Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLaÐIÐ SKOÐUN OPIÐ BRÉF TIL FORSVARS- MANNA PERSÓNUVERNDAR FORSTJÓRI: Sigrún Jóhannes- dóttir. Stjórnarmenn: Páll Hreinsson, Valtýr Sigurðsson, Haraldur Briem, Anna Soffía Hauksdóttir og .Guðbjörg Sigurðardóttir. Varastjórnarmenn: Erla S. Árnadóttir, Gunnar Thoroddsen, Vilhelmína Haraldsdóttir, Dagný Halldórsdóttir og Óskar B. Hauks- son. Virðulegu forsvarsmenn Pers- ónuverndar. í frétt í Morgunblaðinu 20. júlí 2000 er sagt frá nýrri opinberri stofnun, Persónuvernd, sem taka á til starfa 1. ágúst 2000 í samræmi við ákvæði laga nr. 77 frá 23. maí 2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og þar er einnig skýrt frá því að dóms- og kirkju- málaráðherra hafí skipað ykkur, Sigrúnu sem forstjóra, og ykkur hin, virðulegu forsvarsmenn, sem stjórnarmenn og varastjómarmenn hinnar nýju stofnunar. Þá er í greininni sagt að nýja stofnunin eigi að taka við hlutverki Tölvu- nefndar frá næstu áramótum. Fagna ber stofnun Persónu- verndar, sem getur, ef vel tekst til, orðið mjög áhrifamikil, bæði hvað varðar almenn viðhorf í samfélag- inu og í málum einstakra borgara. Aðalerindi mitt við ykkur, virðu- legu forsvarsmenn, er þó að vara , ykkur við þvf valdstjórnarlega um- hverfi og aðstæðum, sem ykkur eru búnar. Víðfeðmt verksvið Meginefni laganna nr. 77/2000 fjallar um öflun og úrvinnslu upp- lýsinga með sérstöku tilliti til nýrr- ar tækni og þeirra möguleika sem hún veitir bæði til að fara vel og illa með upplýsingar. Ég dreg ekki í efa mikilvægi þessara ákvæða og vísa til þess að starfsmenntun og starfsreynsla sumra ykkar virðist sérstaklega tengd því. En lögin nr. 77/2000 heita: „Lög um persónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga". I 1. gr. lag- anna um markmið segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að því að með pers- ónuupplýsingar sé far- ið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónu- vemd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins." Persónuvernd og friðhelgi einka- lífs sem standa undir nafni eru víð- feðm hugtök, óbundin sérstökum stað eða tíma, þótt ljóst sé að störf ykkar miðist við íslenska lögsögu. Ekki er kunnugt um lagalegar eða efnislegar forsendur sem leyfa tak- mörkun á viðfangsefnum Persónu- verndar, sem tengjast persónu- vernd eða friðhelgi einkalífs, til að mynda takmörkun tengda söfnun, úrvinnslu og dreifingu persónuupp- lýsinga með tölvum. Ekki er heldur um að ræða menntunarlegar eða starfsreynslulegar takmarkanir, þannig að lögfræðingum í stjórn Persónuverndar beri sérstaklega að annast lögfræðileg atriði og létta þannig þeim starfsskyldum af ykkur, stjórnar- og varastjómar- mönnum, sem ekki hafíð lokið lög- fræðiprófí, eða öfugt. Allir stjórn- armenn Persónuverndar, sem taka þátt í afgreiðslu máls, verða að afla sér traustra upplýsinga um öll meginatriði þess máls, sem fyrir þá er lagt hverju sinni. Sérkenni íslenskrar valdstjórnar Islenska umhverfið og aðstæð- umar, sem þið komið til með að vinna í, hafa sérkenni, svo sem smæð samfélagsins, nálægð emb- ættismanna hver við annan og viðleitni þeirra til að leyna óþægilegum upplýs- ingum. Alltaf við og við koma fram opinber- lega upplýsingar um undarlegar aðgerðir eða aðgerðaleysi æðstu valdamanna, sem haldið hefur verið leyndu gagnvart al- menningi og sennilega gagnvart mörgum öðmm stjórnvöldum. Einar síðustu upplýs- ingarnar voru í opnu bréfi Garðars Pálssonar, sem hefur verið skipherra Landhelgisgæsl- unnar, í Morgunblaðinu 7. júlí 2000. Þar upplýsir hann að hann hafi hinn 27. janúar 1992 sent þá- verandi sjávarútvegsráðherra, Þor- steini Pálssyni, sem jafnframt var dóms- og kirkjumálaráðherra, gögn um mikið brottkast á fiski af veiði- skipum, áætlað 27-28%, sem hann nefnir hneyksli í bréfinu. Ekki er vitað hvað ráðherrann eða aðrir valdamenn gerðu í málinu 1992. En ýmsum, sem láta sig réttar- og stjórnarfar varða, svo og fiskiveiði- stjómarmál, kom á óvart að al- menningur skyldi ekki upplýstur um þetta fyrr en á árinu 2000. Þá skal nefnt að lausatök hafa lengi tíðkast í lagaframkvæmd og opinberri stjórnsýslu hér. Þvert á stjórnarskrárákvæði eru í landinu tvö laga-, réttar- og stjórnkerfi, annað er tengt bandarískum varn- arstöðvum í landinu en hitt er það sem flestir íslendingar búa við. Þegar til umfjöllunar var á Al- þingi snemma á þessum áratug að- ild Islands að Evrópska efnahags- svæðinu var Island eina EFTA-ríkið af sex, sem ekki taldi ástæðu til að fjalla um málið sem stjórnarskrárbreytingu. Allir vita um átökin um fiskveiði- stjórnunina þar sem ákveðnum að- Hæstiréttur hefur með afskiptum sínum af þessu gamla dómsmáli, segir Tómas Gunnars- son í opnu bréfí til Pers- ónuverndar, viðurkennt vafa á réttmæti aðferða við sakfellingu 1 Guðmundar-og Geirfinnsmálinu. ilum er veittur einkaréttur til að veiða flestar veigamestu fiskteg- undirnar við landið en aðrir aðilar, úr byggðum, sem hafa um aldir lif- að á fiskveiðum, eru sviptir þessum atvinnurétti með þeim afleiðingum að margar byggðir úti á landi eru við það að hrynja. Krafan verður ætíð: Flekkleysi Persónuverndar Virðulegu forsvarsmenn. Það væri óhreinskilni, ef ég upplýsti ykkur ekki um helstu ástæður þessarar viðvörunar minnar, en þær tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmáli, alvarlegasta refsi- máli lýðveldisins. Flestir vita að í refsimálum rétt- arríkja gildir að sönnun fyrir sekt manns sem sakfelldur er þarf að vera lögfull og traust og vafa hvað varðar málsatvik og lagaleg atriði ber að túlka sakborningi eða sak- borningum í hag. Hæstiréttur ís- lands hefur í reynd viðurkennt vafa um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu með því að kosta störf hæstaréttarlögmanns (Ragnars Aðalsteinssonar), við sér- staka athugun á þessu gamla dómsmáli og með því að taka til umfjöllunar réttmæti endurupp- töku málsins. Niðurstaða þeirral• Tómas Gunnarsson umfjöllunar er frá júlí 1998 og var þar ekki fallist á endurupptöku. Það breytir því ekki að Hæstirétt- ur hefur með afskiptum sínum af þessu gamla dómsmáli viðurkennt vafa á réttmæti aðferða við sakfell- ingu í Guðmundar- og Geirfinns- málinu. Þvi fylgir aðeins ein rök- rétt og lögleg niðurstaða samkvæmt grundvallarreglum rétt- arríkja, sem er opinber rannsókn á starfsháttum við hið eiginlega dómsmál og undanfara þess. Fjölmiðlar hafa, nú á árinu 2000, upplýst að nýlega fannst skjala- mappa í vörslu Sýslumannsemb- ættisins í Keflavík, sem send var dóms- og kirkjumálaráðuneytinu snemma á þessu ári. I henni var hluti af rannsóknargögnum Guð- mundar- og Gerifinnsmálsins sem ekki komust til vitundar saksókn- ara, verjenda eða dómara málsins. Einn ykkar, virðulegu forsvars- menn, Valtýr Sigurðsson, kom að frumrannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmáls á áttunda áratugn- um, þegar auk annars var ráðist í gerð leirmyndar af manni sem tal- inn var hafa átt skipti við annan þeirra, sem málið reis af, Geirfinn Einarsson. í DV hinn 30. apríl 1997 segir Magnús Gíslason, sem þá var for- maður Verslunarmannafélags Suð- urnesja, að lögreglan í Keflavík hafi beðið hann að teikna mynd af manni, sem síðar var notuð sem fyrirmynd við gerð leirmyndarinn- ar. Segir Magnús Gíslason við DV að hann sé sannfærður um að ljós- myndin, sem lögreglan fékk honum til að gera mynd sína eftir, hafi verið af Magnúsi Leópoldssyni. Magnúsi Leópoldssyni var síðar, þ.e. á árinu 1976, í tengslum við rannsókn málsins, gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun í þrjá og hálfan mánuð, en síðar kom í ljós að það hafði verið óréttmætt. Valtýr Sigurðsson hefur fjallað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í grein í Morgunblaðinu 31. októ- ber 1998 og staðfestir þar að hann bar stjórnunarlega ábyrgð á upp- hafsrannsókn málsins á árinu 1974. Hann lýsir þar tildrögum þess að leirmyndin var gerð án þess að fram komi skýring á notkun mynd- ar af Magnúsi Leópoldssyni við gerð hennar. Valtýr telur Magnús Gíslason raunar fara rangt með að þessu leyti og byggir það á upp- lýsingum Ríkeyjar Ingimundar- dóttur listakonu sem gerði leir- myndina og Valtýr ræddi við Naustabryggja 54 TIL SÖLU eru íbúðir í þessu glæsilega húsi sem er staðsett við sjávarbakkann. Fallegt útsýni yfir bátahöfnina og sundin blá er úr flestum íbúðunum. í húsinu eru 19 íbúðir, 2-4 herbergja (65- 140 fm) og skiptist húsið í tvo stigaganga með lyftum og myndavélakerfi. • 19 íbiíðir • 2-4 Iwrbr.rgja (65-149 fm) • 2 stigagangar - lyftur • Bílageymsla fyrir 16 bíla • Viðhaldsfrí hlmSning • Myndavélakcrfi • Glœsilegt iitsýni • Afhending l.maí 2001. Bryggjuhvern við GuUinbrú borg borg! l Einkasöluaðili Húsið er klætt með viðhaldsfríu lituðu áli og það fylgir bílageymsla fyrir 16 bfla. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn á Borgum. riF Ármúla 1 * 108 Reykjavík if1 Stmi: 588 2030 « Fax: 588 2033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.