Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 11 I I I I 38% þeirra sem frömdu sjálfsvíg liöfðu fiunglyndis- lyf í serum við krufningu, sem getur bent til þess að eftirmeðferð sé hugsan- lega ekki nægiiega góð. Mikilvæg einkenni pung- lyndis eru sektarkennd, tal um að maður sé einskis virði eða einskis nýtur, minnkaður hæfileiki til að upplifa eðlilegar tilfinning- ar, lítt breytileg geðbrigði, vonieysi, lífsleiði og sjálfs- vígshugsanir. „Þunglyndí fær of oft að þróast án þess að eftir því sé tekið af umhverfinu. Við vitum að við getum ekki bjargað öllum en það versta sem til er er að hafa ekki greint það sem eftir á var svo augljóst." Sumir eru duglegir að fara út eins og þessi eldri kona sem gefur öndunum sér til ánægju, en aðstandendur og aðrir sem umgangast aldraða þurfa að vera á varðbergi ef aldraðir hætta að sinna því sem þeir höfðu áður ánægju af. Spá um fjölda aldraðra á íslandi næstu 30 ár 60.377 41.431 32.454 ■ 2000 2015 2030 Áætlaður fjöldi íslendinga 65 ára og eldri með heilabilun og þunglyndi næstu 30 árin 2000 2005 2010 2015 2020 2025 2030 Væg heilabilun 2.279 2.461 2.636 2.875 3.213 3.636 4.135 Erfið heilabilun 1.633 1.773 1.940 2.130 2.328 2.589 2.939 Þunglyndi 2.434 2.524 2.738 3.107 3.568 4.083 4.528 Til að meta fjölda aldraða með geðsjúkdóma hefur stundum verið notuð sú “þumalfingursregla” að 25% aldraða þjáist af einhverjum geðkvilla og 25% af þeim þurfi á sérþjónustu að halda, þ.e. 6,25% af heildinni. Samkvæmt þeirri reglu þurfa 3.800 aldraðir á sérþjónustu að halda árið 2030. Heimild: Skýrsla Heilbrigðis- og tryggingarmálastofnunar 1998 bæði líkamlega og andlega veikt og gefur því ekki eðlilega mynd af hraustu eldra fólki og getur það jafnvel litað mynd lækna af þessari kynslóð.“ Sigurður Páll Pálsson tekur í svip- aðan streng, en hann gerði rannsókn í Svíþjóð ásamt fleiri læknum, þar sem handahófskennt var talað við fólk á aldrinum 70-92 ára. „Það var mjög áhugavert vegna þess að mað- ur fékk allt aðra upplifun á því hvað var að eldast heldur en við höfðum fengið inni á spítölunum, þar sem allir eru veikir. Flestir voru miklu hressari og kátari en við höfðum gert okkur grein íyrir og sérstak- lega konumar. Manni fannst margar þessara sjötugu kvenna vera eins og fertugar eða íimmtugar.11 Ýmsir halda því fram, að þung- lyndi hjá öldruðum sé öðru vísi en hjá yngra fólki. María Olafsdóttir er ekki viss um að svo sé, en segir að þeir segi ekki frá því á sama hátt heldur kvarti þeir fremur um svefn- leysi, kvíða eða Mkamleg einkenni. „Þegar spurt er beint um einkenni þunglyndis, þ.e. hvort þeir finni til geðdeyfðar, breytingar á matarlyst, hvort þeir hafí sömu áhugamál og áður, þá koma oft sömu einkenni fram og hjá yngra fólki. En enn þá er meiri skömm meðal eldra fólks að vera með geðræn einkenni heldur en hjartasjúkdóm. Það er mikilvægt að greina ekki bara orsök þunglyndis heldur þarf að meðhöndla það þegar ástand er orðið sjúklegt. Við höfum kannski verið of fljót að sætta okkur við að orsökin hafi verið fundin, til dæmis missir af einhverju tagi, og látið þar við sitja.“ Sigurður segir að mikilvæg ein- kenni þunglyndis, sem alltaf beri að leita eftir hjá öldruðum, séu sektar- kennd, tal um að maður sé einskis virði eða einskis nýtur, minnkaður hæfileiki til að upplifa eðlilegar til- finningar, lítt breytileg geðbrigði, vonleysi, lífsleiði og sjálfsvígshugs- anir. Ástæður þunglyndis og aðgerðir Fjölmargir þættir geta stuðlað að lífsleiða og þunglyndi meðal aldr- aðra eins og versnandi líkamleg heilsa, missir af ýmsu tagi eins og ástvina, þjóðfélagsstöðu og vinnufé- laga, flutningur á milli íbúða, jafnvel þótt það sé ákvörðun hins aldraða, skert sjálfstæði og sú tilfinning að finnast maður vera byrði á þjóðfé- laginu eða fjölskyldunni. Auk þess er fólk missátt við það að eldast og þeim sem hafa starfað við stjórnun finnst oft erfiðara en hinum að sætta sig við að þeir þurfi á aðstoð og þjón- ustu að halda, og kunna því jafnvel illa að þeim sé sagt fyrir verkum. „Einstæðingsskapur er einnig töluverður áhættuþáttur,“ segir María Ólafsdóttir heilsugæslulækn- ir. „Flestir, einnig hinir yngri, yrðu fljótt þunglyndir, ef þeir sætu einir án þess að hitta eða tala við neinn svo dögum skiptir. Oft er þó erfitt að vita hvort er orsök og hvað er afleið- ing. Ekki er víst að yfirlýsingar fólks sem kvartar yfir því að sjá aldrei bömin sín séu raunhæfar því í sjúk- dómnum felst að finnast maður vera einn og yfirgefinn jafnvel án tilefnis. Einn mikilvægur þáttur sem oft vill gleymast eru áhrif lýsingar og sólarljóss, því eldra fólk fær oft á tíðum of litla birtu á sig. Að þessu er ekki alltaf hugað nægilega við nýbyggingar á öldrunardeildum. Þar vantar oft stóra glugga og setustofur meira að segja glugga- lausar!“ Hún segir að til að sporna við þunglyndi sé afskaplega mikilvægt að huga að því hvaða stuðningsnet sé í kringum fólkið. Ef net ættingja og vina skortir sé nauðsynlegt að búa til stuðningsnet með fólki úr heilbrigðis- og félagsmálageiranum. Þá segir hún að samtalsmeðferð hafi ekki síður reynst vel hjá öldruðu fólki en hinu yngra og viðtöl hjá heimilislækni séu oft nægjanleg. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir segir mikilsvert að aðstandendur séu vakandi fyrir líðan eldra fólks og aðstoði það við að fá góða meðferð. Hann segir sjálfsagt að hafa þung- lyndi í huga þegar fólk verði ekki betra af verkjum, það haldi áfram að kvarta, blóðpmfur sýni ekkert sér- stakt og aðrar líkamlegar rannsókn- ir útskýri lítið, fólk sé áhugalaust og dauft, auk þess sem ýmis þreytu- einkenni og slappleiki komi fram. „Þunglyndi fær of oft að þróast án þess að eftir því sé tekið af umhverf- inu. Við vitum að við getum ekki bjargað öllum en það versta sem til er, er að hafa ekki greint það sem eftir á var svo augljóst.“ Anna Birna Jensdóttir, hjúkmn- arframkvæmdastjóri á Landspítala, Landakoti, tekur undir þessi orð. Hún tekur fram að aldraðir sem finni fyrir lífsleiða leiti sér ekki alltaf hjálpar og þeir forðist að íþyngja aðstandendum með áhyggjum sín- um eða innri líðan. Fólk þurfi að hafa í huga að fari aldraðir að draga sig í hlé, loka sig af og hætta að mæta á mannamót, eða annist ekki daglegar þarfir eða umsýslu eins og áður, þá sé það vísbending um að eitthvað sé að. „Það er hægt að hjálpa mjög mörgum með lyfjagjöf- um en einnig með markvissu stuðn- ingsneti. Við höfum til dæmis séð hvað heimaþjónusta kirkjunnar hef- ur veitt mörgum mikinn stuðning. Þetta starf fer mjög hljótt en er mjög mikilvægt, því kvíði og depurð sem ekki er unnið með getur þróast upp í sjúklegt ástand og allt upp í sjálfsvíg," segir hún. Einnig bendir hún á að fólk geti pantað tíma á móttökudeildinni á Landakoti, ef það telur að það sé að tapa minni eða það finnur fyrir von- leysi og depurð. „Hér eru bæði öldr- unarlæknir og hjúkrunarfræðingur sem hitta viðkomandi og veita þeim aðstoð, því ýmislegt er hægt að gera. Ef á þarf að halda vísum við þeim áfram en höldum jafnframt í hönd- ina á þeim.“ Breytingar við að lara á öldrunarstotnun Elliheimilið Grund hefur ráðið til sín sérfræðinga á ýmsum sviðum til ráðgjafai' fyiár vistmenn sína og hef- ur Kristinn Tómasson geðlæknir sinnt ráðgefandi þjónustu í sinni sér- grein. Hann segir að mörgu gömlu fólki sé það mikið áfall að koma til dvalar á öldnmarstofnanir vegna þeirra miklu breytinga sem í því fel- ast, þó svo að það finni jafnframt til léttis. Því sé undirbúningur mikil- vægur eins og að fá að skoða heimil- ið áður en flutningurinn á sér stað, að fólki sé gefinn kostur á að spyrja spurninga og koma séróskum sínum á framfæri. „Fólk er ekki lengur húsráðendur, það ræður ekki lengur herbergjaskipan, er háð öðrum og missir töluvert sjálfstæði. Fyrstu vikumar eru því mörgum erfiðar, þó ekki þannig að þeir fái þunglyndis- sjúkdóm heldur getur fólkið orðið leitt. Það kann ekki á hið nýja um- hverfi og getur fundist staðan von- leysisleg, þrátt fyrir að starfsfólk og stjómendur stofnana geri allt til að auðvelda því þessa fyrstu daga. Eitt af því erfiðasta er sú staða, ef fólk þarf að búa í herbergi með öðram einstaklingi sem passar því illa.“ Hann segir mikilsvert að fylgjast vel með almennu heilsufari fólksins, því þeir sem flytjist inn á elliheimili nú til dags séu almennt orðnir veikir og lasburða og af þeim sökum séu þeir í meiri hættu að fá ýmis geð- einkenni. „Menn geta orðið örvænt- ingai-fullir yfir veikindum sínum og þeim hugsunum, að nú sé ekkert eft- ir annað en að deyja. Þá er mjög mikilvægt að fólkið finni eitthvað sem það getur lifað fyrir frá degi til dags eins og að eiga samskipti við annað fólk inni á heimilunum, að tryggja samskipti við ættingja og ekki síst að tryggja sjálfstæði þess. Stjómendur og starfsfólk er al- mennt mjög vakandi yfir þessum þáttum en það vantar mjög mikið upp á að rými og pláss sé nægjan- legt.“ Kristinn segir enn fremur að heildarfjöldi starfsfólks sé hættu- lega lítill en stærsta vandamálið sé að sama starfsfólkið stoppi oft stutt við og það valdi vistfólki óþægind- um. „Þrátt fyrir mjög góðan vilja og góða stjórn á elliheimilunum þá er ómældur skortur á peningum til að tryggja góð laun handa starfsfólkinu þannig að það haldist í þvi erfiða starfi sem það vinnur.“ Kristinn segir að læknisþjónusta og skipulag hennar hafi almennt far- ið batnandi á öldranarstofnunum með tilkomu fleiri sérfræðinga í öldrunarlækningum. Hins vegar hafi vantað aðra sérfræðiþekkingu, með- al annars í geðsjúkdómum, inn á heimilin almennt. Anna Birna Jensdóttir, hjúkran- arframkvæmdastjóri á Landakoti, segir að fram til þessa hafi menn tal- ið að verndaðar íbúðir fyrir aldraða og þjónustuíbúðir hafi verið mjög gott millistig frá heimili til öldranar- stofnunar. „Vísbendingar era hins vegar um að þetta fyrirkomulag sé ekki nægilega gott hvað varðar dep- urð, einsemd og kvíða þar sem fyrst og fremst er um eins konar hótel- þjónustu að ræða, þ.e. þar sem fólk losnar við að þrífa, elda og slíkt. Því hefur fólk haft tilhneingu til að ein- angrast í hópi aldraðra sem hafa ekki haft kraft til að aðstoða hver annan og það vantar faglega þjón- ustu þar sem unnið er með heilsu- farið. Eg og fleiri eram því farin að hallast að því að leggja beri ofur- áherslu á heimaþjónustu, efla félags- starf og greiða fyrir aðgangi að hjúkranarrýmum." Vinnuhópar að störfum Upp úr síðustu áramótum skipaði Landlæknisembættið starfshóp sem ætlað var að undirbúa skipulagt for- varnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum í öllum aldurs- hópum. Starfaði hópurinn fram á sumar, en þá var haldinn stærri fundur, þar sem fulltrúar úr öllum þeim geirum sem að málaflokknum koma, eins og heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfinu auk sjálfboða- liðahópa, mættu. Högni Óskarsson, geðlæknir og formaður starfshópsins, segir að í framhaldi af því hafi verið skipaðir nokkrir vinnuhópar, sem hver vinn- ur að afmörkuðum málefni. „Með haustinu verður vinna vinnuhópanna dregin saman og boðað verður til ráðstefnu. í framhaldi af henni verð- ur sett upp ferli hvernig hægt verð- ur að standa betur að forvarnar- starfi en verið hefur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.