Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 50
£§0 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN *Forseti Islands og þingræðið VIÐ hátíðlega athöfn £ Alþingishúsinu 1. ágúst sl. var Ólafur Ragnar Grímsson sett- ur í embætti forseta ís- lands öðru sinni, að við- stöddum forseta Al- þingis, ráðherrum, al- þingismönnum og fjölda gesta. í ávarpi sínu kynnti Ólafur Ragnar Grímsson skoð- anir sem snerta undir- stöður lýðræðislegs stjórnskipulags. Þessar skoðanir voru að vísu óljóst orðaðar og £ vé- fréttasti'l. Þó er ljóst að Ólafur Ragnar Gnms- son mælti i ávarpi sfnu gegn þvi stjómskipulagi sem verið hefur við lýði frá þvi Islendingar öðluðust full- veldi. Þess utan felst í ávarpi Ólafs Ragnars verulegt frávik frá þeim hefðum sem ríkt hafa um embætti ^torseta íslands. Ekki lýðræði heldur fámennisstjórn í fyrsta lagi gagnrýnir Ólafur Ragnar þingræðisskipanina og full- trúalýðræðið en sú grundvallarskip- an er við lýði í flestum hinna vest- rænu lýðræðisríkja. Hann getur þess að eðli og inntak lýðræðisins sé að breytast. Það er að hans mati tæknin sem er að breyta inntaki lýð- ræðisins. Ólafur telur að þingræðið sé í reynd aðeins rammi frá liðinni tóð. í ljósi þessa kemst forseti ís- lands að þeirri merkilegu niðurstöðu að á íslandi sé ekki lýðræði heldur fámennisstjórn. Valdið sé ekki í höndum fólksins og þörf sé á „endur- reisn hins raunvirka lýðræðis“. Hann gerir lítið úr hlutverki stjóm- ar, stjórnarandstöðu og stjórnmála- flokka. Ef það er skoðun forseta íslands að nauðsynlegt sé að end- urreisa „raunvirkt lýð- ræði“ á íslandi er það jafnframt skoðun hans að hér sé ekki lýðræði. Má mikið vera ef yfir- lýsing af þessu tagi er ekki einsdæmi. Forsetinn gegn flokkum og forræðisöflum Gegn meintum, úr- eltum öflum og fá- mennisstjóm virðist Ólafur Ragnar einkum tefla sjálfum sér. „I leit fólksins að leiðum til að móta sjálft framtíð sína og heill“ sér forsetinn sig sjálfan sem „geranda" og túlk- Stjórnskipulag Ólafur Ragnar Gríms- son mælti í ávarpi sínu gegn því stjórnskipu- lagi, segir Tómas I. Olrich, sem verið hefur við lýði frá því Islend- ingar öðluðust fullveldi. anda í þeirri umsköpun sem sífellt færir Islendingum nýja áfanga og bætta stöðu. Um leið og Ölafur Ragnar gerir mikið úr sambandi sínu við þjóðina freistast hann til að gera lítið úr sambandi stjórnmálaflokka við þjóðlífið og spyrðir þá saman við svokölluð forræðisöfl: „Kannski era íslendingar opinskárri við forseta sinn en aðra í áhrifastöðum því hann er engum háður nema þjóðinni sem veitir honum umboð sitt. Hans era ekki hagsmunir stjómar eða stjóm- arandstöðu, flokka eða forræðisafla. Forseti er aðeins bundinn íslenskri þjóð.“ Sérstaka athygli vekur at- hugasemd um hagsmuni stjórnar og stjórnarandstöðu. Berin súr I þau fimm ár sem við sátum sam- an á Alþingi minnist ég þess ekki að Ólafur Ragnar Grímsson hafi nokkra sinni látið í ljós efasemdir um þing- ræðið. Hitt er nær sanni, að hann hafi verið talsmaður þingræðis og ljóst er að hann lagði sem stjóm- málamaður mikla áherslu á hlutverk stjórnamdstöðu. Á vettvangi fulltrúalýðræðisins, þar sem Ólafur Ragnar leitaði eftir trúnaði fólksins til ábyrgðarstarfa, gekk honum ekki sérlega vel. Hann stýrði fremur smáum flokki, sem varð í höndum, hans áhrifaminni og hefur nú formlega horfið af vett- vangi. Gegn ákvæðum stjórnarskrár Þegar Ólafur Ragnar Grímsson sóttist eftir að gegna embætti for- seta íslands fyrir fjóram áram gat hann þess ekki að til stæði af hans hálfu að láta á það reyna hvort hon- um tækist að koma þangað inn deilu- málum stjórnmálaafla í landinu, í trássi við ákvæði stjómarskrár og hefðbundin viðhorf til embættisins. Hafi það vakað fyrir honum þá verð- ur að spyrja hvers vegna hann greindi ekki frá því. Áhrif án ábyrgðar Ef forseti íslands ætlar sér að beina gagnrýni að ríkisstjórn og þingmeirihluta úr griðastaðnum á Tómas Ingi Olrich Bessastöðum, og úr því skjóli sem fyrri forsetar hafa tryggt em- bættinu, er ljóst að hann seilist til áhrifa án ábyrgðar. Stjómmála- menn, sem kjörnir era til setu á Al- þingi, era krafðir um að bera ábyrgð á orðum sínum því þeir hafa stöðu til að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Gagnrýni Ólafs Ragnars Gríms- sonar á menntakerfi Islendinga er óhjákvæmilegt að skoða í ljósi þess að hann hafði áður þá stöðu, sem hann hefur ekki i dag, að bera ábyrgð á þjóðmálum. Þegar hann var fjármálaráðherra, og gat aflað fjár til að auka útgjöld til menntamála, gerði hann samning við kennara sem hann nefndi sjálfur „tímamótasamn- ing“. Þennan samning heiðraði hann með því að ógilda hann með lögum. í kjölfar þeirrar aðfarar varð alvarleg- ur trúnaðarbrestur milli Ólafs Ragn- ars og Alþýðubandalagsins annars vegar og kennarastéttarinnar hins vegar. Sterkt menntakerfí Eitt af síðustu embættisverkum Ólafs Ragnars Grímssonar á fyrra kjörtímabili hans var að halda ræðu í hádegisverðarboði íslensk-ameríska verslunarráðsins. Þar var lofi hlaðið á íslenskt samfélag og íslenskt menntakerfi svo mjög að mörgum blöskraði og fannst í ætt við oflof. Þar var þess getið að sagan mótaði uppeldi nýrrar kynslóðar „sem er nú að skapa á íslandi eitt af áhugaverð- ustu samfélögum á jörðinni". Ólafur Ragnar Grímsson virðist hafa áttað sig á því í Los Angeles, sem ekki kom fram í innsetningarræðu hans, að velgengni íslendinga á síðustu ára- tugum 20. aldarinnar verður ekki skýrð út á annan hátt en að þeir hafi byggt upp sterkt menntakerfi, enda er það opinberlega viðurkennt af al- þjóðlegum stofnunum sem annast slíkt mat að sterkt menntakerfi er eitt af því sem veitir okkur forskot á aðrar þjóðir. Fulltrúi breytts samfélags Ólafur Ragnar Grímsson gerir sig í ávarpi sínu að trúnaðarmanni nýs samfélags þar sem „hin skapandi umræða er óðum að flytjast á annan völl og þingið sjálft er ekki sama spegilmynd og örlagavaldur og áður var“. Að sjálfsögðu ber forseta ís- lands að tala sem fulltrúi þessa sam- félags. Þetta nýja samfélag er stað- reynd en Ólafur Ragnar Grímsson var ekki trúnaðarmaður þess þegar hann fékkst við þjóðmál. Þvert á móti var hann fulltrúi hins gamla tíma og barðist einlæglega gegn breytingum sem nú hafa drepið úr dróma það samfélag hafta, handstýr- inga og sjóðasukks sem hann bar ábyrgð á þegar hann sat ráðherra- stól. Það hæfir síst af öllu að hann geri sem forseti Islands lítið úr hlut stjórnvalda í þessari þróun. Það var yfirlýst stefna ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar frá 1991 að draga markvisst úr afskiptum stjómvalda og stjómmálamanna af fjölda mála þar sem þeir höfðu seilst til áhrifa án þess að þau féllu undir þeirra ábyrgðarsvið. Sem stjórn- málamaður barðist Ólafur Ragnar Grímsson gegn þessari stefnu eins og hann barðist gegn aðlögun ís- lensks efnahagslífs að lögmálum og samkeppnisreglum opinna hagkerfa nágrannalandanna. Hvort tveggja hefur orðið undirstaða þeirrar vel- megunar sem forseti Islands státaði af í Los Angeles. Virðingarleysi við þjóðina og þingið Þær miklu breytingar og framfar- ir, sem hér hafa átt sér stað undan- farin níu ár, hvíla á lagagranni sem lagður hefur verið markvisst af sterkum þingmeirihluta sem þjóðin kaus sér. Á þeim tíma, sem breyting- arnar hafa átt sér stað, hefur stuðn- ingur þjóðarinnar við þá þróun vaxið mjög. Fer það ekki milli mála að mik- ill meirihluti þjóðarinnar styður þessar breytingar nú. Alþingi Islendinga nýtur virðingar og viðurkenningar vegna langrar sögu og athyglisverðrar. Það vekur athygli að forseti íslands skuli kjósa að gera hlut þess sem minnstan þeg- ar þjóðin stendur frammi fyrir og styður einarðlega einn mesta og besta árangur af starfi löggjafar- og framkvæmdavalds sem orðið hefur í sögu lýðveldisins. Höfundur er alþingismaður. - Heildsðlubyrgðir: ísflex s:588 4444 Litaðu íSlveruna ^Z?4siör Bflbeltin, Jón Steinar og frjálshyggjuóráðið ÉG HEYRÐI viðtal við einn af virtari lög- mönnum landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, i morgunútvarpi allra landsmanna. Umræðu- efnið var frelsi varð- andi eiturlyf en um það ætla ég ekki að fjalla, það verða aðrir sem betur þekkja til að gera. Það vakti furðu mína í þessu viðtali að sem innskot spurði viðmælandi Jóns Steinar hann um það hvort ekki væri því rangt af löggjafanum að hafa sett lög sem skylda fólk að nota bilbelti. Hinn virti lögmaður svaraði strax; jú það á að vera í valdi hvers og eins hvort hann notar þau og löggjafinn á ekki að vera að setja slík lög. Þetta er reyndar haft eftir minni en þó orðalagið sé ekki alveg rétt er inntak og meiningin rétt eftir höfð. Nú var upplýst í fréttum nýlega að ungir ökumenn valda allt að helmingi alvarlegra bifreiðaslysa og árlega látast eða slasast alvarlega ungir ökumenn það mikið að þeir era fatlaðir til æviloka. í nánast öllum tilfellum þegar fólk deyr af völdum slíkra umferð- arslysa eða fatlast mikið er það vegna þess að það hefur ekki notað bílbeltin. Hvaða skilaboð er þessi virti lög- maður að senda til ungra óþrosk- aðra ökumanna sem í sumum tilfellum vilja líka vera „töffr og kaldir? Era skilaboðin „ver- ið ekkert að setja á ykkur beltinn því þetta er bara „stóra bróður“ afskiptasemi af þess- um kjánum þarna við Austurvöll að setja svona heimsk lög?“ Ég lenti í bílslysi þegar bílbelti vora varla til í bifreiðum og því síður að það væra lög um slíkt. Ég er sannfærður um að af- leiðingar þess slyss hefðu orðið allt aðrar ef bílbelti hefði verið í bifreiðinni og lög um notkun þeirra verið í gildi. Ég treysti mér ekki til að segja til um hvað það hefur kostað þetta þjóðfélag og skattgreiðendur á ís- landi; sjúkrahúsdvöl, endurhæfing og annar kostnaður sem heilbrigðis- kerfið hefur borið vegna afleiðinga þessa slyss en það hleypur á millj- ónum. Ég veit um mörg önnur slík dæmi þar sem fólk hefur slasast alvarlega vegna þess að það notaði ekki bíl- beltin bæði fyrir og eftir að lög um það vora sett svo ekki sé talað um það fólk sem hefur látist vegna þess að það notaði ekki bílbeltin. Þegar þetta viðtal var voru aðeins nokkrir daga í verslunarmannahelg- ina, eina mestu ferðahelgi ársins og þá helgi sem flestir ungir ökumenn Lög Ég er sannfærður um, segir Arnór Pétursson, að lög sem skylda þjóð- félagsþegnana til að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að draga úr afleiðingum slysa og annarra skaða eru nauðsynleg. eru á ferðinni á þjóðvegum landsins. Mikil herferð hefur verið í gangi til að hvetja og ítreka við fólk að nota bílbeltin en þá koma þessi skilaboð frá þessum virta lögmanni sem vill láta taka sig alvarlega á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég er sannfærður um að öll lög sem skylda þjóðfélagsþegnana til að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir til að reyna að draga úr afleiðingum slysa og annarra skaða eru nauð- synleg. Einnig lög sem skylda fyrirtæki i atvinnulífinu og hjá því opinbera að vera með vinnuumhverfi og heil- brigðisþætti og branavarnir í lagi. Sama á við um lög sem skylda fyrir- tæki í matvælaiðnaði og veitingahús að fara að lögum um hreinlæti, heil- brigðisþætti og umhverfisþætti en Amór Pétursson með sömu rökum og hinn virti lög- maður notar mætti t.d. segja að ekki þyrfti slík lög þar sem fyrirtækin eigi að bera ábyrgðina sjálf og fólk sem skiptir við t.d. matvælafyrir- tæki eigi bara að kynna sér sjálft hvort vara sé í lagi og standist kröf- ur. Veikist það síðan vegna þess að það lagði sér slíka vöru til munns er það því sjálfu að kenna. Vill hinn virti lögmaður kannski leggja niður branaeftirlit, vinnueft- irlitið og heilbrigðiseftirlitið og fleiri slíkar „stóra bróður" stofnanir? Ég hlýt því að spyrja; eiga þeir sem ekki nota bílbeltin og lenda í umferðarslysi og sannað verður að þeir hefðu ekki slasast eða slasast minna ef þeir hefðu notað beltin að greiða sjálfir þann kostnað sem hlýst af sjúkrahúsdvöl, endurhæf- ingu, lyfjakostnaði og fl. og fl? Ef þeir geta ekki greitt þann kostnað á þá bara að láta þá liggja á slysstað og ættingjar og vinir að axla kostnaðinn? Éf ættingjar og vinir gera það ekki hvað er þá til bragðs? Þá verður mikið um málaferli og lagarefir verða önnum kafnir að sækja og verja þar sem nóg verður um vafann og vafatilfellin. Verða næstu skilaboð frá hinum virta lögmanni og skoðunabræðrum hans eins og t.d. Hannesi Hólm- steini og öðram frjálshyggjuöfga- mönnum að það sé heimska að það skuli vera lög sem banna fólki að aka bifreið undir áhrifum áfengis og eiturlyfja? Ég mun ekki skrifa meira um þetta mál eða fara að standa í rit- deilum við hinn virta lögmann en hvet alla hugsandi íslendinga að taka slík orð af hans munni eða skrif um slíkt eins og hjal óvita barns. Höfundur er formaður Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.