Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 39
þú kenndir þér meins, heldur ein-
beittir þér að því að okkur liði alltaf
vel. Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig með svona stuttum fyrir-
vara, en við vitum það, að þar sem þú
ert nú, líður þér vel. Allar þessar
yndislegu minningar um þig munum
við alltaf geyma í hjarta okkar. Við
biðjum algóðan Guð að styrkja
ömmu á þessum erfiðu tímum. Elsku
best afi, þín er sárt saknað af okkur
öllum.
Haraldur og Sigrún.
Elsku afi minn, mig langar að fá
að kveðja þig með nokkrum orðum.
Það er svo skrýtið að þú skulir vera
farinn. Eg á svo góðar minningar um
þig sem ég mun aldrei gleyma. Það
var svo gaman þegar þú og amma
bjugguð á Húsavík. Þá kom ég oft til
ykkar á kvöldin og við vorum að spila
kana saman. Svo varðstu oft veikur
og þið fluttuð til Reykjavíkur til að
vera hjá bömunum ykkar. Það var
svo gaman að koma til ykkar. En nú
er allt svo skrýtið af því þú ert ekki
þar. En afi. Takk fyrir allt sem þú
gerðir.Elsku afi minn, ég mun sakna
þín. Megi guð geyma þig.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Þín
Gunnhildur.
Elsku afi. Nú er þjáningum þínum
lokið og við vitum að þér líður miklu
betur þar sem þú ert núna. Eins og
amma segir þá megum við ekki vera
leiðar því þá verður þú líka leiður.
Við ætlum frekar að hugsa um allar
góðu minningamar. Gönguferðirnar
út í fjöru, berjamó, þegai- við spiluð-
um ólsen ólsen eða þegar við krakk-
arnir horfðum á þig leggja kapal í
eldhúsinu í Höfðabrekkunni. Það
íyrsta sem við gerðum alltaf þegar
við komum til Húsavíkur var að
þeysa upp á háaloft og umturna öllu
fyrir búðó. Ef það var eitthvað sem
fékk okkur niður af loftinu þá var
það annaðhvort maturínn hennar
ömmu eða til þess að elta þig í sund.
Við gætum haldið áfram og skrifað
heila ritgerð um allar yndislegu
stundirnar sem við áttum með þér en
við ætlum bara að segja takk. Við
söknum þín og munum alltaf sakna
þín því án þín mun alltaf eitthvað
vanta.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
(Þórunn Sig.)
Þínar
Bjarney Sigrún og
Berglind Sigríður.
Sjósókn og útgerð hafa löngum
verið aðalatvinnuvegur Hríseyinga
og þar hafa margir komið við sögu,
eldri sem yngri. Einn þeirra var
Brynjólfur Jóhannesson sem um
langan aldur haslaði sér völl á þeim
vettvangi og stundaði útgerð fyrir og
eftir miðbik 20. aldar. I húsi Brynj-
ólfs, sem við hann var kennt og nefnt
Brynjólfshús, ólust upp börn hans
átta sem snemma urðu þátttakendur
við útgerð föður þeirra. Það var því
ærið að gera oft hjá konu Brynjólfs,
Sigurveigu Sveinbjarnardóttur, þeg-
ar við bættist aðkomufólk sem starf-
aði við útgerð Brynjólfs og hafði
einnig aðsetur í húsi þeirra hjóna.
Róðrar hófust að vori og stóðu yfir
sumartímann. Á haustin var farið
með báta Hríseyinga til Akureyrar
og þeim lagt þar uns vertíð hófst
næsta vor. Snemma hneigðist hugur
Sigtryggs Brynjólfssonar að sjósókn
og sjómennsku. Starfaði hann við út-
gerð föður síns og varð skipstjóri á
báti hans. Sigtryggur aflaði sér rétt-
inda sem vélstjóri á vélstjómarnám-
skeiði á Akureyri og hlaut skip-
stjórnarréttindi á sama stað 1936.
Mannekla var tíðum í Hrísey yfir
sumartímann og leitaði fólk víða að
eftir atvinnu í Hrísey, m.a. við útgerð
Brynjólfs. Sumarið 1941 réðst til
Brynjólfs í línuvinnu ung, glæsileg
stúlka frá Húsavík, vel íþróttum
búin, Sigi-ún Pálsdóttir. Hún var
þaulvön línuvinnu frá Húsavík eftir
að hafa staðið þar við stampinn
nokkur sumur, þótti kappsöm og
rösk til starfa. Ymsir höfðu rennt
hýru auga til þessarar snótar en
þarna í eynni fór svo að hinn ungi
skipstjóri, Sigtryggur Brynjólfsson,
náði ástum hennar. Þau vora gefin
saman 3. okt. 1942 og hófu búskap í
Hrísey þar sem þau dvöldu til ársins
1948 er þau fluttu til Húsavíkur.
Leigðu þar fyrst í Hliðskjálf, í húsi
frænda Sigrúnar, Vilhjálms Guð-
mundssonar. Síðar festu þau kaup á
hluta hússins Hornbjarg í félagi við
Pál Sigurjónsson og Karólínu Sigur-
geirsdóttur, foreldra Sigrúnar. Arið
1960 byggðu þau Sigtryggur og
Sigrún húsið Höfðabrekku 20 þar
sem þau dvöldu til ársins 1998 er þau
fluttu frá Húsavík til Kópavogs þar
sem þau settust að á Kópavogsbraut
1 b.
Á Húsavík starfaði Sigtryggur um
árabil við sjósókn, mörg ár við út-
gerð þeirra bræðra Stefáns og Þórs
Péturssona. Var Sigtryggur stýri-
maður á einum báti þeiiTa bræðra og
tvö sumur skipstjóri á síld fyrir
Norðurlandi á bátnum Stefáni Þór.
Einnig vann Sigtryggur um skeið
sem landmaður hjá þeim bræðram á
vetrarvertíð í Sandgerði. Reyndist
Sigtryggur þar farsæll í starfi.
Á Húsavík gerði Sigtryggur
ásamt fleiri út vélbátinn Maí sem
fórst í róðri úti fyrir Tjömesi árið
1959.
Árið 1964 gerðist Sigtryggur
starfsmaður hjá Mjólkursamlagi
Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og
vann þar til ársins 1988. Þeir sem
þar unnu með Sigtryggi minnast
hans sem góðs félaga og trausts
samstarfsmanns. Reyndist drjúgur
verkmaður þótt ekki væri hann
áhlaupamaður. Á þessum vinnustað
var oft glatt á hjalla, ekki síst þegar
pólitísk deilumál vora uppi. Lá Sig-
tryggur ekki á skoðunum sínum.
Stundum sló í brýnu með mönnum
en rokið úr þeim næsta dag. Kom
Sigtryggur stundum með skemmti-
legar athugasemdir er honum þótti
menn fara offari. En léttleikinn sat
þó tíðast í fyrirrúmi og þar lét Sig-
tryggur sitt ekki eftir liggja.
Á síðari áram sínum útbjó Sig-
tryggur sér aðstöðu á lofti húss síns,
Höfðabrekku 20, þar sem hann setti
upp net fyrir sjómenn. Það starf
stundaði Sigtryggur á kvöldin og um
helgar. Hann vandaði verk sitt vel,
vildi ekki láta segja að þar væri kast-
að til höndum. Sigtryggur var iðju-
samur maður meðan heilsa leyfði.
Hann var félagslyndur að eðlisfari,
heimakær, rólyndur jafnan, óáleit-
inn en fastur fyrir ef því var að
skipta.
Þau hjón spiluð bridds um árabil
þótt Sigrún tæki meiri þátt í keppni.
Á heimili þeirra komu oft vinir og
kunningjar til að slá í slag. Hin síðari
ár stundaði Sigtryggur göngu um
Húsavík og nágrenni. Leið hans lá
þá að jafnaði fyrst niður að höfn. Við
sjóinn var hugur hans löngum bund-
inn allt frá æskudögum. Hann þurfti
að fylgjast með fiskiríinu og spjalla
við karlana. Þá var hann og daglegur
gestur árum saman í sundlaug Húsa-
víkur.
Þau hjón fóra nokkrum sinnum til
útlanda á seinni áram ásamt dóttur
sinni og tengdasyni eða í samfloti við
góða vini. Þar sem Sigrún starfaði
mjög að félagsmálum á Húsavík um
árabil kom það oft í hlut Sigtryggs að
létta þar undir með konu sinni með
því að gegna störfum fyrir heimilið.
Slíkt taldi hann ekki eftir sér enda
lipurmenni. Áður fyrr gegndi Sigrún
oft starfi heimilisföðurins er Sig-
tryggur var fjarri heimilinu vegna
dvalar á vetrarvertíð. Slíkt var tíðum
hlutskipti sjómannskonunnar.
Síðustu ár sín barðist Sigtryggur
við sjúkdóm sem smám saman lam-
aði þrek hans. Kvartaði ekki. Hann
var ekki þekktur að því að vfla eða
vola um dagana, tók því sem að
höndum bar með æðraleysi.
Sigtryggur var tryggur vinum sín-
um. Þess nutum við systkinin og
móðir okkar síðustu árin sem hún
lifði.
Góður vinur skal kvaddur við leið-
arlok og samúð vottuð Sigrúnu
frænku minni, börnum þeirra hjóna
svo og barnabörnum sem nú sjá á
bak umhyggjusömum og góðum afa.
Sigurjón Jóhannesson, Húsavík.
Tryggvi okkar er horfinn á braut,
kveðjustundin runnin upp.
Allt frá því að við sem lítil börn
kynntumst Tryggva, eiginmanni
Sigrúnar föðursystur okkar, hefur
hann verið okkur afar kær. Höfða-
brekka 20 á Húsavík var okkur
systkinunum á 14 sem annað heimili
og enn í dag era fjölskyldurnar á 14
og 20 sem ein fjölskylda.
Tryggvi fór hljóðlega um meðal
samferðafólksins en var þó sem skín-
andi perla í mannhafinu. Þær vora
ófáar gönguferðirnar hans um hafn-
arsvæðið á Húsavík þar sem hann
tók þátt í lífinu sem þá var „fyrir
neðan Bakkann“. í Sunnuhlíð naut
hann útsýnisins út á sjóinn og þar
áttu þau Sigrún góðan tíma saman,
þar sem spilað var brids og boccia og
púttað á nýja púttvellinum við
Sunnuhlíð. Hlógum við Tryggvi oft
að því að betra væri að eiginkonan
tapaði ekki í keppninni, en keppnis-
skap gömlu handboltastjörnunnar
úr „Gullaldarliði Völsunga“ er ennþá
ósvikið þótt komin sé yfir áttrætt.
Tryggvi var á allan hátt einstakur
maður, velvild og góðsemi einkenndi
allt hans líf og öllum leið vel í nálægð
hans. Fá orð segja oft meira en lang-
ar ræður og ógleymanleg era mörg
gullkornin sem hratu af vörum hans,
oft sem óvænt innlegg í fjöragar um-
ræður. Hamingja hans var fólgin í
því að veita öðra fólki gleði og
ánægju, mestu hamingjustundirnar í
lífi hans vora samverastundir með
fjölskyldunni, þar sem hann fylgdist
með yngstu fjölskyldumeðlimunum
þroskast og dafna.
Það er gæfa að fá að vera í nær-
vera manns sem er þeim eiginleikum
gæddur sem Tryggvi bjó yfir. Sú
speki sem oft bjó í orðum hans og
það æðraleysi sem einkenndi allt
hans fas hafði djúp áhrif á okkur öll.
Tryggvi ætlaði að heimsækja
Húsavík í sumar og tvisvar var áætl-
að að leggja af stað en ýmislegt aftr-
aði för. Ferðalagið sem farið var í
sumar varð lengra en til Húsavíkur.
Kveðjustundin var í faðmi fjölskyld-
unnar sem nú á dýrmætar minning-
ar um kærleiksríkan eiginmann, föð-
ur og afa.
Minning hans lifir.
Elsku Sigrún (Dattý) og fjölskyld-
an öll, innilegar samúðarkveðjur.
Anna Karólína, Þorbjörg
og Bjarni Páll.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON
organisti
frá Landlist,
Rauðagerði 60, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudag-
inn 22. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minn-
ingarsjóð Bústaðakirkju.
Elín Heiðberg Lýðsdóttir,
Ólafur Magnús Guðnason,
Halldór Örn Guðnason.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
tengdasonur, bróðir og mágur,
SIGMUNDUR JÓHANNESSON
húsasmíðameistari,
sem lést sunnudaginn 13. ágúst, verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn
22. ágúst kl. 13.30.
Rannveig Grétarsdóttir,
Björg Sigmundsdóttir,
Sara Sigmundsdóttir,
Jóhannes Steinþórsson,
Grétar Sveinsson,
Kolbrún Jóhannesdóttir,
Dagný Jóna Jóhannesdóttir,
Þórunn Grétarsdóttir,
Sveinn Ómar Grétarsson,
Guðrún Sigmundsdóttir,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Axel Gíslason,
Theodoros Kagiannalíus,
Sveinn Andri Sveinsson,
Linda Reimarsdóttir.
+
Elskulegur, indæll sonur okkar, bróðir, bama-
barn, mágur og ástkær frændi,
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON,
er látinn. Útför hans fer fram frá Keflavíkur-
kirkju þriðjudaginn 22. ágúst nk. kl. 14.00.
Vilhjálmur Ketilsson,
Garðar Ketill Vilhjálmsson,
Margeir Vilhjálmsson,
Svanur Vilhjálmsson,
Vala Rún Vilhjátmsdóttir,
Ólafur Bjömsson,
Ketill Viihjálmsson,
Ásgeir Elvar,
Brynjar Freyr
Sigrún Ólafsdóttir,
Kristín Jóna Hilmarsdóttir,
Guðmundur K. Steinsson,
Hrefna Ólafsdóttir,
Valgerður Sigurgísladóttir,
ktor Thulin,
I Katla Rún.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGTRYGGUR BRYNJÓLFSSON,
Kópavogsbraut 1b, Kópavogi,
áður til heimilis Höfðabrekku 20,
Húsavík,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 21. ágúst kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hins látna, eru vinsamlega beðnir að láta heima-
aðhlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Sigrún Pálsdóttir,
Ásgeir P. Sigtryggsson, Heiða Th. Kristjánsdóttir,
Brynjar Sigtryggsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir,
Sigurveig K. Sigtryggsdóttir, Pétur Steingrímsson,
barnabörn og barnbarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KJARTAN G. NORÐDAHL,
hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 5. ágúst, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn
23. ágúst kl. 13.30.
Elín Norðdahl,
Kjartan Norðdahl, Hrafnhildur G. Norðdahl,
Anna K. Norðdahl, Ingvi Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.