Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 10

Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 10
10 SUNNUD AGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ í nýrri rannsókn hefur komið fram að meðal- tími frá fyrstu sjálfs- vígsskilaboðum til sjálfsvíga aldraðra var 14,5 ár og að tengslin á milli þunglyndis og sjálfsvíga eru sterkari í eldrí aldurshópum en meðal yngra fólks. Til að draga úr áralöngum þjáningum er mikils- vert að aðstandendur og starfsfólk heilbrigðis- og félagsgeirans séu vakandi yfír því hvort viðkomandi sé haldinn lífsleiða, því úrræði eru fyrir hendi. Hildur Friðriksdóttir ræddi við fagfólk í heil- brigðisgeiranum. SJÁLFSVÍG hafa til skamms tíma verið hlutfallslega fleiri meðal aidraðra en ungs fólks, en á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um að þróunin sé að snúast við. Hæst er sjálfsmorðstíðnin í Austur- Evrópu með Ungverjaland í farar- broddi, en í Grikklandi er hún lægst. Sigurður Páll Pálsson geðlæknir á geðdeild Landspítalans við Hring- braut, sem hefur stundað rannsókn- ir á þunglyndi og sjálfsvígum aldr- aðra um langt skeið, telur að tölumar endurspegli töluvert þjóð- félags- og fjölskyldumynstur land- anna. „Víðast hvar fara sjálfsvígstölum- ar snarhækkandi eftir 75 ára aldur. Almennt er talið að meðal 65 ára og eldri fremji 20-30 manns á hverja 100.000 íbúa sjálfsvíg en tölumar virðast geta farið upp í 40-60 fyrir þá sem em eldri en 75 í sumum lönd- um. Þó að fjöldi sjálfsvíga í einstök- um aldurshópum hafi sum árin verið svipaður hér á landi og gerist annars staðar þá virðast mér tölurnar í heildina vera lægri. Og öfugt við annars staðar fara sjálfsvíg greini- lega lækkandi eftir 70 ára aldur. Skýringamar gætu verið margþætt- ar, eins og að hér em sterkari fjöl- skyldubönd, heilbrigðisþjónustan er öflug og aukning hefur orðið á notk- un geðdeyfðarlyfja meðal þessa hóps. Hins vegar em aldraðir sá hópur sem auðveldast er að missa af í sjálfsvígum og því væm verðugar rannsóknarspumingar, hvort við vanskráum sjálfsvíg aldraðra sem náttúraleg, eðlileg dauðsföll eða hvort eldra fólk hér á landi aðlagast og sættir sig betur við lífið en í sam- bærilegum nágrannalöndum.“ Langur aðdragandi að sjállsvígum Sjálfsvíg eiga sér yfirleitt langan aðdraga og segir Sigurður að allt upp í 70% aldraðra sem fremja sjálfsvíg hafi fengið þunglyndis- greiningu. „I ljós hefur komið að um 80% þeirra sem fremja sjálfsvíg hafa verið að hugsa um það í árabil. Þeg- ar þunglyndi kemur til eða aðrir áhættuþættir eins og misnotkun, þá lætur fólk fremur til skarar skríða. Samkvæmt ársgömlum rannsóknum sænska læknisins Margda Waem á sjálfsvígum aldraðra var meðaltími frá fyrstu sjálfsvígsskilaboðum til sjálfsvígs 14,5 ár og þá lengst hjá misnotendum áfengis eða lyfja. Menn greina sterkari tengsl hjá öldraðum en í yngri aldurshópum, sem kemur til af því að gamla fólkið er sjaldan með persónuleikatrafl- anir og hlutfallslega sjaldnar með neysluvandamál. Þó hafa sænskar rannsóknir sýnt að 15-20% aldraðra hafa lyfja- og áfengisvandamál, en það er hliðarvandi sem taka verður á.“ Sjálfsvígstilraunum hefur í öllum aldurshópum farið fjölgandi í Evrópu frá því um miðja öldina, en mun alvarlegri augum er litið á þær meðal aldraðra en ungra, vegna þess að hjá þeim eldri býr yfirleitt meiri alvara á bak við og færri tilraunir era almennt gerðar áður en fólk deyr fyrir eigin hendi. Hér á landi er fólk eldra en fimmtugt því oftast lagt inn á geðdeild ef það gerir til- raun til sjálfsvígs og enn eldra fólk án undantekninga. Að sögn Sigurður era aldraðir sá hópur sem auðveldast er að missa af sjálfsvígi hjá vegna þess að dauðinn er eðlilegur á þessu aldursskeiði, auk þess sem aldraðir sem búa heima era oft á miklum lyfjum og því auðvelt fyrir þá að taka banvæn- an skammt. Hann segir að auðvitað geti orðið slys, þannig að gamall ein- staklingur taki óvart of stóran lyfja- skammt, en líkindin séu fremur lítil, einkum eftir að farið var að skammta lyfin í sérstök box. Við skoðun reyni þá á hvort menn séu vakandi fyrir því hvort sjálfsvíg hafi átt sér stað eða eðlilegur dauðdagi. Samkvæmt upplýsingum Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykja- vík, eru læknar frá embættinu alltaf kallaðir til auk rannsóknarlögregl- unnar þegar dauðsföll eiga sér stað utan sjúkrahúsa og þegar voveifleg- ir dauðdagar verða innan spítalanna. „Kringumstæður era metnar með tilliti til aðstæðna. Það fer svolítið eftir því hverjir vora viðstaddir and- látið og hvernig aðdragandinn var, hvort fólk fékk áfall að öðram við- stöddum og svo framvegis. Hins vegar þegar minnsti vafi leikur á dánarorsök er krafning alltaf gerð.“ Þunglyndi vangreint? Að sögn Sigurðar bendir ýmislegt til þess að þunglyndi sé almennt vangreint. Hann tekur fram að vandasamara sé að greina þung- lyndissjúkdóm hjá öldraðum en hjá yngra fólki vegna þess að um flókið samspil sé að ræða. „Mikilsvert er að gefa sér góðan tíma, varpa fram mörgum spurningum og taka góða sögu. Við vitum að aldraðir fá oft of mörg lyf, í of háum skömmtum og að þeir era næmari fyrir aukaverkun- um ýmissa lyfja. Það má ekki gleyma því að fjölmörg læknislyf geta valdið þunglyndiseinkennum eins og verkjalyf og blóðþrýstings- lækkandi lyf. Auk þess er mikilvægt að aldraðir fái réttan skammt af geð- deyfðarlyfjum. Annar lúmskur þáttur sem gerir það að verkum að þunglyndi er van- greint er að líkamlegir kvillar snar- aukast um 65-70 ára aldur og or- sakasamband getur verið á milli líkamlegra verkja og þunglyndis í báðar áttir. Hins vegar benda allar rannsóknir til þess að árangur þung- lyndismeðferða hjá öldraðum sé jafn góður og hjá yngra fólki og því ætti að gera meira fyrir aldraða en nú er.“ Sigurður segir að þrátt fyrir góð- an árangur þunglyndismeðferða hafi rannsókn Margda Waern leitt í ljós að 38% þeirra sem frömdu sjálfsvíg höfðu þunglyndislyf í seram við krafningu. Það segir hann benda til þess að eftirmeðferð sé hugsanlega ekki nægilega góð. Hann vekur jafn- framt athygli á mikilvægi þess að meðhöndla líkamlega sjúkdóma samhliða þunglyndismeðferðinni, því það breyti miklu um horfurnar, ef gleymist að meðhöndla þá. „Sam- kvæmt rannsókn sem gerð var í Ástralíu höfðu ýmsir líkamlegir þættir eins og léleg sjón og heyrn, skert hreyfigeta eða verkir mikil áhrif á lífsleiða fólks. Þessir þættir mögnuðu vanda hinna þunglyndu." Sigurður segir að endurhæfingar- læknar og öldrunarlæknar, sem stöðugt séu að reyna að koma sjúkl- ingum sínum á minna þjónustustig séu mjög vel meðvitaðir um þung- lyndi. Sennilega sé vandinn rneiri á stofnunum sem hafa lélega eða litla læknisþjónustu og þar sem læknir er bara kallaður til þegar vandamál koma upp á. „Hættan er kannski sú að á stöðum, þar sem ekki er sér- staklega verið að leita að þunglyndi, að við fáum sjúklingana ekki senda fyrr en vandinn er orðinn mjög áber- andi eins og að viðkomandi er farinn að gera sér mein eða hættur að borða. Tölur um þunglyndi era háar á öldranarheimilum eða 15-40%, en hafa verður í huga að þunglyndi er fylgikvilli elliglapasjúkdóma. Hitt er annað mál, að sjúklingar með elli- glöp geta haft gagn af þunglyndis- meðferðum, einkum ef þeim er beitt í upphafi sjúkdómsins," segir hann. Efldurtekin umræða og fræðsla mikilvæg Tregða aldraðra til að leita til geð- lækna virðist ekki vera minni en al- mennt gengur og gerist í þjóðfélag- inu og því gegna heimilislæknar mikilvægu hlutverki. Jafnvel getur vandamálið verið að viðkomandi ein- stakiingur leitar til fjölmargra sér- fræðinga og því er kannski erfiðara að hafa yfirsýn yfir hvað hrjáir sjúklinginn. „Mér finnst heimilis- læknar hafa gífurlega mikið hlut- verk því þeir eru samræmingaraðili fyrir utan að þeir era fjöreggið í að greina, skima og leita. Til eru mjög góðir skimunarskalar og það gildir um okkur öll, hvort sem við eram aðstandendur eða starfsmenn heil- brigðis- eða félagsþjónustunnar, að við megum aldrei gleyma að spyrja hvort lífsleiði eða dauðahugsanir séu til staðar. Þunglyndi getur komið fram í einkennum sem eru langt frá höfð- inu, en til þess að geta hugsað út í það þá þarf að hafa ákveðnar spurn- ingar í huga og í rauninni ætti stutt geðskoðun að vera hluti af allri læknisskoðun. Mikilvægt er að spyrja um líðan og ef svarið er ekki í samræmi við útlit viðkomandi þá á að spyrja áfram. Það verður þó að gerast með nærgætni og láta eina spumingu leiða af annarri. Jafnvel hér á geðdeild Landspítalans, þar sem við eram að fást við þunglyndi og sjálfsvíg, þá verður maður að muna eftir að hafa þessar spuming- ar ofarlega í huga. Það er því ekki við öðra að búast en að það farist oft fyrir hjá nánustu fjölskyldu eða heilsugæslulækni. Þannig að aftur og aftur þarf að áminna okkur eða símennta okkur til að hafa þetta í huga.“ I skýrslu starfshóps heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um stefnumótun í málefnum geðsjúkra frá því í október 1998 kemur fram að fræðsla starfsfólks í umönnunar- geiranum bæti mjög hjúkran og leiði til minni notkunar lyfja hjá óróleg- um sjúklingum. Rannsóknir hafi enn fremur sýnt að fræðslan þurfi að vera endurtekin. „Hagstæð áhrif fræðslu starfsfólks á hjúkranar- heimilum og í heimahúsum dvínai' talsvert á 6 mánuðum skv. rann- sóknum," segir þar. Þunglyndi ekki eðlilegur lylgiflskur öldrunar Fólki, bæði leikum og lærðum, hættir til að líta svo á að þunglyndi sé eðlilegur fylgikvilli öldranar og því kippa menn sér ekki upp við að eldra fólk tali um lífsleiða. María Ól- afsdóttir, heilsugæslulæknir í Kefla- vík, segir hins vegar að þunglyndi eða önnur geðræn einkenni séu ekki eðlilegur þáttur öldrunar. Hún hefur rannsakað tíðni heilabilunar og geð- rænna einkenna meðal fólks sem sækir heilsugæslu og kom í ljós að um þriðjungur sjúklinga eldri en 70 ára reyndust hafa heilabilun eða geðræn einkenni. „Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að eldra fólk sem þjáist ekki af geðrænum ein- kennum er lífsglatt fólk, það er fé- lagslega virkt bæði innan fjölskyldu og utan eins og að vera upptekið af barnabörnunum, ýmsum verkefn- um, námskeiðum og samkomum. Eldra fólk sem leitar læknis er oft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.