Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Godspeed You Black Emperor! troða fáfarnar slóðir í heimi tónlistarinnar Godspeed Your Black Einperor! er afar fjölmiðlafeiminn hópur. Andlitslaus og ómótstæðileg Godspeed You Black Emperor! er ein umtalaðasta síðrokksveit samtímans. Þessi kanadíski fjöllistahópur er sveip- aður þykkri töfrahulu, gefur sjaldan viðtöl o g sama og engar myndir eru til af sveit- inni. Arnar Eggert Thoroddsen gægðist inn fyrir huluna og varð nánast hamstola af því sem hann sá þar. JÁ, GODSPEED. Enn þann dag í dag hugsar blaðamaður þeim þegj- andi þörfina. Blaðamaður náði tali af þremur gítarleikurum sveitar- innar á Victoria kránni, staðsettri miðsvæðis á All Tomorrows Parties tónlistarhátíðinni en Godspeed hafði troðið þar upp á föstudags- kvöldinu. Þessir menn voru ekki að gera ungum blaðamanni, stígandi sín fyrstu skref í hinum harða heimi tónlistarbransans, hlutina auð- velda. Feimnari, kaldari, dónalegri, fúlli og þöglari menn hefur blaða- maður sjaldan fyrirhitt og var hann sem tóm, tötrandi skel eftir viðtalið. Sveitin hafði verið á tónleika- ferðalagi um Bretland með gull- drengjunum í Sigur Rós og voru þessir tónleikar á All Tomorrows Parties mjög vel heppnaðir. God- speed spila tilkomumikla og hríf- andi fallega tónlist og salurinn var sem í leiðslu. Viðmælandi blaða- manns heitir Dave og var hann sá eini sem hægt var að kreista eitt- hvað upp úr, hinir þögðu þunnu hljóði nánast allan tímann sem spjallið varði. Ég las grein Viðtalið fór reyndar ágætlega af stað meðan kurteislega var spurt um nöfn og slíkt en svo fór heldur betur að halla undan fæti. Eg veit nú ekki mikið um hljóm- sveitina en ég las grein um ykkur í tímaritinu Record Collector. Kann- astu við það blað? „Já“ Hefur þú lesiðgreinina? „Nei“ Þar var verið að tala um ein- hverja sjaldgæfa snældu sem þið gáfuð út í blábyrjun ferilsins. Síðan keypti ég mér plöturnar ykkar úti í Bandaríkjunum. [Allir meðlimir Godspeed voru gersamlega stein- runnir. Blaðamaður greip til örþrifaráða.] Er eitthvað sérstakt sem þið viljið segja mér? „Segja þér?“ grípur einn af hin- um gítarleikurunum inn í - kafloð- inn náungi sem fáir kunna ekki að nefna: „Hvers lags viðtal er þetta? Þú átt að spyrja okkur spurninga! „Ég las grein. Er eitthvað sem þið viljið segja mér?!“ Þú ættir að spyrja okkur einhverra spurninga." Dave kemur aftur inn svolítið hugulsamur: „Þetta er fyrsta viðtal- ið hans. Ertu með einhverjar spurn- ingar skrifaðar niður?“ spyr hann blaðamann. Eg er bara með svona nett hall- ærislegar spurningar eins og „Hver er heista ástæðan fyrir því aðþú ák- vaðst að fara að búa til tónlist?“ „Jú, það er rétt. Þú getur ekki spurt svona spurninga," svarar Dave. Magaverkur Hversu mörg eruð þið í sveitinni nú? [Loksins losnar um málbeinið - magaverkur ögn skárri] „Núna nákvæmlega? Níu.“ Enn og aftur er það Dave sem heldur samskiptum gangandi: „Við erum líka með mann sem sér um mynda- sýningu á meðan við spilum og síð- an er einn sem sér um að halda þessu öllu saman, bóka tónleika o.s.frv. En hópurinn sem gerir tón- listina samanstendur af níu manns.“ Gefið þið sjálf út plöturnar ykkar eða...? „Við gefum út hjá tveimur merkj- um, Constellation og Kranky,“ seg- ir sá kafloðni. Hvernig hefur hljómleikaferða- lagið gengið? „Allt í lagi, það hefur verið allt í lagi. Alls ekki slæmt,“ svarar Dave. „Skrýtið," segir einn af þöglu mönnunum. „Ótrúlegt," segir annar. „Við erum að þykjast vera óskammfeilnir rokkarar, borðum vondan mat og sofum lítið,“ segir Dave. Hvað finnst ykkur um Sigur Rós? Finnst ykkur þeir vera að gera svipaða hluti og þið? „Nei. Þeir eru að gera allt öðru- vísi hluti. Þeir eru góð hljómsveit en þeir eru að gera allt aðra hluti en við,“ segir Dave og tekur hér eftir við almennum samskiptum God- speed. Mynduðust einhver tengsl á milli sveitanna á tónleikaferðalaginu? „Ég tel ekki. Ég meina, við töluð- um saman og allt það. Þetta eru in- dælispiltar. En á svona ferðalagi gefst oftast lítill tími til að hanga og spjalla. Mestur tíminn fer í að keyra um í litlu stálboxi og henda upp græjum. Og þeir voru að gera það sama. Það kom þó einstaka sinnum fyrir að við settumst niður saman.“ Hafið þið farið í mörg tónleika- ferðalög? „Já. Á síðasta ári vorum við á faraldsfæti í sex, sjö mánuði. Við ætlum ekki að spila eins mikið á þessu ári þar sem að allir voru á barmi taugaáfalls eftir síðustu at- rennu.“ Engin steinolía Hvenær var hljómsveitin stofn- uð? „Fyrir fimm árum.“ Afhverju? „Af hverju!? Ég veit það ekki. Hafa eitthvað að gera. Út af leiðind- um. Það var engin sérstök ástæða fyrir því. Við stofnuðum Godspeed af því að það var engin steinolía ná- lægt.“ Það er sem sagt engin stór speki sem skýrir tilurð sveitarinnar? „Nei. Við setjumst ekki niður og drögum upp áætlanir og skipurit." Eigið þið ykkur einhverja sér- staka áhrifavalda? „Ég get nú ekki sagt það. Hver og einn innan sveitarinnar hefur sinn smekk. Þú getur ekki spurt svona spurningar. Það eru níu manns í sveitinni og hver verður að svara fyrir sig.“ Hvað finnst þér um þessa hátíð? „Mér finnst flestar sveitirnar hér nokkuð góðar.“ Jæja, þetta er búið að vera viðun- andi gott viðtal. „Nei!“ Sýnt f Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 6. sýn.fðs.11/8 6. sýn. lau. 12/8 örfá sœti laus 7. sýn. lau. 19/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miöasölusími er opinn aJla daga frá kl. 12- 19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. Vcsturgötu 3 | 'IV‘l3lTI flsi iitl Föstudag 11. ágúst kl 21.00 HINNSEGINN DAGUR í Kaffileikhúsinu Ljóshærði engillinn Kabarettdagskrá með Virginio Lima Laugardag 12. ágúst kl 21.00 Kuran kompaní tónleikar MIÐASALA í síma 551 9055 ii i—nnn isi.i:\sk v óim h v\ ___þIM Sími 511 4200 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. \\ é. ’j li JSíi J jjJ jj Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 mið 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Hrynjandi heimilistölvur TðJVLEIKAR Kjallari Kalfi Thomsen VINDVA MEI Tónleikar rafhljómsveitarinnar Vindva Mei fímmtudaginn 27. júlí. Dj. Stáltá hitaði upp. ÞAÐ var óneitanlega mjög sér- stök stemmning á þessum tónleik- um en mætingin var því miður allt of lítil. Þeir Pétur Eyvindsson og T EIKFÉLAG ISLVMK tflstflSNM 552 3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. I8. ágúst kl. 20.30. 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin í Loftkastalanum frá kl. 11-17 og frá kl. 11-17 í Iðnó. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýning- arkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Rúnar Magnússon, meðlimir Vindva Mei, sátu bak við tölvur sínar, þar sem þeir fiktuðu og brölluðu. Þeir gerðu engar sér- stakar tilraunir til að höfða til áheyrenda með öðru en tónverkum sínum. Stöku sinnum hreyfðu fé- lagarnir sig þó, til þess að þreifa eftir bjór eða öðrum vökva. Gógó dansararnir voru greinilega upp- teknir. Þegar þeir voru búnir að spila í nokkrar mínútur mælti vinkona mín: „Ég vissi ekki að það væri hægt að búa til svona mikinn hávaða með heimilistölvum.“ Það er nú kannski ekki réttlátt að flokka tónlist Vindva Mei sem ein- beran hávaða, en hún er þó nokkuð yfirþyrmandi. Það er samt augljóst að þeir félagar hafa mjög þróaða tónlistarlega sýn. Enda hafa þeir verið að í þónokkur ár, bæði undir fána Vindva Mei og annarra sveita. Á heimasíðu þeirra er hægt að sjá langan lista af mjög mörgum og ólíkum áhrifavöldum; allt frá Aph- ex Twin til Pet Shop Boys. Samt er einfaldast að flokka tónlist þeirra sem framsækna raftónlist, enda gefa þeir út á merki Stillupp- steypu manna, Fire Inc. Síðasta skífa þeirra er On Fire og kom hún út í vor. Ef maður ber saman það sem þeir voru að gera á þeirri skífu við það sem þeir spil- uðu þetta kvöld er greinilegt að þeir leggja mikinn metnað í að þróa sína tónlist. Það var hægt að greina nokkur lög af þeirri plötu á tónleikadag- skránni, en meiri hlut- inn af þeim einum og hálfum tíma sem þeir spiluðu fór í mjög mögnuð og hlaðin tón- verk þar sem ólíkleg- ustu hljóð og taktar voru skeytt saman, þangað til að ekki var lengur hægt að greina neitt einstakt. Öðru hverju spruttu fram hefðbundari lög, en oft- ar en ei var um staf- ræna hljóðsúpu að ræða. Yfirþyrmandi hljóðgjörningur þar sem manni fannst stundum allt í kringum mann vera að hrynja. Á meðan á tónleikunum stóð varð mér hugsað til annarrar sveitar sem hefur tileinkað sér til- raunakennda tónlist í tæp tuttugu ár; Einstúrzende Neubauten (Hrynjandi nýbyggingar). Fyrir tæpum fimmtán árum spilaði hún hér á landi og leyfði landanum að njóta afurðar sinnar einstöku tón- listarlegu sýnar. Það sem ein- kennir þá sveit, sérstaklega á þeim árum, er nýting þeirra á hinum og þessum hversdaghlutum til þess að skapa tilraunakennd tónverk. Á köflum var þessi tilraunastarfsemi þeirra köld og fráhrindandi, en oft- ar en ei tókst þeim að draga fram hrífandi tóna. Áð sumu leyti minn- ir tónlist Vindva Mei mig á þeirra gjörninga, nema að þeir nota ekki búðarkerrur og loftpressubora eins og Einstúrzende Neubauten, heldur hvassa stafræna tóna. Með þeim tekst þeim samt sem áður að skapa seiðandi tónverk. Ef þeim félögum myndi ein- hvern tíma detta í hug að skipta um nafn, gætu þeir jafn- vel skýrt sig Hrynj- andi heimilistölvur. Með tölvum er í dag hægt að gera hluti sem fólk hafði ekki órað fyrir áður. Án efa hafa fumherj- ar í tölvutækni á ár- um áður haft annan tilgang í huga. Samt sem áður er eitthvað heillandi við óhefð- bundna nýtingu á hefðbundnum hlut- um. Stafræn tækni virðist sífellt bjóða upp á nýjar leiðir til þess að nýta kosti þess. Það er kannski það sem gerir rafræna tónlist spennandi fyrir marga, hún er nefnilega sprottin upp úr brunni sem virðist ótæmandi. Vindva Mei á margt sameigin- legt með öðrum nútíma stafrænum hljómsveitum. Hljóð og raddir úr hinum og þessum áttum mynda magnaða heild sem á stundum endar sem hefðbundin tónverk. Á tónleikunum var alltaf eitthvað spennandi í gangi. Taktar og hljóð- bútar mynduðu heild sem minnti stundum á hávært bílslys sem ætl- aði aldrei að taka enda. Stundum voru taktar og bassahljómar þeirra það magnaðir og þungir að ég fann hjarta mitt skipta um takt. Ekki er hægt að mæla með tón- list Vindva Mei fyrir alla, en fyrir þá sem hafa gaman af þeim hljóð- um sem hrynjandi heimilistæki gefa frá sér eru gjörningar sveit- arinnar eintóm skemmtun. Hjálmar G. Sigmarsson. Pétur Eyvindsson er helmingur Vindva Mei. Hinn er er Rún- ar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.