfuðandstæðinga. Eyþór var þá kjörinn í bæjarstjóm af lista Alþýðubandalags og sat í bæjar- stjóminni til ársins 1966. Alls sat Ey- þór 368 fundi í bæjarstjóm Neskaup- staðar og átti sæti í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarfélagsins. Fyrir utan afskipti af bæjarmálum og skógræktarmálum kom Eyþór við sögu margra annarra stofnana og fé- lagasamtaka. Hann átti m.a. sæti í stjórn Ungmennafélagsins Egils rauða, íþróttafélagsins Þróttar, Stúkunnar Nýja öldin, Búnaðarfé- lags Neskaupstaðar, Kaupfélagsins Fram, Byggingarfélags alþýðu og Togarafélags Neskaupstaðar. Þá sat hann lengi í sóknarnefnd og var mjög virkur í kirkjulegu starfi. Almennt má segja að Eyþór hafi verið mjög fé- lagslega sinnaður og var hann ávallt tilbúinn til að taka að sér félagsleg verkefni og sinna þeim af dugnaði og ósérhlífni. Tekið var eftir marghátt- uðum störfum Eyþórs Þórðarsonar og árið 1989 var hann sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að skóla-, félags- og garð- yrkjumálum. Eyþór kvæntist Ingibjörgu Sig- urðardóttur árið 1943 en Ingibjörg var þá ekkja með tvö böm, Þorleif og Ólínu, sem Eyþór gekk í fóður stað. Eyþór og Ingibjörg eignuðust þrjár dætur en ein þeirra lést á unga aldri. Dætumar Hallbjörg og Elínborg búa báðar í Neskaupstað ásamt fjölskyld- um sínum. Eyþór missti Ingibjörgu konu sína árið 1989. Fyrir hönd bæjarstjórnar Fjarða- byggðar vill undirritaður þakka Ey- þóri Þórðarsyni öll hans störf í þágu Norðfirðinga og þá einkum störf hans að sveitarstjómarmálum. Hin mörgu verk hans verða seint metin til fullnustu. Þá vill undirritaður fyrir hönd bæjarstjómarinnar votta að- standendum Eyþórs innilega samúð vegna fráfalls hans. Smári Geirsson, forseti bæjarstjómar Fjarðabyggðar. Égverð að fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu þjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefirn byr frá landi. Égáekkilengurleiðmeðneinum, >r- lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn og líka þú, minn guð, minn góði andi, gef þú mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, ferjan bíður mín. (Davíð Stefánsson) Eyþór Þórðarson, gamli kennar- inn minn, er fallinn frá. Langar mig að minnast hans í fáum orðum. Hann byrjaði að kenna mér þegar ég var í 3. bekk í bamaskóla árið 1933. Hann var góður kennari, og ef til vill í sumu langt á undan sinni samtíð. Þar á ég t.d. við lestrarkennslu. Hoft- um þótti ekki nóg að þylja stafrófið upp, heldur sýndi börnunum með lif- andi dæmum hvernig talfærin mynd- uðu stafina. Þegar ég hugsa um þetta í dag, sé ég hvað hann hefur verið framsýnn. Hann lagði mikla rækt við íslenzka tungu. Þegar ég var í 4. bekk, fór fram ritgerðasamkeppni fjögurra efstu bekkjanna. Var ég svo lánsamur að vinna hana. Verðlaunin vom lindarpenni. Það kom í hlut Ey- þórs að afhenda mér pennann. Þetta var grænn penni, og hafði kostað 3,50. Eg var montinn af pennanum, því það vom mjög fá böm, sem áttu slíkan grip. Við notuðum mest pennastengur og penna. Árið 1937 tók ég fullnaðarpróf. Þá fór Eyþð^' með okkur krakkana í ferðalag upp á Hérað. Þar þekkti hann allt og alla. Við gengum um allt svæðið, og meðal annars út undir Dyrfjöll. Á leið til baka lentum við í ausandi rigningu, og urðum öll holdvot. Farið var að Ketilsstöðum, og vomm við drifin úr öllum fötum og þau þurrkuð. Þetta var ógleymanleg ferð. Vil ég að endingu þakka Eyþóri samfylgdina í gegnum árin. Aðstand- endum öllum votta ég og fjölskylda mín djúpa samúð. Óskar Bjömsson, Neskaupstað. EYÞÓR ÞÓRÐARSON ATVINNU. AUGLÝSINGAR Silkiprentun Starfsfólk óskast strax til starfa við silkiprentun, helst vanir en er ekki skilyrði. Æskilegt væri að viðkomandi hefði einhverja þekkingu og reynslu í notkun á „Photoshop" og „lllustrator" hugbúnaði. Lysthafendur sendi upplýsingartil auglýsinga- deildar Morgunblaðsins, um aldur og fyrri störf, fyrir 17 ágúst nk., merktar: „S — 9985". BYGGí^ BYGGINGAFÉLAG GHFA & GUNNARS Starfsmann vantar á traktorsgröfu Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða mann á traktorsgröfu. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628 eða á skrifstofutíma í 562 2991. Starfskraftur óskast til starfa í söluturni á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 70—100% vaktavinnu. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 565 8050 og 864 3122 á milli kl. 8.00 og 12.00 og 14.00 og 16.30 alla virka daga. ÝMISLEGT Diskótek Sigvalda Búa Tek að mér öll böll og uppákomur. Græjur og tónlist fylgja. Diskótek Sigvalda Búa, nýtt símanúmer er 898 6070. FUIMOIR/ MAINIIMFAGNAOUR Skipstjórar — stýrimenn Skipstjóra- og stýrimannafélögin Hafþór á Akranesi, Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra- og stýrimannafélag íslands standa fyrir samein- ingu og stofnun á nýju „Félagi íslenskra skipstjórnarmanna" á veitingastaðnum Gafl-inn í Hafnarfirði laugar- daginn 12. ágúst nk. Hefst stofnfundurinn kl. 13.00. Allir skipstjórnarmenn eru hvattir til að mæta. Stofnfundarmenn. HÚSNÆOI í BOÐI íbúð til sölu Til sölu góð ca 60 fm, tveggja herbergja íbúð í Ásgarði 18. Flísar á forstofu og baði, parket á öðru. Sérgeymsla og geymsla í sameign í kjallara. Góð staðsetning ofarlega í Fossvogin- um með suðursvalir og gott útsýni yfir Foss- vogsdalinn. Verð 8.500.000. Hagstæð lán upp á ca 2.500.000 áhvílandi. Upplýsingar í síma 698 1551 (Egill) og 697 6699 (Magnús). HÚSNÆÐI ÓSKAST Einbýlishús óskast leigt Virt fyrirtæki óskar eftir einbýlishúsi á höfuð- borgarsvæðinu til leigu frá áramótum. Þarf að vera u.þ.b 300 fm, helst með bílskúr og í góðu ásigkomulagi. Öruggar greiðslur í boði Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Einbýli — 9979." SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Minnum á samkirkjulega bæna- og lofgjörðarstundina er verður kl. 20.00 f kvöld, sem Bænahreyfingin ísland fyrir Krist stendur fyrir og verðurað þessu sinni f hús- næði okkar á Smiðjuvegin- um. Taktu þátt. „og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglits míns....þá vil ég heyra frá himnum, fyrir- gefa þeim...og græða upp land þeirra." www.vegurinn.is Ljóð og saga, kvöldganga á Þingvöllum 1 kvöld, fimmtudaginn 10. ágúst, efnir þjóðgarðurinn á Þingvöll- um til kvöldgöngu í fylgd Helgu Einarsdóttur, bókasafnsfræð- ings. Inn í gönguna mun Helga flétta Ijóð af margvíslegum toga, sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast náttúru eða sögu Þingvalla á einhvern hátt. Gang- an hefst við Flosagjá (Peningagjá) kl. 20:00. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins, sími 482 2660. fomhjolp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir og Heiðar Guðna- _ son ávarpar. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Lofgjörðarsamkoma í umsjón Óskars Einarssonar hljómlistar- manns. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Óvissuferð í kvöld. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 20:00. Verð kr. 500. Þægileg kvöld- ganga. Sumarhelgi f Þórsmörk 11.— 13. ágúst. Fimmvörðuháls- ganga 11. —13. ágúst. 2 Lauga- vegsgöngur eftir í sumar. Þjóð- lendugöngur 11,—13. og 14,— 16. ágúst. Dagsferð 13. ágúst: Rútuferð um Dali eða göngp. ferð um Haukadalsskarð. www.fi.is og textavarp RUV bls 619. ATVINNIIAI ini VRINnAD 1 Ht | sendist á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.