Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 61
I DAG
Arnað heilla
OA ÁRA afmæli. í dag,
O V/ fimmtudaginn 10.
ágúst, er áttræður Þorlákur
Sigmar Gunnarsson bóndi,
Bakkárholti í Ölfusi. Hann
tekur á móti gestum í Básn-
um, Efstalandi í Ölfusi, frá
klukkan 15 sunnudaginn 13.
ágúst.
BRIDS
llmsjóii Guðinumliir Páll
Arnarsoii
LESANDINN er gjafari
með þessi spil í norður, á
hættu gegn utan:
Norður
«3
v 98763
♦ ÁK85
* A42
Þótt sést hafi sterkari spil
er sjálfsagt að opna á einu
hjarta, sem lofar aðeins fjór-
Ut í þínu kerfi. Næsti maður
opnunardoblar, makker
passar og vestur passar líka.
Og nú er það spurningin:
Hyggstu sitja í einu hjarta
dobluðu eða renna á flótta?
Hjalti Eh'asson fékk þetta
viðfangsefni á landsliðsæf-
ingu í síðustu viku. Hann var
að spila við son sinn Eirík
gegn Þorláki Jónssyni og
Matthíasi Þorvaldssyni.
Hjalti hefur langa reynslu
við spilaborðið og hann lét
sér ekki detta í hug að
passa. Hann SOS-redoblaði
°g lagði um leið grunninn að
nijög langri að athyglis-
verðri sagnröð:
Norður
*3
* 98763
♦ AK85
* A42
Vestur Austur
*Á8764 *K109
»KDG105 »Á4
♦6 »D73
+106 *KD983
Suður
*DG52
v2
♦ G10942
+G75
Vestur
Pass
Dobl
Norður Austur Suður
Hjalti Þorlákur Eiríkur
lhjarta Dobl Pass
Redobl Pass 1 spaði
2 tíglar Pass Pass
Pass 2grönd Pass
Pass 4 hjörtu Pass
Pass Pass Dobl
Pass Pass
Pass
Til að byrja með skulum
við athuga möguleika norð-
urs í einu hjarta dobluðu. Ef
austur kemur út með tromp,
fær sagnhafi aðeins þrjá
siagi á AK í tígli og laufás!
Fjórir niður og 1100 til AV.
Svo það var greinilega rétt
að flýja. Hitt var líka rétt
hjá Matthíasi og Þorláki að
fara í fjóra spaða, en sagnir
höfðu verið svo upplýsandi
að vörnin vafðist ekki fyinr
feðgunum. Hjalti lagði niður
tígulás og fékk gosann í
slaginn. Hann skípti þá yfir í
hjarta. Matthías drap með
ás, tók spaðakóng og spilaði
meiri spaða. Eiríkur stakk
gosanum á milli og Matthías
drap með ás. Matthías gerði
nú góða tilraun til að grugga
vatnið með því að spila laufi,
en Hjalti tók á ásinn og spil-
aði hjarta, sem Eiríkur gat
trompið með smáspaða.
Einn niður.
-J ÁRA afmæli. Á
A vl vf morgun, föstu-
daginn 11. ágúst, verður 100
ára Ágúst Benediktsson,
fyrrum bóndi á Hvalsá,
Kirigubólshreppi, Stranda-
sýslu, nú til heimilis að Dai-
braut 20 í Rcykjavík. Eigin-
kona Ágústs er Guðrún
Þórey Einarsdóttir frá Þór-
ustöðum í Bitrufirði. I til-
efni afmælisins taka þau
hjónin á móti gestum í kaffi-
samsæti sem haldið verður á
morgun, afmælisdaginn, frá
kl. 17-20, að Versölum, Iðn-
aðarmannahúsinu við Hall-
veigarstíg, kjallara. Ágúst
afþakkar vinsamlega blóm
oggjafir.
n pf ÁRA afmæli. í dag,
I eJ fimmtudaginn 10.
ágúst, verður sjötíu og fimm
ára Páll Halldórsson, fyrrv.
skattstjóri, Eskihlíð 16.
Eiginkona hans er Ragn-
heiður Jónsdóttir. Þau taka
á móti gestum á Sólon ísl-
andi, 2. hæð, á milli kl. 17.30-
19.30 á afmælisdaginn.
/♦A ÁRA afmæli. í dag,
Övl fimmtudaginn 10.
ágúst, verður sextug Unnur
Guðjónsdóttir, stjórnandi
Kínaklúbbs Unnar, Njáls-
götu 33, Reykjavík.
A ÁRA afmæli. í dag,
O O fimmtudaginn 10.
ágúst, verður sextug Jó-
hanna Garðarsdóttir, Sels-
völlum 12, Grindavík. Hún
og eiginmaður hennar, Gest-
ur Ragnarsson, taka á móti
gestum í sal Slysavarnafé-
lagsins (niðri við höfn) á
morgun, föstudaginn 11.
ágúst kl. 20.
SKÁK
l insjón llelgi Áss Grét-
arsson
STAÐAN kom upp
flokki skákhátíð-
arinnar í Pardu-
bice, Tékklandi.
Einn af efnileg-
ustu skákmönn-
um Tékka, al-
þjóðlegi
meistarinn Ró-
bert Cvek
(2.408), hafði
hvítt gegn Hol-
lendingnum
Jochem Aubel
(2.304). 27.
Hf8+! Bxf8 28.
Be6+ Kh8
Svartur kemur
heldur ekki nein-
um vörnum við eftir 28.
...Kg7 29. Hf7+ 29. Hxf8+
! Hxf8 30. Dxd3 Re7 31.
Dd6 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
UOÐABROT
UR VITUND ÞINNI
HORFIR ANDLIT EITT
Úr vitund þinni horfir andlit eitt,
sem enginn sér og hvergi stað má finna.
Þess augnaráð er dreymið, dimmt og heitt
og dylur sig í skuggum kennda þinna.
Því geigar ei, það gætir vel að sér
og grefur sig í skuggann, dýpra og innar.
Hið týnda andlit huldu höfði fer
í hljóðlátustu fylgsnum sálar þinnar.
Svo djúpt er ekkert dulið hér á jörð,
þú dvelur langt í fjarlægð, veill og hálfur.
Til ekki neins þín eftirspurn er gjörð,
það andlit finnst ei meir, sem var þú sjálfur.
Steinn Steinarr
STJÖRIVUSPA
cftir Frances Drake
LJON
Afmælisbam dagsins:
Þú ert einlægur ogátt því
gott með að fá fólk til liðs við
þig. Þér hættir til að gera of
mikið úr hlutunum.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Leitaðu stuðnings við fyrir-
ætlanir þínar áður en þú legg-
ur af stað. Annars áttu á
hættu að verða að hætta í
miðjum klíðum vegna gagn-
rýni annarra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er sérkennileg staða,
þegar ókunnugir vilja taka
meira mark á þér en þínir
nánustu. Hitt er svo aftur að
ekki eru allir viðhlæjendur
vinir.
Tvíburar _
(21. maí - 20. júní) AA
Þótt óvæntir hlutir gerist átt
þú að vera undir þá búinn og
geta tekið á þeim með réttum
hætti. Málið er bara að halda
ró sinni, hvað sem á dynur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það hefur ekkert upp á sig að
láta samvizkubit naga sig
vegna atburða, sem þú gazt
engu ráðið um. Hristu þessa
ásókn af þér og haltu áfram.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Láttu ekki minni háttar vand-
ræði eyðileggja gleði þína yfir
stórum sigri. Nú bjóðast þér
ýmsir möguleikar og þú átt að
gefa þér góðan tíma til að
veþa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) mSSL
Þú munt þurfa á öllu þínu
langlundargeði að halda í dag,
þar sem vinnufélagamir
munu af einhverjum ástæð-
um kappkosta að gera þér
erfitt fyrir.
Vog m
(23.sept.-22.okt.)
Vertu bjartsýnn og láttu vol
annarra engin áhrif á þig
hafa. Menn eiga að láta
drauminn rætast, þótt aðrir
sjái engan tilgang með breyt-
ingunum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki missa móðinn þótt
árangur erfiðis þíns komi
ekki strax í Ijós. Þú ert nefni-
lega á réttri braut og það mun
sýna sig í fyllingu tímans.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Oft þarf ekki nema líta á hlut-
ina frá örlítið brfeyttu sjónar-
homi til þess að þeir falli í
réttar skorður. Gefðu þér
tíma til þessa.
Steingeit ^
(22. des. -19. janúar) 4K
Sæki á þig leiði í vinnunni
skaltu fara í gegn um kosti
hennar og galla og gera það
síðan upp við þig, hvort þú vilt
halda áfram eða breyta til.
Vatnsberi , .
(20. jan. -18. febr.)
Það þarf áræði til þess að
hrinda í framkvæmd þeim
hugmyndum, sem þú hefur.
Brettu upp ermarnar og
helltu þér út í starfið. Það
hefst.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu engan komast upp með
ósanngirni í þinn garð. Sýndu
festu og tillitssemi þegar þú
átt hendur að verja, þá ganga
málin þér í hag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byégðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRETTIR
Hólahátíð um helgina
HÓLAHÁTÍÐ 2000 fer fram á Hól-
um í Hjaltadal næstu helgi. Að þessu
sinni stendur hátíðin yfir í tvo daga og
hefst laugardaginn 12. ágúst og lýkur
sunnudagskvöldið 13. ágúst.
Fyrri dagurinn felur í sér dagskrá
sem er skipulögð af kristnihátíðar-
nefnd Skagafjarðarprófastdæmis og
seinni daginn er svo hin hefðbundna
Hólahátíð sem verið hefur með svip-
uðu sniði. Dagski-áin er sem hér segir:
Laugardagur 12. ágúst
Kl. 11 verður lagt af stað frá
Bændaskóla áleiðis upp í Gvendar-
skál þar sem haldin verður messa. Sr.
Dalla Þórðardóttir, prestur á Mikla-
bæ, hefur umsjón með messunni sem
hefst í skálinni kl. 13.
Kl. 11 verður skipulögð dagskrá
fyrir börn á staðnum meðan fullorðnir
ganga til messu upp í Gvendarskál.
Það verða leikir, skoðunarferð í
kirkju, vatnalífssýning, sund og hest-
ar.
Kl. 16 hefjast tónleikar undir ber-
um himni. Sr. Bragi J. Ingibergsson,
sóknarprestm- á Siglufirði, mun fyrst
flytja ávarp en síðan munu barnakór-
ar úr prófastdæminu taka lagið ásamt
Rökkurkómum, skagfirska kammer-
kómum, auk þess sem tónlistarfólk
írá Sauðárkróki flytur svokallað
„kirkjupopp“. Jóhann Már Jóhanns-
son mun einnig taka lagið. 4,
Kl. 18 hefst grill á staðnum og þar
getur fólk gætt sér á grilluðum pyls-
um í boði Kaupfélags Eyftrðinga,
Kaupfélags Skagfirðinga og Aðalbak-
arísins á Siglufirði.
Um kvöldið kl. 20 verða svo tónleikar
í Hóladómkirkju þar sem ýmsir flvtj-
endur munu koma íram, m.a. Álfta-
gerðisbræður, auk þess sem fluttír
verða sálmar úr sálmasamkeppni.
Kl. 21 verður svo varðeldur í um-
sjón skáta frá Sauðárkróki norðan við
Grunnskólann á Hólum og við varð-
eldinn verða sungnir ýmsir skemmti-
legii- söngvar, jafnvel „Undir blá-\
himni.“
Sunnudagnr13.ágúst
Seinni dagur Hólahátíðar hefst á
hátíðarmessu í Hóladómkirkju kl. 14.
Eftii' messu kl. 15 verður boðið til kaf-
fihlaðborðs í Hólaskóla.
Kl. 16:30 hefst svo menningardag-
skrá í Hóladómkirkju. Kii'kjumálai’-
áðherra, Sólveig Pétursdóttir, flytur
hátíðaiTæðu. Þá mun Hjörtur Páls-
son rithöfundur flytja frumsaminn
ljóðaflokk í tilefni hátíðar sem ber yf-
h’skriftina Hólaljóð. Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari mun flytja verk eftir
Jóhann Sebastían Bach.
mmmwi
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar
kl. 12-12.30. Anna Sigríður Helga-
dóttir, alt, og Marteinn H. Frið-
riksson, orgel.
Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20.
Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með
handaryfirlagningu og smurning.
Hjálpræðisherinn.Kl. 20.30 lof-
gjörðarsamkoma í umsjá Óskars
Einarssonar tónlistarmanns. Allir
velkomnir.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Orgelleikur til k 1. 12.10. Að
stundinni lokinni er léttur máls-
verður á vægu verði í safnaðar-
heimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Helgi- og
samverustund í Fella- og Hóla-
kirkju kl. 10.30-12. Bænir, fróð-
leikur og samvera. Kaffi á könn-
unni. Umsjón hefur Lilja G.
Hallgrímsdóttir djákni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir ung börn og foreldra þeirra
kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strand-
bergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn
í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-
18.30.
Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 14:30. Helgistund á Heilbrigð-
isstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Sr.
Þórey Guðmundsdóttir verður
gestaprestur og annast helgistund-
ina. Heimsóknargestir hjartanlega
velkomnir.
Nýju
vörurnar
komnar
H’“ Svönu
>Kv«uíataver»lurL Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
Fasteignasalan
KJÖRBÝLI
•g 564 1400
NÝBÝLAVEGI 14, 200 KÓPAVOGI. FAX 554 3307
VOGATUNGA - KOPAVOGI
Vorum að fá I einkasölu ( eftirsóttum húsum ætluðum eldri borgurum
glæsilega 111 fm neðri sérhæð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Tvö
svefnherbergi, stofa og borðstofa. Skjólgóður suðurpallur. Verð 14,8 m.
BORGARHOLTSBRAUT - SERHÆÐ
Höfum f einkasölu 127 fm efri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr. ÁKVEÐIN
SALA. Verð 13,8 m.
ÁLFHÓLSVEGUR - KÓPAVOGI
Sérlega falleg 112 fm sérhæð á miðhæö í þrfbýli ásamt 36 fm bílskúr með
gryfju. Ný gólfefni, frábær staðsetning og útsýni. Áhv. 5,3 m. V. 13,5 m.
Opið virka daga 9-12
og 13-17
1 Kristjana Jónsdóttir sölustjóri.
Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fastsali.