Morgunblaðið - 10.08.2000, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Að búa í glerhúsi
Verkið „Close Up View From a Distance".
fá sýningamar umfjöllun og lista-
fólkið tækifæri til að hitta þekkta
gagnrýnendur og aðra listamenn.“
Hjördís hefur fengið jákvæð við-
brögð við sýningunni og var verk
hennar m.a. tekið sérstaklega fyrir
af Walter Robinson, gagnrýnanda og
ritstjóra artnet.com, sem sagði að
verk hennar hefði verið sérstaklega
svalandi og ferskt í hitamollu New
York-sumarsins. Umfjöllunin er líka
skemmtileg vegna þess hve gagn-
rýnandinn einblíndi á þennan unga
listamann en eyddi vart púðri á hina
gamalreyndari.
Hjördís er þessa dagana í örstuttu
fríi á íslandi áður en hún heldur aft-
ur út í margslunginn stórborgar-
frumskóginn. Þar er hún með vinnu-
stofu og er að vinna að næstu
sýningu sem verður í októbermánuði
í Visual Arts Gallery í SoHo. „Þar
ætla ég að sýna ijósmyndaverk og
um leið hreyfimynd eða teiknimynd
sem ég hef verið að vinna út frá hug-
mynd sem ég er búin að velta mikið
fyrir mér. Núna er ég að kynna mér
tæknina sem er notuð við þessa
vinnu. Ég hef verið að hugsa mikið
um í grunndráttum hvernig manns-
augað nemur hluti, það að við skulum
sjá hluti sekúndubroti eftir að þeir
koma fram fyrir augun á manni og
eins hvernig við höldum áfram að sjá
hlutinn sekúndubroti eftir að við
hættum að horfa á hann. Þetta er
ástæðan fyrir því að við getum búið
til og séð myndaröð kyirstæðra
ramma sem samfellda hreyfingu séu
þeir sýndir á ákveðnum hraða sem er
yfii-leitt um 24 á sekúndu, þ.e. teikni-
mynd eða kvikmynd. Verkið mitt er
unnið með 16mm kvikmyndavél en í
stað þess að breyta teikningunni stig
af stigi eins og er yfirleitt gert, þá
nota ég einn ramma sem er algjör-
lega óbreyttur og hreyfi myndavél-
ina í hálfhring í kringum teikning-
una. Þannig skoða ég sömu ímyndina
út frá mismunandi sjónarhornum pg
raða þeim saman í eina heild. Út-
koman þegar verkið er svo spilað er
ekki mynd af hlut sem hreyfist, held-
ur kyrrstæðum hlut sem breytir um
lögun.“
Það getur verið skrýtin tilfinning
að losna úr því öryggisneti sem skól-
inn veitir, en Hjördís hefur sýnt það
að henni eru allir vegir færir og hún
er óhrædd við að feta þá.
LENGI vel vann Hjördís með teikn-
ingar, en verk hennar hafa nú farið
um vissan vendipunkt. Hjördís segir
teikningarnar reyndar alltaf hafa
verið liður í hugmyndavinnu því:
„Teikningar eru einföld leið til að
vinna hugmyndavinnu og með þeim
miðli er maður tiltölulega fljótur að
koma hugmyndum frá sér. Ég hef
.svo alltaf haft mikinn áhuga á að nota
'fleiri og ólíka miðla og vinna með þá
saman sem er mjög spennandi verk-
efni og felur í sér ótal möguleika.
Margar teikninganna hafa þannig
verið hugmyndavinna að þrívíðum
hlutum eða ljósmyndaverkum.“
Hjördís hefur vakið athygli innan
listaheims New York og hefur tvisv-
ar verið valin til að sýna í Silverstein
Gallery, nú síðast á stórri glerlista-
sýningu ásamt ekki ómerkari lista-
mönnum en Kiki Smith, Lyndu
Benglis og Yoko Ono.
Það hefur mjög oft verið sagt að
það sé erfitt fyrir unga og nýútskrif-
aða listamenn að komast að á sýning-
um í galleríum New York-borgar og
getur það jafnvel tekið nokkur ár að
vekja næga athygli svo forvitni gall-
eríeigendanna sé vakinn. Því telst
árangur Hjördísar mjög sérstakur
og þegar hún er spurð hvernig á hon-
um standi svarar hún hæversklega
„ætli þetta snúist ekki að miklu leyti
um að vera rétt manneskja á réttum
stað á réttum tíma. Ég fékk þetta
tækifæri í rauninni í gegnum skólann
því þar eru haldnar opnar sýningar,
svo kallaðar „open studios" í lok
hvers veturs. Þá eru send út boðs-
kort til fólks í listaheiminum og gall-
eríeigendur og sýningastjórar koma
'og leita að nýju fólki með ferskar
hugmyndir til að sýna.“
Hundahúsið og hreyfímyndir
Á sýningunni í Silverstein gallerí-
inu sem hét „Between Grains og
Sand and Microchips" sýndi Hjördís
mannhæðarháan „hundakofa" með
myndum af skýjaklæddum tindum
íslenskra fjalla og bar verkið titilinn
Close Up ViewFrom A Distance.
„Hugmyndin var að smíða gegn-
sæja veggi utan um rými og taka síð-
an tvívíða, gegnsæja mynd af útsýni
sem væri hengd upp innan rýmisins.
Þannig væri hægt að horfa á mynd-
ina og sjá hluti í gegnum hana innan
frá og utan frá rýminu.“
Þess má geta að verk listamanns-
ins Kiki Smith, safn lítilla leikfanga-
Hjördís Árnadóttir útskrifaðist frá MHÍ
vorið 1998 og hélt strax utan á vit frekara
7 ----------------------
náms. Afangastaðurinn var New York þar
sem hún stundaði nám við hinn virta School
ofVisual Arts og útskrifaðist með masters-
gráðu nú í vor. Johanna K. Jóhannesdóttir
fræddist nánar um listsköpun Hjördísar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listamaðurinn Hjördís Árnadóttir staldrar við
á heimaslóðum yfír sumartímann.
legra glerstjarna og -músa, var svo
verðmætt að öryggisvörður stóð
vakt við það alla dagana sem sýning-
in stóð. Hjördís viðurkennir líka með
bros á vör á svolítill hnútur hafi
myndast í maganum þegar hún
heyrði hverjir myndu sýna með
henni. „Tilhugsunin var auðvitað
svolítið taugatrekkjandi en um leið
og ég var búin að setja verkið upp og
sýningin var opnuð gleymdist öll
spenna.“ Það vekur óneitanlega
meiri athygli á sýningu þegar virtir
listamenn taka þátt og segist Hjördís
hafa fundið fyrir þessu. „Þetta er
mjög gott tækifæri upp á umfjöllun
að gera, því með tilkomu þekktra
andlita færðu áhorfendahóp sem
sækir ella ekki listsýningar með al-
gerlega óþekktu listafólki og þannig
Hjördís Árnadóttir sýnir verk í SoHo
1 8 ' • tmkxmb fSSSsölgf WSsk — — j v sW
Morgunblaðið/Golli Særún með derhúfuna „Cut the Crap“ á höfðinu, en hún er eitt af verkunum á sýningunni. Þeir sem sótt hafa sýninguna Bezti Hlemmur í heimi og aðrir
sem komið hafa á Hlemm nýverið hafa líklega tekið eftir því að
þar er ný myndlistarsjoppa. Unnar Jónsson spjallaði við
sjoppueigandann Særúnu Stefánsdóttur.
s
Odýra
lista-
verka-
búðin
Hæ, Hvað ertu að gera hérna?
„Hér býð ég upp á mjög ódýr nú-
tímalistaverk eftir misfræga lista-
menn, t.d. málverk og hljóðverk,
mjög viðkvæm pappírslistaverk og
ýmislegt handhægt dót eins og ís-
skápasegla, Iyktarspjöld í bfiinn
eða nýmóðins barmmerki. Þetta er
ódýra listavcrkabúðin."
Hvernig gengur?
„Bara vel, takk. Það er mikill
áhugi hjá þeim sem þora að koma
við og það er mikið spurt.“
Er mikill „bisness“?
„Mmmmm... það er ekki mikill
'„bisness" í myndlist yfirleitt.
Myndlistarmenn rétt skrimta úr
skel og þurfa að borga allt sjálfír
og fá h'tið í staðinn og allir sem eru
með verk hér eru sárfátækir."
Og hvernig líkar fólki þetta?
„Mörgum finnst þeir alveg hafa
getað gert þetta eða hitt listaverk-
ið sjálfir en eru um leið hreinskiln-
fir og viðurkenna að þeir hafi svo
sem ekkert vit á nútíma myndlist.
Ég er náttúrlega bara með það
besta af því sem er að gerast í dag.
Verkið hans Ása, „Fanta gott
Pepsí" vekur t.a.m. alltaf spurn-
ingar.“
Ertu búin að eignast einhverja
vini - áhugamenn um myndlist?
„Ég læt það nú vera en flestir
eru vingjarnlegir og umræðan er
ekki síður um þjóðmálin en mynd-
list.“
Og hangirðu hérna allan daginn?
„Það er opið eftirmiðdaga á
virkum dögum en lokað um helgar.
Svo er bráðum Menningarnótt og
þá verða sértilboð í gangi, þannig
að það borgar sig að mæta.“
Er það satt að þetta sé besti
Hlemmur í heimi?
„Tvímælalaust, enda er sýningin
skemmtilega pönkuð. Tilvalið að
staldra við í eftirmiðdaginn, fá sér
pylsu, sjá alla sýninguna og fjár-
festa í nútfma gæðamyndlist sem
gefur af sér góðan arð síðar meir.“
Hvaðkostar svona barmnæla?
„450 krónur."
Ætla að fá einai
„Takk og njóttu vel.“
Fiska-
búr
í DAG FÆR Bryndís Jó-
hannesdóttir Gallerí „Nema
hvað!“ á Skólavörðustíg 22 til
afnota fram á sunnudag. Þar
heldur hún sýningu sem er
hluti af sumardagskrá galler-
ísins sem kallast Fiskabúr.
Þar er ungum listamönnum
boðið galleríið til afnota í eina
viku í senn til æfinga eða
vinnslu verka sinna. Hug-
myndin er sú að í stað þess
að sýna lokaútkomu verka
eins og venjan er í galleríum
er tilgangurinn að sýna vinn-
una sjálfa eða sköpunina.
Gestir og gangandi geta því
komið við í galleríinu og tekið
þátt í vinnuferlinu eða ein-
faldlega litið inn um gluggann
og séð verknaðinn. Lista-
mennirnir verða að halda sig
innan þess ramma að vinna
verkin í galleríinu sjálfu á því
tímabili sem þeir hafa fengið
úthlutað en að öðru leyti hafa
þeir frjálsai- hendur. Sýning-
arnar eru ekki hugsaðar til
hagnaðar heldur er frelsi til
listrænnar sköpunar sett í
öndvegi.