Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verðum að hefja hvalveiðar að nýju. Ámi Mathiesen sjávar- útvegsráðherra segir forsætisráðherra ckki vera að lýsa yfir neinu sem sé að bresta á. Enn snýst leikurinn bara um að skiptast á að fara í tunnuna til að sýna sig og sjá aðra. Fækkað hefur í geitungastofnum MINNA hefur borið á geitungum í ár en fyrri sumur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir ástæðuna vera óhagstæð veðurskilyrði í byrj- un júní en þá hafi fjölmörg bú eyði- lagst. Erling segir hitastig og veður í júní ráða því hver stofnstærð geit- unganna verður. Á vorin er aðeins ein drottning í hverju búi. Ef hún lendir í ógöngum og drepst er eng- inn til að halda við búinu. „í ár fannst mikið af slíkum búum,“ seg- ir Erling. Erling segir sveiflur í geitunga- stofninum eðlilegar. Sérstakt sé þó að nú virðist vera niðursveifla hjá öllum þremur tegundum geitunga sem finna má hér á landi, þ.e. trjá- geitungum, holugeitungum og húsageitungum. „Oft er því þannig farið að ein þeirra blómstrar þegar hinar eru í lægð,“segir Erling. Á haustin þegar líður að því að geitungar bregði búi gerast þeir gjarnan árásargjamari. „Þeir eru árásargjarnir við búin síðla sumars, á þeim tíma sem verið er að fram- leiða nýjar drottningar," segir Er- ling. Hann segir þá grimma á þeim tíma þar sem þeir þurfi að veija þá nýju framleiðslu sem tryggja á framtíð tegundarinnar. Nokkru síð- ar kemur lausung á búskapinn, segir Erling, og þernurnar, sem eru vinnudýrin, fara á flakk. „Þá fara þær að þvælast um og leita gjaman inn í hús í leit að sætind- um“. Það em því þemurnar sem streyma inn í híbýli mannanna og valda usla. Gerist það yfirleitt um mánaðamótin ágúst- september. Erling segir þó stefna í rólegra haust en verið hefur vegna smæðar stofnsins. LOTUS NOTES lionnun og forritun. (Application Dewlopnu'nt) Innt ö kuskilyrdi: Þeir sem hyggja á petta nám þiu fa að hafa stnflentspröf, liliðstæða menntnn og/eða starféeynslu ásamt góðri enskukunitáttu. Einnig þurfa peir að hafa nokkrá reynslu af forrimn. Markinið Að nemendur gett að námskeiðl loknu hannað og sett upp Notes lausnlr með Domino Designer (R5) Inniltold A námskeiðinu. sem er 128 klst., vei’ður m. a. tekið fyiir: form (forms) og svæði (flehls) Sjonarhorn (views) og möppur (folders) /Wgeröir (actions) og fjölvar (agents) Formúlur (Notes formula language) Aðgangsstjómun (access control) Lokáverkefni Hfll Nýi tölvu- & W viöskiptaskólinn ------------------------------- Hdtehraunl 2 - 220 HafnarfWI - Slml: 555 49S0 - Fax: S65 4981 HllðasmSra 9-200 Kópavogl - Slml: S44 4S00 - Fax: Sf* 4601 TöivupóstJong: «to«entv.te - Halmaalða: www.ntvte Nánari iipplýsiiigar og fnnritnn í simum 5554980 og 5444500 Ráðstefna um landafundi Netverjar - vík- ingar nútímans? Rafn Rafnsson VÍNLAND fyrir stafni er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður 30. ágúst og 1. september nk. í Þjóð- menningarhúsinu. Landa- fundanefnd styður ráð- stefnuna sem Stofnun Sigurðar Nordals stendur fyrir. Á ráðstefnunni verður haldinn fjöldi fyrirlestra um hinar ýmsu hliðar um miðlun þekkingar á landa- fundum, vesturferðum og landnámi íslendinga. Einn fyrirlesara er Rafn Rafnsson sem er verkefn- isstjóri í gerð margmiðl- unarefnis OZ.COM um landafundina á Netinu. En hvað skyldi Rafn fjalla um í fyrirlestri sínum sem verður 1. september? „Ég ætla að fjalla um gerð efn- is um fund Vínlands, þar sem við notuðum Netið. Þegar við sem fengum þetta verkefni hjá 0Z.C0M, settumst niður kom okkur saman um að markmiðið væri að ná til sem flestra og töld- um að það yrði best gert með því að setja efnið inn á Netið. Við skiptum efninu í tvo hluta, annars vegar 1000-hlutann, þeg- ar Leifur heppni fann Vínland, og hins vegar 2000-hlutann, þar sem við leyfum fólki að uppgötva hinn „nýja heim“, sem er Netið. Okk- ur finnst að Netið sé ekkert ann- að en nýr heimur sem fólk þarf að kanna, eins og Hillary Clinton talaði um á einum stað: „Vafrarn- ir eru víkingaskip víkinga nútím- ans.“ - Hvað frétta „víkingar nútím- ans“ inni á ykkar svæði á Netinu! „Við fengum Friðrik Erlings- son til að skrifa stuttar smásögur sem gerast í kringum árið 1000. Krakkarnir sem koma síðan inn á svæðið hópa sig tveir og tveir saman og leysa þrautir úr sögun- um í sameiningu en við sína tölvu. Þegar þau hafa leyst þrautirnar fá þau viðkomandi teiknimynda- sögu í heild. Hver saga byggist á ákveðnu þema, eins og t.d. sigl- ingum. Þegar búið er að horfa á teiknimyndasöguna er hægt að fá ítarefni úr þessu þema. Það sem þetta gerir, auk þess að fræða og skemmta, er að stuðla að sam- skiptum þeirra sem taka þátt í þessum leikjum á Netinu.“ - Hvers vegna var ráðist í þetta verkefni? „Okkar fannst þetta vera til- valið innlegg 0Z.C0M í allt það sem verið er að gera á hinum fjöl- breytilega vettvangi um landa- fundina." -Hvernig tækni notið þið við þetta verkefni? „Við byggjum þetta náttúrlega á hinni hefðbundnu nettækni en því til viðbótar notum við nýja samskiptatækni sem við höfum verið að þróa með Ericsson." - Hvað fleira skyldi vera á þessari ráðstefnu? „Fyrsta daginn fjallar Gísli Sigurðs- son um: „Sögur og minjar“ og Sigurjón Jóhannsson talar um „Sýningarhönnun“. Þess má geta að í Þjóðmenningarhúsi stendur nú yfir sýn- ingin: Landnám og Vínlandsferðir, sem þeir félagar sáu um. Helga Arnalds mun á fyrsta degi ráðstefnunnar sýna brúðuleikhússýninguna „Leifur the Lucky one“. Einnig flytja er- indi þennan dag Anna H. Yates: „Vínland for the Layman" og Keneva Kunz sem nefnir sinn ► Rafn Rafnsson fæddist í Reykjavík 1964 og ólst þar upp. Hann lærði kvikmyndagerð í London og starfaði í sjö ár hjá Saga Film við kvikmyndagerð. Siðan fór hann til Danmerkur og stofnaði ásamt fleirum netfyrir- tæki sem siðan var keypt af Icon Media Lab. Eftir það kom Rafn til starfa hjá OZ. COM í Reykja- vík þar sem hann starfar nú. Kona Rafns er Sif Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau eina stúlku, Onnu Birnu Rafns- dóttur. fyrirlestur: „Haft er fyrir satt: Miðlun fróðleiks um framandi lendur." Þá flytur Örnólfur Thorsson erindi sem hann kallar: „Sagnamatur“. Jónas Krist- jánsson flytur erindið „Hver er þekkingin sem miðla skal“ og kanadíski rithöfundurinn Johan Clark: „Writing Between the Lines“. Á föstudeginum 1. september flytur Gunnar Karlsson erindið „Landafundaþekking". Jóhanna Karlsdóttir kynnir nýtt námsefni fyrir 10 til 12 ára börn: „Leifur Eiríksson“. Elisabeth Ward talar um víkingasýningu í Smithsoni- ansafninu. Carin Orrling fer með víkingum um víða veröld. Judith Jesch talar um víkingafræði á Bretlandi. Þá flytur Hjörleifur Stefánsson fyrirlesturinn: „Ekk- ert verður endurskapað" og Joel Berglund talar um miðlun þekk- ingar um norræna búsetu á Grænlandi. Rögnvaldur Guð- mundsson talar um kosti menn- ingarferðaþjónstu. Inga Huld Hákonardóttir talar um Guðríði Þorbjarnardóttur. Sýning verður í Norræna húsinu á hluta af kvik- mynd Kára Schram um landa- fundina. John Tucker talar um Beckh- fyrirlestra við Viktoríuháskóla og Daisy Neijmann um kanadísk- íslensk fræði. Haraldur Bessason ætlar að fjalla um Vilhjálm Stefánsson og Böðvar Guð- mundsson um Ameríkubréf Vest- urfara. Jón Egill Berg- þórsson segir frá nýrri sjónvarpsmynd um Stephan G. Stephans- son. Guðmundur Ing- ólfsson um ljósmyndir sem hann hefur tekið í í slendingabyggðum vestanhafs. Sigrid Johnson talar um ís- lenska bókasafnið í Winnipeg, Valgeir Þorvaldsson um hlutverk Vesturfarasetursins, Guðjón Arngrímsson um sjónvarpsmynd sem hann gerði um uppruna Dav- ids Árnason og David talar um hvernig vesturfarar hafi skapað sér sjálfsmynd." Okkur finnst Netið ekkert annað en nýr heimur sem fólk þarf að kanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.